RÚV, aðgerðasinnar og íslenskan okkar Jón Pétur Zimsen skrifar 3. janúar 2026 12:30 Íslenskan á í vök að verjast en tungan er það sem skilgreinir okkur sem þjóð. Vigdís Finnbogadóttir sagði eitt sinn: „Ef íslenskan hverfur tapast þekking og við hættum að vera þjóð.“ Vigdís vildi undirstrika að íslenska tungumálið er ekki aðeins samskiptatæki, heldur ein af grunnstoðum þjóðar- og menningarauðs. Hún tengdi tungumálið beint við þjóðartilfinningu, menningarlega sjálfsmynd og sjálfstæði okkar. Íslenskan er örmál sem verður að styðja og vernda með öllum tiltækum ráðum annars töpum við henni á stuttum tíma. Því miður er ekki nóg að enskan sæki á hana þá nýta sumir starfsmenn ríkisútvarpsins stöðu sína og reyna markvisst að breyta henni með tilliti til pólítískrar hugmyndafræði. Sú hugmyndafræði er líklega sprottin upp úr deiglu aðgerðasinna , stundum í líki fræðimanna, sem vilja stjórna tungumálinu og orðaforðanum í þágu eigin sérhagsmuna og valdasækni. Að skilgreina hvað teljist „rétt“ og „þóknanlegt“ orðfæri og hugsun er bein leið til aukinna áhrifa og valda. Líkja mætti íslenskunni við náttúru landsins, öðru þjóðardjásni okkar. Náttúran tekur hægfara breytingum með sínum hræringum og ágangi veðurs, það ætti íslenskan líka að gera. Hins vegar þykir sumum starfsmönnum RÚV og aðgerðasinnum eðlilegt að menn spænist um á vélknúnum ökutækjum skiljandi eftir sig, líklega, óafturkræfar slóðir og sár. Það er ekki eðlileg þróun eða breytingar. Með þessu er íslenskan ekki að breytast, það er verið að breyta henni hratt og af ásetningi. Hvað segir í málstefnu RÚV?: „Allt starfsfólk RÚV skal vanda mál sitt og vera til fyrirmyndar um málnotkun.“ Er það raunin? Aðgerðasinnarnir segja að ekkert sé í raun rangt eða rétt hvað íslenskuna varðar, allt til að dyggðaskreyta sig og láta alla vita hve ,,vakandi“ og „umburðarlyndar“ þeir eru. Hér er ekki um eðlilega þróun íslenskunnar að ræða, heldur markvissa hugmyndafræðilega íhlutun sem er til þess fallin að skapa samviskubit hjá fólki ef það fylgir ekki „réttu“ málsniði eða notar ekki „réttu“ orðin. Á þá ætíð að breyta tungunni þegar tíðarandi breytist og nýir framsæknir aðgerðasinnar krefjast breytinga í nafni mannúðar, gæsku og umburðarlyndis á kostnað íslenskunnar sjálfrar? Munum að þegar tungumál breytast breytist hugsun um leið. Tungan er rót hugsunar. Hvernig eiga aðfluttir að bera virðingu fyrir íslenskunni ef við gerum það ekki sjálf? Hvaða hvata hafa þeir til að læra tungumálið þegar eigendur þess leyfa fámennum hópi stjórnlyndra, en ábyrgðarlausra, einstaklinga að hola það að innan? Göngum um íslenskuna eins og við viljum að almennt sé gengið um náttúruna; af virðingu, þannig að komandi kynslóðir fái notið hennar eins og fyrri kynslóðir, án svöðusára og markvissrar afbökunar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Íslensk tunga Fjölmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Umræðan um bólusetningar barna á algjörum villigötum Júlíus Valsson Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Af hverju opinbert heilbrigðiskerfi? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Umræðan um bólusetningar barna á algjörum villigötum Júlíus Valsson skrifar Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson skrifar Skoðun RÚV, aðgerðasinnar og íslenskan okkar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Íslenskan á í vök að verjast en tungan er það sem skilgreinir okkur sem þjóð. Vigdís Finnbogadóttir sagði eitt sinn: „Ef íslenskan hverfur tapast þekking og við hættum að vera þjóð.“ Vigdís vildi undirstrika að íslenska tungumálið er ekki aðeins samskiptatæki, heldur ein af grunnstoðum þjóðar- og menningarauðs. Hún tengdi tungumálið beint við þjóðartilfinningu, menningarlega sjálfsmynd og sjálfstæði okkar. Íslenskan er örmál sem verður að styðja og vernda með öllum tiltækum ráðum annars töpum við henni á stuttum tíma. Því miður er ekki nóg að enskan sæki á hana þá nýta sumir starfsmenn ríkisútvarpsins stöðu sína og reyna markvisst að breyta henni með tilliti til pólítískrar hugmyndafræði. Sú hugmyndafræði er líklega sprottin upp úr deiglu aðgerðasinna , stundum í líki fræðimanna, sem vilja stjórna tungumálinu og orðaforðanum í þágu eigin sérhagsmuna og valdasækni. Að skilgreina hvað teljist „rétt“ og „þóknanlegt“ orðfæri og hugsun er bein leið til aukinna áhrifa og valda. Líkja mætti íslenskunni við náttúru landsins, öðru þjóðardjásni okkar. Náttúran tekur hægfara breytingum með sínum hræringum og ágangi veðurs, það ætti íslenskan líka að gera. Hins vegar þykir sumum starfsmönnum RÚV og aðgerðasinnum eðlilegt að menn spænist um á vélknúnum ökutækjum skiljandi eftir sig, líklega, óafturkræfar slóðir og sár. Það er ekki eðlileg þróun eða breytingar. Með þessu er íslenskan ekki að breytast, það er verið að breyta henni hratt og af ásetningi. Hvað segir í málstefnu RÚV?: „Allt starfsfólk RÚV skal vanda mál sitt og vera til fyrirmyndar um málnotkun.“ Er það raunin? Aðgerðasinnarnir segja að ekkert sé í raun rangt eða rétt hvað íslenskuna varðar, allt til að dyggðaskreyta sig og láta alla vita hve ,,vakandi“ og „umburðarlyndar“ þeir eru. Hér er ekki um eðlilega þróun íslenskunnar að ræða, heldur markvissa hugmyndafræðilega íhlutun sem er til þess fallin að skapa samviskubit hjá fólki ef það fylgir ekki „réttu“ málsniði eða notar ekki „réttu“ orðin. Á þá ætíð að breyta tungunni þegar tíðarandi breytist og nýir framsæknir aðgerðasinnar krefjast breytinga í nafni mannúðar, gæsku og umburðarlyndis á kostnað íslenskunnar sjálfrar? Munum að þegar tungumál breytast breytist hugsun um leið. Tungan er rót hugsunar. Hvernig eiga aðfluttir að bera virðingu fyrir íslenskunni ef við gerum það ekki sjálf? Hvaða hvata hafa þeir til að læra tungumálið þegar eigendur þess leyfa fámennum hópi stjórnlyndra, en ábyrgðarlausra, einstaklinga að hola það að innan? Göngum um íslenskuna eins og við viljum að almennt sé gengið um náttúruna; af virðingu, þannig að komandi kynslóðir fái notið hennar eins og fyrri kynslóðir, án svöðusára og markvissrar afbökunar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir Skoðun
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar
Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir Skoðun
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun