Neytendur

Neytendur

Neytendafréttir af íslenskum markaði.

Fréttamynd

Skortur á Parkódín forte

Verkjalyfið Parkódín forte 500 mg/30 mg er ófáanlegt hjá heildsala í tuttugu, þrjátíu, fjörutíu og hundrað stykkja pakkningum þar sem sendingar af lyfinu hafa ekki borist til landsins. Erfiðara hefur því reynst fyrir fólk að nálgast verkjalyfið í apótekum.

Neytendur
Fréttamynd

Spá rúm­lega níu prósent verð­bólgu í júli

Hagsjá Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki um hálft prósent milli júní og júlí. Gangi sú spá eftir fari ársverðbólga upp í 9,2 prósent, en hún mældist 8,8 prósent í júní. Talið er að verðbólga fari hæst í 9,5 prósent í ágúst áður en hún lækkar aftur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Aðgerðir Seðlabankans farnar að bíta og óverðtryggð lán áfram hagstæðari

Merki eru um viðsnúning á fasteignamarkaði þar sem aðgerðir Seðlabankans undanfarna tvo mánuði virðast farnar að bíta fast að sögn hagfræðings hjá Húsnæðis og mannvirkjastofnun. Aðgengi að lánsfé hefur verið takmarkað verulega og má áætla að óverðtryggð lán verði áfram hagstæðari. Líklegast muni þróunin enda með hóflegum verðhækkunum en ólíklegt að íbúðaverð lækki.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Óttast að græðgi hægi á lækkun eldsneytisverðs

Formaður FÍB óttast að græðgi hægi á lækkun eldsneytisverðs hér á landi. Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði um 9,5 prósent í gær og aftur um rúm þrjú prósent í dag. Innlendar bensínstöðvar hafa flestar lækkað lítraverð sitt um tvær og hálfa krónu í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tjald­svæði vin­sæl víða um land

Ferðasumarið virðist vera að hefjast og af því tilefni ákvað fréttastofa að taka saman og staðfesta verð og bókunarferli á tjaldsvæðum víða um land. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um tjaldsvæðin á tjalda.is.

Neytendur
Fréttamynd

Síminn Sport hækkað um 40 prósent frá áramótum

Síminn hefur ákveðið að hækka verð á flestum vörum sínum en hækkanirnar taka gildi næstu mánaðamót. Þar á meðal hækkar verðið á Símanum Sport í 4.900 krónur en frá áramótum hefur verðið á sportpakka Símans hækkað um 40 prósent.

Neytendur
Fréttamynd

Verðbólga mælist 8,8 prósent

Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 8,8 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því á haustmánuðum 2009.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kvörtunum í tengslum við flug­ferðir rignir inn

Kvörtunum vegna seinkana og niðurfellinga á flugferðum hefur stórfjölgað að sögn formanns Neytendasamtakanna en mikil mannekla er á flugvöllum víða um heim. Hann telur flugfélög þurfa að standa sig betur í að upplýsa farþega um réttindi sín.

Neytendur
Fréttamynd

„Þetta er mjög óþægilegt“

Verðbólga er í hæstu hæðum og fólk er farið að finna fyrir því, eins og fjallað var um í Íslandi í dag. Rætt var við viðskiptavini matvöruverslunar í Reykjavík. Margir sögðu farir sínar hreinlega ekki sléttar af því að kaupa í matinn þessa dagana.

Innlent
Fréttamynd

Fátt um svör hjá Icelandair eftir að allur farangurinn týndist

Farþegar flugsins FI506 á vegum Icelandair til Schiphol flugvallar í Hollandi hafa ekki enn fengið farangurinn sinn afhentan síðan þau lentu um hádegi síðastliðinn mánudag. Farþegar hafa lítil svör fengið frá Icelandair þrátt fyrir að hafa reynt að hafa samband símleiðis og með netspjalli.

Innlent
Fréttamynd

Megavikupítsur orðnar hundrað krónum dýrari

Pítsa á matseðli í Megaviku, tilboðsviku Domino‘s, hefur hækkað í verði um eitt hundrað krónur. Pítsan kostaði lengi vel 1.590 krónur, hækkaði þá í 1.690 og var verðið enn hækkað um hundrað krónur í þessari viku og stendur nú í 1.790 krónum.

Neytendur