Hamingjubúbblur og Ítalía: „Ég segi bara sí sí við öllu“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 22. nóvember 2022 07:00 Björg Þórhallsdóttir listamaður (til vinstri) bjó til uppskrift að lífræna freyðivíninu Hamingjubúbblur en það er vinsælasta freyðivínið í Noregi. Hjónin Rakel Garðarsdóttir og Björn Hlynur Haraldsson ákváðu í Covid að flytja til Ítalíu, starfa þaðan í fjarvinnu og elta uppi ný tækifæri. Fyrir stuttu ákváðu Björg og Rakel að fara að flytja Hamingjubúbblurnar til Íslands. „Ég segi bara sí sí við öllu, flóknara þarf það ekki að vera,“ segir Rakel Garðarsdóttir athafnarkona og skellir uppúr. Rakel og eiginmaðurinn hennar, Björn Hlynur Haraldsson, fluttu til Flórens á Ítalíu í haust. Þaðan starfa þau bæði. Eða ferðast á milli eftir því hvað verkefni og vinna kalla á. Rakel segir lífið yndislegt í Flórens. Svo ekki sé meira sagt. „Ég tala samt ekki um að við séum alveg flutt. Það er óþarfi að vera svo dramatískur. Við verðum hérna í alla vega ár og sjáum svo til. En ég fékk strax góða tilfinningu fyrir því að flytja hingað, enda yndislegt,“ segir Rakel, sem til viðbótar við fjarvinnuna er að læra ítölsku og á Tarotnámskeiði svo eitthvað sé nefnt. Og að flytja inn hamingjubúbblur til Íslands. ,,Björg (innskot: Þórhallsdóttir) vinkona mín er mikill listamaður. Fædd á Ísafirði en uppalin í Noregi eins og ég. Hún bjó til sína eigin uppskrift af búbbluvíni sem heitir Hamingjubúbblur. Hamingjubúbblur er lífrænt freyðivín og það vinsælasta í Noregi, þar sem það kallast Lykkebobler. Við settum það af stað um daginn að fara að flytja þetta vín til Íslands og nú er það í gámi á leið til landsins.“ Í Atvinnulífinu heyrum við reglulega um fólk sem starfar í fjarvinnu. Eða um Íslendinga sem eru búsettir og starfa erlendis. Í dag ætlum við að heyra hvernig það kom til að Rakel og Björn Hlynur ákváðu að flytja, að minnsta kosti tímabundið, til Ítalíu og forvitnast um hvort útlandaævintýri sem þetta, geti fætt af sér nýjar viðskiptahugmyndir. Eins og að flytja Hamingjubúbblur til Íslands. Rakel og Björn Hlynur búa í Flórens en fara reglulega til Tuskana þar sem Starri Steindórsson rekur hótelið La Meridiana. Á dögunum voru Rakel og Björn Hlynur þar að týna ólívur. Sumir eyða peningum í dýra bíla og baðherbergi Rakel segir hugmyndina um að flytja til útlanda ekki vera ný af nálinni. Oft hafi hún og Björn Hlynur rætt um hversu gaman það gæti verið að prófa að búa í útlöndum. En eins og flestir gerðu þau svo sem ekkert meira í því. Þar til Covid ýtti við þeim. „Við sátum við eldhúsborðið, innilokuð í einni af Covid bylgjunum. Og fórum að tala um hvort við ættum ekki bara að láta verða af þessu. Því oft lætur maður ekki verða af neinu vegna þess að maður er alltaf að bíða eftir einhverju. Bíða eftir því að tækifæri banki upp á, bíða eftir vinnutilboði og svo framvegis. Staðreyndin er samt auðvitað sú að það gerist ekkert ef maður bara situr og bíður.“ Samtalið við eldhúsborðið leiddi til þess að skötuhjúin fóru á netið og byrjuðu að skoða málin fyrir alvöru. Bæði eru þau hrifin af Ítalíu og fannst Ítalía því strax spennandi valkostur. Enda aðeins nokkra klukkustundaflug heim ef eitthvað væri. Og menning sem þau eru spennt að kynnast betur. Ákvörðunin var tekin: Ítalía í eitt ár. „Það er reyndar svo magnað hvað eitt ár getur gert mikið. Sigurlaug M. Jónasardóttir á RÚV og hjónin Helgi Björnsson og Vilborg Halldórsdóttir eru dæmi um fólk sem hafa flutt til Ítalíu og búið þar í eitt ár. Og ég hef tekið eftir því hjá þeim öllum, að þau tala samt um að þetta hafi verið ár sem breytti öllu! Ár hljómar því kannski ekki sem langur tími í lífinu. En áhrifaríkasti tíminn í lífinu, gæti samt verið þetta eina ár.“ Þetta var í byrjun þessa árs. Um hálfu ári síðar voru þau flutt út og sonur þeirra, Jón Marion, byrjaður í skóla. Rakel segir tímalínuna meðal annars hafa tekið mið af því að Jón Marlon væri að byrja í grunnskóla. Sem hófst þá núna í haust, í Waldorfsskóla í Flórens. „Við byrjum á því að reiða Jón Marlon í skólann á morgnana. Það gera Ítalirnir og því keyptum við okkur notuð hjól í haust. Jón Marlon er í skólanum til klukkan 13 og það má segja að tíminn sem hann er í skólanum, sé okkar formlegi vinnutími. Því þegar hann er kominn heim, reynum við alltaf að gera eitthvað skemmtilegt,“ segir Rakel og bætir við: Sem var hluti af ástæðunni fyrir því að við vildum flytja frá Íslandi. Þar sem allt of margir eru bara 45 ára að lenda í kulnun og alls konar. Að flytja hingað þýddi að gera eitthvað sem gæfi okkur innblástur og væri gefandi. Því það hlýtur bara að vera heima að það vanti einhverja lífsfyllingu hjá of mörgum. Of algengt er að heyra um óhamingju, þunglyndi eða að fólk sé að brenna út.“ Þar sem kulnun er meðal annars áskorun sem vinnuveitendur standa frammi fyrir, er rétt að staldra aðeins betur við þessi mál. Því hvað gerir það að verkum, að Rakel telur of marga vera að brenna út? „Það er þetta lífsgæðakapphlaup sem einkennir svo Ísland. Fólk er í einhverjum spíral og að taka sér lán fyrir neysluvörum. Margir til dæmis að kaupa sér rándýra jeppa eða að gera upp baðherbergið fyrir háar upphæðir. Ókei, gott og vel ef þetta er það sem gerir sumt fólk hamingjusamara. En við vildum frekar gera þetta og lítum líka á flutninginn hingað sem verðmæta fjárfestingu. Hér erum við að upplifa margt nýtt og að kynnast nýrri menningu.“ Rakel segir auðvitað ólíkt hverjir draumarnir eru hjá fólki. „Við megum bara ekki gleyma því að lifa lífinu. Lífið á ekki að vera streð og stress yfir einhverri vinnu. Það má líka alveg taka lán fyrir svona ævintýri svo ég bendi á það,“ segir Rakel og bætir við: „Að mínu mati er svona ævintýri miklu betri fjárfesting en að gera upp baðið.“ „Lífið á ekki að vera streð og stress yfir einhverri vinnu," segir Rakel meðal annars um flutninginn til Flórens en í haust byrjaði sonur hjónanna, Jón Marlon, í 6 ára bekk í Waldorfsskóla þar og gengur mjög vel. Þegar Jón Marlon er búinn í skólanum klukkan 13 reynir fjölskyldan alltaf að gera eitthvað skemmtilegt. Að drepa ekki drauminn Talið berst þó að vinnunni. Því flest okkar erum háð því að vera með fastar tekjur til að framfleyta okkur. Við snúum okkur því að praktískari málum. Fyrir það fyrsta ákváðu Rakel og Björn Hlynur að leigja sér hús. Húsið fundu þau snemma í ferlinu og festu sér það. „Með því að gera það, vissum við að það yrði ekki aftur snúið.“ Hjónin leigðu einnig út sína íbúð í Reykjavík. Losuðu sig við dót og gáfu. Meðal annars til fólks sem var að koma frá Úkraínu og vantaði allt. Restin fór í geymslu. „Við tókum ekkert hingað út nema töskur með fötum.“ Rakel og Björn Hlynur vinna bæði stóran hluta verkefna í tölvunni. Sem gerir fjarvinnu einfalda. Enda engin landamæri til á netinu. Og allir orðnir vanir Zoom, TEAMS eða öðrum myndspjallsformum. „Ég er til dæmis núna að vinna í þáttaseríu um Vigdísi Finnbogadóttur sem við í Vesturport framleiðum. Þetta verða fjórir sjónvarpsþættir og í undirbúningsvinnunni felst mikið af minni vinnu í því að vinna í tölvunni. Þess utan, þá er fjarlægð ekkert mál. Til dæmis hittumst við Ágústu Ólafsdóttur sem er að vinna með mér í þessu í Osló um daginn. Tókum þrjá vinnudaga þar. Síðan kom hún líka hingað. Og þá tókum við þrjá daga hér.“ Sama á við um kvikmyndaverkefni sem Rakel er að vinna að með Sjón. „Það sem var helst hjá mér eru verkefnin hjá Verandi. Sem er fyrirtæki sem ég á með Elvu Björk Barkardóttir. Og ég er bara svo rosalega heppin að hún var til í að leggja ýmislegt á sig til að drepa ekki drauminn. Að ég hafi getað gert það er gott dæmi um hvað það skiptir miklu máli að velja sér góða samstarfsaðila í lífinu,“ segir Rakel, en fyrirtækið Verandi framleiðir umhverfisvænar bað- húðvörur með hráefni sem annars væri hent færi til spillis. Til dæmis kaffikorgur í húðskrúbb, bygg í sápu eða agúrkuserum fyrir andlit. Hvað með Björn Hlyn? „Það sama á við um hann. Mikið af vinnunni hans er í tölvu því nú er verið að skrifa handrit að næstu Verbúðarseríunni og hann er einn af þeim sem er að vinna í því. Fyrra handritið tók mörg ár í vinnslu. Þegar það koma upp verkefni þar sem hann þarf að fara og vera staðbundið til að leika, þá er það ekkert mál. Hann fer þá bara heim eða þangað sem verkefnið er,“ svarar Rakel og bætir við að bæði séu þau mjög meðvituð og þakklát fyrir þau forréttindi að geta það. Enda mörg störf sem ekki bjóða upp á að fjarvinna sé möguleg. Mikill hluti verkefna Rakelar er unnin í tölvu en Rakel er framleiðandi hjá Vesturport sem nú vinnur meðal annars að undirbúningi sjónvarpsþátta um Vigdísi Finnbogadóttur. Björn Hlynur er ásamt fleirum að skrifa handritið að Verbúðinni 2 en þegar leikaraverkefni dúkka upp, ferðast hann þangað sem verkefnin eru. Hamingjubúbblur og önnur ævintýri Þegar Rakel lýsir lífinu þarna úti dúkka upp alls kyns ævintýri eða önnur afþreyingarform. Til dæmis fer fjölskyldan reglulega til Tuskana, þar sem Starri Steindórsson rekur hótelið La Meridiana. „Við vorum þar um daginn að týna ólívur,“ segir Rakel. En hvað getur þú sagt okkur um þessar Hamingjubúbblur? „Nú það er bara freyðivínið sem verður í öllum partíum innan skamms,“ segir Rakel og hlær. Í ljós kemur að Hamingjubúbblurnar eiga sér reyndar merkilega sögu. Því uppskriftina að víninu, sem er lífrænt, bjó hin áðurnefnda Björg Þórhallsdóttir til. Björg er fædd árið 1974 á Ísafirði. Fjölskylda Bjargar fluttist til Bærum í Noregi þegar hún var mjög ung og þar ólst hún að mestu leyti upp en einnig í Suðaustur Asíu. Aðeins þrítug var Björg orðin ekkja og einstæð móðir. Björg lærði í Barcelona á Spáni. Og það var þar sem hún fékk hugmyndina að Hamingjubúbblunum umræddu. Undirstaðan í Hamingjubúbblunum eru þrúgur sem framleiddir eru í Castillo Perelada rétt fyrir utan Barcelone. Björg framleiðir einnig lífræn léttvín; hvítt, rautt og rósavín. Undirstöðurnar í þeim vínum eru Ítalskar. Björg og Rakel eiga það sameiginlegt að hafa alist upp í Noregi. Fyrir stuttu hittust þær í Barcelona og ákváðu að hefja innflutning á Hamingjubúbblunum, lífrænu freyðivíni sem Björg bjó til uppskriftina að og er það vinsælasta í Noregi. Björg er fædd á Ísafirði en aðeins þrítug var hún orðin ekkja og einstæð móðir. En það eru Hamingjubúbblurnar sem eru á leiðinni til landsins í gámi. Flöskur sem Rakel segir merktar með afar fallegum flöskumiðum sem Björg hannar sjálf. En er ekkert flókið ferli að fara allt í einu að flytja inn vín til Íslands? „Nei alls ekki. Auðvitað er þetta bara eins og hvert annað verkefni í vinnunni. Maður bara vinnur í því og leysir. Alls kyns pappírar jú og þannig. En það er bara vinna,“ segir Rakel og bætir við: „Þetta er reyndar ekki bara eitthvað vín. Þetta er rosalega gott vín. Ég auðvitað bíð eftir því að vín fari að seljast í verslunum heima frekar en í Vínbúðinni. Finnst vínmenningin hér miklu heilbrigðari. Þótt fólk drekki oft en aldrei mikið þannig að maður sjái vín á fólki. Ég meina það ekki að hér sé ekki fólk sem eflaust er með áfengisvanda. En almennt er menningin allt önnur og heilbrigðara leið að mínu mati að fólk geti keypt sér vín í matvörubúðum og hætti þá kannski að láta svona mikið með vín bara vegna áhrifanna af því að drekka mikið af því.“ Stutt er síðan Rakel og Björn Hlynur fluttu til Flórens. Víninnflutningurinn átti sér því stuttan aðdraganda þar sem æskuvinkonurnar hittust í Barcelona, tóku vinnudaga og í kjölfarið ákvörðun. Ég líka trúi því að í lífinu komi til manns alls kyns tækifæri ef maður bara þorir að kasta hugmyndum út í kosmóið og sjá hvað gerist. Því ef maður gerir það og er í flæði, þá gerist alltaf eitthvað. Við sköpum okkur með þessu okkar eigin vegferð. Síðan er ég auðvitað svo hrifin af myndinni YES man með Jim Carry. Þess vegna segi ég bara sí sí við öllu og þá gerast hlutirnir.“ Þá höfum við það: Segjum Já. Íslendingar erlendis Áfengi og tóbak Kvikmyndagerð á Íslandi Heilsa Nýsköpun Tengdar fréttir „Ég man hvað sjokkið var mikið, að sjá hvað hafði raunverulega átt sér stað“ „Ég man mjög vel eftir fyrsta vinnudeginum. Við vorum nokkur að byrja og embættið byrjað að skoða nokkur mál þótt það væri ekki opinbert enn. En ég man hvað sjokkið var mikið, að sjá hvað hafði raunverulega átt sér stað og hversu stórar upphæðir þetta voru,“ segir Eiríkur Rafn Rafnsson þegar hann rifjar upp fyrsta vinnudaginn sinn sem lögreglufulltrúi hjá Embætti sérstaks saksóknara. 17. október 2022 07:00 Hefur unnið með þjóðarleiðtogum, Hollywood-stjörnum, vísindamönnum og villtum dýrum Birta Bjargardóttir, bankastjóri Blábankans og heilsumarkþjálfi ubebu er nýkomin heim frá London. Í búsetu finnst Birtu reyndar ekkert mál að skoppast á milli Balí, London og Dýrafjarðar og satt best að segja er ekki hægt að segja annað en að hún lifi hreinlega ævintýralega skemmtilegu lífi. 15. ágúst 2022 07:00 Hoppaði beint út í bullandi „vertíð“ skemmtiferðaskipa „Það var smá áfall að hafa kynnst miklu work-life balance hjá Dönum í Wonderful Copenhagen og fara svo út í vertíðar brjálæði á Íslandi hjá Gáru. En ég dáist af íslenska „þetta reddast“ andanum, það er ekki gefist upp, bara spýtt í lófana,“ segir Gyða Guðmundsdóttir, nýráðin sérfræðingur í samfélagsþjónustu hjá AECO, samtaka útgerða leiðangursskipa á Norðurslóðum. 13. júní 2022 07:01 „Maður verður stundum að þora að taka áhættu“ „Fyrirtæki eiga ekki að hafa of miklar áhyggjur af því að fólk staldri stutt við. Því það hvort einhver starfi hjá okkur í tvö ár eða tíu ár skiptir ekki öllu máli, heldur frekar hvernig okkur tekst til á þeim tíma sem viðkomandi er í starfi hjá okkur. Til dæmis hvaða tækifæri við gáfum þeim?“ segir Þórhallur Örn Flosason Head of Global Learning Operations at PepsiCo í Bandaríkjunum. 20. maí 2022 07:00 „Vinnusemin sem Íslendingar eru þekktir fyrir reynist mjög vel“ Danskt atvinnulíf er komið lengra en það íslenska í að ráða námsmenn í hlutastörf, sem síðar getur greitt ungu fólki götuna inn á vinnumarkaðinn þegar námi lýkur. 23. febrúar 2022 07:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Rakel segir lífið yndislegt í Flórens. Svo ekki sé meira sagt. „Ég tala samt ekki um að við séum alveg flutt. Það er óþarfi að vera svo dramatískur. Við verðum hérna í alla vega ár og sjáum svo til. En ég fékk strax góða tilfinningu fyrir því að flytja hingað, enda yndislegt,“ segir Rakel, sem til viðbótar við fjarvinnuna er að læra ítölsku og á Tarotnámskeiði svo eitthvað sé nefnt. Og að flytja inn hamingjubúbblur til Íslands. ,,Björg (innskot: Þórhallsdóttir) vinkona mín er mikill listamaður. Fædd á Ísafirði en uppalin í Noregi eins og ég. Hún bjó til sína eigin uppskrift af búbbluvíni sem heitir Hamingjubúbblur. Hamingjubúbblur er lífrænt freyðivín og það vinsælasta í Noregi, þar sem það kallast Lykkebobler. Við settum það af stað um daginn að fara að flytja þetta vín til Íslands og nú er það í gámi á leið til landsins.“ Í Atvinnulífinu heyrum við reglulega um fólk sem starfar í fjarvinnu. Eða um Íslendinga sem eru búsettir og starfa erlendis. Í dag ætlum við að heyra hvernig það kom til að Rakel og Björn Hlynur ákváðu að flytja, að minnsta kosti tímabundið, til Ítalíu og forvitnast um hvort útlandaævintýri sem þetta, geti fætt af sér nýjar viðskiptahugmyndir. Eins og að flytja Hamingjubúbblur til Íslands. Rakel og Björn Hlynur búa í Flórens en fara reglulega til Tuskana þar sem Starri Steindórsson rekur hótelið La Meridiana. Á dögunum voru Rakel og Björn Hlynur þar að týna ólívur. Sumir eyða peningum í dýra bíla og baðherbergi Rakel segir hugmyndina um að flytja til útlanda ekki vera ný af nálinni. Oft hafi hún og Björn Hlynur rætt um hversu gaman það gæti verið að prófa að búa í útlöndum. En eins og flestir gerðu þau svo sem ekkert meira í því. Þar til Covid ýtti við þeim. „Við sátum við eldhúsborðið, innilokuð í einni af Covid bylgjunum. Og fórum að tala um hvort við ættum ekki bara að láta verða af þessu. Því oft lætur maður ekki verða af neinu vegna þess að maður er alltaf að bíða eftir einhverju. Bíða eftir því að tækifæri banki upp á, bíða eftir vinnutilboði og svo framvegis. Staðreyndin er samt auðvitað sú að það gerist ekkert ef maður bara situr og bíður.“ Samtalið við eldhúsborðið leiddi til þess að skötuhjúin fóru á netið og byrjuðu að skoða málin fyrir alvöru. Bæði eru þau hrifin af Ítalíu og fannst Ítalía því strax spennandi valkostur. Enda aðeins nokkra klukkustundaflug heim ef eitthvað væri. Og menning sem þau eru spennt að kynnast betur. Ákvörðunin var tekin: Ítalía í eitt ár. „Það er reyndar svo magnað hvað eitt ár getur gert mikið. Sigurlaug M. Jónasardóttir á RÚV og hjónin Helgi Björnsson og Vilborg Halldórsdóttir eru dæmi um fólk sem hafa flutt til Ítalíu og búið þar í eitt ár. Og ég hef tekið eftir því hjá þeim öllum, að þau tala samt um að þetta hafi verið ár sem breytti öllu! Ár hljómar því kannski ekki sem langur tími í lífinu. En áhrifaríkasti tíminn í lífinu, gæti samt verið þetta eina ár.“ Þetta var í byrjun þessa árs. Um hálfu ári síðar voru þau flutt út og sonur þeirra, Jón Marion, byrjaður í skóla. Rakel segir tímalínuna meðal annars hafa tekið mið af því að Jón Marlon væri að byrja í grunnskóla. Sem hófst þá núna í haust, í Waldorfsskóla í Flórens. „Við byrjum á því að reiða Jón Marlon í skólann á morgnana. Það gera Ítalirnir og því keyptum við okkur notuð hjól í haust. Jón Marlon er í skólanum til klukkan 13 og það má segja að tíminn sem hann er í skólanum, sé okkar formlegi vinnutími. Því þegar hann er kominn heim, reynum við alltaf að gera eitthvað skemmtilegt,“ segir Rakel og bætir við: Sem var hluti af ástæðunni fyrir því að við vildum flytja frá Íslandi. Þar sem allt of margir eru bara 45 ára að lenda í kulnun og alls konar. Að flytja hingað þýddi að gera eitthvað sem gæfi okkur innblástur og væri gefandi. Því það hlýtur bara að vera heima að það vanti einhverja lífsfyllingu hjá of mörgum. Of algengt er að heyra um óhamingju, þunglyndi eða að fólk sé að brenna út.“ Þar sem kulnun er meðal annars áskorun sem vinnuveitendur standa frammi fyrir, er rétt að staldra aðeins betur við þessi mál. Því hvað gerir það að verkum, að Rakel telur of marga vera að brenna út? „Það er þetta lífsgæðakapphlaup sem einkennir svo Ísland. Fólk er í einhverjum spíral og að taka sér lán fyrir neysluvörum. Margir til dæmis að kaupa sér rándýra jeppa eða að gera upp baðherbergið fyrir háar upphæðir. Ókei, gott og vel ef þetta er það sem gerir sumt fólk hamingjusamara. En við vildum frekar gera þetta og lítum líka á flutninginn hingað sem verðmæta fjárfestingu. Hér erum við að upplifa margt nýtt og að kynnast nýrri menningu.