Bein útsending: Opnun Nýsköpunarviku Nýsköpunarvika 2022 verður sett í dag og hefst opnunarviðburðurinn í Grósku klukkan 9. Fjöldi leiðtoga nýsköpunarfyrirtækja flytja erindi á viðburðinum og segja sögur af sínum fyrirtækjum. Viðskipti innlent 16. maí 2022 09:41
Frumtak setur 360 milljónir króna í 50skills Hugbúnaðarfyrirtækið 50skills, sem sérhæfir sig á sviði ráðninga og virkjunar nýrra starfsmanna, hefur tryggt sér 360 milljóna króna fjármögnun frá Frumtaki III, sjö milljarða króna vísisjóði í stýringu Frumtaks. Fjármagnið verður nýtt til áframhaldandi þróunar á lausnum fyrirtækisins og til að byggja upp sölu- og markaðsstarf á Norðurlöndunum og í Bretlandi. Innherji 13. maí 2022 07:01
Good Good landar 2,6 milljörðum til að efla sóknina vestanhafs Matvælafyrirtækið Good Good hefur lokið 20 milljóna dollara hlutafjáraukningu, jafnvirði um 2,6 milljarða króna. Hlutafjáraukningunni er sérstaklega ætlað að styðja við öran vöxt fyrirtækisins á Bandaríkjamarkaði. Innherji 12. maí 2022 07:00
Snjallvæðingin: „Gögnin sem hafa safnast upp beinlínis öskra á næsta skref“ „Íslensk fyrirtæki eru fremur langt komin í stafvæðingunni en skammt á veg komin í snjallvæðingunni,“ segir Brynjólfur Borgar Jónsson stofnandi og framkvæmdastjóri DataLab. Atvinnulíf 12. maí 2022 07:00
Viðskiptahraðalinn Startup SuperNova keyrður í þriðja sinn Viðskiptahraðallinn Startup SuperNova verður keyrður í þriðja sinn í ár þar sem leitast verður við að byggja upp viðskiptalausnir ætlaðar alþjóðamarkaði. Viðskipti innlent 10. maí 2022 09:13
Fjárfestingafélagið Eyrir Invest með um 130 milljarða í eigið fé Fjárfestingafélagið Eyrir Invest, sem er meðal annars stærsti hluthafi Marels með tæplega fjórðungshlut, hagnaðist um rúmlega 162 milljónir evra, jafnvirði 23 milljarða íslenskra króna á gengi dagsins í dag, á árinu 2021. Jókst hagnaður félagsins um 71 milljón evra á milli ára. Innherji 9. maí 2022 12:37
Samstarf 66°Norður og Fléttu, Erm og Valdísar Steinarsdóttur öll til sýnis á einum stað Það var mikið stuð og mikil stemning í verslun 66°Norður á Laugavegi en þar voru í gangi þrjár sýningar samtímis. Tíska og hönnun 7. maí 2022 07:15
Framleiða fyrstu íslensku fatalínuna sem ætluð er til útleigu í stað einkaeigu Þær Patsy Þormar, Kristín Edda Óskarsdóttir og Sigríður Guðjónsdóttir eru stofnendur fataleigunnar Spjara en allar brenna þær fyrir samfélagsdrifinni nýsköpun. Með SPJARA fær fólk aðgang að fjölbreyttri tískuvöru með auðveldari, ódýrari og sjálfbærari hætti. Tíska og hönnun 6. maí 2022 13:30
#íslenskflík: Saga 66°Norður stöðugur innblástur Rakel Sólrós Jóhannsdóttir er partur af hönnunarteymi 66°Norður og er annar viðmælandinn í #Íslenskflík sem er verkefni Fatahönnunarfélags Íslands sem miðar að því að kynna íslenska fatahönnun og vekja athygli á því framúrskarandi hugviti og þeim fjölbreyttu vörum sem hér er að finna. Tíska og hönnun 5. maí 2022 21:00
VAXA Technologies verðmetið á 15 milljarða króna VAXA Technologies, sem ræktar smáþörunga til manneldis í jarðhitagarði ON á Hellisheiði, var verðmetið á 15 milljarða króna í hlutafjáraukningu sem fór fram í lok síðasta árs. Innherji 5. maí 2022 20:17
Þróa lífplasthúð úr úrgangi sem er ætlað að minnka plastnotkun Líftæknifyrirtækið Algalíf hefur skrifað undir samning við sprotafyrirtækið Marea ehf. um þróun á lífplasthúð (e. food coating) úr þörungahrati. Um er að ræða næfurþunna lífniðurbrjótanlega húð um matvæli sem vonast er til að muni bæði minnka plastnotkun og draga úr matarsóun með því að auka geymsluþol matvæla. Viðskipti innlent 5. maí 2022 12:01
Sidekick verðmetið á yfir 40 milljarða í fjármögnun leiddri af Novator Heilbrigðistæknifyrirtækið Sidekick Health hefur tryggt sér 55 milljón Bandaríkjadala fjármögnun, sem samsvarar rúmlega sjö milljörðum íslenskra króna, til þess að styðja við áframhaldandi vöruþróun og vöxt, sérstaklega í Bandaríkjunum. Samkvæmt heimildum Innherja var fyrirtækið verðmetið á 300 til 350 milljónir dala í viðskiptunum, eða hátt í 45 milljarða króna. Innherji 5. maí 2022 06:02
Kara Connect tryggir sér 828 milljónir Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect hefur lokið sex milljóna evru, eða jafnvirði 828 milljóna íslenskra króna, fjármögnun til að byggja upp sölu- og markaðsteymi fyrir erlenda markaði. Fyrirtækið þróar stafræna vinnustöð sem tengir sérfræðinga í heilbrigðis- og velferðarþjónustu við skjólstæðinga. Viðskipti innlent 3. maí 2022 14:36
CCP í fjárfestingafasa: „Við þurfum að taka áhættu og læra af því“ Tölvuleikjafélagið CCP, sem fagnar brátt aldarfjórðungsafmæli, er í miklum fjárfestingafasa að sögn forstjórans Hilmars Veigars Péturssonar. Hann segir að tölvuleikjaiðnaðurinn geti orðið ein af efnahagstoðum landsins ef vel er haldið á spöðunum og að Íslendingar geti lært mikið af Suður-Kóreubúum þegar kemur að innviðafjárfestingu. Innherji 3. maí 2022 07:00
Davíð í Unity og Nýsköpunarvika efna til loftslagsviðburðarins „Ok, bye“ í Hörpu Davíð Helgason, fjárfestir og einn stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Unity Technologies, og Nýsköpunarvika (Iceland Innovation Week) hafa efnt til sérstaks loftslagsviðburðar í Hörpu þann 18. maí næstkomandi. Listamenn, frumkvöðlar og nokkrir helstu loftslagsfjárfestar heims munu þar koma fram en ætlunin er að skapa samtal og vekja athygli á Íslandi sem miðpunkti í loftslagsmálaumræðunni. Viðskipti innlent 2. maí 2022 13:18
Nýtt íslenskt app: Að verða pabbi breytti öllu „Þeir eru algjörir meistarar og gera lífið mitt alveg fullkomið,“ segir Snævar Már Jónsson um syni sína Frosta og Ísak. Frosti er þriggja ára en Ísak er eins árs. Atvinnulíf 2. maí 2022 07:00
„Pínu eins og konfektkassi nema þú mátt borða fullt af molum“ Umhverfisvæn stefnumót á Loftlagsmótinu 2022 þann 4.maí næstkomandi. Atvinnulíf 28. apríl 2022 07:01
Loftlagsmótið 2022: Alls kyns samstarfsmöguleikar geta fæðst Fyrirtæki, stofnanir og aðilar í nýsköpun hittast á stefnumóti til að ræða hugmyndir að umhverfisvænni rekstri. Atvinnulíf 27. apríl 2022 07:00
Hrönn nýr framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins Hrönn Greipsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og tekur við af Huld Magnúsdóttur, sem lætur af störfum að eigin ósk um næstu mánaðamót. Viðskipti innlent 25. apríl 2022 10:44
Hera ný framkvæmdastýra hjá OR Hera Grímsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastýra Rannsókna og nýsköpunar hjá OR. Hera er með mastersgráðu í byggingarverkfræði með áherslu á framkvæmdir og ákvörðunartöku sem og með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Viðskipti innlent 22. apríl 2022 16:46
Er Menntasprotinn farandgripur eða til eignar? Domino’s á Íslandi er handhafi Menntasprota Atvinnulífsins og hefur varðveitt hann í eitt ár. Menntasprotinn er veittur af Samtökum atvinnulífsins árlega til fyrirtækis sem m.a. stendur fyrir nýsköpun í menntun og fræðslu. Skoðun 22. apríl 2022 09:31
Sjóður Frumtaks hagnast um 6 milljarða eftir miklar hækkanir á gengi Controlant Vísissjóðurinn Frumtak 2, sem er rekinn af Frumtak Ventures og er að mestu í eigu íslenskra lífeyrissjóða, skilaði um 6.050 milljónum króna í hagnað á árinu 2021 borið saman við rúmlega einn milljarð króna árið áður. Hagnaður sjóðsins kemur einkum til vegna stórs eignarhlutar í hátæknifyrirtækinu Controlant sem hefur margfaldast í virði og var metinn á tæplega átta milljarða í lok síðasta árs. Innherji 19. apríl 2022 15:10
Nýsköpunarvikan: „Þar heilluðumst við af þessum heimi en fannst um leið vanta slíkan viðburð hér heima“ Yfir sjötíu nýsköpunartengdir viðburðir verða á dagskránni dagana sextánda til tuttugasta maí þar sem Nýsköpunarvikan, eða Iceland Innovation Week, fer í gang í þriðja sinn. Lífið 16. apríl 2022 07:00
Íslenskt hugvit í velferðartækni gæti sparað samfélaginu milljarða Hugbúnaðarfyrirtækið Alvican hefur undanfarin ár þróað nýjar lausnir í velferðartækni sem auka lífsgæði eldri borgara, snjallan öryggishnapp og hugbúnað sem vaktar daglegt hegðunarmunstur og skynjar frávik svo bregðast megi við. Eftirspurnin er mikil, yfir fjögur hundruð prósenta aukning varð í áskriftum að Alvican á liðnu ári. Samstarf 12. apríl 2022 08:46
Nýsköpun – Sleppum teskeiðinni og mundum skófluna Ísland er eitt mesta velsældarríki heims. Þrátt fyrir góða stöðu landsins þá eigum við alltaf að bæta okkur til aukinnar velsældar. Það hefur sýnt sig á síðustu árum að margt er hægt að bæta, til dæmis í heilbrigðiskerfinu og samgöngumálum (sérstaklega í höfuðborginni) til að mæta væntingum almennings. Skoðun 8. apríl 2022 12:01
Atvinnutækifæri og uppbygging innviða Reykjavíkurborg stendur fyrir opnum fundi í Ráðhúsi Reykjavíkur um uppbyggingu innviða, nýsköpun, skapandi greinar og atvinnutækifæri í borginni, föstudaginn 8. apríl kl. 9 – 11. Samstarf 7. apríl 2022 17:04
Hvar eru konurnar í nýsköpun? Konur hafa verið frumkvöðlar jafn lengi og karlar. Konur hafa hins vegar ekki búið við aðgengi að fjármagni til nýsköpunar jafn lengi og karlar. Konur hafa í sögulegu samhengi búið við ójafnan hlut hvað varðar fjármögnun hjá vísissjóðum. Skoðun 6. apríl 2022 08:00
Ágúst Hjörtur nýr forstöðumaður Rannís Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur skipað Ágúst Hjört Ingþórsson forstöðumann Rannsóknarmiðstöðvar Íslands frá 1. apríl. Viðskipti innlent 1. apríl 2022 10:58
Stórfyrirtæki framtíðarinnar kynnt til leiks á Siglufirði Fulltrúar tíu nýsköpunarfyrirtækja fengu tækifæri til að kynna fyrirtæki sitt fyrir fjársterkum aðilum á stórri fjárfestahátíð sem haldin var á Siglufirði í dag. Viðskipti innlent 31. mars 2022 22:00
Fjárfestahátíð á Siglufirði kemur Norðurlandi á „nýsköpunarkortið“ Í dag verður haldin fjárfestahátíð á Siglufirði þar sem frumkvöðlar geta kynnt verkefni sín fyrir fjárfestum. Hugmyndin er að skapa vettvang á Norðurlandi til að leiða saman þessa hópa, sýna gróskuna og öll tækifærin á Norðurlandi. Viðskipti innlent 31. mars 2022 14:41