NFL

NFL

Fréttir og úrslit úr bandarísku NFL ruðningsdeildinni.

Fréttamynd

Dagfarsprúði maðurinn aldrei verið eins reiður

Allt er í báli og brandi hjá ameríska fótboltaliðinu Jacksonville Jaguars og er eigandi liðsins, Shahid Khan, sagður ævareiður yfir stöðunni. Félagið þurfti að þola eitt stærsta tap í sögu þess í gærkvöld.

Sport
Fréttamynd

Frá um hríð og fundar með taugalæknum

Tua Tagovailoa, leikstjórnandi Miami Dolphins í NFL-deildinni, mun ekki spila með liðinu næstu vikur eftir þriðja heilahristing hans á ferlinum. Fundir með læknum eru næstir á dagskrá.

Sport
Fréttamynd

Viður­kennir mis­tök en segir lög­regluna hafa „lamið hundinn úr sér“

Tyreek Hill, útherji Miami Dolphins í NFL-deildinni, viðurkennir að hann hefði getað gert hlutina öðruvísi þegar lögreglan stöðvaði hann á leið hans á leikvang Höfrunganna. Hill gagnrýnir þó framgang lögreglumannanna sem grýttu honum í jörðina áður en þeir handjárnuðu hann og settu hné sitt í bakið á honum.

Sport
Fréttamynd

Kærastar Ólympíumeistaranna í stuði

Simone Biles og Sophia Smith eru báðar nýkomnar heim af Ólympíuleikunum í París með gullverðlaun um hálsinn og góð frammistaða þeirra hafði greinilega mjög góð áhrif á kærasta þeirra.

Sport
Fréttamynd

Nýi maðurinn allt í öllu þegar Ernirnir sóttu sigur í Brasilíu

Eins og þekkt er orðið spilar NFL-deildin alltaf þónokkra leiki utan Bandaríkjanna ár hvert. Að þessu sinni fór leikur Philadelphia Eagles og Green Bay Packers í São Paulo í Brasilíu. Þar stal Saquon Rasul Quevis Barkley senunni með þremur snertimörkum fyrir Ernina frá Fíladelfíu.

Sport
Fréttamynd

Fékk fimm milljarða fyrir að skrifa undir

Kúrekarnir frá Dallas eru loksins búnir að ganga frá sínum málum við stjörnuútherjann CeeDee Lamb. Besti maður liðsins getur farið að einbeita sér að NFL tímabilinu sem hefst í næstu viku.

Sport