Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar 20. janúar 2026 14:16 Vissulega er það svo að flestir líta á lesblindu sem erfiðleika sem allir vilja vera án. Rannsóknir sýna að allt að fimmtungur fólks á við lestrarörðugleika að etja og flest samfélög reyna að auðvelda þessum hópi að aðlagast og vera virk í samfélaginu. Við blasir að skilningur fólks á lesblindu þarf að aukast þó að margt hafi áunnist. Rannsóknir í Bretlandi sýna að meira en sjö milljónir manna í Bretlandi einu glíma við lesblindu. Sömu rannsóknir sýna að aðeins 3% fólks telja það vera jákvæðan eiginleika (rannsókn YouGov 2017) þrátt fyrir að aðrar rannsóknir sýni að um 40% þeirra athafnamanna sem hafa brotist frá fátækt til auðs séu lesblindir. Rétt eins og við Íslendingar, þá glíma Bretar við það að almenningur þekkir lítið til lesblindu og jafnvel enn minna til þess hvað þeir sem eru lesblindir geta áorkað. Um leið er augljóst að atvinnulífið þarf að fá betri skilning á þeim mannauð sem lesblindir búa yfir. Lesblindusamtök Bretlands réðust í áhugaverða kynningarherferð fyrir stuttu þar sem þau reyndu að vekja athygli á afrekum lesblindra og benda atvinnulífinu og almenningi á hversu mikill auður getur verið hjá þessum hópi fái hann sín tækifæri enda er það svo að lesblint fólk býr yfir endalausum möguleikum ef tekst að nýta þá. Þegar almenningi var bent á að fólk eins og Steve Jobs, stofnandi Apple, og Sir Richard Branson hjá Virgin flugfélaginu væru lesblindir þá kom það flestum á óvart. Branson hefur sagt lesblindu sína „óvænta gjöf“ og hefur stofnað verkefni eins og University of Dyslexic Thinking til að hjálpa öðrum. Sömuleiðis hefur athafnamaðurinn Theo Paphitis, fyrrverandi eigandi Millwall FC, verið sterkur stuðningsmaður bresku lesblindusamtakanna. Aðrir þekktir Bretar með lesblindu eru leikkonan Keira Knightley, gamanleikarinn Eddie Izzard sem hefur verið óþreytandi við að benda á að lesblinda hafi hjálpað honum að hugsa öðruvísi og vera skapandi. Leikarinn Tom Holland (Spider-Man) og sjónvarpsmaðurinn Holly Willoughby, rithöfundurinn og þáttastjórnandinn Ben Fogle eru öll í hópi lesblindra. Meðal íþróttafólks má nefna Sir Lewis Hamilton, sjöfaldan heimsmeistara í Formúlu 1. Hamilton var ekki greindur með lesblindu fyrr en hann var orðinn 17 ára en hann hefur sagt að lesblindan hafi hjálpað honum að einbeita sér að styrkleikum sínum og þannig gert hann að því sem hann er. Annar þekktur lesblindur ökuþór er Sir Jackie Stewart, þrefaldur Formúlu 1-heimsmeistari. Breska konungsfjölskyldan á sína fulltrúa þarna á meðal en Beatrice prinsessa hefur opinberlega rætt um lesblindu sína og hvaða áhrif hún hefur á hana. Einnig má nefna matreiðslumanninn og þáttastjórnandann Jamie Oliver en hann greindist snemma og hefur sýnt hvernig hæfileikar utan bóka geta leitt til mikils árangurs. Þessi upptalning er engan veginn tæmandi. Við gætum nefnt til frumkvöðla eins og Thomas Edison, Henry Ford og Alexander Graham Bell til að sýna mikilvægi lesblindra einstaklinga í sögunni. Allir þessir einstaklingar hafa sýnt að lesblinda þarf ekki að stoppa fólk. Hún tengist oft mikilli sköpunargáfu, þrautseigju og getu til að sjá stóru myndina og hugsa út fyrir kassann. Mest um vert er að margir þeirra sem hér hafa verið nefndir hafa verið virkir í að tala fyrir betri greiningu og stuðningi við lesblinda, sérstaklega í skólum, en flestir þessara einstaklinga eiga heldur misjafnar minningar þaðan. Félag lesblindra leitar nú til almennings til að styrkja rannsóknir á stöðu fólks með lestrarörðugleika á vinnumarkaði. Atvinnulífið er að ganga í gegnum mikilvægar breytingar. Stafræn umbreyting, sjálfvirkni, flóknar kröfur um skjölun og þörfin fyrir stöðuga endurmenntun setja vaxandi kröfur á alla starfsmenn. Í þessu umhverfi geta óþekktir námsörðugleikar orðið falin hindrun - hindrun sem hefur áhrif á atvinnu, vellíðan og jafnrétti. Það er skoðun Félags lesblindra að það þurfi að fylgjast vel með þessum þáttum. Höfundur er formaður Félags lesblindra á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur S. Johnsen Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Vissulega er það svo að flestir líta á lesblindu sem erfiðleika sem allir vilja vera án. Rannsóknir sýna að allt að fimmtungur fólks á við lestrarörðugleika að etja og flest samfélög reyna að auðvelda þessum hópi að aðlagast og vera virk í samfélaginu. Við blasir að skilningur fólks á lesblindu þarf að aukast þó að margt hafi áunnist. Rannsóknir í Bretlandi sýna að meira en sjö milljónir manna í Bretlandi einu glíma við lesblindu. Sömu rannsóknir sýna að aðeins 3% fólks telja það vera jákvæðan eiginleika (rannsókn YouGov 2017) þrátt fyrir að aðrar rannsóknir sýni að um 40% þeirra athafnamanna sem hafa brotist frá fátækt til auðs séu lesblindir. Rétt eins og við Íslendingar, þá glíma Bretar við það að almenningur þekkir lítið til lesblindu og jafnvel enn minna til þess hvað þeir sem eru lesblindir geta áorkað. Um leið er augljóst að atvinnulífið þarf að fá betri skilning á þeim mannauð sem lesblindir búa yfir. Lesblindusamtök Bretlands réðust í áhugaverða kynningarherferð fyrir stuttu þar sem þau reyndu að vekja athygli á afrekum lesblindra og benda atvinnulífinu og almenningi á hversu mikill auður getur verið hjá þessum hópi fái hann sín tækifæri enda er það svo að lesblint fólk býr yfir endalausum möguleikum ef tekst að nýta þá. Þegar almenningi var bent á að fólk eins og Steve Jobs, stofnandi Apple, og Sir Richard Branson hjá Virgin flugfélaginu væru lesblindir þá kom það flestum á óvart. Branson hefur sagt lesblindu sína „óvænta gjöf“ og hefur stofnað verkefni eins og University of Dyslexic Thinking til að hjálpa öðrum. Sömuleiðis hefur athafnamaðurinn Theo Paphitis, fyrrverandi eigandi Millwall FC, verið sterkur stuðningsmaður bresku lesblindusamtakanna. Aðrir þekktir Bretar með lesblindu eru leikkonan Keira Knightley, gamanleikarinn Eddie Izzard sem hefur verið óþreytandi við að benda á að lesblinda hafi hjálpað honum að hugsa öðruvísi og vera skapandi. Leikarinn Tom Holland (Spider-Man) og sjónvarpsmaðurinn Holly Willoughby, rithöfundurinn og þáttastjórnandinn Ben Fogle eru öll í hópi lesblindra. Meðal íþróttafólks má nefna Sir Lewis Hamilton, sjöfaldan heimsmeistara í Formúlu 1. Hamilton var ekki greindur með lesblindu fyrr en hann var orðinn 17 ára en hann hefur sagt að lesblindan hafi hjálpað honum að einbeita sér að styrkleikum sínum og þannig gert hann að því sem hann er. Annar þekktur lesblindur ökuþór er Sir Jackie Stewart, þrefaldur Formúlu 1-heimsmeistari. Breska konungsfjölskyldan á sína fulltrúa þarna á meðal en Beatrice prinsessa hefur opinberlega rætt um lesblindu sína og hvaða áhrif hún hefur á hana. Einnig má nefna matreiðslumanninn og þáttastjórnandann Jamie Oliver en hann greindist snemma og hefur sýnt hvernig hæfileikar utan bóka geta leitt til mikils árangurs. Þessi upptalning er engan veginn tæmandi. Við gætum nefnt til frumkvöðla eins og Thomas Edison, Henry Ford og Alexander Graham Bell til að sýna mikilvægi lesblindra einstaklinga í sögunni. Allir þessir einstaklingar hafa sýnt að lesblinda þarf ekki að stoppa fólk. Hún tengist oft mikilli sköpunargáfu, þrautseigju og getu til að sjá stóru myndina og hugsa út fyrir kassann. Mest um vert er að margir þeirra sem hér hafa verið nefndir hafa verið virkir í að tala fyrir betri greiningu og stuðningi við lesblinda, sérstaklega í skólum, en flestir þessara einstaklinga eiga heldur misjafnar minningar þaðan. Félag lesblindra leitar nú til almennings til að styrkja rannsóknir á stöðu fólks með lestrarörðugleika á vinnumarkaði. Atvinnulífið er að ganga í gegnum mikilvægar breytingar. Stafræn umbreyting, sjálfvirkni, flóknar kröfur um skjölun og þörfin fyrir stöðuga endurmenntun setja vaxandi kröfur á alla starfsmenn. Í þessu umhverfi geta óþekktir námsörðugleikar orðið falin hindrun - hindrun sem hefur áhrif á atvinnu, vellíðan og jafnrétti. Það er skoðun Félags lesblindra að það þurfi að fylgjast vel með þessum þáttum. Höfundur er formaður Félags lesblindra á Íslandi.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun