„Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Valur Páll Eiríksson skrifar 14. janúar 2026 17:34 Það mætti halda að aðeins ein þjóð sé að fara að spila í Kristianstad næstu daga. Allt snýst um komu íslenska landsliðsins og stuðningsmanna þess. Samsett/Vísir Strákarnir okkar í handboltalandsliðinu mættu í dag til Kristianstad og mæta Ítölum í fyrsta leik á EM á föstudaginn kemur. Það mætti halda að Ísland sé eina liðið sem sé að fara að spila í sænska bænum. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Kristianstad Íslenski fjölmiðlahópurinn ferðaðist saman til Kristianstad í dag og fann þar bæði ungverska og ítalska landsliðið á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn. Þegar þetta er skrifað bíða blaðamenn eftir íslenska liðinu sem er væntanlegt í keppnishöllina innan tíðar. Ungverjar hafa nýlokið æfingu, Ítalir tóku við og æfa nú í keppnishöllinni. Stórskyttan Laszlo Nagy er á næsta borði og nagar neglurnar. Hann er hluti af teyminu í kringum ungverska liðið. Vel er tekið á móti Íslendingum hér í borg enda lögðu borgaryfirvöld í Kristianstad mikla áherslu á að fá Íslendinga aftur hingað eftir að þeir tóku yfir borgina á HM 2023. Þá kláraðist hver einasti dropi af bjór í bænum og heimamenn undirbúa nú aðra íslenska þjóðhátíð. Staðarmiðillinn, Kristianstadsbladet, undirbjó heilt dagblað tileinkað íslenska liðinu og allt blaðið er á íslensku. Þar má finna ávarp frá skipuleggjendum, viðtal við Tinnu Mark Antonsdóttur, íbúa í Kristianstad og sérstakan tengilið íslenskra stuðningsmanna, viðtal við eiginmann hennar, fyrrum landsliðsmanninn Ólaf Andrés Guðmundsson, greiningu sænskra sérfræðinga á íslenska liðinu og margt fleira. Það er sannarlega allt gert í þessum 40 þúsund manna bæ til að taka vel á móti þeim tvö til þrjú þúsund Íslendingum sem munu taka yfir bæinn frá og með morgundeginum. Teymi Sýnar mun fylgja landsliðinu eftir hvert fótmál fram að móti og á meðan því stendur. Rætt verður við landsliðsmenn í Sportpakkanum á Sýn í kvöld. Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Svíþjóð Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Kristianstad Íslenski fjölmiðlahópurinn ferðaðist saman til Kristianstad í dag og fann þar bæði ungverska og ítalska landsliðið á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn. Þegar þetta er skrifað bíða blaðamenn eftir íslenska liðinu sem er væntanlegt í keppnishöllina innan tíðar. Ungverjar hafa nýlokið æfingu, Ítalir tóku við og æfa nú í keppnishöllinni. Stórskyttan Laszlo Nagy er á næsta borði og nagar neglurnar. Hann er hluti af teyminu í kringum ungverska liðið. Vel er tekið á móti Íslendingum hér í borg enda lögðu borgaryfirvöld í Kristianstad mikla áherslu á að fá Íslendinga aftur hingað eftir að þeir tóku yfir borgina á HM 2023. Þá kláraðist hver einasti dropi af bjór í bænum og heimamenn undirbúa nú aðra íslenska þjóðhátíð. Staðarmiðillinn, Kristianstadsbladet, undirbjó heilt dagblað tileinkað íslenska liðinu og allt blaðið er á íslensku. Þar má finna ávarp frá skipuleggjendum, viðtal við Tinnu Mark Antonsdóttur, íbúa í Kristianstad og sérstakan tengilið íslenskra stuðningsmanna, viðtal við eiginmann hennar, fyrrum landsliðsmanninn Ólaf Andrés Guðmundsson, greiningu sænskra sérfræðinga á íslenska liðinu og margt fleira. Það er sannarlega allt gert í þessum 40 þúsund manna bæ til að taka vel á móti þeim tvö til þrjú þúsund Íslendingum sem munu taka yfir bæinn frá og með morgundeginum. Teymi Sýnar mun fylgja landsliðinu eftir hvert fótmál fram að móti og á meðan því stendur. Rætt verður við landsliðsmenn í Sportpakkanum á Sýn í kvöld.
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Svíþjóð Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira