Jólavefur Vísis

Jólavefur Vísis

Allt um undirbúninginn, aðventuna, uppskriftir, jólalög og margt fleira.

Fréttamynd

Jólatónleikar í Salnum náðu ekki flugi

Rokktónlistarmaðurinn spilar þrjá hljóma fyrir þúsund áheyrendur, en djassarinn spilar þúsund hljóma fyrir þrjá áheyrendur. Þessi brandari er lýsandi fyrir það hve djassinn er miklu þróaðri og fjölbreyttari en rokkið, en líka hve hið síðarnefnda er vinsælt. Gullöld djassins er löngu liðin, en hann á sér samt ennþá aðdáendur. Fleiri en þrír áheyrendur voru á jóladjasstónleikum í Salnum í Kópavogi á föstudagskvöldið; þar var troðfullt.

Gagnrýni
Fréttamynd

Setti ó­vart heilt bæjar­fé­lag inn í morðöldu

„Ég var náttúrulega búin að vera að skrifa um Akranes sem ég gerði mér ekki alveg grein fyrir hvað þýddi þegar ég var að skrifa fyrstu bókina. Að ég væri að taka svona heilt bæjarfélag og setja það inn í einhvers konar drápsöldu,“ segir rithöfundurinn Eva Björg Ægisdóttir í þættinum Jólasögu.

Menning
Fréttamynd

„Kransarnir mínir eru full­kom­lega ó­full­komnir“

Lára Ósk Hjörleifsdóttir lífskúnstner og fagurkeri segir eftirspurn eftir viðburðum tengdum skreytingum og einstakri framsetningu mun meiri hér á landi en hún gerði sér grein fyrir. Í aðdraganda jóla töfrar Lára fram hvern jólakransinn á fætur öðrum.

Jól
Fréttamynd

Systur jóla­sveinanna komnar til byggða

Jólaskellurnar Leppatuska, Taska og Flotsokka komu til bæjar í gær og heimsóttu Þjóðminjasafnið ásamt foreldrum sínum, Grýlu og Leppalúða. Þær mæta svo hver af annarri dagana 16., 17. og 23. desember með bræðrum sínum, alltaf klukkan 11.

Lífið
Fréttamynd

„Lúmskar“ skattbreytingar hafa á­hrif á jóla­gjafir

Lögmaður segir takmörk á því hversu mikið má hafa gaman, allavega í augum skattyfirvalda. Nýlegar breytingar á skattmati Ríkisskattstjóra gera það að verkum að hámarksfjárhæð viðburða á vegum fyrirtækis og gjafa samanlagt nemur 163.000 krónum á hvern starfsmann. Þá verður ekki lengur hægt að gefa bankakort með inneign skattfrjálst.

Innlent
Fréttamynd

Afmælisdagatöl úr parketi slá í gegn í Hvera­gerði

Listamaður í Hveragerði situr sveittur við alla daga langt fram á nótt við að útbúa afmælisdagatöl úr parketi en hann segir vinsældir dagatalanna vera að slá öll met núna í desember. Hann breytir líka gömlum vínylplötum í listaverk.

Lífið
Fréttamynd

Jóla­ljósin tendruð á Oslóartrénu

Oslóartréð var tendrað við hátíðlega athöfn á Austurvelli nú síðdegis, á fyrsta sunnudegi í aðventu. Margmenni kom saman á Austurvelli til að fylgjast með því þegar kveikt var á þessari táknmynd jóla í miðborginni.

Innlent
Fréttamynd

Hjálpaði manni að opna á sam­ræður og „fleira“ á stefnu­móti

Grínistarnir og þáttastjórnendur hlaðvarpsþáttarins HæHæ, Hjálmar Örn Jóhannesson og Helga Jean Claessen, segjast miklir spilaáhugamenn og hafa báðir átt sér langþráðan draum um að gefa út íslenskt borðspil sem sameinar fólk og fjölskyldur. Spilið heitir Heita sætið og eru engin takmörk á fjölda þátttakenda.

Lífið
Fréttamynd

Allt til að fegra og skreyta heimilið að innan og utan fyrir jólin

Það er óhætt að segja að það sé afar blómleg verslun þessa dagana í Blómaheildsölunni Samasem sem staðsett er á horni Grensásvegar og Miklubrautar. Eflaust hafa margir vegfarendur sem leið eiga framhjá þessum gatnamótum tekið eftir hinum stóru og glæsilegu jólakrönsum sem skreyta blómaheildsöluna með miklum myndarbrag.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Glimmer og glamúr í hátíðardressum ársins

Jólin nálgast óðfluga og er ekki seinna vænna en að hefja leitina að hinu fullkomna hátíðardressi. Glimmer, glamúr og pallíettur einkenna hátíðina sem endurspeglast í fjölbreyttu úrvali fatnaðar og fylgihluta.

Jól
Fréttamynd

Vinnur þú 500.000 kr. gjafa­bréf út í heim?

Hvernig á að velja jólagjafir? Þessi árlegu heilabrot eru í fullum gangi á heimilum um allt land. Öll langar okkur að gefa gjafir sem hitta í mark. Eitthvað sem viðtakandinn elskar að fá og nýtur í botn. En hvað á það að vera? Það er stóra aðventuspurningin.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Segir engin jól án sörubaksturs

Elenóra Rós Georgesdóttir bakari birti klassíska uppskrift að sörum sem hún hefur bakað á hverju ári með móður sinni frá því að hún var lítil. Hefðin hefur síðan verið hennar eftirlætis á aðventunni.

Jól
Fréttamynd

Skag­firðingum boðið upp á ó­keypis jóla­hlað­borð á Sauð­ár­króki

„Eitt af stærsta markmiði Rótarýhreyfingarinnar er að láta gott af sér leiða, bæði í samfélaginu og í hinum stóra heimi. Rótarýklúbbur Sauðárkróks er með nokkur samfélagsverkefni í gangi en jólahlaðborðið okkar er það langstærsta og umfangsmesta og hefur verið síðustu 10 árin,“ segir Ómar Bragi Stefánsson umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi og hugmyndasmiður ókeypis jólahlaðborðs Rótarýklúbbs Sauðárkróks, sem haldið verður laugardagskvöldið 2. desember í íþróttahúsi staðarins fyrir alla áhugasama í Skagafirði.

Innlent
Fréttamynd

„Það er saga á bak­við þetta lag“

Klara Einarsdóttir, sautján ára, bar sigur úr býtum í söngvakeppni Verzlunarskóla Íslands nýverið. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Klara heilmikla reynslu úr heimi tónlistar. Hún gaf nú út sitt fyrsta jólalag en sagan á bak við það er einstaklega falleg.

Lífið
Fréttamynd

Passaðu púlsinn í desem­ber

Nú er komið að því, jólin og jólaundirbúningurinn er hafinn og allt er farið af stað. Við upplifum þetta tímabil á ólíkan hátt - sumir finna fyrir gleði og ánægju á meðan aðrir upplifa stress og erfiðleika. Margir upplifa blöndu af þessum tilfinningum. Það er ekki óalgengt að finna fyrir áhrifum frá umhverfinu sem getur aukið kröfur og væntingar til okkar á þessum tímum.

Skoðun