Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 30. desember 2025 11:30 Við í Samfylkingu settum fram raunhæft plan í velferðarmálum fyrir Alþingiskosningarnar 2024. Nú vinnum við skipulega samkvæmt þessu plani undir verkstjórn Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra í þéttu samstarfi við okkar góðu samstarfsflokka. Við sögðumst ætla að hækka frítekjumark ellilífeyris í 60 þúsund krónur á mánuði til þess að eldra fólk nyti meiri ávinnings af því að hafa greitt í lífeyrissjóði. Þessa hækkun höfum við þegar bundið í lög með frumvarpi sem samþykkt var á Alþingi þann 18. desember síðastliðinn. Þannig stígum við stærsta skref sem stigið hefur verið um langa hríð til þess að vinda ofan af skerðingum í almannatryggingakerfinu og lækka jaðarskattbyrði eftirlaunafólks. Við sögðumst ætla að stöðva kjaragliðnunina hjá eldra fólki og öryrkjum og láta lífeyri fylgja launavísitölu. Við vinnum strax samkvæmt áætlun sem gerir ráð fyrir slíkum hækkunum á kjörtímabilinu og fyrir Alþingi liggur frumvarp frá Ingu Sæland félagsmálaráðherra um að þessi breyting verði bundin varanlega í lög. Þetta eru mikilvægar kjarabætur fyrir eldra fólk og öryrkja sem eiga skilið að stjórnmálamenn standi við orð sín. Við sögðumst ætla að efla fæðingarorlofskerfið og styrkja afkomuöryggi barnafólks. Við höfum þegar lögfest réttarbætur fyrir fjölburaforeldra og þau sem veikjast alvarlega á meðgöngu, við höfum girt fyrir að foreldrar sem hafa starfað í öðru EES-ríki falli milli kerfa, hækkað lágmarksgreiðslur í fæðingarorlofi, hækkað fæðingarstyrki námsmanna og fólks utan vinnumarkaðar og bundið í lög að hækkun slíkra greiðslna nái til allra foreldra sem nýta rétt sinn á sama tíma óháð því hvenær barn fæðist. Við sögðumst ætla að skapa heilbrigðari húsnæðismarkað, m.a. með því að koma skikk á skammtímaleigumarkað og laga hlutdeildarlánakerfið: tryggja aukinn fyrirsjáanleika í lánveitingum HMS, greiða lánin út til byggingaraðila meðan íbúð er á framkvæmdastigi og semja um stórtæka uppbyggingu hlutdeildarlánaíbúða við trausta byggingaraðila. Stigin eru stór skref í þessa veru með frumvarpi atvinnuvegaráðherra um hömlur á Airbnb-væðingu og með hlutdeildarlánafrumvarpi félags- og húsnæðismálaráðherra sem samþykkt var nú í desember og eykur möguleika ungs fólks á að komast inn á fasteignamarkað. Við sögðumst ætla að hefja þjóðarátak í umönnun eldra fólks, efla meðferðarúrræði og taka betur utan um þunga velferðarþjónustu sem hefur verið vanfjármögnuð og klemmd milli ríkis og sveitarfélaga. Á fyrsta ári ríkisstjórnar höfum við höggvið á hnúta með tímamótasamningum við sveitarfélög þar sem ríkið tekur að sér fjármögnun uppbyggingar hjúkrunarheimila og ábyrgð á þriðja stigs þjónustu við börn með fjölþættan vanda. Þá hafa fjárframlög til áfengis- og vímuefnameðferða verið aukin markvisst, sumaropnun brýnna meðferðarúrræða verið tryggð og stjórnvöld undirritað heildarsamning við SÁÁ um meðferð við fíknsjúkdómnum. Við sögðumst ætla að endurheimta efnahagslegan stöðugleika og hætta að reka ríkið á yfirdrætti, enda er það forsenda þess að verðbólga og vextir fari niður. Á fyrsta ári ríkisstjórnar höfum við lögfest stöðugleikareglu, lækkað ríkisskuldir um 7,5% af vergri landsframleiðslu, ráðist í allsherjartiltekt í ríkisrekstri með markvissri forgangsröðun fjármuna og sameiningu stofnana og samþykkt fjármálaáætlun þar sem við náum niður hallarekstri hraðar en fyrri ríkisstjórn ætlaði sér. Á næsta ári verða þannig lögð fram fyrstu hallalausu fjárlögin í tíu ár. Þetta þýðir að sókn ríkisstjórnarinnar í velferðarmálum er ekki á kostnað ábyrgra ríkisfjármála heldur þvert á móti: við tryggjum efnahagslegan stöðugleika um leið og við styrkjum velferðina, nákvæmlega eins og við sögðumst ætla að gera. Velferðarplanið er komið til framkvæmda og við vinnum áfram samkvæmt því, skref fyrir skref, á nýju ári. Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Jóhann Páll Jóhannsson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Sjá meira
Við í Samfylkingu settum fram raunhæft plan í velferðarmálum fyrir Alþingiskosningarnar 2024. Nú vinnum við skipulega samkvæmt þessu plani undir verkstjórn Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra í þéttu samstarfi við okkar góðu samstarfsflokka. Við sögðumst ætla að hækka frítekjumark ellilífeyris í 60 þúsund krónur á mánuði til þess að eldra fólk nyti meiri ávinnings af því að hafa greitt í lífeyrissjóði. Þessa hækkun höfum við þegar bundið í lög með frumvarpi sem samþykkt var á Alþingi þann 18. desember síðastliðinn. Þannig stígum við stærsta skref sem stigið hefur verið um langa hríð til þess að vinda ofan af skerðingum í almannatryggingakerfinu og lækka jaðarskattbyrði eftirlaunafólks. Við sögðumst ætla að stöðva kjaragliðnunina hjá eldra fólki og öryrkjum og láta lífeyri fylgja launavísitölu. Við vinnum strax samkvæmt áætlun sem gerir ráð fyrir slíkum hækkunum á kjörtímabilinu og fyrir Alþingi liggur frumvarp frá Ingu Sæland félagsmálaráðherra um að þessi breyting verði bundin varanlega í lög. Þetta eru mikilvægar kjarabætur fyrir eldra fólk og öryrkja sem eiga skilið að stjórnmálamenn standi við orð sín. Við sögðumst ætla að efla fæðingarorlofskerfið og styrkja afkomuöryggi barnafólks. Við höfum þegar lögfest réttarbætur fyrir fjölburaforeldra og þau sem veikjast alvarlega á meðgöngu, við höfum girt fyrir að foreldrar sem hafa starfað í öðru EES-ríki falli milli kerfa, hækkað lágmarksgreiðslur í fæðingarorlofi, hækkað fæðingarstyrki námsmanna og fólks utan vinnumarkaðar og bundið í lög að hækkun slíkra greiðslna nái til allra foreldra sem nýta rétt sinn á sama tíma óháð því hvenær barn fæðist. Við sögðumst ætla að skapa heilbrigðari húsnæðismarkað, m.a. með því að koma skikk á skammtímaleigumarkað og laga hlutdeildarlánakerfið: tryggja aukinn fyrirsjáanleika í lánveitingum HMS, greiða lánin út til byggingaraðila meðan íbúð er á framkvæmdastigi og semja um stórtæka uppbyggingu hlutdeildarlánaíbúða við trausta byggingaraðila. Stigin eru stór skref í þessa veru með frumvarpi atvinnuvegaráðherra um hömlur á Airbnb-væðingu og með hlutdeildarlánafrumvarpi félags- og húsnæðismálaráðherra sem samþykkt var nú í desember og eykur möguleika ungs fólks á að komast inn á fasteignamarkað. Við sögðumst ætla að hefja þjóðarátak í umönnun eldra fólks, efla meðferðarúrræði og taka betur utan um þunga velferðarþjónustu sem hefur verið vanfjármögnuð og klemmd milli ríkis og sveitarfélaga. Á fyrsta ári ríkisstjórnar höfum við höggvið á hnúta með tímamótasamningum við sveitarfélög þar sem ríkið tekur að sér fjármögnun uppbyggingar hjúkrunarheimila og ábyrgð á þriðja stigs þjónustu við börn með fjölþættan vanda. Þá hafa fjárframlög til áfengis- og vímuefnameðferða verið aukin markvisst, sumaropnun brýnna meðferðarúrræða verið tryggð og stjórnvöld undirritað heildarsamning við SÁÁ um meðferð við fíknsjúkdómnum. Við sögðumst ætla að endurheimta efnahagslegan stöðugleika og hætta að reka ríkið á yfirdrætti, enda er það forsenda þess að verðbólga og vextir fari niður. Á fyrsta ári ríkisstjórnar höfum við lögfest stöðugleikareglu, lækkað ríkisskuldir um 7,5% af vergri landsframleiðslu, ráðist í allsherjartiltekt í ríkisrekstri með markvissri forgangsröðun fjármuna og sameiningu stofnana og samþykkt fjármálaáætlun þar sem við náum niður hallarekstri hraðar en fyrri ríkisstjórn ætlaði sér. Á næsta ári verða þannig lögð fram fyrstu hallalausu fjárlögin í tíu ár. Þetta þýðir að sókn ríkisstjórnarinnar í velferðarmálum er ekki á kostnað ábyrgra ríkisfjármála heldur þvert á móti: við tryggjum efnahagslegan stöðugleika um leið og við styrkjum velferðina, nákvæmlega eins og við sögðumst ætla að gera. Velferðarplanið er komið til framkvæmda og við vinnum áfram samkvæmt því, skref fyrir skref, á nýju ári. Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun