Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar 19. janúar 2026 11:33 Í umfjöllun innviðanefndar á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga voru lagðar fram tillögur fyrir ársþingið sem haldið var í október 2025. Meðal annars var fjallað um kalt vatn, fráveitu og hitaveitur. Svo tryggja megi sjálfsögð mannréttindi og aðgang að heitu og köldu vatni ásamt fráveitu þarf að fjárfesta gríðarlega í innviðum til að tryggja afhendingu á vatni og að veita því frá heimilum og fyrirtækjum. Borholur hlaupa á tugum og hundruðum milljóna króna + VSK Eitt af lögbundnum hlutverkum sveitarfélaga er að tryggja að íbúar hafi aðgang að þjónustu um aðveitu og fráveitu. Ein fráveituhreinsistöð kostar um 1.000 mkr. + VSK til eða frá eftir stærð og borholur kosta um 30 – 200 mkr. + VSK eftir því hvort um er að ræða heitt eða kalt vatn. Þá er eftir að ræða um lagnir frá holu að miðlunartanki sem kostar einnig verulega fjármuni að viðlögðum virðisaukaskatti. Hið opinbera skattleggur sjálfsögð mannréttindi Nú er svo komið að sveitarfélögin standa flest hver frammi fyrir því að hreinsa allt skólp sem veitt er frá þeim. Sveitarstjórnarfólk tekur þessu hlutverki alvarlega og telja sjálfsagt. Til að vel takist til þurfa sveitarfélög að leggja fram verulegar fjárhæðir og grafa ofan í jörð. Íbúar sjá efnahagsreikning sveitarfélagsins bólgna út en verða ekki varir við aukna þjónustu. Vatnið kemur þegar skrúfað er frá krananum og fer jafnharðan og þegar það lendir í niðurfallinu eða sturtað er niður í klósettið. Sem sagt, engar breytingar fyrir notendur. Veitufyrirtækin, fráveita, hitaveitan og vatnsveitan þurfa samt sem áður að tryggja afhendingu á vörunum og tryggja fráveitu með viðunandi hreinsun. Ríkið gerir kröfu um viðunandi gæði á hreinu vatni að og frá. Samhliða þessu innheimtir ríkið tekjur fyrir það eitt að tryggja sjálfsögð mannréttindi eins og almennt hreinlæti og heilbrigði, sem að lokum fellur á íbúa landsins í formi gjalda. Slík ráðstöfun nær engri átt og ber að afnema hið snarasta Þegar rætt var um innviði fór umræðan um víðan völl og telja sumir að leikskólar, skólar, leikvellir og allt það sem þjónustar íbúa megi skilgreina sem innviði. Að sjálfsögðu má færa rök fyrir því öllu en skilgreina þarf samt sem áður betur hvaða framkvæmdir um ræðir en vissulega er þarft að fella niður innheimtu á virðisaukaskatti af leik- og grunnskólabyggingum ásamt veituframkvæmdum hvers sem eru á hendi Sveitarfélaga. Kjörnir fulltrúar sveitarfélaga, óháð því hvar þeir starfa, þurfa að standa þétt saman og knýja á um að þingmenn kjördæmanna leiðrétti þá tímaskekkju sem virðisaukaskattur á innviðaframkvæmdir er. Þetta er hagsmunamál sem varðar alla íbúa og því er nauðsynlegt að halda því rækilega á lofti þegar gengið verður til næstu sveitarstjórnarkosninga. Ef sveitarfélög eiga að geta mætt lögbundnum skyldum sínum og tryggt áframhaldandi uppbyggingu nauðsynlegra innviða er forsenda þess að dregið verði úr skattheimtu ríkisins á þessum samfélagslega mikilvægu fjárfestingum Höfundur er bæjarfulltrúi Árborg, stjórnarmaður í Samtökum Sunnlenskra Sveitarfélaga og formaður innviðanefndar SASS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Í umfjöllun innviðanefndar á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga voru lagðar fram tillögur fyrir ársþingið sem haldið var í október 2025. Meðal annars var fjallað um kalt vatn, fráveitu og hitaveitur. Svo tryggja megi sjálfsögð mannréttindi og aðgang að heitu og köldu vatni ásamt fráveitu þarf að fjárfesta gríðarlega í innviðum til að tryggja afhendingu á vatni og að veita því frá heimilum og fyrirtækjum. Borholur hlaupa á tugum og hundruðum milljóna króna + VSK Eitt af lögbundnum hlutverkum sveitarfélaga er að tryggja að íbúar hafi aðgang að þjónustu um aðveitu og fráveitu. Ein fráveituhreinsistöð kostar um 1.000 mkr. + VSK til eða frá eftir stærð og borholur kosta um 30 – 200 mkr. + VSK eftir því hvort um er að ræða heitt eða kalt vatn. Þá er eftir að ræða um lagnir frá holu að miðlunartanki sem kostar einnig verulega fjármuni að viðlögðum virðisaukaskatti. Hið opinbera skattleggur sjálfsögð mannréttindi Nú er svo komið að sveitarfélögin standa flest hver frammi fyrir því að hreinsa allt skólp sem veitt er frá þeim. Sveitarstjórnarfólk tekur þessu hlutverki alvarlega og telja sjálfsagt. Til að vel takist til þurfa sveitarfélög að leggja fram verulegar fjárhæðir og grafa ofan í jörð. Íbúar sjá efnahagsreikning sveitarfélagsins bólgna út en verða ekki varir við aukna þjónustu. Vatnið kemur þegar skrúfað er frá krananum og fer jafnharðan og þegar það lendir í niðurfallinu eða sturtað er niður í klósettið. Sem sagt, engar breytingar fyrir notendur. Veitufyrirtækin, fráveita, hitaveitan og vatnsveitan þurfa samt sem áður að tryggja afhendingu á vörunum og tryggja fráveitu með viðunandi hreinsun. Ríkið gerir kröfu um viðunandi gæði á hreinu vatni að og frá. Samhliða þessu innheimtir ríkið tekjur fyrir það eitt að tryggja sjálfsögð mannréttindi eins og almennt hreinlæti og heilbrigði, sem að lokum fellur á íbúa landsins í formi gjalda. Slík ráðstöfun nær engri átt og ber að afnema hið snarasta Þegar rætt var um innviði fór umræðan um víðan völl og telja sumir að leikskólar, skólar, leikvellir og allt það sem þjónustar íbúa megi skilgreina sem innviði. Að sjálfsögðu má færa rök fyrir því öllu en skilgreina þarf samt sem áður betur hvaða framkvæmdir um ræðir en vissulega er þarft að fella niður innheimtu á virðisaukaskatti af leik- og grunnskólabyggingum ásamt veituframkvæmdum hvers sem eru á hendi Sveitarfélaga. Kjörnir fulltrúar sveitarfélaga, óháð því hvar þeir starfa, þurfa að standa þétt saman og knýja á um að þingmenn kjördæmanna leiðrétti þá tímaskekkju sem virðisaukaskattur á innviðaframkvæmdir er. Þetta er hagsmunamál sem varðar alla íbúa og því er nauðsynlegt að halda því rækilega á lofti þegar gengið verður til næstu sveitarstjórnarkosninga. Ef sveitarfélög eiga að geta mætt lögbundnum skyldum sínum og tryggt áframhaldandi uppbyggingu nauðsynlegra innviða er forsenda þess að dregið verði úr skattheimtu ríkisins á þessum samfélagslega mikilvægu fjárfestingum Höfundur er bæjarfulltrúi Árborg, stjórnarmaður í Samtökum Sunnlenskra Sveitarfélaga og formaður innviðanefndar SASS.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun