Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Blikar munu mæta til leiks gegn Ísraelum

Karla­lið Breiða­bliks mun mæta til leiks og spila við ísraelska liðið Mac­cabi Tel Aviv í riðla­keppni Sam­bands­deildar Evrópu á morgun. Þetta segir Flosi Ei­ríks­son, for­maður knatt­spyrnu­deildar Breiða­bliks en Blikar hafa verið hvattir til að snið­ganga leikinn sökum mann­úðar­krísunnar fyrir botni Mið­jarðar­hafs vegna á­taka Ísraels­hers og Hamas á Gasa­ströndinni. Snið­ganga gæti hins vegar haft af­drifa­ríkar af­leiðingar í för með sér fyrir Breiða­blik.

Fótbolti
Fréttamynd

Gömul hetja vill sjá Garnacho hætta að apa eftir Ronaldo

Alejandro Garnacho skoraði stórkostlegt mark með bakfallsspyrnu í sigri Manchester United á Everton um helgina, mark sem Cristiano Ronaldo hefði verið mjög stoltur af. Þetta var líka mark sem aðeins maður með hæfileika, hroka og sjálfstraust Ronaldo gæti skorað.

Enski boltinn
Fréttamynd

Dramatísk víta­spyrna bjarg­vættur PSG

Kylian Mbappé tryggði París Saint-Germain stig gegn Newcastle United í Meistaradeild Evrópu með marki úr umdeildri vítaspyrnu í blálokin. Stigið þýðir að PSG er í góðri stöðu til að komast áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Celtic og Antwerp enn á án sigurs

Tveimur af leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu karla í knattspyrnu er nú lokið. Celtic og Antwerp eru enn án sigurs og eiga enga möguleika á að komast áfram í 16-liða úrslit né enda í 3. sæti og komast þar með í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Blikar mæta Mac­cabi Tel Aviv á Kópa­vogs­velli

Leikur Breiðabliks og Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeild Evrópu í knattspyrnu mun fara fram á Kópavogsvelli. Líkt og aðrir heimaleikir Breiðabliks átti leikurinn að fara fram á Laugardalsvelli en vetur konungur hefur sett strik í reikninginn.

Fótbolti
Fréttamynd

Ole kveður KR

Ole Martin Nes­selquist og Knatt­spyrnu­fé­lag Reykja­víkur hafa komist að sam­komu­lagi um samnings­lok þar sem að Ole Martin óskaði eftir leyfi frá fé­laginu til þess að gerast aðal­þjálfari hjá liði í heima­landi sínu, Noregi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Komu Heimi á ó­­vart í beinni í Bítinu

Heimi Hall­gríms­syni, lands­liðs­þjálfara karla­liðs Jamaíka í fót­bolta, var komið skemmti­lega á ó­vart í beinni útsendingu í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem að hann var til við­tals frá Vest­manna­eyjum. Um­sjónar­menn Bítisins brustu í söng, Heimi til heiðurs, í upp­hafi við­talsins.

Fótbolti
Fréttamynd

„Á­kveðinn hópur sem ég leitaði til“

Guðni Bergsson fyrrverandi formaður KSÍ, sem sækist nú eftir kjöri á ný, kveðst fullur af orku til að halda áfram því starfi sem hann skildi við á sínum tíma. Hann velti fyrir sér framboðinu í nokkrar vikur áður en hann lét slag standa. 

Fótbolti
Fréttamynd

Girona mis­tókst að endur­heimta topp­sætið

Liðsmenn Girona þurftu að sætta sig við jafntefli er liðið tók á móti Athletic Bilbao í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 1-1, en úrslitin þýða að Girona nær ekki að endurheimta toppsæti deildarinnar.

Fótbolti