„Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Spennan hefur verið að magnast jafnt og þétt,“ segir Agla María Albertsdóttir fyrirliði Blika, fyrir bikarúrslitaleikinn gegn FH sem fram fer á Laugardalsvelli í dag klukkan fjögur. Íslenski boltinn 16.8.2025 09:02
„Allt er þegar þrennt er“ „Ég er bara að hugsa um eitt núna og það er að vinna bikarinn,“ segir Nik Chamberlain, þjálfari Blika fyrir úrslitaleikinn í Mjólkurbikar kvenna sem fram fer á Laugardalsvelli annað kvöld. Íslenski boltinn 15.8.2025 17:31
Allar tilfinningarnar í gangi „Maður er bara auðmjúkur, ánægður, tilhlökkun og spenntur og maður er að upplifa allar tilfinningarnar, en að sama skapi einbeittur á verkefnið,“ segir Guðni Eiríksson þjálfari FH sem mætir Breiðabliki í úrslitum Mjólkurbikarsins í knattspyrnu klukkan fjögur á Laugardalsvelli á morgun. Íslenski boltinn 15.8.2025 15:45
Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Íslenski boltinn 31.7.2025 17:15
FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld FH-ingar geta í kvöld eignast lið í bikarúrslitaleik kvenna í fyrsta sinn í sögunni þegar FH liðið heimsækir bikarmeistara Vals á Hlíðarenda í undanúrslitaleik Mjólkurbikars kvenna. Íslenski boltinn 29. júlí 2025 16:01
Ekki spilað á Þjóðhátíð og meistararnir á heimavelli Dregið var í undanúrslit Mjólkurbikars kvenna í kvöld, um leið og öllum leikjum í 8-liða úrslitum var lokið. Mögulegt er að Valur og Breiðablik leiki aftur til úrslita, rétt eins og í fyrra þegar Valur vann 2-1 sigur á Laugardalsvelli. Íslenski boltinn 12. júní 2025 22:39
Blikar hentu nágrönnunum út og gripu síðasta farseðilinn Breiðablik varð í kvöld fjórða og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Mjólkurbikars kvenna í fótbolta með sigri í sögulegum grannaslag við HK á Kópavogsvelli, 5-1. Íslenski boltinn 12. júní 2025 21:49
Flug FH heldur áfram inn í undanúrslit FH-konur hafa átt algjört draumasumar sem engan enda virðist ætla að taka en þær slógu í kvöld út Þór/KA, í Boganum á Akureyri, í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í fótbolta. FH vann leikinn 3-1. Íslenski boltinn 12. júní 2025 19:24
Uppgjörið: Valur - Þróttur 2-1 | Valskonur í undanúrslit Eftir afar dapurt gengi í Bestu deild kvenna í fótbolta á Valur enn möguleika á að verja titil sinn í Mjólkurbikarnum. Valskonur urðu fyrsta liðið til að leggja Þrótt að velli í sumar og eru komnar í undanúrslit. Íslenski boltinn 11. júní 2025 18:46
„Auðvitað þyrstir okkur í sigur sem fyrst“ Kvennalið Vals í fótbolta hefur ekki fagnað góðu gengi undanfarið en þjálfarinn Kristján Guðmundsson segir það ekki hafa áhrif á undirbúning ríkjandi bikarmeistaranna fyrir átta liða úrslita leikinn gegn Þrótti á Hlíðarenda í kvöld. Þó liðinu þyrsti sannarlega í sigur. Íslenski boltinn 11. júní 2025 12:31
ÍBV sótti sigur og sæti í undanúrslitum ÍBV varð fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Mjólkurbikars kvenna, með 3-1 sigri á útivelli gegn Tindastóli. Heimakonur jöfnuðu um miðjan seinni hálfleik en gáfu frá sér víti fimm mínútum síðar sem fór með leikinn. Fótbolti 9. júní 2025 14:59
Þróttur mætir bikarmeisturunum Dregið var í átta liða úrslit Mjólkurbikars karla og kvenna í fótbolta í dag. ÍBV, sem hefur þegar slegið Víking og KR út, mætir Val karlamegin en kvennamegin er stórleikurinn milli Vals og Þróttar. Þessi lið mættust í Bestu deildinni á dögunum og þá unnu Þróttarar á Hlíðarenda, 1-3. Íslenski boltinn 16. maí 2025 12:33
