Gjörbreytt bílpróf en segja hvergi slegið af kröfum Frá og með morgundeginum verða bókleg almenn ökupróf rafræn um allt land. Allir ökunemar munu því framvegis taka próf til B-réttinda í tölvu hjá prófamiðstöð Frumherja. Innlent 15. maí 2024 14:57
Base parking gjaldþrota Bílastæðaþjónustan Base Parking á Keflavíkurflugvelli var úrskurðuð gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. Vefsíðu hennar hefur verið lokað, rúmum tveimur vikum eftir að nafni félagsins var breytt í Siglt í strand ehf. Fyrirtækið hefur ítrekað ratað í fréttir vegna óánægju viðskiptavina með þjónustuna. Viðskipti innlent 15. maí 2024 14:29
VÍS gefið yfir 1.100 fjölskyldum barnabílspegla í sængurgjöf Tryggingafélagið VÍS hefur nú í um tvö ár gefið yfir 1.100 fjölskyldum barnabílspegla í sængurgjöf. Hugmyndin kemur upphaflega frá viðskiptavinum félagsins. Samstarf 15. maí 2024 13:12
Hraðhleðslur spretta upp sem gorkúlur - tvær opna á Þórshöfn Brimborg Bílorka opnar tvær hraðhleðslustöðvar á Þórshöfn sem gerir rafbílanotendum kleift að ferðast áhyggjulaust alla leið á Langanes. Stöðvarnar eru góð viðbót í vaxandi net hraðhleðslustöðva á landinu sem auðveldar rafbílanotendum lífið. Samstarf 14. maí 2024 10:35
Nýjung í bílaviðskiptum á netinu – Bland og Frágangur í samstarf Yfir fimmtán þúsund auglýsingar í öllum flokkum detta inn á markaðstorgið Bland í hverjum mánuði. Þar af eru yfir fimmtán hundruð bílar skráðir til sölu á markaðstorginu hvern einasta mánuð. Samstarf 14. maí 2024 09:22
Polestar 4 kominn í Polestar Reykjavík – umhverfisvænasti bíll Polestar Nú er Polestar 4 kominn í Polestar Reykjavík. Haldin var sérstök forsýning fyrir Polestar eigendur og áhugafólk um leið og færi gafst enda búið að bíða hans með talsverðri eftirvæntingu. Stutt er síðan Polestar sendi frá sér fréttatilkynningu um að Polestar 4 væri umhverfisvænasti bíll þeirra til þessa, með lægra kolefnisspor en Polestar 2, þegar sá bíll kom fyrst á markað. Samstarf 13. maí 2024 16:51
Bíllinn í happdrætti Ástþórs úr hans eigin smiðju Fyrsti vinningur í happdrætti Ástþórs Magnússonar forsetaframbjóðanda, rafbíll af gerðinni Hupmobile, er ekki enn til. Einu ummerkin um Hupmobile á veraldarvefnum eru vefsíða framleiðandans, sem skráð er á Islandus group, fyrirtæki Ástþórs. Ástþór segir það enga tilviljun, hann eigi merkið. Innlent 13. maí 2024 14:29
Einstakt tækifæri til að sjá einn merkasta sportbíl sögunna - Porsche 911 Dakar Bílabúð Benna slær upp glæsilegri bílasýningu á morgun laugardag þar sem Porsche 911 Dakar sportbíllinn verður sýndur. Sögu hans má rekja til ársins 1984 þegar Porsche tók þátt í Dakar rallýinu með sér breyttum 911 bíl. Porsche sigraði keppnina og er 911 Dakar fyrsti sportbíllinn sem gerir það. Í kjölfarið hófst framleiðsla á bílnum í takmörkuðu upplagi. Samstarf 10. maí 2024 14:08
Glæsileg dagskrá á Þjónustudegi Toyota á laugardag Þjónustudagur Toyota er hátíðisdagur starfsfólks Toyota en dagurinn er haldinn á morgun, laugardaginn 11. maí. Lífið samstarf 10. maí 2024 10:12
Kolefnasporlausir bílar fyrir 2030? Polestar er með plan Rafbílar eru umhverfisvænni kostur og sá samgöngumáti sem framtíðin snýst um. Rafbílar skilja þó eftir sig kolefnisspor við framleiðslu en er yfir höfuð hægt að fara fram á að bíll sé algjörlega sporlaus kolefnislega séð? Sænski bílaframleiðandinn Polestar segir „já, og við ætlum að græja það!“ Samstarf 8. maí 2024 15:25
Rannsaka hvort Tesla hafi blekkt neytendur og fjárfesta Bandarískir saksóknarar rannsaka nú hvort að rafbílaframleiðandinn Tesla kunni að hafa gerst sekur um svik með því að blekkja bæði neytendur og fjárfesta um sjálfstýribúnað bílanna. Fyrirtækið og eigandi þess hafa haldið því fram að bílarnir geti ekið sér sjálfir. Viðskipti erlent 8. maí 2024 14:14
Eldinum í bílnum fylgdi heljarinnar sprenging Sendiferðabíll sem gjöreyðilagðist í bruna í Vesturbæ Reykjavíkur í nótt stóð í ljósum logum áður en slökkviliðsmenn náðu að hemja eldinn. Þá varð nokkuð öflug sprenging í bílnum. Innlent 5. maí 2024 13:54
Bíll logaði í Vesturbænum Laut eftir klukkan 03 í nótt var tilkynnt um eld í bifreið í Vesturbæ Reykjavíkur. Slökkvilið var ekki lengi að slökkva eldinn en bíllinn, sem er sagður glænýr, er ónýtur. Innlent 5. maí 2024 07:20
Hvernig bíla eiga frambjóðendur? Bílablinda, lögregluleyfi og draumur um Volvo Bíll getur sagt margt um eigandann. Sumir elska bílana sína á meðan aðrir eiga ekki bíla og eða er drullusama um bílana sína. Flestir Íslendingar eiga slík tryllitæki og því er ekki úr vegi að kanna stöðuna hjá forsetaframbjóðendum. Lífið 5. maí 2024 07:00
Flottustu Mustang bílarnir landsins til sýnis í dag Allir flottustu Mustang bílar landsins eru nú til sýnis á 60 ára afmælissýning Mustang, sem fer fram í Brimborg í Reykjavík. Reiknað er með um fjögur þúsund manns á sýninguna, sem stendur til klukkan 16:00 í dag. Bílar 4. maí 2024 12:32
Dýrmætustu og sjaldgæfustu Mustang bílar landsins á afmælissýningu Mustang Á morgun, laugardaginn 4. maí, verða dýrmætustu og sjaldgæfustu Mustang bílar landsins sýndir á sérstakri afmælissýningu í Brimborg í Reykjavík en þá eru 60 ár liðin frá því Ford Mustang leit fyrst dagsins ljós. Sýningin er haldin í samvinnu við Íslenska Mustang klúbbinn og er ókeypis inn. Samstarf 3. maí 2024 08:39
Trítaði sig og fékk sér Teslu: „Hvað ertu með í laun eiginlega?“ Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, trítaði sig á dögunum og gaf sjálfum sér Teslu í sumargjöf. Um er að ræða hans fyrsta bíl en kaupin hafa vakið töluverða athygli ef marka má samfélagsmiðla. Lífið 29. apríl 2024 15:36
Bíllinn leggur meðan ég fæ mér drykk - smart #3 reynsluakstur „Vá, hvað hann er flottur,“ hugsaði ég strax. Straumlínulagaður og glansandi, hvít leðursæti, hárauð öryggisbelti, ég varð næstum því feimin, eins og ég hefði mætt í partý þar sem allir væru miklu yngri en ég. Meira að segja grafíkin á skjánum í mælaborðinu var „ung og hress“. smart #3, flunkunýi lúxusrafbíllinn úr smiðju Mercedes-Benz er sannarlega sportleg týpa. Hann er kominn til landsins og ég fékk að prófa. Samstarf 29. apríl 2024 10:21
Leikmaður Newcastle tók meirapróf Matt Ritchie, leikmaður Newcastle United, virðist vera farinn að huga að lífinu eftir að skórnir fara á hilluna. Hann hefur nefnilega tekið meirapróf. Enski boltinn 26. apríl 2024 14:30
Aron passaði varla inn í bílinn Í síðasta þætti af 0 upp í 100 hitti Magnea Björg leikarann Aron Már Ólafsson sem er oft kallaður Aron Mola. Lífið 26. apríl 2024 12:31
„Hann var langt á undan sinni samtíð“ Eiríkur í Svínadal hugsaði mikið um framtíðina. Hann vann í því að koma rafmagni á bæi víða um sveitir og boraði fyrir heitu vatni. Þegar ljósmyndarinn Ragnar Axelsson heimsótti hann árið 1996 var honum umhugað um að stjórnvöld færu að undirbúa komu rafbíla. Lífið 25. apríl 2024 19:00
Mikill samdráttur á hagnaði Tesla Hagnaður rafmagnsbílafyrirtækisins Tesla dróst verulega saman á fyrsta fjórðungi þessa árs, samanborið við sama tímabil í fyrra. Tekjur drógust saman um níu prósent og voru 21,3 milljarður dala en hagnaðurinn dróst saman um 55 prósent og var 1,1 milljarður dala. Viðskipti erlent 23. apríl 2024 22:33
Húsfélagið má ekki klippa á tengil rafvirkjameistara Húsfélag fjölbýlishúss nokkurs hefur verið gert afturreka með kröfu sína um að einum íbúa hússins, sem er rafvirkjameistari, yrði bannað að nota einkatengil til hleðslu á bifreið hans í bílakjallara hússins. Húsfélagið krafðist þess einnig að því yrði eftir atvikum heimilt að klippa á tengilinn héldi eigandinn notkun hans áfram. Innlent 23. apríl 2024 15:56
Pollrólegur í viðtali í 45 metra hæð yfir borginni Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fékk nýja körfubíla afhenta með pompi og prakt í Hafnarfirði í morgun. Bílarnir komast mun hærra en þeir gömlu og gætu skipt sköpum við björgunarstörf. Innlent 19. apríl 2024 19:45
Magnea fór upp á fjall á tryllitæki Í síðasta þætti af 0 upp í 100 hitti Magnea Björg Ingólf Pál Matthíasson sem stofnaði á sínum tíma fyrirtækið Ingo´s Icebreaking Tours. Lífið 18. apríl 2024 12:30
Frumskógur bílastæðagjalda og þau hæstu þúsund krónur Félag íslenskra bifreiðaeigenda segir villta vestrið ríkja í gjaldtöku á bílastæðum. Neytendur standi frammi fyrir sífellt fleiri greiðslulausnum en engin gildi þó á öllum bílastæðum. Neytendastofa hefur ákveðið að rannsaka málið. Innlent 17. apríl 2024 21:00
Toyota sýnir úrvals fyrirtækjabíla á Verk og vit Toyota á Íslandi hefur þjónustað íslenskt atvinnulíf í marga áratugi með góðum árangri. Á stórsýningin Verk og vit sem haldin verður í Laugardag 18.-21. apríl mun fyrirtækið sýna nokkra úrvals bifreiðar sem henta ólíkum fyrirtækjarekstri. Samstarf 17. apríl 2024 15:00
Villta vestrið í gjaldtöku bílastæða Neytendastofa hefur ákveðið að rannsaka gjaldtöku á bílstæðum eftir að FIB benti á ófremdarástand á markaðnum. Framkvæmdastjóri félagsins segir neytendur verða fyrir barðinu á græðgisvæðingu og frumskógi innheimtuleiða. Neytendur 17. apríl 2024 13:01
FÍB vill að Neytendastofa grípi til aðgerða vegna ófremdarástands í bílastæðamálum Félag íslenskra bifreiðaeigenda fer fram á það við Neytendastofu að gripið verði til aðgerða vegna þess sem félagið kallar ófremdarástand við gjaldtöku á bílastæðum hér á landi. Neytendur 17. apríl 2024 08:29
Innlit í Minkinn Í síðasta þætti af 0 upp í 100 leit Magnea Björg á lítið hjólhýsi sem kallast Mink Camper og er íslenskt hugvit og er kallað Minkurinn á íslensku. Lífið 11. apríl 2024 10:30