Borðar ekkert nema kjöt, egg og smjör Bergþór Másson, athafnamaður og skoðanabróðir, er að gera tilraun á sjálfum sér þessa dagana, en hann hefur ekkert borðað nema kjöt, egg og smjör í tvo mánuði. Hann segir að hingað til hafi gengið stórkostlega, alveg framar vonum, líkamlega, vitsmunalega og andlega. Hann stefnir að því að halda þessu áfram í 180 daga. Lífið 24. júlí 2024 22:18
Sól og sæla á Götubitahátíðinni Mikil stemning myndaðist í Hljómskálagarðinum í Reykjavík liðna helgi þegar um 80 þúsund manns gerðu sér glaðan dag á hinni árlegu Götubitahátíð. Fastur liður hátíðarinnar er keppnin um besta Götubita Íslands. Lífið 24. júlí 2024 09:45
Myndaveisla frá Götubitahátíðinni þar sem Bylgjulestin var í beinni Síðasta laugardag mætti Bylgjulestin á Götubitahátíðina í Hljómskálagarðinum í Reykjavík en þar var saman komin flóra íslenskra matarvagna. Lífið samstarf 23. júlí 2024 11:25
Landsliðskokkur kaupir hverfisstaðinn: „Þetta gerðist í rauninni bara mjög hratt“ Landsliðskokkurinn Bjarki Snær Þorsteinsson hefur, ásamt eiginkonu sinni og bróður, fest kaup á hverfisstaðnum Dæinn sem staðsettur er í Urriðaholti. Hann segir mikilvægt að halda hverfisstöðum sem þessum gangandi. Viðskipti innlent 21. júlí 2024 17:37
Helvítis kokkurinn: Butterfly kjúklingur og Helvítis grillsósan Ívar Örn Hansen er Helvítis kokkurinn sem ætlar að kenna ykkur að elda bragðgóðan mat á mannamáli á fimmtudögum á Stöð 2, Vísi og á Stöð 2+ í sumar. Lífið 19. júlí 2024 10:52
Bylgjulestin á Götubitahátíðinni Leið Bylgjulestarinnar liggur í Hljómskálagarðinn í Reykjavík á morgun þar sem hin gómsæta Götubitahátíð fer fram. Lífið samstarf 19. júlí 2024 10:00
Nautasteik með bernaise-sósu og fersku pestói Linda Benediktsdóttir matgæðingur útbjó öðruvísi og girnilega útfærslu af grillaðri nautasteik, með bernaise sósu og fersku grænu pestói. Hún segir samsetninguna afar ljúffenga. Lífið 18. júlí 2024 12:56
Smakkaði skötu í beinni: „Sjitturinn, kött!“ Efnt var til skötuveislu í grunnskólanum í Garði í kvöld, um hásumar. Magnús Hlynur tók stöðuna á skipuleggjendum og rak upp óp þegar hann bragðaði á kæstri skötunni. Matur 17. júlí 2024 21:38
Ljúffengur sumarréttur með burrata osti Berglind Hreiðarsdóttir, hjá Gotterí og gersemar, útbjó nýverið sumarlega útfærslu af burrata osti með hindberjum á pestóbeði. Rétturinn er fullkominn sem meðlæti í grillveisluna eða léttur forréttur á fallegu sumarkvöldi. Lífið 17. júlí 2024 13:00
Sumarlegur fiskréttur á pönnu Helga Margrét Gunnarsdóttir, betur þekkt sem Helga Magga, næringarþjálfari og matarbloggari, útbjó ljúffengan og sumarlegan fiskrétt á dögunum. Rétturinn er einfaldur og kjörinn í matarboðið á björtu sumarkvöldi. Lífið 15. júlí 2024 12:07
Eftirlætis kjúklingasalat Lindu Ben Matarbloggarinn Linda Benediktsdóttir deildi girnilegri uppskrift að kjúklingasalati með sætum kartöflum, döðlum og sinnepsdressingu með fylgjendum sínum á Instagram. Hún segir réttinn bragðgóðan og vera í miklu uppáhaldi hjá henni og fjölskyldunni. Lífið 11. júlí 2024 15:31
Setti sér markmið og hóf veitingarekstur átján ára Rakel Mirra Njálsdóttir hóf veitingarekstur á Akranesi í sumar aðeins átján ára að aldri. Hún vildi bjóða upp á hollan skyndibita og sá engan tilgang í því að bíða eftir því að verða eldri. Lífið 4. júlí 2024 13:26
Helvítis kokkurinn: Gómsætar grillaðar lambakótelettur Ívar Örn Hansen er Helvítis kokkurinn sem ætlar að kenna ykkur að elda bragðgóðan mat á mannamáli á fimmtudögum á Stöð 2, Vísi og á Stöð 2+ í sumar. Lífið 4. júlí 2024 12:23
Nova klippir kaffiverðið Nova kynnir til leiks KaffiKlipp, nýjasta klippið í FyrirÞig fríðindaklúbbnum þar sem viðskiptavinir Nova geta fengið kaffibollann hjá Te & Kaffi á nánast hálfvirði. Með kaupum á KaffiKlippinu fást fimm kaffibollar og gildir klippið fyrir alla drykki á matseðli, þar á meðal sumardrykki. Lífið samstarf 3. júlí 2024 08:49
Er paprikan mín kvenkyns? Þegar fréttir bárust af kynjuðum skuldabréfum á dögunum veltu sumir fyrir sér hvað kæmi næst. Og hvað kom næst? Jú, kynjaðar paprikur. Eða hvað? Lífið 2. júlí 2024 21:00
Vænir, grænir og girnilegir matcha-molar að hætti Jönu Heilsukokkurinn og jógakennarinn Jana fer einstakar leiðir í matargerð og eru grænu matcha bitarnir orðnir ákveðið einkenni hennar. Þá hafa þessir grænu bitar Jönu sömuleiðis verið áberandi og ómissandi í skvísuboðum sumarsins. Uppskriftir 1. júlí 2024 14:58
Helmingaði kostnaðinn við matarinnkaup Fanneyju Friðriksdóttur má með réttu kalla hagsýna húsmóður eftir að hafa helmingað kostnað við matarkaup á einum mánuði. Sjónvarpsþættirnir Viltu finna milljón voru innblástur til Fanneyjar sem notaðist við snjallverslun Krónunnar til að kaupa engan óþarfa. Neytendur 1. júlí 2024 08:14
Spænsk sumarveisla að hætti Maríu Gomez María Gomez, matgæðingur og áhrifavaldur, deilir hér sumarlegri og ljúffengri grilluppskrift sem er tilvalin að bjóða upp á sólríkum sumardegi. Lífið 28. júní 2024 15:00
Helvítis kokkurinn: Eldbökuð pizzasamloka Ívar Örn Hansen er Helvítis kokkurinn sem ætlar að kenna ykkur að elda bragðgóðan mat á mannamáli á fimmtudögum á Stöð 2, Vísi og á Stöð 2+. Lífið 27. júní 2024 19:15
Sumarleg grillveisla að hætti Lindu Ben Linda Benediktsdóttir, uppskriftahöfundur og matgæðingur, deilir hér sumarlegri og ljúffengri grilluppskrift sem er tilvalin að bjóða upp á í útilegunni í sumar. Lífið 25. júní 2024 15:50
Það má leika sér með matinn Nýjar auglýsingar frá Ella´s Kitchen ganga út á að leyfa börnunum að leika sér með matinn. Lífið samstarf 25. júní 2024 08:49
Helvítis kokkurinn: Fullkominn helvítis hamborgari Helvítis kokkurinn snýr aftur með sjóðheita þáttaröð af gómsætum sumarréttum. Í þessum fyrsta þætti matreiðir Ívar Örn hin fullkomna hamborgara. Lífið 20. júní 2024 19:12
Biðla til veitingamanna að selja ekki lunda Umhverfisstofnun og umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytið biðla til veiðimanna og veitingageirans að gæta hófs við lundaveiðar og sölu á lundakjöti. Innlent 20. júní 2024 10:04
Tæpar 2500 krónur fyrir litla samloku á Geysi Meðlimur í Facebook-hópnum Vertu á verði - eftirlit með verðlagi vekur athygli á að samlokur á stærð við rúnstykki á matsölustaðnum við Geysi kosti tæpar 2500 krónur. Eigandi staðarins segir samlokurnar matarmiklar og nýsmurðar með áleggi beint frá býli. Neytendur 18. júní 2024 14:35
Ungbörn sem fá hnetusmjör fái mun síður hnetuofnæmi Niðurstöður nýrrar könnunar sýna að ungbörn sem fá ekki jarðhnetursmjör á fyrstu fimm árunum séu 71 prósent líklegri til að þróa með sér jarðhnetuofnæmi síðar á lífsleiðinni. Ofnæmislæknir segur Innlent 13. júní 2024 18:20
Hinn almenni borgari þurfi ekki að dæla í sig steinefnum „Mér finnst þetta merkilegt að við séum komin í svona mikla steinefnaneyslu. Það getur líka verið hættulegt að nota of mikið af steinefnum. Það ruglar í vökvajafnvægi í líkamanum og myndar bjúg og annað.“ Neytendur 13. júní 2024 14:00
Danir höndla ekki kóresku pakkanúðlurnar Dönsk matvælayfirvöld hafa innkallað vörur suðurkóreska fyrirtækisins Samyang sem framleiðir eldheita pakkanúðlurétti undir vörumerkinu Buldak. Viðskipti erlent 12. júní 2024 06:53
Fólk ofmeti sína eigin þekkingu á næringu Næringafræðingur segir að samfélagsmiðlar séu að grafa undan næringarfræði. Rangfærslur grasseri á miðlunum og ýti undir þau áhrif að fólk ofmeti þekkingu sína. Lífið 10. júní 2024 10:48
Sumarlegir og dísætir jarðaberjapinnar að hætti Kristu María Krista Heiðarsdóttir, jafnan þekkt sem Krista ketó, deildi einfaldri og dísætri uppskrift á Instagram að sumarlegum jarðaberja-jógúrtpinnum sem hafa slegið í gegn á samfélagsmiðlum undanfarið. Lífið 6. júní 2024 16:00
Írskur matsölustaður hafði betur í vörumerkjadeilum við McDonalds Írska skyndibitakeðjan Supermac hafði betur gegn skyndibitarisanum McDonalds í dómsmáli sem sneri að notkun vörkumerkisins Big Mac. Samkvæmt dóminum má McDonalds ekki nota vörumerkið í tengslum við kjúklingaborgara lengur. Viðskipti erlent 6. júní 2024 14:46