RÚV, aðgerðasinnar og íslenskan okkar Jón Pétur Zimsen skrifar 3. janúar 2026 12:30 Íslenskan á í vök að verjast en tungan er það sem skilgreinir okkur sem þjóð. Vigdís Finnbogadóttir sagði eitt sinn: „Ef íslenskan hverfur tapast þekking og við hættum að vera þjóð.“ Vigdís vildi undirstrika að íslenska tungumálið er ekki aðeins samskiptatæki, heldur ein af grunnstoðum þjóðar- og menningarauðs. Hún tengdi tungumálið beint við þjóðartilfinningu, menningarlega sjálfsmynd og sjálfstæði okkar. Íslenskan er örmál sem verður að styðja og vernda með öllum tiltækum ráðum annars töpum við henni á stuttum tíma. Því miður er ekki nóg að enskan sæki á hana þá nýta sumir starfsmenn ríkisútvarpsins stöðu sína og reyna markvisst að breyta henni með tilliti til pólítískrar hugmyndafræði. Sú hugmyndafræði er líklega sprottin upp úr deiglu aðgerðasinna , stundum í líki fræðimanna, sem vilja stjórna tungumálinu og orðaforðanum í þágu eigin sérhagsmuna og valdasækni. Að skilgreina hvað teljist „rétt“ og „þóknanlegt“ orðfæri og hugsun er bein leið til aukinna áhrifa og valda. Líkja mætti íslenskunni við náttúru landsins, öðru þjóðardjásni okkar. Náttúran tekur hægfara breytingum með sínum hræringum og ágangi veðurs, það ætti íslenskan líka að gera. Hins vegar þykir sumum starfsmönnum RÚV og aðgerðasinnum eðlilegt að menn spænist um á vélknúnum ökutækjum skiljandi eftir sig, líklega, óafturkræfar slóðir og sár. Það er ekki eðlileg þróun eða breytingar. Með þessu er íslenskan ekki að breytast, það er verið að breyta henni hratt og af ásetningi. Hvað segir í málstefnu RÚV?: „Allt starfsfólk RÚV skal vanda mál sitt og vera til fyrirmyndar um málnotkun.“ Er það raunin? Aðgerðasinnarnir segja að ekkert sé í raun rangt eða rétt hvað íslenskuna varðar, allt til að dyggðaskreyta sig og láta alla vita hve ,,vakandi“ og „umburðarlyndar“ þeir eru. Hér er ekki um eðlilega þróun íslenskunnar að ræða, heldur markvissa hugmyndafræðilega íhlutun sem er til þess fallin að skapa samviskubit hjá fólki ef það fylgir ekki „réttu“ málsniði eða notar ekki „réttu“ orðin. Á þá ætíð að breyta tungunni þegar tíðarandi breytist og nýir framsæknir aðgerðasinnar krefjast breytinga í nafni mannúðar, gæsku og umburðarlyndis á kostnað íslenskunnar sjálfrar? Munum að þegar tungumál breytast breytist hugsun um leið. Tungan er rót hugsunar. Hvernig eiga aðfluttir að bera virðingu fyrir íslenskunni ef við gerum það ekki sjálf? Hvaða hvata hafa þeir til að læra tungumálið þegar eigendur þess leyfa fámennum hópi stjórnlyndra, en ábyrgðarlausra, einstaklinga að hola það að innan? Göngum um íslenskuna eins og við viljum að almennt sé gengið um náttúruna; af virðingu, þannig að komandi kynslóðir fái notið hennar eins og fyrri kynslóðir, án svöðusára og markvissrar afbökunar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Íslensk tunga Fjölmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Íslands fullorðnu synir Hannes Pétursson Skoðun Klípa forsetaembættisins Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Njótum hátíðanna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vinnufriður Eyþór Arnalds Skoðun VG á tímamótum Fastir pennar Ölþingi Lára G. Sigurðardóttir Bakþankar Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Íslenskan á í vök að verjast en tungan er það sem skilgreinir okkur sem þjóð. Vigdís Finnbogadóttir sagði eitt sinn: „Ef íslenskan hverfur tapast þekking og við hættum að vera þjóð.“ Vigdís vildi undirstrika að íslenska tungumálið er ekki aðeins samskiptatæki, heldur ein af grunnstoðum þjóðar- og menningarauðs. Hún tengdi tungumálið beint við þjóðartilfinningu, menningarlega sjálfsmynd og sjálfstæði okkar. Íslenskan er örmál sem verður að styðja og vernda með öllum tiltækum ráðum annars töpum við henni á stuttum tíma. Því miður er ekki nóg að enskan sæki á hana þá nýta sumir starfsmenn ríkisútvarpsins stöðu sína og reyna markvisst að breyta henni með tilliti til pólítískrar hugmyndafræði. Sú hugmyndafræði er líklega sprottin upp úr deiglu aðgerðasinna , stundum í líki fræðimanna, sem vilja stjórna tungumálinu og orðaforðanum í þágu eigin sérhagsmuna og valdasækni. Að skilgreina hvað teljist „rétt“ og „þóknanlegt“ orðfæri og hugsun er bein leið til aukinna áhrifa og valda. Líkja mætti íslenskunni við náttúru landsins, öðru þjóðardjásni okkar. Náttúran tekur hægfara breytingum með sínum hræringum og ágangi veðurs, það ætti íslenskan líka að gera. Hins vegar þykir sumum starfsmönnum RÚV og aðgerðasinnum eðlilegt að menn spænist um á vélknúnum ökutækjum skiljandi eftir sig, líklega, óafturkræfar slóðir og sár. Það er ekki eðlileg þróun eða breytingar. Með þessu er íslenskan ekki að breytast, það er verið að breyta henni hratt og af ásetningi. Hvað segir í málstefnu RÚV?: „Allt starfsfólk RÚV skal vanda mál sitt og vera til fyrirmyndar um málnotkun.“ Er það raunin? Aðgerðasinnarnir segja að ekkert sé í raun rangt eða rétt hvað íslenskuna varðar, allt til að dyggðaskreyta sig og láta alla vita hve ,,vakandi“ og „umburðarlyndar“ þeir eru. Hér er ekki um eðlilega þróun íslenskunnar að ræða, heldur markvissa hugmyndafræðilega íhlutun sem er til þess fallin að skapa samviskubit hjá fólki ef það fylgir ekki „réttu“ málsniði eða notar ekki „réttu“ orðin. Á þá ætíð að breyta tungunni þegar tíðarandi breytist og nýir framsæknir aðgerðasinnar krefjast breytinga í nafni mannúðar, gæsku og umburðarlyndis á kostnað íslenskunnar sjálfrar? Munum að þegar tungumál breytast breytist hugsun um leið. Tungan er rót hugsunar. Hvernig eiga aðfluttir að bera virðingu fyrir íslenskunni ef við gerum það ekki sjálf? Hvaða hvata hafa þeir til að læra tungumálið þegar eigendur þess leyfa fámennum hópi stjórnlyndra, en ábyrgðarlausra, einstaklinga að hola það að innan? Göngum um íslenskuna eins og við viljum að almennt sé gengið um náttúruna; af virðingu, þannig að komandi kynslóðir fái notið hennar eins og fyrri kynslóðir, án svöðusára og markvissrar afbökunar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar