Yfirlýsing Breiðabliks: Ekki þörf á sjúkrabíl í forgangsakstri Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna atviksins þegar Jason Daði Svanþórsson féll til jarðar í leiknum gegn FH og umræðuna í tengslum við það. Íslenski boltinn 23. júní 2021 08:01
KR enn á toppnum eftir jafntefli í toppslag Lengjudeildar kvenna Fimm leikir fóru fram í Lengjudeild kvenna í dag. KR og Afturelding gerðu 1-1 jafntefli í toppslag deildarinnar, FH sigraði Grindavík 1-0, Haukar unnu góðan 3-1 útisigur gegn Augnablik, HK sigraði Gróttu 2-1 og Víkingur R. vann 5-1 stórsigur gegn ÍA á Akranesi. Íslenski boltinn 22. júní 2021 22:31
Framlenging á Húsavík og Völsungur og Haukar fara áfram í 16-liða úrslit Haukar og Völsungur eru komin í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla eftir leiki kvöldsins. Haukar slógu KF út á Ólafsfjarðarvelli með 2-1 sigri, en á Húsavík þurfti framlengingu til að skera úr um sigurvegara þar sem heimamenn höfðu betur 2-1 geg Leikni frá Fáskrúðsfirði. Íslenski boltinn 22. júní 2021 21:43
Umfjöllun og viðtöl: Þór - Grindavík 2-1 | Þórsarar í 16-liða úrslit Þór mætti Grindavík á Salt-Pay vellinum á Akureyri í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins nú í kvöld. Liðin leika bæði í Lengjudeildinni og skilja þar 8 stig liðin að. Þórsarar eru komnir áfram eftir 2-1 iðnaðarsigur. Íslenski boltinn 22. júní 2021 21:25
Blikakonur hoppuðu yfir Selfoss og Val og upp í toppsætið: Gaupi fór yfir gærdaginn Fjórir leikir fóru fram í sjöundu umferð Pepsi Max deildar kvenna í fótbolta í gær og þar tók Breiðablikskonur toppsætið eftir stórsigur á liðinu sem var í efsta sætinu fyrir umferðina. Íslenski boltinn 22. júní 2021 16:01
Tókust hart á og rifust en þetta var í góðu lagi Þrautreyndir atvinnumenn áttust við í Víkinni í gærkvöld þegar Kjartan Henry Finnbogason mætti þeim Kára Árnasyni og Sölva Geir Ottesen í 1-1 jafntefli KR og Víkings í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. Íslenski boltinn 22. júní 2021 14:16
Sjáðu Flóka bjarga KR frá tapi og Hansen styrkja stöðu sína á toppnum Kristján Flóki Finnbogason bjargaði KR um stig með marki í uppbótartíma gegn Víkingi í gær, í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. Mörkin úr leiknum má nú sjá hér á Vísi. Íslenski boltinn 22. júní 2021 11:15
Lof og last 9. umferðar: Upplegg Breiðabliks, Hannes Þór, Helgi Valur, ósýnilegir FH-ingar og Dino Hodzic Níundu umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu lauk í gærkvöld. Það hefur mikið gengið á undanfarna tvo daga og hér að neðan má sjá hvað á skilið lof og hvað á skilið last. Íslenski boltinn 22. júní 2021 10:31
Kallaði FH Sigga Hlö-liðið: Veistu hver ég var? Ég var einu sinni góður í fótbolta Þjálfaraskiptin hjá FH voru að sjálfsögðu til umræðu í Pepsi Max stúkunni í gær. Þorkell Máni Pétursson segir að ábyrgðin á slæmu gengi FH liggi hjá leikmönnum liðsins. Íslenski boltinn 22. júní 2021 10:00
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Breiðablik 0-4 | Blikar á toppinn eftir stórsigur á Selfossi Topplið Selfoss fékk skell gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks í fyrsta leik liðanna eftir landsleikjahlé. Íslandsmeistararnir unnu sannfærandi 4-0 sigur eftir að skipta þurfti um völl rétt fyrir upphafssparkið. Íslenski boltinn 21. júní 2021 23:16
Umfjöllun og viðtöl: Þróttur R. - Fylkir 2-4 | Fylkir endaði sigurgöngu Þróttar í markaleik Fylkir vann sinn annan sigur í röð þegar þær mættu Þrótti á Eimskipsvellinum í sex marka leik.Leikurinn endaði með 2-4 sigri og voru Fylkiskonur með mikla yfirburði frá upphafi til enda sem skilaði sér í fjórum mörkum. Íslenski boltinn 21. júní 2021 22:45
Kjartan Stefánsson: Vorum betri á síðasta þriðjungi heldur en áður Kjartan Stefánsson þjálfari Fylkis var afar kátur með góðan 2-4 sigur á Þrótti. Eftir að hafa lent marki undir snemma leiks var Kjartan ánægður með hvernig hans stelpur svöruðu því sem endaði með 2-4 sigri. Sport 21. júní 2021 22:27
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur R. - KR 1-1 | Draumamark Flóka tryggði KR stig Víkingar fengu KR-inga í heimsókn í níundu umferð Pepsi Max deildarinnar í kvöld. Það ríkti jafnræði með liðunum fyrstu mínúturnar og voru bæði lið að þreifa fyrir sér. Íslenski boltinn 21. júní 2021 21:09
„Maður verður að leggja sig fram“ „Ég er aðallega bara svekktur að hafa mætt til leiksins eins og við mætum til leiks,“ sagði Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV, eftir 3-0 tap gegn Stjörnunni í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Íslenski boltinn 21. júní 2021 20:45
„Vond spilamennska” Valskonur gerðu 1-1 jafntefli við Þór/KA í kvöld. Eiður Ben, aðstoðarþjálfari Vals, var fúll í leikslok. Íslenski boltinn 21. júní 2021 20:44
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Þór/KA 1-1 | Valur missteig sig á heimavelli Valur og Þór/KA skildu jöfn á Origo-vellinum í Pepsi-Max deild kvenna í kvöld, 1-1. Valskonur höfðu yfirhöndina mest allan leikinn en Þór/KA stúlkur stóðu vaktina vel í vörninni. Íslenski boltinn 21. júní 2021 19:52
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍBV 3-0 | Upprúllun í Garðabænum Stjarnan vann virkilega góðan 3-0 sigur á ÍBV í 7. umferð Pepsi Max deildarinnar. Íslenski boltinn 21. júní 2021 19:51
Fjölskyldum íslenskra dómara verið hótað Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur sent frá sér ákall um bætta framkomu í garð dómara á knattspyrnuvöllum landsins. Íslenski boltinn 21. júní 2021 15:56
Vítavandræði KA-manna ekki nýtt vandamál: Níu vítaklúður síðustu þrjú sumur KA-menn klúðruðu tveimur vítaspyrnum í toppslagnum á móti Valsmönnum í gær og gengu fyrir vikið stigalausir af velli í Dalvík. Íslenski boltinn 21. júní 2021 14:01
Ólafur Jóhannesson tekur við FH-liðinu Ólafur Jóhannesson er kominn aftur til FH og mun stýra liðinu út tímabilið ásamt Davíð Þór Viðarssyni. Íslenski boltinn 21. júní 2021 12:25
Logi hættur sem þjálfari FH Logi Ólafsson er hættur sem þjálfari karlaliðs FH í fótbolta. Samkvæmt tilkynningu frá knattspyrnudeild FH var það sameiginleg niðurstaða beggja aðila að Logi myndi stíga til hliðar. Íslenski boltinn 21. júní 2021 11:26
Jason Daði fékk höfuðverk og átti erfitt með andardrátt Jason Daði Svanþórsson, leikmaður Breiðabliks, segist hafa átt erfitt með andardrátt og fengið höfuðverk í leiknum gegn FH í gær. Íslenski boltinn 21. júní 2021 11:08
22 ára aldursmunur á markaskorurunum Fylkismanna í gær Fylkismenn settu nær örugglega nýtt met í sigri sínum á Skagamönnum í Pepsi Max deild karla. Þá skoruðu nýliði og mikill reynslubolti í sama leiknum. Íslenski boltinn 21. júní 2021 09:30
Sjáðu mörkin þegar Blikar rústuðu FH-ingum og markið í toppslagnum á Dalvík Þrettán mörk voru skoruð í leikjum gærdagsins í Pepsi Max-deild karla. Þá fóru fjórar vítaspyrnur forgörðum. Íslenski boltinn 21. júní 2021 09:01
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - FH 4-0 | FH-ingar niðurlægðir í Kópavogi Breiðablik vann öruggan 4-0 sigur á FH í 9. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í kvöld. Sigur þeirra grænklæddu var aldrei í hættu, jafnvel þrátt fyrir atvik sem minnti óþægilega á það tengt Christiani Eriksen á Parken á dögunum. Íslenski boltinn 20. júní 2021 22:45
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Leiknir 1-0 | Annar sigur Keflvíkinga í röð Keflavík hafði betur gegn Leikni í nýliðaslagnum og er búið að vinna tvo leiki í röð. Íslenski boltinn 20. júní 2021 22:30
„Með því lélegra sem ég hef tekið þátt í“ „Manni líður eins illa og það verður held ég. Þetta held að þetta hafi bara verið með því lélegra sem ég hef tekið þátt í,“ sagði Guðmann Þórisson, miðvörður FH, eftir 4-0 tap liðsins fyrir Breiðabliki í Pepsi Max-deild karla í kvöld. Íslenski boltinn 20. júní 2021 22:10
„Það var bara eins og maður væri kominn í þetta atvik á EM“ Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, var ánægður eftir 4-0 stórsigur liðsins á FH í Pepsi Max-deild karla í kvöld. Þá er honum létt að Jason Daði Svanþórsson sé á batavegi. Íslenski boltinn 20. júní 2021 21:45
Góðar fréttir af Jasoni Daða Jason Daði Svanþórson, leikmaður Blika, var borinn af velli í leik Breiðabliks og FH í Pepsi Max deild karla í kvöld. Íslenski boltinn 20. júní 2021 20:55
Umfjöllun: Stjarnan - HK 2-1 | Stjörnumenn taplausir í fjórum leikjum í röð Stjörnumenn náðu að nýta tvö af mjög fáum færum sínum í dag þegar þeir lögðu HK 2-1 í 9. umferð Pepsi Max deildarinnar. Stjörnumenn hafa ekki tapað í fjórum leikjum í röð og eru komnir í gang í deildinni. Íslenski boltinn 20. júní 2021 20:04