
Roger Moore ánægður með Craig
Roger Moore segir að Daniel Craig hafi tekist sérlega vel upp í hlutverki njósnarans James Bond og telur að ferskir vindar leiki nú um persónuna. Moore, sem lék Bond sjö sinnum á áttunda og níunda áratugnum, segir að frammistaða Craig í myndunum Munich og Sylvia hafi nýst honum í Bond-hlutverkinu.