Skýrsla tekin af skipstjóranum í morgun Lögreglan á Suðurnesjum tók skýrslu af skipstjóra Sighvats GK-57, sem er í eigu Vísis hf. í Grindavík, í morgun. Skipverji féll frá borði Sighvats síðdegis á laugardag í Faxaflóa og stendur leit að honum enn yfir. Innlent 5. desember 2022 14:31
Samfélagið í Grindavík í sárum og bíður þess að skipverjinn finnist Samfélagið í Grindavík er í sárum eftir að sjómaður, búsettur í bænum, féll frá borði línuskipsins Sighvats GK-57 í Faxaflóa. Þetta segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. Innlent 5. desember 2022 11:38
Leitarsvæðið á Faxaflóa stækkað í dag Leit að skipverja, sem féll útbyrðis af fiskiskipi á laugardag, heldur áfram í dag. Leitarsvæðið hefur verið stækkað nokkuð en bæði varðskipið Þór, þyrla Landhelgisgæslunnar og leitarskip björgunarsveita munu taka þátt í leitinni. Innlent 5. desember 2022 10:50
Söguleg skýring á óheppilegri staðsetningu hausaþurrkunar Samherja Fyrir liggur að staðsetning hausaþurrkunar Samherja á Dalvík er óheppileg og krefjandi vegna nálægðar við íbúðarbyggð. Sögulegar skýringar eru á staðsetningunni. Samherji hefur tekið ráðstafanir til að minnka lykt frá þurrkuninni. Innlent 5. desember 2022 10:34
Skora á matvælaráðherra að banna laxeldi í opnum sjókvíum Tuttugu og fimm fyrirtæki og samtök náttúruunnenda skora á matvælaráðherra að stöðva laxeldi í opnum sjókvíum áður en það „verður um seinan“ og kalla eftir trúverðugri áætlun sem miðar að því að banna alfarið laxeldi í sjókvíum hér við land. Innlent 5. desember 2022 09:48
Sjómaðurinn sem leitað er var skipverji á Sighvati GK-57 í eigu Vísis hf. Sjómaðurinn sem leitað hefur verið að frá því á laugardag féll frá borði Sighvats GK-57, línuskips í eigu Vísis hf. Frá þessu er greint í tilkynningu frá útgerðarfélaginu sem Morgunblaðið hefur undir höndum. Innlent 5. desember 2022 08:47
Átta skip og bátar byrjaðir að leita aftur Leit að sjómanni sem féll útbyrðis af fiskiskipi á utanverðum Faxaflóa í gær hófst aftur klukkan tíu í morgun. Átta skip og bátar eru ýmist komnir á staðinn eða væntanlegir en varðskipið Þór stýrir aðgerðunum. Innlent 4. desember 2022 10:58
Leitin að sjómanninum hefst aftur í birtingu Dregið var úr umfangi leitar að sjómanni sem féll útbyrðis af fiskiskipi í utanverðum Faxaflóa í nótt. Til stendur að hefja leitina aftur við birtingu í dag. Innlent 4. desember 2022 07:16
Skipverjinn ófundinn: Leitað fram á nótt Leit að manni sem féll útbyrðis af fiskiskipi um klukkan 17 í dag hefur enn engan árangur borið. Fimmtán skip og bátar ásamt tveimur þyrlum eru við leit eins sem stendur. Ekki hefur tekin ákvörðun um framhald leitar annað en að áfram verður leitað í kvöld og fram á nótt. Innlent 3. desember 2022 22:09
Maður féll útbyrðis í Faxaflóa Björgunarsveitir og Landhelgisgæslan leita nú að manni sem féll útbyrðis af fiskiskipi rétt fyrir utan Faxaflóa í dag. Innlent 3. desember 2022 18:15
Fiskveiðisamningur Færeyja og Rússlands sagður smekkleysa Evrópusambandið gagnrýnir nýjar fiskveiðisamning Færeyja og Rússlands. Þingmaður Dana á Evrópuþinginu segir samninginn smekklausan. Erlent 3. desember 2022 17:05
Efna til viðbótar leiðangurs í von um stærri loðnuvertíð Hafrannsóknastofnun og útgerðir loðnuskipa hafa sameinast um viðbótar leitarleiðangur í von um að meiri loðna finnist fyrir komandi vertíð. Útgerðin mun greiða kostnaðinn og verður lagt í hann strax eftir helgi. Viðskipti innlent 1. desember 2022 10:59
Samherji Holding hagnaðist um tæpa átta milljarða Eignarhaldsfélagið Samherji Holding hagnaðist um tæpa átta milljarða króna á árinu 2021. Hagnaður fyrirtækisins tæplega tvöfaldast milli ára. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar var 68 prósent í árslok. Viðskipti innlent 30. nóvember 2022 16:21
Eigandi Stofnfisks stefnir í norsku kauphöllina og safnar hlutafé Benchmark Holdings, sem keypti 89 prósenta hlut í Stofnfiski árið 2014, hyggst afla 158 milljónum norskra króna, jafnvirði um 2,3 milljarða króna, í hlutafjárútboði. Það er skref í átt að tvíhliða skráningu á Euronext Growth hliðarmarkaðinn í Osló. Ef af hlutafjáraukningunni verður mun hlutaféð aukast um fimm prósent. Innherji 30. nóvember 2022 12:39
Væntir frekari samruna fyrirtækja á næsta ári Líkur eru á frekari samþjöppun og samrunum fyrirtækja á næsta ári, einkum á sviði upplýsingatækni og sjávarútvegs- og matvælaiðnaði. Á sama tíma mun fjöldi fjölskyldufyrirtækja þurfa á meira fjármagni að halda til fjárfestinga. Innherji 29. nóvember 2022 14:10
Þegar Alþingi og Hafrannsóknastofnun ákváðu að leyfa „spjöll“ á tíu þúsund ára gömlum laxastofnum Eðlilega vakti athygli á dögunum þegar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra neyddist til að leiðrétta svar sem hún gaf á Alþingi vegna þess að hún hafði fengið rangar upplýsingar frá Hafrannsóknastofnun um stöðu erfðablöndunar eldislax við villta laxastofna. Skoðun 29. nóvember 2022 12:00
Íslenskt hvalahor nýtt við rannsóknir á heilsu hvala Vonir standa til að rannsóknir á hvalahori og örum sem hvalir við Íslandstrendur bera eftir veiðarfæri geti varpað nánara ljósi á heilsu hvala hér við land. Innlent 29. nóvember 2022 11:06
Stjórnvöld fíflast með framtíð fiskeldis Í umræðu liðinna daga hefur nokkuð verið rætt um gjaldtöku af fiskeldi. Tilefnið er fyrst og fremst boðuð áform núverandi ríkisstjórnar um nærri tvöföldun á auðlindagjaldi vegna fiskeldis, sem innheimt er af þeim sem hafa leyfi til sjókvíaeldis við Ísland. Skoðun 29. nóvember 2022 10:01
Veiðigjaldatvist Í fyrravor samþykkti Alþingi bráðarbirgðarákvæði við lögin um tekjuskatt. Með ákvæðinu átti að hvetja til fjárfestinga, einkum grænna fjárfestinga. Áhyggjur voru uppi um efnahag og atvinnu eftir heimsfaraldur og þessar ívilnanir því samþykktar á Alþingi líkt og fleiri mótvægisaðgerðir í heimsfaraldri. Skoðun 29. nóvember 2022 08:31
Sósíalisti að morgni, kapítalisti að kveldi Er hægt að vera gallharður kapítalisti og eitilharður sósíalisti á sama tíma? Svarið er já. Stórútgerðarmaður er gallharður kapítalisti að kveldi þegar hann selur fiskinn sem hann veiddi fyrir hæsta mögulega verð á heimsmarkaði. Skoðun 28. nóvember 2022 09:00
Kynningarmyndbönd frá „ráðuneyti“ slá í gegn Að undanförnu hafa myndbönd frá Twitter-reikningnum „Undanskipulagsráðuneytinu“ vakið nokkra lukku á meðal notenda forritsins. Þar birtist maður sem gefur sig út fyrir að vera opinber starfsmaður í ráðuneyti, miðlar reynslu sinni af stjórnsýslu og ráðum til að gera megi enn betur. Spilun hefst á 16. mínútu að ofan. Lífið 28. nóvember 2022 09:00
Landhelgisgæslan dró skip til Reykjavíkur og myndaði aðgerðir Áhöfn varðskipsins Þórs kom íslensku togskipi til bjargar í gær þegar upp kom vélarbilun og leki inn í skipið. Áhöfnin tók aðgerðir sínar upp. Innlent 27. nóvember 2022 15:28
Arnarlax hyggst kæra 120 milljóna króna sektarákvörðun Arnarlax hyggst kæra ákvörðun Matvælastofnunar um stjórnvaldssekt á fyrirtækið. MAST lagði í dag 120 milljóna króna sekt á fyrirtækið fyrir brot gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og að beita sér fyrir veiðum á strokfiski. Viðskipti innlent 25. nóvember 2022 18:01
Fyrirtæki Kristjáns í Samherja framleiðir Áramótaskaupið í ár Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóri og stofnandi Samherja, er eigandi framleiðslufyrirtækisins S800 ehf. Fyrirtækið sér um framleiðslu Áramótaskaups Ríkisútvarpsins í ár. Innlent 25. nóvember 2022 17:01
Landsvirkjun vonast til að anna raforkuþörf fiskimjölsframleiðenda Staða miðlunarlóna Landsvirkjunar er öll önnur og betri nú en samanborið við síðasta vatnsár. Landsvirkjun bindur vonir við að hægt verði að anna eftirspurn fiskimjölsverksmiðja á komandi ári. Stór kolmunnavertíð gæti kallað á mikla raforku á næsta ári. Innherji 25. nóvember 2022 15:46
120 milljóna sekt lögð á Arnarlax: Vítavert aðgæsluleysi Matvælastofnun hefur lagt 120 milljón króna stjórnvaldssekt á Arnarlax ehf. fyrir að hafa brotið gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og beita sér fyrir veiðum á strokfiski. Matvælastofnun telur aðgæsluleysi Arnarlax hafi verið vítavert og afleiðingar þess mjög alvarlegar. