Dalabyggð – samfélag í sókn Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar 7. nóvember 2022 21:30 Dalabyggð er þátttakandi í samstarfsverkefni með Byggðastofnun sem tengt er við brothættar byggðir. Í Dölum er vinnuheiti þessa verkefni DalaAuður. Sveitarfélög sem undanfarin ár hafa búið við íbúafækkun, einhæft atvinnulíf eða eiga að einhverju leyti undir högg að sækja geta sótt um aðild að verkefninu. Sveitarfélagið Dalabyggð, ásamt fulltrúum íbúa, Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og Byggðastofnunar hafa myndað verkefnastjórn sem heldur utan um verkefnið allt ásamt verkefnastjóra þess. Haldið hefur verið íbúaþing og íbúafundur í kjölfarið þar sem þarfir og væntingar í tengslum við þetta spennandi verkefni voru kortlagðar og til hefur orðið svokallaður frumkvæðissjóður DalaAuðar. Fyrir stuttu var auglýst eftir umsóknum í tengslum við fyrstu úthlutun úr sjóðnum. Er skemmst frá að segja að það bárust 30 spennandi umsóknir til verkefnastjórnarinnar og fengu 21 umsókn brautargengi þannig að það má glöggt sjá og finna að það er hugur í okkur í Dölunum. Það mátti svo sannarlega sjá á bæði fjölda umsókna sem og gæðum umsókna í frumkvæðissjóðinn, afar spennandi verkefni sem öll sem eitt hafa það að markmiði að styrkja samfélagið okkar. Við erum rétt að byrja og við eigum eftir að úthluta í nokkur skipti til viðbótar og stefnt er að næstu úthlutun á vormánuðum árið 2023. Ég vil hvetja þá íbúa Dalabyggðar sem ganga með hugmyndir um spennandi uppbyggingarverkefni í maganum að hugsa til þess þannig að við hér í Dalabyggð sýnum og sönnum að við erum í sóknarhug. Það er víðar en hér í Dölum sem dreifðar byggðir eru í sóknarhug. Ég sá á heimasíðu Byggðastofnunar fyrir stuttu frétt þess efnis að fulltrúi stofnunarinnar hefði tekið þátt í ráðstefnu OECD um byggðaþróun sem fram fór í Cavan-sýslu á Írlandi fyrir stuttu. Þema þeirrar ráðstefnunnu voru sjálfbærar, sterkar og blómlegar dreifðar byggðir og var það álit ráðstefnugesta að jákvæðnin, framsýnin og drifkrafturinn hafi nánast verið áþreifanlegur hjá fundargestum og framsögufólki. Í opnunarávarpi ráðstefnunnar sagði Heather Humpreys, ráðherra félags- og byggðamála á Írlandi m.a. eftirfarandi: „Þegar við leiðum hugann að dreifðum byggðum, megum við ekki leyfa okkur að horfa til hnignunar. Þess í stað ættum við að hugsa um einstök lífsgæði, nýsköpun, blómstrandi samfélög og ekki síst, tækifæri. Viðhorf eru mikilvæg – því viðhorf skapa metnað“ Að mati fulltrúa Byggðastofnunar var það sem stóð upp úr að ráðstefnu lokinni mikilvægi þeirrar þróunar sem nú er að eiga sér stað á ímynd dreifbýlis og smærri byggða um alla Evrópu og þar er Ísland ekki undanskilið. Sú breyting er að eiga sér stað að hugrenningartengsl fólks í samhengi dreifðra byggða og landsbyggða er ekki lengur bundin við skort á tækifærum, fólksfækkun eða aðrar slíkar áskoranir. Nú eru það tækifærin, lífsgæðin, nýsköpunin, vöxturinn, framsýnin og afkastagetan sem fyrst komi upp í huga fólks og það er þróun sem mikilvægt er að ýta undir með uppbyggilegri umræðu og sýnileika byggðanna. Því eins og fyrrnefndur ráðherra komst að orði: „Viðhorf eru mikilvæg – því viðhorf skapa metnað.“ Ágætu Dalamenn og aðrir vildarvinir okkar, tökum þessa nálgun til okkar hér í Dölum því hér eru svo sannarlega tækifærin, mannauðurinn og framtíðin því við erum samfélag í sókn! Höfundur er sveitarstjóri Dalabyggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dalabyggð Byggðamál Nýsköpun Sveitarstjórnarmál Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Dalabyggð er þátttakandi í samstarfsverkefni með Byggðastofnun sem tengt er við brothættar byggðir. Í Dölum er vinnuheiti þessa verkefni DalaAuður. Sveitarfélög sem undanfarin ár hafa búið við íbúafækkun, einhæft atvinnulíf eða eiga að einhverju leyti undir högg að sækja geta sótt um aðild að verkefninu. Sveitarfélagið Dalabyggð, ásamt fulltrúum íbúa, Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og Byggðastofnunar hafa myndað verkefnastjórn sem heldur utan um verkefnið allt ásamt verkefnastjóra þess. Haldið hefur verið íbúaþing og íbúafundur í kjölfarið þar sem þarfir og væntingar í tengslum við þetta spennandi verkefni voru kortlagðar og til hefur orðið svokallaður frumkvæðissjóður DalaAuðar. Fyrir stuttu var auglýst eftir umsóknum í tengslum við fyrstu úthlutun úr sjóðnum. Er skemmst frá að segja að það bárust 30 spennandi umsóknir til verkefnastjórnarinnar og fengu 21 umsókn brautargengi þannig að það má glöggt sjá og finna að það er hugur í okkur í Dölunum. Það mátti svo sannarlega sjá á bæði fjölda umsókna sem og gæðum umsókna í frumkvæðissjóðinn, afar spennandi verkefni sem öll sem eitt hafa það að markmiði að styrkja samfélagið okkar. Við erum rétt að byrja og við eigum eftir að úthluta í nokkur skipti til viðbótar og stefnt er að næstu úthlutun á vormánuðum árið 2023. Ég vil hvetja þá íbúa Dalabyggðar sem ganga með hugmyndir um spennandi uppbyggingarverkefni í maganum að hugsa til þess þannig að við hér í Dalabyggð sýnum og sönnum að við erum í sóknarhug. Það er víðar en hér í Dölum sem dreifðar byggðir eru í sóknarhug. Ég sá á heimasíðu Byggðastofnunar fyrir stuttu frétt þess efnis að fulltrúi stofnunarinnar hefði tekið þátt í ráðstefnu OECD um byggðaþróun sem fram fór í Cavan-sýslu á Írlandi fyrir stuttu. Þema þeirrar ráðstefnunnu voru sjálfbærar, sterkar og blómlegar dreifðar byggðir og var það álit ráðstefnugesta að jákvæðnin, framsýnin og drifkrafturinn hafi nánast verið áþreifanlegur hjá fundargestum og framsögufólki. Í opnunarávarpi ráðstefnunnar sagði Heather Humpreys, ráðherra félags- og byggðamála á Írlandi m.a. eftirfarandi: „Þegar við leiðum hugann að dreifðum byggðum, megum við ekki leyfa okkur að horfa til hnignunar. Þess í stað ættum við að hugsa um einstök lífsgæði, nýsköpun, blómstrandi samfélög og ekki síst, tækifæri. Viðhorf eru mikilvæg – því viðhorf skapa metnað“ Að mati fulltrúa Byggðastofnunar var það sem stóð upp úr að ráðstefnu lokinni mikilvægi þeirrar þróunar sem nú er að eiga sér stað á ímynd dreifbýlis og smærri byggða um alla Evrópu og þar er Ísland ekki undanskilið. Sú breyting er að eiga sér stað að hugrenningartengsl fólks í samhengi dreifðra byggða og landsbyggða er ekki lengur bundin við skort á tækifærum, fólksfækkun eða aðrar slíkar áskoranir. Nú eru það tækifærin, lífsgæðin, nýsköpunin, vöxturinn, framsýnin og afkastagetan sem fyrst komi upp í huga fólks og það er þróun sem mikilvægt er að ýta undir með uppbyggilegri umræðu og sýnileika byggðanna. Því eins og fyrrnefndur ráðherra komst að orði: „Viðhorf eru mikilvæg – því viðhorf skapa metnað.“ Ágætu Dalamenn og aðrir vildarvinir okkar, tökum þessa nálgun til okkar hér í Dölum því hér eru svo sannarlega tækifærin, mannauðurinn og framtíðin því við erum samfélag í sókn! Höfundur er sveitarstjóri Dalabyggðar.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun