Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar 19. janúar 2026 13:30 Seltjarnarnes er gott samfélag með mikla kosti. Hér er sterk samfélagsvitund, öflugt skóla- og íþróttastarf og gott mannlíf. Þetta er bær sem margir velja sér vegna lífsgæða og halda tryggð við. En jafnvel sterk samfélög verða ekki rekin til lengdar án traustra fjármála. Undanfarin ár hefur fjárhagsstaða Seltjarnarness versnað jafnt og þétt. Bærinn hefur rekið sig með halla ár eftir ár. Hallarekstur þýðir einfaldlega að útgjöld eru meiri en tekjur, og sá munur þarf annaðhvort að vera fjármagnaður með lánum, sölu eigna eða með því að ganga á veltufé og varasjóði. Stakt ár með halla getur verið eðlilegt, til dæmis vegna stórra framkvæmda eða óvæntra áfalla. Vandinn skapast þegar hallinn verður viðvarandi. Tölurnar segja sína sögu Uppsafnaður halli A hluta bæjarsjóðs á þessu kjörtímabili nemur um 2,3 milljörðum króna. Samtals halli A- og B hluta er um 1,6 milljarðar króna. Fyrir árið 2026 er gert ráð fyrir 117 milljóna króna halla á A hluta. Sé þessi þróun sett í samhengi við tekjur kemur í ljós að rekstur bæjarins hefur verið með 8–10% halla af heildartekjum yfir tímabilið. Til samanburðar grípa flest sveitarfélög til aðgerða þegar halli fer yfir 2–3%. Við erum því komin langt út fyrir þau mörk sem teljast ásættanleg. Afleiðingar sem sjást í daglegu lífi Hallarekstur er ekki óhlutbundið bókhaldsatriði. Þegar tekjur duga ekki lengur til daglegs reksturs neyðist sveitarfélag til að: fresta viðhaldi, taka lán, ganga á veltufé, eða draga úr þjónustu. Þetta gerist sjaldan allt í einu. Afleiðingarnar koma smám saman. Við sjáum þær í skólakerfinu, þar sem frestað viðhald hefur leitt til alvarlegra vandamála. Við sjáum stöðnun í uppbyggingu, verri ásýnd bæjarins og aukið álag á starfsfólk. Börn, ungt fólk og eldra fólk finna fyrst fyrir þessari þróun. Þegar hallarekstur varir lengi myndast vítahringur: lakari innviðir kalla á hærri kostnað síðar, sem aftur veikir fjárhag bæjarins enn frekar. Áhætta fyrir sjálfstæði bæjarins Viðvarandi hallarekstur snýst ekki aðeins um þjónustu, heldur einnig um sjálfstæði sveitarfélagsins. Seltjarnarnes hefur þegar verið varað við af eftirlitsnefnd sveitafélaga vegna frávika frá jafnvægisreglu og lykilviðmiðum. Ef ekkert er gert eykst hættan á aukinni yfirstjórn, skerðingu á fjárhagslegu sjálfsforræði eða utanaðkomandi íhlutun. Reynsla annarra sveitarfélaga sýnir að slík þróun getur í versta falli leitt til sameiningarþrýstings eða stjórnunar utan frá. Hversu lengi höfum við? Miðað við stærð hallans og þróun síðustu ára er svarið einfalt, þó óþægilegt: ekki lengi. Viðvarandi halli af þessari stærðargráðu er yfirleitt þolanlegur í 1–3 ár í viðbót, nema gripið verði strax til raunverulegra aðgerða. Þetta er ekki pólitísk afstaða heldur stærðfræði. Valið sem blasir við Staðan er alvarleg en hún er leysanleg. Með raunhæfri áætlanagerð, skýrri forgangsröðun, endurskoðun á tekjumódeli og bættri stjórnun samninga og fjárfestinga er hægt að snúa þessari þróun við. En því lengur sem beðið er, þeim mun erfiðari og sársaukafyllri verða aðgerðirnar. Spurningin sem við stöndum frammi fyrir er því ekki hvort bregðast eigi við, heldur hvenær. Seltjarnarnes er gott samfélag. Einmitt þess vegna ber okkur skylda til að verja það – með ábyrgum fjármálum, upplýstri umræðu og ákvörðunum sem tryggja framtíð bæjarins. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingar og óháðra í bæjarstjórn Seltjanarness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Seltjarnarnes er gott samfélag með mikla kosti. Hér er sterk samfélagsvitund, öflugt skóla- og íþróttastarf og gott mannlíf. Þetta er bær sem margir velja sér vegna lífsgæða og halda tryggð við. En jafnvel sterk samfélög verða ekki rekin til lengdar án traustra fjármála. Undanfarin ár hefur fjárhagsstaða Seltjarnarness versnað jafnt og þétt. Bærinn hefur rekið sig með halla ár eftir ár. Hallarekstur þýðir einfaldlega að útgjöld eru meiri en tekjur, og sá munur þarf annaðhvort að vera fjármagnaður með lánum, sölu eigna eða með því að ganga á veltufé og varasjóði. Stakt ár með halla getur verið eðlilegt, til dæmis vegna stórra framkvæmda eða óvæntra áfalla. Vandinn skapast þegar hallinn verður viðvarandi. Tölurnar segja sína sögu Uppsafnaður halli A hluta bæjarsjóðs á þessu kjörtímabili nemur um 2,3 milljörðum króna. Samtals halli A- og B hluta er um 1,6 milljarðar króna. Fyrir árið 2026 er gert ráð fyrir 117 milljóna króna halla á A hluta. Sé þessi þróun sett í samhengi við tekjur kemur í ljós að rekstur bæjarins hefur verið með 8–10% halla af heildartekjum yfir tímabilið. Til samanburðar grípa flest sveitarfélög til aðgerða þegar halli fer yfir 2–3%. Við erum því komin langt út fyrir þau mörk sem teljast ásættanleg. Afleiðingar sem sjást í daglegu lífi Hallarekstur er ekki óhlutbundið bókhaldsatriði. Þegar tekjur duga ekki lengur til daglegs reksturs neyðist sveitarfélag til að: fresta viðhaldi, taka lán, ganga á veltufé, eða draga úr þjónustu. Þetta gerist sjaldan allt í einu. Afleiðingarnar koma smám saman. Við sjáum þær í skólakerfinu, þar sem frestað viðhald hefur leitt til alvarlegra vandamála. Við sjáum stöðnun í uppbyggingu, verri ásýnd bæjarins og aukið álag á starfsfólk. Börn, ungt fólk og eldra fólk finna fyrst fyrir þessari þróun. Þegar hallarekstur varir lengi myndast vítahringur: lakari innviðir kalla á hærri kostnað síðar, sem aftur veikir fjárhag bæjarins enn frekar. Áhætta fyrir sjálfstæði bæjarins Viðvarandi hallarekstur snýst ekki aðeins um þjónustu, heldur einnig um sjálfstæði sveitarfélagsins. Seltjarnarnes hefur þegar verið varað við af eftirlitsnefnd sveitafélaga vegna frávika frá jafnvægisreglu og lykilviðmiðum. Ef ekkert er gert eykst hættan á aukinni yfirstjórn, skerðingu á fjárhagslegu sjálfsforræði eða utanaðkomandi íhlutun. Reynsla annarra sveitarfélaga sýnir að slík þróun getur í versta falli leitt til sameiningarþrýstings eða stjórnunar utan frá. Hversu lengi höfum við? Miðað við stærð hallans og þróun síðustu ára er svarið einfalt, þó óþægilegt: ekki lengi. Viðvarandi halli af þessari stærðargráðu er yfirleitt þolanlegur í 1–3 ár í viðbót, nema gripið verði strax til raunverulegra aðgerða. Þetta er ekki pólitísk afstaða heldur stærðfræði. Valið sem blasir við Staðan er alvarleg en hún er leysanleg. Með raunhæfri áætlanagerð, skýrri forgangsröðun, endurskoðun á tekjumódeli og bættri stjórnun samninga og fjárfestinga er hægt að snúa þessari þróun við. En því lengur sem beðið er, þeim mun erfiðari og sársaukafyllri verða aðgerðirnar. Spurningin sem við stöndum frammi fyrir er því ekki hvort bregðast eigi við, heldur hvenær. Seltjarnarnes er gott samfélag. Einmitt þess vegna ber okkur skylda til að verja það – með ábyrgum fjármálum, upplýstri umræðu og ákvörðunum sem tryggja framtíð bæjarins. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingar og óháðra í bæjarstjórn Seltjanarness.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun