Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar 22. janúar 2026 10:01 Þessa dagana er mikið rætt um Veitur og hvernig hagnaður þeirra rennur til eigenda. Að auki hefur verið bent á mikla hækkun á gjaldskrám Veitna sem bitnar náttúrulega fyrst og fremst á almenningi sem búsettur er á sölusvæði Veitna. Í framhaldinu fór ég að hugsa um þessa snilldarleið sem sveitarstjórnarmenn hafa fundið upp til að fara á svig við lögin til að afla tekna hjá sveitarfélaginu sínu og láta íbúana borga brúsann en samt án þess að hækka álögur á íbúana. Samkvæmt reglum um fjármál sveitarfélaga skal þess gætt að þjónustugjöld fari ekki fram úr kostnaði þjónustunnar, þ.e. að ýmsir þjónustuhlutar, s.s. sorphirða, mega ekki fá hærri tekjur en kostnaður vegna þjónustunnar. En hvernig er hægt að leysa þetta. Það er dagljóst að sveitarfélag má ekki rukka meira fyrir þjónustu s.s. heitt vatn, sorphirðu, leikskóla o.s.frv. en kostnaður vegna hennar nemur. Þá kemur snilldarleiðin til sögunnar. Sveitarfélagið stofnar bara sér fyrirtæki um þjónustuna sem síðan rukkar notendur þjónustunnar samkvæmt heimatilbúinni gjaldskrá og hagnast ótæpilega. Síðan er hagnaðurinn greiddur til eigandans (sveitarfélagsins) sem arður og allir eru glaðir, nema kannski þeir sem þurfa að standa undir hagnaðnum. Því miður virðist allt of algengt að þessi aðferð sé stunduð til að fjármagna sveitarfélög á svig við lög. Sennilega er þetta löglegt en algerlega siðlaust. Hækkanir þessara fyrirtækja sveitarfélaganna verða svo til þess að verðbólga eykst, verðtryggð lán hækka, húsaleiga hækkar og almenningur hefur minni pening milli handanna eftir að hafa staðið skil á hækkunum sem ábyrgðarlaus fyrirtæki í eigu sveitarfélaga stofna til. Eftir standa sveitarstjórnarmenn og fría sig allri ábyrgð á hækkunum, enda var það fyrirtækið sem hækkað taxta en ekki sveitarfélagið. Við gerð síðustu kjarasamninga var mikið talað um að launahækkanir hafi svo mikil áhrif á verðbólgu. Því var gerð sú tilraun að semja um hófstilltar launahækkanir með von um að það yrði til þess að ríki, sveitarfélög og atvinnulífið myndi líka leggjast á árarnar og halda verðhækkunum í skefjum. Þrátt fyrir fögur fyrirheit hefur atvinnulífið ekki tekið á sig raunverulega ábyrgð heldur einungis passað að hagnaður fyrirtækjanna og arðsemi þeirra haldi áfram að skila eigendunum milljörðum í vasann. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins og stjórnarmaður í VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Þessa dagana er mikið rætt um Veitur og hvernig hagnaður þeirra rennur til eigenda. Að auki hefur verið bent á mikla hækkun á gjaldskrám Veitna sem bitnar náttúrulega fyrst og fremst á almenningi sem búsettur er á sölusvæði Veitna. Í framhaldinu fór ég að hugsa um þessa snilldarleið sem sveitarstjórnarmenn hafa fundið upp til að fara á svig við lögin til að afla tekna hjá sveitarfélaginu sínu og láta íbúana borga brúsann en samt án þess að hækka álögur á íbúana. Samkvæmt reglum um fjármál sveitarfélaga skal þess gætt að þjónustugjöld fari ekki fram úr kostnaði þjónustunnar, þ.e. að ýmsir þjónustuhlutar, s.s. sorphirða, mega ekki fá hærri tekjur en kostnaður vegna þjónustunnar. En hvernig er hægt að leysa þetta. Það er dagljóst að sveitarfélag má ekki rukka meira fyrir þjónustu s.s. heitt vatn, sorphirðu, leikskóla o.s.frv. en kostnaður vegna hennar nemur. Þá kemur snilldarleiðin til sögunnar. Sveitarfélagið stofnar bara sér fyrirtæki um þjónustuna sem síðan rukkar notendur þjónustunnar samkvæmt heimatilbúinni gjaldskrá og hagnast ótæpilega. Síðan er hagnaðurinn greiddur til eigandans (sveitarfélagsins) sem arður og allir eru glaðir, nema kannski þeir sem þurfa að standa undir hagnaðnum. Því miður virðist allt of algengt að þessi aðferð sé stunduð til að fjármagna sveitarfélög á svig við lög. Sennilega er þetta löglegt en algerlega siðlaust. Hækkanir þessara fyrirtækja sveitarfélaganna verða svo til þess að verðbólga eykst, verðtryggð lán hækka, húsaleiga hækkar og almenningur hefur minni pening milli handanna eftir að hafa staðið skil á hækkunum sem ábyrgðarlaus fyrirtæki í eigu sveitarfélaga stofna til. Eftir standa sveitarstjórnarmenn og fría sig allri ábyrgð á hækkunum, enda var það fyrirtækið sem hækkað taxta en ekki sveitarfélagið. Við gerð síðustu kjarasamninga var mikið talað um að launahækkanir hafi svo mikil áhrif á verðbólgu. Því var gerð sú tilraun að semja um hófstilltar launahækkanir með von um að það yrði til þess að ríki, sveitarfélög og atvinnulífið myndi líka leggjast á árarnar og halda verðhækkunum í skefjum. Þrátt fyrir fögur fyrirheit hefur atvinnulífið ekki tekið á sig raunverulega ábyrgð heldur einungis passað að hagnaður fyrirtækjanna og arðsemi þeirra haldi áfram að skila eigendunum milljörðum í vasann. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins og stjórnarmaður í VR.
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar