Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar 18. janúar 2026 07:30 Það er gjarnan gripið til líkingar um heimilisbókhald þegar talað er um fjármál sveitarfélaga; útgjöld þurfi að vera í einhverju samræmi við innkomuna. Það blasir auðvitað við. En það breytir því ekki að það er eðlismunur á venjulegu heimilisbókhaldi og bókhaldi miðstýrðs valds á borð við Reykjavíkurborg. Heimili landsins eyða sínum eigin peningum. Kjörnir fulltrúar eyða peningum annarra. Það er allt annað mál. Fólki er frjálst að reka sitt heimilisbókhald eins og það vill, hvort sem það vill sýna mikla ráðdeild og staðgreiða allt sem það þarf, eða fara á skuldafyllerí og taka lúxuslífið á raðgreiðslum. Fólk ber ábyrgð á sjálfu sér. Að eyða peningum annarra er miklu stærra mál og snýst ekki bara um það eitt að vera réttu megin við núllið. Tími er peningar og peningar eru tími Á bak við peninga annarra – það sem raunverulega skapar þá – er vinna, dugnaður og tími annars fólks; röð af endalausum dögum, bókstaflega líf og ævistörf. Þarna liggur hin sanna ábyrgð. Þess vegna er hlutverk kjörinna fulltrúa ekki að eyða þessum peningum eins og þeir séu þeirra eigin, heldur að fara vel með þá og nýta þá á hátt sem auðveldar sem flestum borgarbúum lífið. Sinna eða sinna ekki? Lykilforsenda fyrir því að peningar borgarbúa séu nýttir skynsamlega er að hafa skýra sýn á það hvaða verkefnum Reykjavíkurborg á að sinna. Á þessum peningi er síðan önnur hlið – það þarf ekki síður skýra sýn á það hvaða verkefnum borgin á ekki að sinna. Áherslan er röng Sem dæmi er það ekki hlutverk Reykjavíkurborgar að ala upp fullorðið fólk og foreldra og segja því hvernig á að halda barnaafmæli. Borgarstjórn á ekki heldur að ráðast í byggingu lúxusleikskóla á borð við Brákarborg eða verja tugum vinnustunda í pælingar á útfærslu selalaugar eða lundakletta í Húsdýragarðinum meðan grunnþjónusta í borginni er í ólestri. Staðreyndin er sú að mörg mikilvæg verkefni og grunnþjónusta hefur verið látin sitja á hakanum í Reykjavík meðan hugmyndafræðileg gæluverkefni hafa verið í forgangi. Þetta vita allir. Áherslan hefur verið á röngum stöðum og fókusinn er ekki skýr. Það er beinlínis niðurlægjandi fyrir okkur að það sé ekki hægt að bjóða leikskólabörnum og starfsfólki sem annast þau upp á viðunandi húsnæði. Leikskólarnir okkar eru ekki myglaðir vegna þess að það eru ekki til peningar. Þeir eru það vegna þess að peningar annarra voru settir í eitthvað annað en þá. Fókus á grunnþjónustu Verkefni sem sveitarfélögum ber að sinna samkvæmt lögum eru skýr og vinnubrögðin kringum þau verða að vera skilvirk og í forgangi. Sem oddviti Viðreisnar vil ég beita mér fyrir því að stjórnsýsla hjá Reykjavíkurborg verði einfölduð og fókusinn settur á grunnþjónustu. Höfundur tekur þátt í oddvitaprófkjöri Viðreisnar fyrir sveitarstjórnarkosningar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björg Magnúsdóttir Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Sjá meira
Það er gjarnan gripið til líkingar um heimilisbókhald þegar talað er um fjármál sveitarfélaga; útgjöld þurfi að vera í einhverju samræmi við innkomuna. Það blasir auðvitað við. En það breytir því ekki að það er eðlismunur á venjulegu heimilisbókhaldi og bókhaldi miðstýrðs valds á borð við Reykjavíkurborg. Heimili landsins eyða sínum eigin peningum. Kjörnir fulltrúar eyða peningum annarra. Það er allt annað mál. Fólki er frjálst að reka sitt heimilisbókhald eins og það vill, hvort sem það vill sýna mikla ráðdeild og staðgreiða allt sem það þarf, eða fara á skuldafyllerí og taka lúxuslífið á raðgreiðslum. Fólk ber ábyrgð á sjálfu sér. Að eyða peningum annarra er miklu stærra mál og snýst ekki bara um það eitt að vera réttu megin við núllið. Tími er peningar og peningar eru tími Á bak við peninga annarra – það sem raunverulega skapar þá – er vinna, dugnaður og tími annars fólks; röð af endalausum dögum, bókstaflega líf og ævistörf. Þarna liggur hin sanna ábyrgð. Þess vegna er hlutverk kjörinna fulltrúa ekki að eyða þessum peningum eins og þeir séu þeirra eigin, heldur að fara vel með þá og nýta þá á hátt sem auðveldar sem flestum borgarbúum lífið. Sinna eða sinna ekki? Lykilforsenda fyrir því að peningar borgarbúa séu nýttir skynsamlega er að hafa skýra sýn á það hvaða verkefnum Reykjavíkurborg á að sinna. Á þessum peningi er síðan önnur hlið – það þarf ekki síður skýra sýn á það hvaða verkefnum borgin á ekki að sinna. Áherslan er röng Sem dæmi er það ekki hlutverk Reykjavíkurborgar að ala upp fullorðið fólk og foreldra og segja því hvernig á að halda barnaafmæli. Borgarstjórn á ekki heldur að ráðast í byggingu lúxusleikskóla á borð við Brákarborg eða verja tugum vinnustunda í pælingar á útfærslu selalaugar eða lundakletta í Húsdýragarðinum meðan grunnþjónusta í borginni er í ólestri. Staðreyndin er sú að mörg mikilvæg verkefni og grunnþjónusta hefur verið látin sitja á hakanum í Reykjavík meðan hugmyndafræðileg gæluverkefni hafa verið í forgangi. Þetta vita allir. Áherslan hefur verið á röngum stöðum og fókusinn er ekki skýr. Það er beinlínis niðurlægjandi fyrir okkur að það sé ekki hægt að bjóða leikskólabörnum og starfsfólki sem annast þau upp á viðunandi húsnæði. Leikskólarnir okkar eru ekki myglaðir vegna þess að það eru ekki til peningar. Þeir eru það vegna þess að peningar annarra voru settir í eitthvað annað en þá. Fókus á grunnþjónustu Verkefni sem sveitarfélögum ber að sinna samkvæmt lögum eru skýr og vinnubrögðin kringum þau verða að vera skilvirk og í forgangi. Sem oddviti Viðreisnar vil ég beita mér fyrir því að stjórnsýsla hjá Reykjavíkurborg verði einfölduð og fókusinn settur á grunnþjónustu. Höfundur tekur þátt í oddvitaprófkjöri Viðreisnar fyrir sveitarstjórnarkosningar í Reykjavík.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun