Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik – FH 0-2 | FH-ingar unnu Evrópuþreytta Blika FH sótti sterkan 2-0 sigur gegn Breiðablik á Kópavogsvelli í lokaumferð Bestu deildarinnar. Mörk FH skoruðu Kjartan Henry og varamaðurinn Eetu Mömmö. FH endar venjulegt tímabil í 5. sæti og Blikar í því 3. áður en úrslitakeppni mótsins hefst. Íslenski boltinn 3. september 2023 17:43
„Markmiðið fyrir þetta tímabil var að koma okkur í efri hlutann, það heppnaðist í dag“ Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var hæstánægður með frammistöðu sinna manna í 2-0 sigri gegn Breiðablik í lokaumferð Bestu deildarinnar. FH tókst með þessum sigri að gulltryggja sig inn í efri hlutann áður en deildinni er skipt í tvennt og úrslitakeppnin hefst. Fótbolti 3. september 2023 17:32
„Við erum í góðri stöðu og Víkingar eru orðnir meistarar“ Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var að vonum ánægður með stórglæsilega frammistöðu sinna mann í dag þegar liðið vann ákaflega öruggan 4-1 sigur á HK í 22. umferð Bestu deildar karla nú í dag. Fótbolti 3. september 2023 17:12
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Keflavík 3-0 | Stjarnan í efri hlutann en Keflvíkingar berjast við falldrauginn Stjarnan tryggði sér endanlega sæti í efri hluta Bestu deildar karla í dag 3-0 með sigri á Keflavík. Fótbolti 3. september 2023 16:17
Umfjöllun og viðtöl: Fram – Víkingur 2-3 | Víkingar einum sigri frá titlinum Víkingur Reykjavík er einum sigri frá því að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta karla eftir dramatískan 2-3 útisigur gegn Fram í lokaumferð Bestu-deildarinnnar áður en tvískiptingin tekur við. Íslenski boltinn 3. september 2023 15:54
Szoboszlai og Salah á skotskónum í stórsigri Liverpool Liverpool vann öruggan 3-0 sigur er liðið tók á móti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Enski boltinn 3. september 2023 14:55
Dóttirin hélt Gylfa gangandi: „Reiði skilar engu“ Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson segir að nýfædd dóttir hans hafi haldið honum gangandi eftir að hann var handtekinn á heimili sínu í júlí árið 2021, grunaður um kynferðisbrot gegn barni. Fótbolti 3. september 2023 14:46
Andri Lucas skoraði fyrir Lyngby en toppliðið stal stigi Andri Lucas Guðjohnsen skoraði eina markÍslendingaliðs Lyngby er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn toppliði Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Fótbolti 3. september 2023 14:06
Í beinni: Stjarnan - Keflavík | 147 dagar síðan gestirnir unnu deildarleik Stjarnan tekur á móti Keflavík í 22. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Það eru komnir 147 dagar síðan gestirnir, sem sitja á botni deildarinnar, unnu deildarleik en það gerðist í 1. umferð. Leikurinn hefst kl. 14.00 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Íslenski boltinn 3. september 2023 13:16
Haaland telur að annað mark City hafi ekki átt að standa Erling Braut Haaland, framherji Manchester City, telur að annað mark liðsins í 5-1 sigri gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni í gær hafi ekki átt að fá að standa. Fótbolti 3. september 2023 12:00
Hætta við að selja Man United og bíða eftir billjónaboði Svo virðist sem Glazer-fjölskyldan, eigendur enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United, sé hætt við að selja félagið í bili og vilji fá umtalsvert meira fyrir félagið en áður var talið. Fótbolti 3. september 2023 11:01
Víkingar geta orðið Íslandsmeistarar áður en úrslitakeppnin hefst Lokaumferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu fer fram í dag áður en deildinni verður skipt upp í efri og neðri hluta. Allir sex leikir dagsins hefjast á sama tíma og verða sýndir í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2. Fótbolti 3. september 2023 10:16
Dagur og félagar unnu gegn toppliðinu | Óvænt tap Nökkva og félaga Bandaríska MLS-deildinn í knattspyrnu hélt áfram í nótt og komu tveir Íslendingar við sögu í leikjum næturinnar. Dagur Dan Þórhallsson og félagar hans í Orlando City unnu góðan 0-1 útisigur gegn FC Cincinnati, en Nökkvi Þeyr Þórisson og félagar í St. Louis City máttu þola 2-1 tap gegn Sporting Kansas City. Fótbolti 3. september 2023 09:30
Var spurður út í varnarlínuna en fór að lýsa leið sinni í vinnuna Mikel Arteta, þjálfari Arsenal í ensku úrvalsdeildinni, hefur vakið mikla athygli fyrir undarlegt svar sitt á blaðamannafundi fyrir stórleik dagsins. Enski boltinn 3. september 2023 08:00
Segir dómarastéttina ósátta með sýndarmennsku KSÍ Knattspyrnusamband Íslands fór nýverið af stað með herferð þar sem markmiðið er að þjálfarar, leikmenn og stuðningsfólk beri meiri virðingu fyrir dómurum landsins. Það virðist ekki sem sú herferð sé að ganga nægilega vel. Íslenski boltinn 3. september 2023 07:01
„Fótbolti snýst um að gera ekki mistök“ „Við erum svekktir því gerðum allt til að ná í önnur úrslit en fótbolti snýst um að gera ekki mistök. Við gerðum ein og okkur var refsað,“ sagði Mauricio Pochettino eftir 0-1 tap sinna manna í Chelsea gegn Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Enski boltinn 2. september 2023 23:30
Fenginn frítt og seldur á tæpa fjórtán milljarða ári síðar Ákvörðun Eintracht Frankfurt að semja við franska framherjann Randal Kolo Muani sumarið 2022 hlýtur að vera ein besta ákvörðun í sögu félagsins. Leikmaðurinn var nýverið seldur til París Saint-Germain á 95 milljónir evra eða tæpa 14 milljarða íslenskra króna. Fótbolti 2. september 2023 23:00
Diljá Ýr fer vel af stað í Belgíu Diljá Ýr Zomers virðist kunna vel við sig í Belgíu þar sem hún spilar með Leuven í efstu deild kvenna í knattspyrnu. Hún skoraði eitt mark í góðum sigri í dag. Fótbolti 2. september 2023 22:00
„Við verðum bara betri“ Erling Braut Håland skoraði þrennu í 5-1 sigri Englandsmeistara Manchester City á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hann segir að lið sitt verði bara betra þegar fram líði stundir. Enski boltinn 2. september 2023 21:31
Lazio með óvæntan sigur á meisturunum Lazio vann óvæntan 2-1 útisigur á Ítalíumeisturum Napoli í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, í kvöld. Fótbolti 2. september 2023 20:50
„Helsti styrkleiki Gylfa er að hann gerir leikmennina í kringum sig betri“ Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby, vill ekki gera of miklar kröfur til nýs leikmanns liðsins – Gylfa Þórs Sigurðssonar. Hann þekkir þó gæði hans og er fullviss um að hann reynist liðinu vel. Fótbolti 2. september 2023 20:00
Bayern kom til baka gegn Gladbach Þýskalandsmeistarar Bayern München komu til baka og unnu nauman 2-1 sigur á Gladbach í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Fótbolti 2. september 2023 19:00
Ferguson sökkti Newcastle Evan Ferguson skoraði þrennu þegar Brighton & Hove Albion lagði Newcastle United 3-1 í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 2. september 2023 18:41
ÍA og Fylkir í góðum málum í Lengjudeildunum ÍA vann 3-2 útisigur á Þór Akureyri í Lengjudeild karla í knattspyrnu. Sigurinn þýðir að Akranes er þremur stigum á undan Aftureldingu þegar tvær umferðir eru eftir af hefðbundinni deildarkeppni í Lengjudeildinni. Íslenski boltinn 2. september 2023 18:01
Sjáðu Hákon Rafn fá rautt og stoðsendingu Arons Markvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson var rekinn af velli þegar Elfsborg, topplið sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, tapaði 1-0 gegn Varnamo á útivelli. Þá tapaði Íslendingalið Sirius fyrir Halmstad þó Aron Bjarnason hafi lagt upp mark. Fótbolti 2. september 2023 17:36
Sjáðu þegar Bellingham bjargaði Real enn og aftur Jude Bellingham bjargaði Real Madríd þegar liðið lagði Getafe 2-1 í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Skoraði hann sigurmarkið þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Fótbolti 2. september 2023 17:11
Góðir sigrar hjá Íslendingaliðunum í Danmörku Dagurinn var góður fyrir Íslendingaliðin í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Fredericia og Ribe-Esbjerg unnu bæði sína leiki. Handbolti 2. september 2023 16:46
Meistararnir enn með fullt hús stiga á toppi deildarinnar Englandsmeistarar Manchester City unnu öruggan 5-1 sigur er liðið tók á móti Fulham í ensku úrvalsdeildinni í dag. City er eina liðið í deildinni sem enn er með fullt hús stiga. Enski boltinn 2. september 2023 16:02
Jói Berg og félagar steinlágu gegn Tottenham | Vandræði Chelsea halda áfram Heung-Min Son var allt í öllu í liði Tottenham er liðið vann öruggan 2-5 sigur gegn Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum hans í Burnley í ensku úrvalsdeildinni í dag. Á sama tíma mátti Chelsea þola 0-1 tap gegn Nottingham Forest. Fótbolti 2. september 2023 16:01
Búist við 200 milljóna risatilboði frá Sádi-Arabíu í Salah Þrátt fyrir að félagsskiptaglugginn í stærstu deildum Evrópu hafi lokað í gær er enn um vika eftir af glugganum í Sádi-Arabíu. Búist er við því að Al-Ittihad muni bjóða 200 milljónir punda í Mohamed Salah, leikmann Liverpool. Fótbolti 2. september 2023 15:15