Þróttur skoraði sex og flaug áfram Þróttur Reykjavík fór létt með nágranna sína úr Víkinni þegar liðin mættust í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í fótbolta. Lokatölur 6-3 Þrótti í vil og góð byrjun liðsins á tímabilinu heldur áfram. Íslenski boltinn 12. maí 2025 21:48
Valur marði Fram í framlengingu Valur lagði nýliða Fram með herkjum í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í fótbolta. Lokatölur í Úlfarsárdal 2-3 og ríkjandi bikarmeistarar Vals komnar áfram í 8-liða úrslit. Íslenski boltinn 12. maí 2025 21:02
Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Bestu deildarlið Tindastóls og FH eru komin áfram í 8-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna í fótbolta. HK sem leikur í Lengjudeildinni er einnig komið áfram. Íslenski boltinn 12. maí 2025 20:07
Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Þór/KA og Breiðablik voru fyrstu tvö liðin til að tryggja sér sæti í átta liða úrslit Mjólkurbikars kvenna í fótbolta en sextán liða úrslitin hófust í dag. Fótbolti 11. maí 2025 18:03
Bikarvörnin hefst gegn Fram Valur, sem varð bikarmeistari í fyrra, mætir Fram í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna. Þrír aðrir Bestu deildarslagir verða í sextán liða úrslitunum. Íslenski boltinn 30. apríl 2025 13:15
HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Fjöldi leikja í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna fór fram í dag. HK vann Aftureldingu í Lengjudeildarslag og þá skoraði KR sex mörk í Laugardalnum. Íslenski boltinn 19. apríl 2025 17:26
Pétur í aflitun eftir bikarmeistaratitilinn Valskonur urðu bikarmeistarar eftir 2-1 á Blikum á Laugardalsvellinum á föstudagskvöldið. Fótbolti 20. ágúst 2024 13:16
Myndaveisla: Mjólkin flæddi þegar Valskonur fögnuðu bikartitlinum Valskonur urðu í gærkvöldi bikarmeistarar í knattspyrnu kvenna þegar liðið lagði Breiðablik 2-1 að velli í úrslitaleik. Anton Brink ljósmyndari Vísis myndaði fagnaðarlæti Valskvenna eftir leikinn. Íslenski boltinn 17. ágúst 2024 08:01
„Gefur okkur bara meiri eld í það að taka stóra bikarinn“ „Þetta er bara helvíti súrt,“ sagði stuttorð Karitas Tómasdóttir eftir að hún og liðsfélagar hennar í Breiðabliki þurftu að horfa á eftir bikarmeistaratitlinum til Vals í kvöld. Fótbolti 16. ágúst 2024 22:20
„Við erum bikarmeistarar þannig það skiptir ekki máli“ Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir skoraði fyrra mark Vals er liðið tryggði sér bikarmeistaratitil kvenna með 2-1 sigri gegn Breiðabliki í kvöld. Fótbolti 16. ágúst 2024 22:16
„Blikaleikir eru aldrei búnir fyrr en það er búið að flauta af“ „Þetta er alltaf jafn sætt. Síðasti titillinn er alltaf bestur,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir að liðið tryggði sér bikarmeistaratitil kvenna í knattspyrnu í kvöld. Fótbolti 16. ágúst 2024 21:49
Uppgjörið: Sanngjarnt þegar Valskonur tryggðu sér bikarinn Valur er bikarmeistari kvenna í knattspyrnu eftir 2-1 sigur á Breiðabliki í úrslitaleik. Valskonur voru sterkari aðilinn í leiknum en mark Blika undir lokin hleypti spennu í leikinn. Íslenski boltinn 16. ágúst 2024 21:09
„Við þekkjum hvort annað algjörlega út og inn“ „Spennustigið er gott, þetta er bara leikurinn sem við höfum öll beðið eftir,“ sagði Elísa Viðarsdóttir sem leiðir Val út á völl í bikarúrslitaleik gegn Breiðablik á Laugardalsvelli í kvöld. Íslenski boltinn 16. ágúst 2024 17:45
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn