Sjáðu uppgjörið úr 9. umferð Bestu-deildar Helena Ólafsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir og Sonný Lára Þráinsdóttir gerðu upp 9. umferð Bestu-deildar kvenna í gær. Þær völdu lið umferðarinnar, besta leikmanninn og besta markið í uppgjörsþættinum Bestu mörkin. Fótbolti 15. júní 2022 23:01
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR 3-3 ÍA | Sex marka spennutryllir í Vesturbænum KR og ÍA skyldu jöfn dramatískum leik í Vesturbæ. KR-ingar jöfnuðu metin á 94 mínútu með sjálfsmarki frá Alex Davey. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. Íslenski boltinn 15. júní 2022 22:48
Víkingar skoruðu öll mörkin í þriggja marka leik á móti HK | FH með stórsigur gegn Grindavík Þrír leikir fóru fram í kvöld í Lengjudeild kvenna í fótbolta. Víkingar knúðu fram eins marks sigur á HK í Víkini þar sem heimakonur skoruðu öll þrjú mörkin í 2-1 sigri. FH fór auðveldlega í gegnum Grindavík í Kaplakrikanum þar sem heimakonur unnu 6-0 sigur. Fylkir sótti svo þrjú stig á Kópavogsvelli með 0-2 sigri. Fótbolti 15. júní 2022 22:00
Hvalfjarðargöngin eru að loka klukkan tíu og við verðum að drífa okkur heim Jón Þór Hauksson, þjalfari ÍA, var gríðarlega svekktur í leikslok eftir að KR hafði jafnað metin 3-3 í uppbótartíma í leik liðanna í kvöld. ÍA komst tvisvar yfir í leiknum en fóru ekki heim með nema eitt stig. Íslenski boltinn 15. júní 2022 21:54
„Heimir er Eyjamaður í húð og hár og vill leggja sitt af mörkum“ Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, var afar jákvæður eftir 0-3 tap á heimavelli gegn Víkingi Reykjavík. Íslenski boltinn 15. júní 2022 20:30
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV-Víkingur 0-3 | Fimmti sigur Víkings í síðustu sex leikjum Víkingur Reykjavík vann sannfærandi útisigur á ÍBV 0-3. Gestirnir spiluðu afar vel í fyrri hálfleik sem skilaði tveimur mörkum. Eyjamenn voru töluvert betri í seinni hálfleik en nýttu ekki færin sín og Ari Sigurpálsson kláraði síðan leikinn er hann skoraði þriðja mark Víkings. Íslenski boltinn 15. júní 2022 20:00
Hrósuðu Hildi í hástert: Varnarpressan fram á við orðin miklu betri „Mér fannst Breiðablik mikið sterkara í þessum leik. Maður sér líka að það vantar kannski smá breidd í liði Þróttar,“ sagði Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi, Bestu markanna um leik liðanna í Bestu deild kvenna í fótbolta. Íslenski boltinn 15. júní 2022 15:30
KR með gríðarlegt tak á fornu fjendunum frá Akranesi Besta deild karla í fótbolta hefst að nýju í kvöld eftir dágóða pásum sökum leikja íslenska A- og U-21 árs landsliðsins. Íslands- og bikarmeistarar Víkings heimsækja Vestmannaeyjar á meðan KR tekur á móti ÍA í Vesturbænum. Íslenski boltinn 15. júní 2022 13:01
Mismunandi og miserfiðar leiðir sem Víkingur getur farið Víkingur frá Reykjavík tekur þátt í forkeppni fyrir undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í næstu viku. Ljóst er að Víkingar eiga fram undan Evrópueinvígi sama hvernig fer, en mögulegir andstæðingar eru breytilegir eftir því hversu langt þeir komast. Íslenski boltinn 15. júní 2022 12:45
Ræddu meiðsli Elínar: Gott að það var högg Landsliðsframherjinn Elín Metta Jensen þurfti að fara meidd af velli eftir um klukkustundarleik er lið hennar, Valur, vann Selfoss 1-0 í Bestu deild kvenna í gær. Rætt var um atvikið í Bestu mörkunum. Íslenski boltinn 15. júní 2022 12:30
Breiðablik vildi áfrýja leikbanni Omar Sowe: Beiðninni hafnað Breiðablik, topplið Bestu deildar karla í fótbolta, óskaði eftir að áfrýja niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar Knattspyrnusambands Íslands í máli Omar Sowe. Hann var dæmdur í tveggja leikja bann eftir að stuðst var við myndbandsupptöku af atviki sem átti sér stað í leik Leiknis Reykjavíkur og Breiðabliks. Íslenski boltinn 15. júní 2022 11:00
Sjáðu tímabæra neglu Önnu, tvennu Hildar í Dalnum og markasúpu á Akureyri Íslandsmeistarar Vals náðu í gær fjögurra stiga forskoti á toppi Bestu deildar kvenna í fótbolta, þegar öll níunda umferðin var leikin. Mörkin úr leikjunum má nú sjá hér á Vísi. Íslenski boltinn 15. júní 2022 10:01
Elín Metta fór meidd af velli og EM mögulega í hættu Elín Metta Jensen, framherji Íslandsmeistara Vals og íslenska landsliðsins, meiddist er Valur heimsótti Selfoss í Bestu deild kvenna á þriðjudag. Gestirnir frá Hlíðarenda unnu 1-0 útisigur en Elín Metta þurfti að fara meidd af velli eftir rúmlega klukkustundarleik. Íslenski boltinn 15. júní 2022 08:31
„Auðvitað þarf að fagna góðum sigrum“ Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, varð eðlilega sáttur með 3-0 útisigur liðsins gegn Þrótti í Bestu-deild kvenna í fótbolta í kvöld. Íslenski boltinn 14. júní 2022 23:15
Umfjöllun og viðtöl: Þróttur R.-Breiðablik 0-3 | Blikar skutu sér upp í annað sæti Eftir erfiða byrjun á tímabilinu hefur Breiðablik nú unnið þrjá leiki í röð. Liðið er komið upp í annað sæti Bestu-deildar kvenna í fótbolta eftir 0-3 sigur gegn Þrótti í kvöld. Íslenski boltinn 14. júní 2022 23:00
Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA-KR 3-3 | Sex marka jafntefli fyrir norðan Þór/KA og KR buðu upp á markaveislu á Akureyri í kvöld þegar liðin skildu jöfn í Bestu deild kvenna, 3-3. Íslenski boltinn 14. júní 2022 22:21
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss-Valur 0-1| Anna Rakel hetja Vals Valur gerði góða ferð á Suðurlandið og vann 0-1 sigur á Selfossi. Anna Rakel Pétursdóttir kom Val yfir á 19. mínútu og reyndist það vera sigurmark leiksins. Íslenski boltinn 14. júní 2022 22:03
Fyrsti sigur Keflvíkinga í rúman mánuð Keflavík vann langþráðan 1-0 sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í níundu umferð Bestu-deildar kvenna í fótbolta í kvöld. Íslenski boltinn 14. júní 2022 21:12
„Ég er mjög ánægður með þessi þrjú stig“ Jonathan Glenn, þjálfari ÍBV, var sáttur með sigurinn á móti Aftureldingu í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld. Með sigrinum lyfti ÍBV sér upp í 2. sæti deildarinnar, í bili. Mark ÍBV kom undir lok fyrri hálfleiks, lokatölur 1-0. Fótbolti 14. júní 2022 21:07
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding-ÍBV 0-1 | Eyjakonur sóttu stigin þrjú Nýliðar Aftureldingar tóku á móti ÍBV í Bestu deild kvenna í fótbolta. Afturelding er í fallsæti á meðan ÍBV er í 6. sæti. Eina mark leiksins kom rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og var það Olga Sevcova sem kom ÍBV í 1-0. Íslenski boltinn 14. júní 2022 17:15
Flug KR frestast sem og leikurinn fyrir norðan Leikur Þórs/KA og KR í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld frestast um klukkustund og hefst klukkan 19:00. Breyting verður á sýningarrás leiksins og verður hann sýndur beint á Vísi.is. Íslenski boltinn 14. júní 2022 16:15
Stórleikir í Laugardal og á Selfossi Níunda umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta fer fram í kvöld. Tveir stórleikir eru á dagskrá og þá verða herlegheitin gerð upp í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport klukkan 22.00 í kvöld. Íslenski boltinn 14. júní 2022 13:30
Ingvar meiddist með landsliðinu og missir af umspilinu Ingvar Jónsson, markvörður Víkings í Reykjavík, verður frá næstu vikurnar vegna sprungu í handarbeini. Hann missir af umspili Víkinga í Meistaradeild Evrópu. Íslenski boltinn 14. júní 2022 13:01
Blikar til Andorra en KR-ingar til Póllands Dregið var í 1. umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í dag og voru bæði Breiðablik og KR í pottinum. Íslenski boltinn 14. júní 2022 11:21
Víkingar myndu mæta sínum gamla þjálfara Ef að Íslands- og bikarmeistarar Víkings komast í gegnum forkeppnina í Meistaradeild Evrópu í fótbolta bíður þeirra slagur við sænska meistaraliðið Malmö. Íslenski boltinn 14. júní 2022 10:29
„Fyrsta skipti í langan tíma sem þú sérð ekki Val og Breiðablik tróna tvö á toppnum“ Mikil spenna ríkir fyrir 9. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Ásamt því að fara yfir komandi umferð ræddi Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi, aðeins íslenska kvenna landsliðið en gestir hennar að þessu sinni eiga samtals að baki 217 A-landsleiki. Íslenski boltinn 13. júní 2022 11:00
Klara bað Ólaf afsökunar og málið afgreitt Ólafur H. Kristjánsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðabliki, staðfesti við Vísi að Blikar hefðu verið ósáttir við vinnubrögð KSÍ er leikmenn liðsins voru valdir í A-landslið karla í vikunni. Hann átti samtal við Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, og allir skildu sáttir. Íslenski boltinn 11. júní 2022 08:01
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik-Þróttur R. 3-1 | Bikarmeistararnir seinasta liðið í undanúrslit Breiðablik er komið áfram í undanúrslit Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu eftir að liðið hafði betur gegn Þrótti í átta liða úrslitunum 3-1. Íslenski boltinn 10. júní 2022 22:47
Boðaðir í landsliðsverkefni rétt fyrir miðnætti | Einum lofað byrjunarliðssæti sem ekkert varð úr Þrír leikmenn Breiðabliks voru kallaðir inn í A-landslið karla í fótbolta á dögunum er ljóst var að U-21 árs landsliðið ætti óvænt möguleika á að komast á lokamót EM. Forráðamenn Breiðabliks voru ósáttir með hvernig staðið var að málum og hafa komið sínum kvörtunum áleiðis til KSÍ. Íslenski boltinn 10. júní 2022 17:46
Leggur skóna á hilluna eftir enn ein meiðslin og fer að þjálfa í heimalandinu Taylor Bennett, varnarmaður Aftureldingar í Bestu deild kvenna, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna vegna þrálátra meiðsla á mjöðm. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins. Íslenski boltinn 10. júní 2022 13:01