Bankarnir geti lækkað vexti miðað við hagnaðinn Formaður Neytendasamtakanna segir ljóst að stóru viðskiptabankarnir geti lækkað vexti sína miðað við hve mikið þeir hafa hagnast á fyrri hluta ársins. Bankarnir eigi ekki að vera undanskildir þegar kallað er eftir aðhaldi. Neytendur 29. júlí 2023 12:10
Skrítnar verðmerkingar, ómalbikaðir vegir og gefins ávextir fyrir börn Bandaríska blaðakonan Talia Lakritz fór í fimm daga ferðalag til Íslands í júní síðastliðnum en þetta var í fyrsta sinn sem hún kom hingað til lands. Lífið 29. júlí 2023 09:01
Neytendastofa slær aftur á hendur Nýju vínbúðarinnar Neytendastofa hefur sektað Nýju vínbúðina um 750 þúsund krónur fyrir að brjóta gegn ákvörðun stofnunarinnar. Rekstraraðili verslunarinnar brást ekki við fyrri tilmælum um að gera breytingar á vefsíðu sinni sem Neytendastofa taldi veita villandi upplýsingar um verð og framboð. Neytendur 26. júlí 2023 14:35
Endurgreiða fyrsta skemmda ísinn í sögu Ísbílsins Ísbíllinn endurgreiðir 34 ístegundir sem seldar voru í Eyjafirði, Skagafirði og Austur-Húnavatnssýslu 8. til 10. júlí síðastliðinn. Vegna mistaka hjá Samskipum hálfþiðnaði ís á leið til Akureyrar. Eigandi Ísbílsins segir um að ræða í fyrsta sinn sem slík mistök verði, það sé mikil vinna að verða við öllum endurgreiðslubeiðnunum. Neytendur 25. júlí 2023 15:54
Auglýsingar Svens ólöglegar Neytendastofa hefur úrskurðað auglýsingar nikótínpúðaverslunarinnar Svens ólögmætar og veitt fyrirtækinu fjögurra vikna frest til að fjarlægja þær. Neytendur 25. júlí 2023 15:32
„Þetta er 300 prósent hækkun“ Þriggja manna fjölskylda sem ætlaði sér að fara í sundlaugina í Húsafelli í dag hætti við vegna verðlags. Fjölskyldan segist hafa verið reglulegir gestir í lauginni undanfarin ár en segir núverandi verð ofan í laugina allt of hátt. Rekstraraðili segir laugina einkarekna, hún fái enga niðurgreiðslu frá sveitarfélaginu eða öðrum og þá sé komið til móts við gesti með sundkortum auk þess sem gestum hótels og tjaldsvæða sé boðinn afsláttur í margskonar formi. Neytendur 23. júlí 2023 23:04
Minni bjórglös og buddan tæmist hraðar Bjórglösin á mörgum börum miðbæjarins hafa minnkað. Stór bjór, sem áður var í fimm hundruð millilítra glösum, er nú kominn í fjögur hundruð millilítra glös. Um er að ræða tuttugu prósent minnkun bjórglasa. Neytendur, sérstaklega þeir í yngri kantinum, eru ósáttir við þessa þróun enda hefur bjórverðið hækkað töluvert á sama tíma. Neytendur 21. júlí 2023 14:15
Nýjar verðbólgutölur „mjög góð tíðindi“ Hagfræðingur segir uppfærðar verðbólgutölur Hagstofunnar gefa góð fyrirheit og að stýrivaxtahækkanir séu að bera árangur. Ársverðbólga í júlí mælist minni en sérfræðingar höfðu spáð. Neytendur 21. júlí 2023 12:07
Verðbólgan komin niður í 7,6 prósent Ársverðbólga mælist nú 7,6 prósent og minnkar töluvert frá júnímánuði þar sem hún mældist 8.9 prósent. Verðbólgan mælist þó nokkuð minni en sérfræðingar höfðu spáð. Neytendur 21. júlí 2023 09:40
„Bílstjórarnir sjálfir orðið fyrir tekjumissi“ Framkvæmdastjóri Hopp Leigubíla fagnar niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins sem telur Hreyfli hafa verið óheimilt að heimila ekki bílstjórum sínum að skrá sig hjá Hopp Leigubílum. Framkvæmdastjórinn segir bæði Hopp og leigubílstjóra hafa orðið fyrir tekjumissi vegna þessa. Framkvæmdastjóri Hreyfils vill ekki tjá sig um niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. Viðskipti innlent 20. júlí 2023 21:00
Veðsetningarhlutfallið 27 prósent og aldrei lægra í aldarfjórðung Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 1,1 prósent í júní. Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins nam lækkunin um 2,1 prósent og annars staðar á landsbyggðinni um 0,5 prósent. Innlent 20. júlí 2023 07:01
Formaður Leigjendasamtakanna gagnrýnir fyrirhugaðar lagabreytingar „Mér líst illa á þetta, enda gengur frumvarpið þvert á allar okkar athugasemdir varðandi breytingar á leigufjárhæð,“ segir Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Leigjendasamtakanna, um drög að frumvarpi um breytingar á lögum um húsaleigu. Innlent 20. júlí 2023 06:43
Kólnun á húsnæðismarkaði dragi verðbólgu niður fyrir spár Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir að samdráttur í íbúðaverði á höfuðborgarsvæðinu geti orðið til þess að verðbólga hjaðni hraðar en spár gerðu ráð fyrir. Þó megi búast við því að Seðlabankinn hækki stýrivexti í næsta mánuði. Neytendur 19. júlí 2023 11:54
Mikil aukning í sölu 98 oktan bensíns og flókið að tryggja framboð Mikil aukning hefur verið í eftirspurn á 98 oktan bensíni í sumar og sums staðar hefur það klárast á bensínstöðvunum. Eldri bílar þola ekki hið nýja umhverfisvæna 95 oktan bensín. Innlent 19. júlí 2023 07:45
Hafa greint bæði nóróveirur og E.coli bakteríur en ekkert í matnum Gestir Hamborgarafabrikkunnar greindust sannarlega með nóróveiru. Frá þessu greinir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir í samtali við mbl.is en áður var talið að um bakteríusýkingu hefði verið að ræða. Innlent 19. júlí 2023 06:37
Loka Fabrikkunni til að komast að því hvers vegna fólk veiktist Hamborgarafabrikkan kannar hvers vegna veitingahúsagestir í Kringlunni urðu veikir eftir að hafa snætt á veitingastaðnum um helgina. Framkvæmdastjórinn segir allar slíkar ábendingar teknar alvarlega. Staðnum hefur verið lokað í dag á meðan unnið er að sótthreinsun og sósur sendar í greiningu. Ekki sé rétt að lirfa hafi fundist í hamborgara staðarins. Neytendur 12. júlí 2023 13:27
Penninn og Ólavía og Oliver einu sem bættu ekki verðmerkingarnar Neytendastofa hefur sektað barnavöruverslunina Ólavíu og Oliver í Glæsibæ og Pennann í Mjódd um 50 þúsund krónur hvor vegna ófullnægjandi verðmerkinga. Neytendur 10. júlí 2023 09:57
Viðkvæmir neytendur sjóði vatn vegna gruggs í vatnsbóli Í kjölfar jarðskjálftans í gærkvöldi hefur grugg aukist í vatnsbóli Veitna í Grábrókarhrauni. Aukning gruggs getur minnkað vatnsgæði og því eru viðkvæmir neytendur beðnir um að sjóða neysluvatn til drykkjar í varúðarskyni. Innlent 10. júlí 2023 09:50
Bjór á tilboði á tvö þúsund krónur Íbúum Hlíðahverfis brá í brún við að sjá nýjan verðlista hverfisbarsins. Nú kostar bjórinn þar hvorki meira né minna en tvö þúsund og fimmhundruð krónur. Tvö þúsund á tilboði frá klukkan fimm til níu, þá er sælustund (e. happy hour). Neytendur 5. júlí 2023 16:44
Aftur mistókst Sante að fá nafni Fríhafnarinnar breytt Fríhöfnin braut ekki gegn ákvæðum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu með notkun sinni á heitunum Duty Free og Fríhöfn í tengslum við auglýsingar og sölu á áfengi og tóbaki. Neytendur 5. júlí 2023 13:10
Vísað úr pakkaferð vegna „sýnilegrar ölvunar“ og fær endurgreitt Ferðaskrifstofa sem rak konu úr pakkaferð á fyrsta degi þarf að endurgreiða henni ferðina. Ferðaskrifstofan sagði konuna hafa verið „sýnilega ölvaða“ en úrskurður kærunefndar vöru- og þjónustukaupa taldi að það réttlæti ekki jafn afdrifaríka ákvörðun og að vísa konunni úr ferðinni. Neytendur 5. júlí 2023 06:00
Æskilegra að neytendur fái úrlausn sinna mála mun hraðar Persónuvernd hefur gert CreditInfo að greiða hæstu sekt sem hún hefur lagt á hingað til eftir að félagið skráði fólk sem tekið hafði smálán á vanskilaskrá, án lagaheimildar. Neytendasamtökin fagna niðurstöðunni. Formaðurinn segir niðurstöðuna þó hafa verið allt of lengi að berast. Neytendur 4. júlí 2023 23:52
Slær á putta Nettós vegna verðmerkinga Neytendastofa hefur slegið á putta Samkaupa vegna verðmerkinga í vefverslun Nettós þar sem einingarverð vantaði á fjölda vara á vefsíðunni. Þeim fyrirmælum hefur verið beint til félagsins að koma einingaverðum í rétt horf, ellegar sæta dagsektum. Neytendur 4. júlí 2023 13:18
Persónuvernd sektar Creditinfo um 37 milljónir Persónuvernd sektaði Creditinfo um tæpar 38 milljónir vegna skráninga lántakenda smálána á vanskilaskrá. Sektin nemur 2,5 prósentum af 1,5 milljarðs ársveltu Creditinfo. Neytendasamtökin segir sektina þá langhæstu sem Persónuvernd hefur gert fyrirtæki að greiða. Viðskipti innlent 4. júlí 2023 11:46
Lagði fram kæru og hvetur fólk til að gera hið sama Árni Björn Björnsson, veitingamaður á Sauðárkróki, kærði í dag mann sem hann segir að hafi svikið sig um 16 milljónir. Fleiri hafa lagt fram kæru en Árni býst við að svikin nemi hátt í 200 milljónum króna. Innlent 3. júlí 2023 23:40
Sektaði Birtu CBD fyrir að brjóta lög með fullyrðingum sínum Neytendastofa sektaði Birtu CBD um 100 þúsund krónur vegna fullyrðinga um lyfjavirkni snyrtivara sem stofnunin telur hafa brotið lög. Fyrirtækið flytur inn og selur vörur sem innihalda CBD, einnig þekkt sem kannabídíól unnið úr kannabisplöntum. Neytendur 3. júlí 2023 12:21
Óttast að svikaupphæðin nemi 200 milljónum króna Árni Björn Björnsson, veitingamaður á Sauðárkróki, segist óttast að Íslendingur sem gefið hafi sig út fyrir að flytja inn og selja hús frá Austur-Evrópu, hafi svikið hátt í 200 milljónir króna frá stórum hópi fólks. Hann segir fjölda þeirra sem hafi samband við sig vegna málsins aukast á hverjum degi. Hann mun gefa lögreglu skýrslu í dag vegna málsins. Neytendur 3. júlí 2023 12:01
Kaupa um tvöfalt meira af lyfjum, heilsu- og snyrtivörum erlendis Íslendingar versluðu í erlendum netverslunum fyrir 2,6 milljarða króna í maímánuði sem nemur 31,4% aukningu milli ára. Tæplega helmingur af innkaupunum eða rúmlega 1,2 milljarðar króna voru verslaðar í erlendum fataverslunum á netinu. Viðskipti innlent 3. júlí 2023 10:53
Verslanir Iceland munu brátt heyra sögunni til á Íslandi Verslanir sem reknar eru undir merkjum Iceland munu hverfa af markaðnum hér á landi á næstu mánuðum. Viðskipti innlent 30. júní 2023 13:44
„Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Húsasmiðjunnar hafnar því að vörur hafi verið hækkaðar í verði til þess eins að telja neytendum trú um að afsláttur á sumarútsölu væri meiri. Valdar vörur í sumarbæklingi hafi farið á almennt listaverð í nokkra daga áður en allsherjarútsala hófst. Fyrirtækið hafi ekkert að fela. Neytendur 30. júní 2023 13:01