McLaren og Ferrari ná sáttum Njónsamálið á milli McLaren og Ferrari var mikið í umræðunni árið 2007 og logaði allt í deilum á milli liðanna. En á táknrænan hátt hafa liðin sem hvað harðast deildu og kepptu náð sáttum. Formúla 1 3. febrúar 2009 10:39
Breska stjórnin bjargar ekki Honda Forráðamenn Formúlu 1 liðs Honda róa lífróður til að bjarga liðinu sem skipar 700 starfsmenn.Honda bílaverksmiðjan hefur gefið yfirmönnum liðsins tíma til 1. mars til að selja liðið, að öðrum kosti verði bækistöð liðsins í Bretlandi lokað. Formúla 1 2. febrúar 2009 13:03
Formúlan finnur fyrir kreppunni Bernie Ecclestone og Bretar eru farnir að finna fyrir áhrifum kreppunnar eins og aðrir í heiminum þessa dagana. Honda liðið hætti þátttöku í Formúlu 1 á dögunum og rætt hefur verið hvort ríkisstjórn Bretlands komi liðinu til hjápar á einhvern hátt. Formúla 1 2. febrúar 2009 11:11
Nýtt Formúlu 1 mót í Abu Dhabi Á þessu ári verða 17 Formúlu 1 mót á dagskrá FIA í stað 18 á síðasta ári. Mót í Kanada og Frakklandi falla út, en nýtt mót í Abu Dhabi í Mið-Austurlöndum kemur inn í staðinn. Formúla 1 28. janúar 2009 10:50
Ökuskírteini kostar Hamilton 35 miljónir Lewis Hamilton þarf að punga út 35 miljónum króna fyrir sérstakt ofur ökuskírteini sem Formúlu 1 ökumenn verða að hafa til taks í mars. Formúla 1 23. janúar 2009 19:39
Hamilton hlær í betri bíl Heimsmeistarinn Lewis Hamilton ók nýjasta Formúlu 1 bíl McLaren í fyrsta skipti í gær, eftir að hann varð meistari í Brasiíu fyrir tveimur mánuðum. Hann var meðal ökumanna á Portimao brautinni í Portúgal. Formúla 1 22. janúar 2009 06:22
Kubica sáttur við nýjan BMW Robert Kubica kvaðst ánægður eftir frumprófun á nýjum BMW í dag. Hann ók 73 hringi á braut í Valencia á Spáni eftir frumsýningu á bílnum. Formúla 1 20. janúar 2009 20:18
BMW stefnir á titilinn 2009 Formúlu 1 lið BMW frumsýndi nýjan keppnisbíl á kappakstursbrautinni í Valencia í dag. Formúla 1 20. janúar 2009 10:27
Nýr Williams framfaraskref Frank Williams telur að 2009 bíll Williams liðsins muni bæta gengi liðsins í Formúlu 1. Lið hans varð aðeins í áttunda sæti í stigamótinu í fyrra. Formúla 1 19. janúar 2009 20:23
Tvær frumsýningar Formúlu 1 liða Tvð Formúlu 1 lið frumsýndu 2009 Formúlu 1 bíla sína á Portimao brautinni í Portúgal í dag. Renault og Williams mættu með bíla sína út undir bert loft í fyrsta skipti. Formúla 1 19. janúar 2009 11:09
Kaka kaup úr takti við raunveruleikann Luca Montezemolo, forseti Ferrari telur að tilboð í knattspyrnumanninn Kaka sé út úr takti við raunveruleikann. Montezemolo er mikill íþróttaáhugamaður og Kaka spilar í heimalandi hans á Ítalíu. Formúla 1 17. janúar 2009 13:44
Ron Dennis hættir hjá McLaren Ron Dennis ætlar að hætta sem yfirmaður McLaren liðsins í Formúlu 1 og kemur það í hlut hægri handar hans Martin Whitmarsh að taka við stjórntaumunum. Formúla 1 16. janúar 2009 17:45
McLaren frumsýndi 2009 keppnisbílinn Heimsmeistarinn Lewis Hamilton og félagi hans Heikki Kovalainen sviptu hulunni af 2009 keppnisfák McLaren liðsins í dag. Formúla 1 16. janúar 2009 12:40
Toyota frumsýndi Formúlu 1 bíl Keppnislið Toyota í Köln í Þýskalandi frumsýndi nýtt ökutæki í dag og stefnir á fyrsta sigurinn í Formúlu 1. Formúla 1 15. janúar 2009 13:21
Skíðabrekka nefnd í höfuð Schumachers Ferrari Formúlu 1 liðið dvaldi í skíðapardísinni í Madonna di Campiglio á Ítalíu í gær á árlegri uppákomu til að efla andann. Meðal gesta var Michael Schumacher og stjórnendur skíðasvæðisins ákváðu að nefna brunbrekku í höfuðið á kappanum. Formúla 1 15. janúar 2009 09:41
Mercedes tilbúið að liðsinna Honda Honda leitar enn kaupanda að Formúlu 1 liði sínu sem tekur yfir launagreiðslur til liðsmanna liðsins. Ef ekki tekst að selja liðið er talið að Honda verði að borga starfsmönnum 100 miljónir dala í bætur, en á sjöunda hundrað manns verða þá avinnulausir. Formúla 1 13. janúar 2009 15:58
Massa ánægður með nýjan Ferrari Felipe Massa ók 100 km á glænýjum Ferrari í dag á Mugello brautinni á Ítalíu. Formúla 1 12. janúar 2009 19:53
Nýr Ferrari mikið breyttur Nýja ökutæki Ferrari keppnisliðsins er mikið breytt frá fyrra ári, en liðið frumekur bílnum á Mugello brautinni í dag. Formúla 1 12. janúar 2009 10:04
Ferrari sprakk á frumsýningunni Vefur Ferrari sprakk þegar liðið ætlaði að frumsýna nýjan Ferrari með pompi og prakt á mánudagasmorgni. Formúla 1 12. janúar 2009 08:13
Torro Rosso ræður tvítugan ökumann Torro Rosso staðfesti í dag tvítugan ökumann sem keppenda hjá liðinu 2009. Það er Sebastian Buemi sem hefur verið þróunarökumaður Red Bull. Formúla 1 9. janúar 2009 15:20
Formúlu 1 lið samþykkja niðurskurð FIA, alþjóðabílasambandið og FOTA, samtök Formúlu 1 liða samþykktu í dag að draga verulega úr rekstrarkostnaði á næstu árum. Formúla 1 8. janúar 2009 18:47
Webber óðum að ná sér Formúlu 1 ökumaðurinn Mark Webber slasaðist í reiðhjólaslysi í fyrra, en stefnir á að komast á æfingar með Red Bull liðinu ásamt Sebastian Vettel í febrúar. Formúla 1 7. janúar 2009 07:46
Massa fyrstur að aka 2009 bíl Felipe Massa fær þann heiður að vera fyrstur ökumanna til að aka 2009 Formúlu 1 bíl eftir frumsýningu Ferrari á mánudaginn. Formúla 1 6. janúar 2009 17:27
Alonso slapp ómeiddur eftir flugóhapp Fyrrum heimsmeistarinn í Formúlu 1, Fernando Alonso, þurfti að fresta heimför sinni eftir heimsókn til Kenía í Afríku eftir að hafa lent í flugóhappi. Formúla 1 5. janúar 2009 13:48
Bretlandsdrottning heiðrar Hamilton Lewis Hamilton bætti enn einni rós í hnappagatið um áramótin. Elísabet drottning Bretlands veitti honum MBE orðuna fyrir afrek sín í Formúlu 1. Formúla 1 1. janúar 2009 03:06
Formúlu 1 uppgjör á Stöð 2 Sport Stöð 2 Sport sýnir klukkutíma langan þátt um öll helstu atvikin í Formúlu 1 mótum ársins kl. 11.20 í dag. Þá er rætt við Lewis Hamilton um lokamótið í Formúlu 1, sem var mest spennandi Formúlu 1 mótið í manna minnum. Hamilton varð meistari með eins stigs mun og tryggði titilinn í síðustu beygju mótsins. Formúla 1 31. desember 2008 08:01
Alonso í stað Raikkönen 2011 Spánverjinn Fernando Alonso hefur að sögn dagblaðsins Gazetta dello Sport gert 4 ára samning við Ferrari frá árinu 2011. Formúla 1 29. desember 2008 09:36
Kaupir sá brottrekni lið Honda? Þrír mismunandi aðilar hafa sýnt því áhuga á að lkaupa búnað Honda Formúlu 1 liðsins sem ákvað að draga sig í hlé. Allri starfsemi liðsins verður hætt eftir 2 mánuði ef kaupandi finnst ekki. Formúla 1 22. desember 2008 08:36
Lögsæki rassinn undan forstjóranum Bernie Ecclestone er bálreiður forstjóra Ferrari fyrir ummæli sem hann lét falla á fundi með fréttamönnum í vikunni. Á fundinum sagði Montezemolo að Ecclestone ætti að láta keppnisliðin fái auknar tekjur af sjónvarpsréttinum en nú er. Formúla 1 20. desember 2008 09:43
Hamilton: Erfitt að vinna titil aftur Heimsmeistarinn Lewis Hamilton telur að reglubreytingar muni opna möguleika fyrir ný lið í toppslagnum á næsta ári. Formúla 1 19. desember 2008 09:54