Loftslagsmál

Loftslagsmál

Fréttamynd

Sam­rýmist það sam­fé­lags­legri á­byrgð ef fyrir­tæki þitt er aðili að Við­skipta­ráði?

Ímyndum okkur að vírus breiddist yfir jörðina og allir veðurfræðingar, jöklafræðingar, sjávarlíffræðingar ásamt gestum á COP ráðstefnum vöknuðu einn daginn og gætu bara sagt: EBITA EBITA! EBITA. Alveg sama hver spurningin væri, þá væri svarið bara EBITA! Öllum væri ljóst að þeir væru fallnir fyrir einhverjum Zombí-vírus. 

Skoðun
Fréttamynd

Stofna náms­styrk á sviði um­hverfis­mála í nafni Ellýjar

Borgarráð samþykkti í gær að koma á árlegum námsstyrk í nafni Ellýjar Katrínar Guðmundsdóttur lögfræðings og fyrrum sviðsstjóra og borgarritara. Ellý lést í júní á þessu ári og var þá 59 ára gömul. Ellý greindist með forstigseinkenni Alzheimersjúkdómsins 51 árs.

Innlent
Fréttamynd

Snúum hjólunum á­fram

Á sama tíma og ríkisstjórninni gengur sífellt verr að ná árangri í loftslagsmálum kemur á óvart að annað árið í röð þurfi að berjast fyrir stuðningi við hóp fólks sem hefur tekið sér mikilvægt hlutverk í þágu grænni og betri framtíðar.

Skoðun
Fréttamynd

Þver­ár Amasonfljóts þorna upp sem aldrei fyrr

Vatnsstaða í mörgum þverám Amasonfljóts er nú lægri en nokkru sinni hefur mælst áður af völdum langvarandi þurrks. Sumar ár sem voru áður siglanlegar hafa jafnvel þornað alveg upp. Fjöldi þorpa hefur einangrast því ekki er lengur hægt að sigla þangað.

Erlent
Fréttamynd

Flóð í Evrópu og Mjanmar og gróðureldar í Portúgal

Tala látinna í flóðunum í austanverðri Evrópu heldur áfram að hækka en í gær bættust fjögur dauðsföll á listann í Póllandi, þrjú í Tékklandi og eitt í Rúmeníu. Fjölda fólks er einnig saknað en staðfest tala látinna er nú komin upp í sextán manns.

Erlent
Fréttamynd

Reif sig upp frá Mogganum eftir fjöru­tíu ár

Einar Falur Ingólfsson er listamaður. Hann tók stökkið eftir að hafa fjallað um list í 40 ár. En hann hafði verið að fikta við listsköpun lengi samhliða vinnu. Einar Falur er lærður ljósmyndari og kennir ljósmyndun, er bókmenntafræðingur en starfaði lengstum innan vébanda Morgunblaðsins.

Lífið
Fréttamynd

Risa­flóð­bylgja í græn­lenskum firði mældist um allan heim

Óútskýrðar hræringar sem greindust á jarðskjálftamælum um alla jörð í fyrra stöfuðu frá risavaxinni flóðbylgju sem velktist um í firði á Austur-Grænlandi í níu daga. Hnattræn hlýnun er sögð ástæða berghlaupsins út í fjörðinn sem kom bylgjunni af stað.

Erlent
Fréttamynd

Kynntu rafmagnsflugvélina sem Icelandair hefur pantað

Sænski flugvélaframleiðandinn Heart Aerospace kynnti í dag fyrsta tilraunaeintak þrjátíu sæta rafmagnsflugvélar. Hún gæti orðið fyrsta rafknúna flugvélin í innanlandsflugi hérlendis en Icelandair hefur skráð sig fyrir fimm eintökum.

Innlent
Fréttamynd

„Góði líttu þér nær!“

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, sagði Guðmundi Inga Guðbrandssyni, formanni VG, að líta sér nær þegar kæmi að aðgerðum í loftslagsmálum. Guðmundur hafði skömmu fyrr sagt í pontu að brýna þyrfti allt samfélagið til aðgerða.

Innlent
Fréttamynd

Daun­ill þróun í metan­losun mann­kynsins

Losun gróðurhúsalofttegundarinnar metans hefur aldrei aukist hraðar en um þessar mundir þrátt fyrir loforð ríkja um að koma böndum á hana. Hún er sögð auka hættuna á að hnattræn hlýnun fari umfram þau mörk sem mannkynið hefur sett sér.

Erlent
Fréttamynd

Aukinn úr­tölu­tónn í um­ræðum um lofts­lags­vá

Formaður Loftslagsráðs merkir aukinn úrtölutón í umræðum um loftslagsvána og telur hana skýrast af vanmati á umfangi vandans sem mannkyn stendur frammi fyrir. Sérstaklega telur hann að umræða um kolefnisförgunaverkefni hafi farið út af sporinu.

Innlent
Fréttamynd

Sara Lind ráðin fram­kvæmda­stjóri Cli­meworks á Ís­landi

Sara Lind Guðbergsdóttir, sem hefur meðal annars gegnt stöðu setts forstjóra Ríkiskaupa og Orkustofnunar, mun á næstunni taka við sem framkvæmdastjóri Climeworks hér á landi. Svissneska félagið starfrækir stærsta lofthreinsiver á heimsvísu á Hellisheiði í samstarfi við Carbfix og Orku náttúrunnar.

Klinkið
Fréttamynd

Um­ræða að kvikna um vanda lofts­lags­stefnu Ís­lands?

Að minnka áfram losun gróðurhúsalofttegunda verður miklu dýrara á Íslandi en annarsstaðar einmitt vegna þess hve hlutfall endurnýjanlegrar orku er hátt. Eins og mál standa núna fela yfirlýst markmið Íslands í loftslagsmálum í sér óbærilegan kostnað fyrir samfélagið og stefnan hlýtur að lenda í ógöngum.

Umræðan
Fréttamynd

„Það þarf að af­rugla þessa ruglu­dalla“

Mikillar óánægju gætir meðal íbúa Húsavíkur um fyrirhugaða skógrækt í landi Saltvíkur við Húsavík. Búið er að herfa rásir í mólendinu, sem var vinsælt svæði fyrir berjatínslu og aðra útivist. Formaður Framsýnar furðar sig á að menn velji ekki önnur svæði til skógræktar en besta mólendið. Stjórnarformaður Yggdrasils Carbon, fyrirtækisins á bak við aðgerðirnar, segist taka þetta alvarlega og fyrirtækið muni skoða málið.

Innlent
Fréttamynd

Eru fram­kvæmdir í Salt­vík loftslagsvænar?

Framkvæmdir Yggdrasils í Saltvík hafa þau meginmarkmið að binda koltvísýring (CO2) úr lofti og vinna þannig gegn lofslagshlýnun. Færa má rök fyrir því að framkvæmdirnar geri svo alls ekki, heldur þvert á móti! Auk þess valda þær skaða á verðmætri náttúru.

Skoðun
Fréttamynd

„Týpísk pólitík að tefja málið“

Tillögu Jóns Inga Hákonarsonar, bæjarfulltrúa Viðreisnar í Hafnarfirði, um að Coda Terminal-verkefni Carbfix verði sett í íbúakosningu var vísað til bæjarráðs á bæjarstjórnarfundi í gær. Jón Ingi harmar þessa ákvörðun og vænir fulltrúa meirihlutans um ósamræmi í máli og verkum.

Innlent