
Stjórnvöld geti gert meira en hlusti ekki: „Það þarf ekki bara að treysta á Seðlabankann til að glíma við verðbólguna“
Verðbólga minnkaði á milli mánaða í fyrsta sinn í rúmt ár og merki eru um viðsnúning á fasteignamarkaði. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir verðbólguna þó enn allt of háa og sakar stjórnvöld um áhugaleysi gagnvart því að ná verðbólgunni frekar niður.