Heilsa

Heilsa

Allt um heilsu, hreyfingu og hollan mat

Fréttamynd

Krafturinn er kominn til baka

Anna Einarsdóttir er brosmild kona sem var svo óheppin að fá vefjagigt og hefur þjáðst af stoðkerfisverkjum í mörg ár. Þrálátir seyðingsverkir voru farnir að hafa áhrif á hreyfifærni hennar og valda orkuleysi á morgnana. Hún fékk svimaköst í tíma og ótíma út af kristöllum í eyra sem ollu ógleðistilfinningu og miklum höfuðverk.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Frá sér­stökum sak­sóknara í dá­leiðslu

„Í rauninni var alltaf hjartað þar að vera vinna með og fyrir fólk. Titlarnir eru eitt en í grunninn er ég er bara fyrst og fremst mannvinur. Ég elska að pæla í fólki og vera innan um fólk. Af hverju hagar fólk sér eins og það hagar sér, af hverju líður okkur vel, af hverju líður okkur illa? Af hverju erum við kvíðin? Hvenær erum við í essinu okkar og hvernig getum við hámarkað hamingjuna?“

Lífið
Fréttamynd

„Læknirinn hafði sjaldan séð eins illa farin brjóst“

Óhætt er að segja að gleðigosinn og glamúrdrottningin Evu Ruza Miljevic komi til dyranna eins og hún er klædd sem er eflaust ástæða þess að hún er einn vinsælasti skemmtikraftur landsins. Um þessar mundir deilir Eva með fylgjendum sínum, reynslu sinni af brjóstaminnkunaraðgerð sem hún gekkst nýverið undir.

Lífið
Fréttamynd

Nýja-Sjá­land verði ekki reyk­laust

Ný ríkisstjórn í Nýja-Sjálandi stefnir á að hætta við áform um að gera landið reyklaust. Er verkefnið eitt af þeim sem á að hverfa til þess að lækka skatta í landinu. 

Erlent
Fréttamynd

Skot­held streituráð Röggu nagla

Ragnhildur Þórðardóttir, sálfræðingur og einkaþjálfari, betur þekkt sem Ragga Nagli, birti pistil á Facebook með einföldum ráðum sem geta gagnast til að fyrirbyggja streitu í daglegu lífi. Hún segir neikvætt sjálfstal, markaleysi og mataræði spila stórt hlutverk. 

Lífið
Fréttamynd

Með hendur í vösum?

Ágæta Halla. Íslendingar skilja út á hvað lýðheilsa gengur. Skilja mikilvægi þess að hafa regluverk sem hefur verndandi áhrif. Ekki síst í þágu barna og ungmenna. Íslendingar flestir vita að áfengi, tóbak og nikótín eru heilsuspillandi vörur sem geta undir engum kringumstæðum flokkast sem venjulegar vörur.

Skoðun
Fréttamynd

Líður að tíðum

Tilvera okkar er undarlegt ferðalag, við erum gestir og hótel okkar er jörðin. En þó látum við líkt og við séum með tögl og hagldir í óskoruðum eignarrétti. Viðhorf er vald og nú þegar líður að tíðum er við hæfi að líta inn á við og opna hjörtu vor.

Skoðun
Fréttamynd

Ein­stakar skandinavískar húðvörur

Sanzi Beauty er danskt vörumerki sem var stofnað árið 2016. Fyrsta vara vörumerkisins var augnháraserum sem sló alveg rækilega í gegn. Fullkomið magn af virkum efnum í bland við efni sem næra, styrkja og vernda augnhárin.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Osteostrong er mín björgun

Rétt fyrir utan borgarmörkin í nánd við náttúruna býr Elín Guðrún Heiðmundsdóttir ásamt manni sínum og tveimur hundum. Þó Elín sé við hestaheilsu, vinni líkamlega vinnu sem umsjónarmaður skólahúsnæðis, sé hin mesta hamhleypa í garðinum, fari í göngur og klífi fjöll hefur hún aldrei stundað líkamsræktarstöðvar af neinni alvöru. Þó vissi hún að eitthvað meira þyrfti hún að gera til að njóta einhvers ávinnings af hreyfingunni.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Öll fáum við á­­kveðin verk­efni í lífinu

Edda Björk Pétursdóttir og Sóley Stefánsdóttir bera báðar mikil áföll á bakinu. Edda Björk fór ung í gegnum erfiða krabbameinsmeðferð og Sóley í glímdi við fjölþætt veikindi ásamt því að fylgja manni sínum til grafar. Þær standa nú fyrir námskeiði, ætluðu einstaklingum með skert lífsgæði.

Lífið
Fréttamynd

„Karl­menn vilja ekkert vita um þvag­leka“

„Grindarbotninn er stærri en fólk heldur. Hann nær aftur frá rófubeini, í kringum endaþarminn og er á stærð við lófaflöt ef maður myndi setja á spöngina,“ segir Fanney Magnúsdóttir, sjúkraþjálfari.

Lífið
Fréttamynd

Besta heilsu­fars­lega á­kvörðun sem ég hef tekið

Óhætt er að segja að Jóhanna Elínborg Sveinsdóttir sé lífsglöð og geislandi. Hún hefur alla tíð verið að dugleg að hreyfa sig og lætur aldurinn ekki draga úr þeirri löngun. Sem fyrr nýtur hún þess að synda, dansa og stunda golf og ræktar innri anda með að syngja í kór. Hún er í góðu formi og þakkar reglubundnum æfingum hjá Osteostrong fyrir aukinn styrk, betri vöðvamassa, bætta líkamsstöðu og síðast en ekki síst verkjaleysi í stoðkerfi.

Lífið samstarf
Fréttamynd

„Ég fer afar þakklát inn í óvissuna með dass af kvíða“

Íþróttafrömuðurinn Gerður, þekkt sem Gerða-In Shape eða Jane Fonda Íslands, hefur ákveðið að hætta þjálfun á námskeiðinu, In Shape, í Worlds Class í nóvember. Námskeiðin hafa notið gríðarlegra vinsælda síðastliðin ár, sérstaklega hjá samfélagsmiðlastjörnum landsins.

Lífið
Fréttamynd

Of­­notkun á nef­spreyi geti endað í víta­­hring

Nefúði getur verið ávanabindandi og notkun hans getur orðið að ákveðnum vítahring. Lyfja gaf nýlega út bækling þar sem þeir, sem nota úðann of mikið, er varaðir við og hjálpað að hætta. Lyfjafræðingur segir að ofnotkun geti orðið að krónísku vandamáli.

Innlent