Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ræddi við forseta Rússlands, Vladimír Pútín í dag í síma um Úkraínu, Miðausturlönd, orkumál, gervigreind og peningamál. Trump segir símtalið hafa verið langt og mjög árangursríkt í færslu á samfélagsmiðli sínum Truth Social. Erlent 12. febrúar 2025 18:02
McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Tilnefning Tulsi Gabbard til embættis yfirmanns leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur verið samþykkt. Það var gert með atkvæðagreiðslu í öldungadeild Bandaríkjaþings en hún fór 52-48. Erlent 12. febrúar 2025 17:49
Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Tónlistarkonan Grimes hefur lýst yfir óánægju með að Elon Musk hafi farið með fjögurra ára son þeirra í Hvíta húsið í gær þegar Donald Trump skrifaði undir forsetatilskipun sem jók völd DOGE, sparnaðastofnunar Musk. Lífið 12. febrúar 2025 15:27
Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir ríkisstjórn Donalds Trump, forseta, ekki telja að aðild Úkraínu af Atlantshafsbandalaginu vera raunsæja að svo stöddu. Hann sagði Bandaríkjamenn þó fylgjandi því að Úkraína haldi fullveldi sínu og mikilvægt væri að tryggja frið sem fyrst og ríki Evrópu þyrftu að spila stærri rullu. Erlent 12. febrúar 2025 14:49
Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Ákall um að Danmörk eignist Kaliforníu hefur vakið athygli. Ríflega tvö hundruð þúsund manns hafa lagt nafn sitt við undirskriftalista þar sem kallað er eftir því að Danmörk kaupi Kaliforníu af Bandaríkjamönnum. Um er að ræða svar við hugmyndum Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að kaupa Grænland. Undirtónninn er gamansamur enda um satírískan gjörning að ræða. Erlent 12. febrúar 2025 11:18
Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Elon Musk, auðugasti maður heims og náinn bandamaður Trumps, héldu í gær blaðamannafund um starfsemi sparnaðarstofnunar Musks, DOGE. Trump skrifaði þar að auki undir forsetatilskipun um að auka völd Musks og stofnunarinnar og útvíkka umboð hennar til niðurskurðar í stjórnsýslu Bandaríkjanna. Erlent 12. febrúar 2025 10:48
Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Breska blaðið Telegraph fjallar um Icelandair og þau sóknarfæri sem sögð eru felast í áherslum Trump-stjórnarinnar í Bandaríkjunum fyrir íslenska flugfélagið. Með útvíkkun leiðarkerfis Icelandair um Atlantshafið stimpli félagið sig inn sem alvöru keppinautur annarra risa á flugmarkaði og félagið sé í kjörstöðu til að heilla Trump með því að opna á fleiri áfangastaði á Bandaríkjamarkaði. Viðskipti innlent 11. febrúar 2025 16:12
Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Alríkisdómari frá Rhode Island lýsti því yfir í gærkvöldi að Hvíta húsið hefði ekki orðið við skipun hans um að deila eigi út alríkisstyrkjum sem Hvíta húsið hefur stöðvað. Þetta er í fyrsta sinn sem dómari segir berum orðum að ríkisstjórn Donalds Trump sé ekki að framfylgja úrskurði en útlit er fyrir að uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í Bandaríkjunum sé í vændum. Erlent 11. febrúar 2025 10:50
Lærdómar helfararinnar Þann 27. janúar s.l. var haldinn alþjóðlegur minningardagur um helför nasista gegn gyðingum. Að þessu sinni var tilefnið að áttatíu ár eru liðin frá því að rússneski herinn frelsaði fangana sem eftir lifðu í Auschwitz útrýmingarbúðunum. Fjöldamorðin á gyðingum voru í forgrunni minningadaganna sem voru haldnir í anda kjörorðanna ALDREI AFTUR! Skoðun 10. febrúar 2025 23:00
Girnist Gasa og vill íbúana burt Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í viðtali í dag að ef Bandaríkin fengju yfirráð á Gasa myndi hann flytja alla íbúa svæðisins á brott til annarra landa. Hann girnist svæðið til að byggja þar glæsibaðströnd í hans eigin eigu. Erlent 10. febrúar 2025 22:04
Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Kínverskir embættismenn eru að skrifa lista yfir bandarísk tæknifyrirtæki sem hægt er að beita rannsóknum varðandi samkeppni og öðrum aðgerðum. Markmiðið er að geta þrýst á forsvarsmenn fyrirtækjanna, sem hafa margir fylkt liði að baki Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Viðskipti erlent 10. febrúar 2025 16:39
Ítrekar að honum er alvara um Kanada Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað að honum sé alvara um að hann vilji að Kanada verði hluti af Bandaríkjunum. Kanadamönnum væri betur borgið innan Bandaríkjanna og hélt hann því fram Bandaríkjamenn „niðurgreiddu“ Kanada. Erlent 10. febrúar 2025 14:37
Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla leggja 25 prósenta toll á allan innflutning á stáli og áli strax á morgun. Þá muni hann einnig leggja gagnkvæma tolla á öll ríki sem hafa lagt tolla á bandarískan útflutning. Erlent 9. febrúar 2025 23:46
Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og Pawel Bartoszek alþingismaður og formaður utanríkismálanefndar segja alþjóðasamfélagið þurfa að venjast nýrri taktík í pólitík með tilkomu Donald Trump í embætti forseta Bandaríkjanna í annað sinn. Gott sé fyrir Íslendinga að vera í fleiri bandalögum en færri. Innlent 9. febrúar 2025 14:49
Afturkallar öryggisheimildir Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur afturkallað öryggisheimildir Joe Biden, forvera hans í embætti forseta. Biden gerði slíkt hið sama þegar hann var forseti í kjölfar innrásarinnar í þinghúsið þann 6. janúar 2021. Í tilkynningu Trump segir að auk þess að afturkalla öryggisheimildina eigi að láta af daglegum öryggisfundum með Biden. Erlent 8. febrúar 2025 08:54
Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Ungur starfsmaður DOGE, hefur sagt af sér eftir að hann var bendlaður við síðu á samfélagsmiðli þar sem hann lét fjölda rasískra ummæla falla. Hinn 25 ára gamli Marko Elez, hefur komið að vinnu DOGE við að skera verulega niður hjá alríkinu í Bandaríkjunum, undir stjórn Elons Musk, auðugasta manns heims. Erlent 7. febrúar 2025 15:59
Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti í gær tilnefningu Russel Vought í embætti yfirmanns fjárlagaskrifstofu forsetaembættisins. Það er sama áhrifamikla embætti og hann gegndi í fyrri stjórnartíð Trumps en í millitíðinni var Vought einn aðalhöfunda hins umdeilda plaggs, Project 2025. Erlent 7. febrúar 2025 09:52
Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Stjórnvöld í Bandaríkjunum hyggjast fækka starfsmönnum U.S. Agency for International Development (USAID) úr 10 þúsund í tæplega 300. Þetta hefur New York Times eftir heimildarmönnum. Erlent 7. febrúar 2025 08:20
Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Alríkisdómarinn George O'Toole Jr stöðvaði í gær áætlun Donald Trump Bandaríkjaforseta um að bjóða opinberum starfsmönnum að segja upp gegn því að fá greidd laun út september. Erlent 7. febrúar 2025 06:54
Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Forsvarsmenn leyniþjónustu Bandaríkjanna hafa sent Hvíta húsinu ódulkóðaðan tölvupóst sem inniheldur nöfn allra þeirra sem ráðnir hafa verið til starfa hjá stofnuninni undanfarin tvö ár. Með þessu vildu þeir verða við forsetatilskipun Donalds Trumps um undirbúning fyrir mögulegan niðurskurð. Erlent 6. febrúar 2025 14:06
Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Ráðamenn í Ísrael segjast vera byrjaðir að undirbúa umfangsmikinn brottflutning Palestínumanna frá Gasaströndinni. Er það í takt við hugmyndir Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um þjóðernishreinsun á svæðinu. Erlent 6. febrúar 2025 11:57
Enginn Íslendingur í haldi ICE Hvorki borgaraþjónusta utanríkisráðuneytis Íslands, né sendiráð Íslands í Washington D.C. er með mál fimm Íslendinga sem eru á lista yfirvalda í Bandaríkjunum yfir fólk sem fengið hefur höfnun um dvalarleyfi og vísa á úr landi á sínu borði. Innlent 6. febrúar 2025 10:23
Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Fyrrverandi formaður Félagsins Íslands-Palestínu segir ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta um að flytja Palestínubúa frá Gasa og byggja þar glæsibaðströnd. Með umdeildum tillögum hafi forsetanum tekist að sameina heim allan. Erlent 5. febrúar 2025 23:40
Donald Trump og tollarnir Alþjóðahagfræðin gengur útá það þjóðir geti hagnast á frjálsum utanríkisviðskiptum. Á hagfræðimáli má t.d. segja að hvert land muni flytja út þá vörutegund sem það hefur hlutfallslega minnstan fórnarkostnað af því að framleiða, en flytja inn vörur sem það hefur hlutfallslega mikinn fórnarkostnað af að framleiða Skoðun 5. febrúar 2025 23:34
Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skrifaði undir tilskipun sem bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum. Tilskipunin er ein af mörgum sem hefur áhrif á réttindi trans einstaklinga í Bandaríkjunum. Erlent 5. febrúar 2025 22:40
Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Bandaríkjaforseti sagði í gærkvöldi að Bandaríkin myndu taka yfir Gasa, eignast landsvæðið og gera úr því glæsibaðströnd Miðausturlanda. Þá hefði hann í hyggju að flytja á brott Palestínumenn sem búa á Gasa og mögulega með hervaldi. Prófessor í alþjóðastjórnmálum segir að með þessari yfirlýsingu sé úti um tveggja ríkja stefnuna, sem hafi þó meira verið í orði en á borði. Erlent 5. febrúar 2025 12:03
Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Ummæli Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að íbúa Gasastrandarinnar verði fluttir eitthvert annað og að Bandaríkin „eignist“ svæðið hafa fallið í grýttan jarðveg, bæði hjá bandamönnum Bandaríkjanna og Trumps sem og öðrum. Erlent 5. febrúar 2025 10:25
Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur vakið gríðarlega athygli og verið harðlega gagnrýndur eftir að hann lýsti því yfir í gær að Bandaríkjamenn hygðust taka yfir Gasa. Erlent 5. febrúar 2025 06:20
Segir engan vilja búa á Gasa Forsætisráðherra Ísrael heimsækir forseta Bandaríkjanna í dag. Þeir koma til með að ræða vopnahlé milli Ísrael og Gasa á meðan heimsókninni stendur. Erlent 4. febrúar 2025 23:50
Tugmilljarða hagsmunir í húfi Samtök Iðnaðarins segja Evrópumarkað vera mikilvægasta markað Íslands en útflutningur fyrir tugi milljarða á ári sé einnig til Bandaríkjanna og fari vaxandi. Það sé því mikilvægt að Ísland gæti hagsmuna sinna bæði gagnvart ESB og Bandaríkjunum, enda miklir hagsmunir í húfi fyrir íslenskan útflutning og þar með hagkerfið og samfélagið allt. Viðskipti innlent 4. febrúar 2025 13:05