“ Rakel segir auðvitað ólíkt hverjir draumarnir eru hjá fólki. „Við megum bara ekki gleyma því að lifa lífinu. Lífið á ekki að vera streð og stress yfir einhverri vinnu. Það má líka alveg taka lán fyrir svona ævintýri svo ég bendi á það,“ segir Rakel og bætir við: „Að mínu mati er svona ævintýri miklu betri fjárfesting en að gera upp baðið.“ „Lífið á ekki að vera streð og stress yfir einhverri vinnu," segir Rakel meðal annars um flutninginn til Flórens en í haust byrjaði sonur hjónanna, Jón Marlon, í 6 ára bekk í Waldorfsskóla þar og gengur mjög vel. Þegar Jón Marlon er búinn í skólanum klukkan 13 reynir fjölskyldan alltaf að gera eitthvað skemmtilegt. Að drepa ekki drauminn Talið berst þó að vinnunni. Því flest okkar erum háð því að vera með fastar tekjur til að framfleyta okkur. Við snúum okkur því að praktískari málum. Fyrir það fyrsta ákváðu Rakel og Björn Hlynur að leigja sér hús. Húsið fundu þau snemma í ferlinu og festu sér það. „Með því að gera það, vissum við að það yrði ekki aftur snúið.“ Hjónin leigðu einnig út sína íbúð í Reykjavík. Losuðu sig við dót og gáfu. Meðal annars til fólks sem var að koma frá Úkraínu og vantaði allt. Restin fór í geymslu. „Við tókum ekkert hingað út nema töskur með fötum.“ Rakel og Björn Hlynur vinna bæði stóran hluta verkefna í tölvunni. Sem gerir fjarvinnu einfalda. Enda engin landamæri til á netinu. Og allir orðnir vanir Zoom, TEAMS eða öðrum myndspjallsformum. „Ég er til dæmis núna að vinna í þáttaseríu um Vigdísi Finnbogadóttur sem við í Vesturport framleiðum. Þetta verða fjórir sjónvarpsþættir og í undirbúningsvinnunni felst mikið af minni vinnu í því að vinna í tölvunni. Þess utan, þá er fjarlægð ekkert mál. Til dæmis hittumst við Ágústu Ólafsdóttur sem er að vinna með mér í þessu í Osló um daginn. Tókum þrjá vinnudaga þar. Síðan kom hún líka hingað. Og þá tókum við þrjá daga hér.“ Sama á við um kvikmyndaverkefni sem Rakel er að vinna að með Sjón. „Það sem var helst hjá mér eru verkefnin hjá Verandi. Sem er fyrirtæki sem ég á með Elvu Björk Barkardóttir. Og ég er bara svo rosalega heppin að hún var til í að leggja ýmislegt á sig til að drepa ekki drauminn. Að ég hafi getað gert það er gott dæmi um hvað það skiptir miklu máli að velja sér góða samstarfsaðila í lífinu,“ segir Rakel, en fyrirtækið Verandi framleiðir umhverfisvænar bað- húðvörur með hráefni sem annars væri hent færi til spillis. Til dæmis kaffikorgur í húðskrúbb, bygg í sápu eða agúrkuserum fyrir andlit. Hvað með Björn Hlyn? „Það sama á við um hann. Mikið af vinnunni hans er í tölvu því nú er verið að skrifa handrit að næstu Verbúðarseríunni og hann er einn af þeim sem er að vinna í því. Fyrra handritið tók mörg ár í vinnslu. Þegar það koma upp verkefni þar sem hann þarf að fara og vera staðbundið til að leika, þá er það ekkert mál. Hann fer þá bara heim eða þangað sem verkefnið er,“ svarar Rakel og bætir við að bæði séu þau mjög meðvituð og þakklát fyrir þau forréttindi að geta það. Enda mörg störf sem ekki bjóða upp á að fjarvinna sé möguleg. Mikill hluti verkefna Rakelar er unnin í tölvu en Rakel er framleiðandi hjá Vesturport sem nú vinnur meðal annars að undirbúningi sjónvarpsþátta um Vigdísi Finnbogadóttur. Björn Hlynur er ásamt fleirum að skrifa handritið að Verbúðinni 2 en þegar leikaraverkefni dúkka upp, ferðast hann þangað sem verkefnin eru. Hamingjubúbblur og önnur ævintýri Þegar Rakel lýsir lífinu þarna úti dúkka upp alls kyns ævintýri eða önnur afþreyingarform. Til dæmis fer fjölskyldan reglulega til Tuskana, þar sem Starri Steindórsson rekur hótelið La Meridiana. „Við vorum þar um daginn að týna ólívur,“ segir Rakel. En hvað getur þú sagt okkur um þessar Hamingjubúbblur? „Nú það er bara freyðivínið sem verður í öllum partíum innan skamms,“ segir Rakel og hlær. Í ljós kemur að Hamingjubúbblurnar eiga sér reyndar merkilega sögu. Því uppskriftina að víninu, sem er lífrænt, bjó hin áðurnefnda Björg Þórhallsdóttir til. Björg er fædd árið 1974 á Ísafirði. Fjölskylda Bjargar fluttist til Bærum í Noregi þegar hún var mjög ung og þar ólst hún að mestu leyti upp en einnig í Suðaustur Asíu. Aðeins þrítug var Björg orðin ekkja og einstæð móðir. Björg lærði í Barcelona á Spáni. Og það var þar sem hún fékk hugmyndina að Hamingjubúbblunum umræddu. Undirstaðan í Hamingjubúbblunum eru þrúgur sem framleiddir eru í Castillo Perelada rétt fyrir utan Barcelone. Björg framleiðir einnig lífræn léttvín; hvítt, rautt og rósavín. Undirstöðurnar í þeim vínum eru Ítalskar. Björg og Rakel eiga það sameiginlegt að hafa alist upp í Noregi. Fyrir stuttu hittust þær í Barcelona og ákváðu að hefja innflutning á Hamingjubúbblunum, lífrænu freyðivíni sem Björg bjó til uppskriftina að og er það vinsælasta í Noregi. Björg er fædd á Ísafirði en aðeins þrítug var hún orðin ekkja og einstæð móðir. En það eru Hamingjubúbblurnar sem eru á leiðinni til landsins í gámi. Flöskur sem Rakel segir merktar með afar fallegum flöskumiðum sem Björg hannar sjálf. En er ekkert flókið ferli að fara allt í einu að flytja inn vín til Íslands? „Nei alls ekki. Auðvitað er þetta bara eins og hvert annað verkefni í vinnunni. Maður bara vinnur í því og leysir. Alls kyns pappírar jú og þannig. En það er bara vinna,“ segir Rakel og bætir við: „Þetta er reyndar ekki bara eitthvað vín. Þetta er rosalega gott vín. Ég auðvitað bíð eftir því að vín fari að seljast í verslunum heima frekar en í Vínbúðinni. Finnst vínmenningin hér miklu heilbrigðari. Þótt fólk drekki oft en aldrei mikið þannig að maður sjái vín á fólki. Ég meina það ekki að hér sé ekki fólk sem eflaust er með áfengisvanda. En almennt er menningin allt önnur og heilbrigðara leið að mínu mati að fólk geti keypt sér vín í matvörubúðum og hætti þá kannski að láta svona mikið með vín bara vegna áhrifanna af því að drekka mikið af því.“ Stutt er síðan Rakel og Björn Hlynur fluttu til Flórens. Víninnflutningurinn átti sér því stuttan aðdraganda þar sem æskuvinkonurnar hittust í Barcelona, tóku vinnudaga og í kjölfarið ákvörðun. Ég líka trúi því að í lífinu komi til manns alls kyns tækifæri ef maður bara þorir að kasta hugmyndum út í kosmóið og sjá hvað gerist. Því ef maður gerir það og er í flæði, þá gerist alltaf eitthvað. Við sköpum okkur með þessu okkar eigin vegferð. Síðan er ég auðvitað svo hrifin af myndinni YES man með Jim Carry. Þess vegna segi ég bara sí sí við öllu og þá gerast hlutirnir.“ Þá höfum við það: Segjum Já.
Íslendingar erlendis Áfengi og tóbak Kvikmyndagerð á Íslandi Heilsa Nýsköpun Tengdar fréttir „Ég man hvað sjokkið var mikið, að sjá hvað hafði raunverulega átt sér stað“ „Ég man mjög vel eftir fyrsta vinnudeginum. Við vorum nokkur að byrja og embættið byrjað að skoða nokkur mál þótt það væri ekki opinbert enn. En ég man hvað sjokkið var mikið, að sjá hvað hafði raunverulega átt sér stað og hversu stórar upphæðir þetta voru,“ segir Eiríkur Rafn Rafnsson þegar hann rifjar upp fyrsta vinnudaginn sinn sem lögreglufulltrúi hjá Embætti sérstaks saksóknara. 17. október 2022 07:00 Hefur unnið með þjóðarleiðtogum, Hollywood-stjörnum, vísindamönnum og villtum dýrum Birta Bjargardóttir, bankastjóri Blábankans og heilsumarkþjálfi ubebu er nýkomin heim frá London. Í búsetu finnst Birtu reyndar ekkert mál að skoppast á milli Balí, London og Dýrafjarðar og satt best að segja er ekki hægt að segja annað en að hún lifi hreinlega ævintýralega skemmtilegu lífi. 15. ágúst 2022 07:00 Hoppaði beint út í bullandi „vertíð“ skemmtiferðaskipa „Það var smá áfall að hafa kynnst miklu work-life balance hjá Dönum í Wonderful Copenhagen og fara svo út í vertíðar brjálæði á Íslandi hjá Gáru. En ég dáist af íslenska „þetta reddast“ andanum, það er ekki gefist upp, bara spýtt í lófana,“ segir Gyða Guðmundsdóttir, nýráðin sérfræðingur í samfélagsþjónustu hjá AECO, samtaka útgerða leiðangursskipa á Norðurslóðum. 13. júní 2022 07:01 „Maður verður stundum að þora að taka áhættu“ „Fyrirtæki eiga ekki að hafa of miklar áhyggjur af því að fólk staldri stutt við. Því það hvort einhver starfi hjá okkur í tvö ár eða tíu ár skiptir ekki öllu máli, heldur frekar hvernig okkur tekst til á þeim tíma sem viðkomandi er í starfi hjá okkur. Til dæmis hvaða tækifæri við gáfum þeim?“ segir Þórhallur Örn Flosason Head of Global Learning Operations at PepsiCo í Bandaríkjunum. 20. maí 2022 07:00 „Vinnusemin sem Íslendingar eru þekktir fyrir reynist mjög vel“ Danskt atvinnulíf er komið lengra en það íslenska í að ráða námsmenn í hlutastörf, sem síðar getur greitt ungu fólki götuna inn á vinnumarkaðinn þegar námi lýkur. 23. febrúar 2022 07:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
„Ég man hvað sjokkið var mikið, að sjá hvað hafði raunverulega átt sér stað“ „Ég man mjög vel eftir fyrsta vinnudeginum. Við vorum nokkur að byrja og embættið byrjað að skoða nokkur mál þótt það væri ekki opinbert enn. En ég man hvað sjokkið var mikið, að sjá hvað hafði raunverulega átt sér stað og hversu stórar upphæðir þetta voru,“ segir Eiríkur Rafn Rafnsson þegar hann rifjar upp fyrsta vinnudaginn sinn sem lögreglufulltrúi hjá Embætti sérstaks saksóknara. 17. október 2022 07:00
Hefur unnið með þjóðarleiðtogum, Hollywood-stjörnum, vísindamönnum og villtum dýrum Birta Bjargardóttir, bankastjóri Blábankans og heilsumarkþjálfi ubebu er nýkomin heim frá London. Í búsetu finnst Birtu reyndar ekkert mál að skoppast á milli Balí, London og Dýrafjarðar og satt best að segja er ekki hægt að segja annað en að hún lifi hreinlega ævintýralega skemmtilegu lífi. 15. ágúst 2022 07:00
Hoppaði beint út í bullandi „vertíð“ skemmtiferðaskipa „Það var smá áfall að hafa kynnst miklu work-life balance hjá Dönum í Wonderful Copenhagen og fara svo út í vertíðar brjálæði á Íslandi hjá Gáru. En ég dáist af íslenska „þetta reddast“ andanum, það er ekki gefist upp, bara spýtt í lófana,“ segir Gyða Guðmundsdóttir, nýráðin sérfræðingur í samfélagsþjónustu hjá AECO, samtaka útgerða leiðangursskipa á Norðurslóðum. 13. júní 2022 07:01
„Maður verður stundum að þora að taka áhættu“ „Fyrirtæki eiga ekki að hafa of miklar áhyggjur af því að fólk staldri stutt við. Því það hvort einhver starfi hjá okkur í tvö ár eða tíu ár skiptir ekki öllu máli, heldur frekar hvernig okkur tekst til á þeim tíma sem viðkomandi er í starfi hjá okkur. Til dæmis hvaða tækifæri við gáfum þeim?“ segir Þórhallur Örn Flosason Head of Global Learning Operations at PepsiCo í Bandaríkjunum. 20. maí 2022 07:00
„Vinnusemin sem Íslendingar eru þekktir fyrir reynist mjög vel“ Danskt atvinnulíf er komið lengra en það íslenska í að ráða námsmenn í hlutastörf, sem síðar getur greitt ungu fólki götuna inn á vinnumarkaðinn þegar námi lýkur. 23. febrúar 2022 07:00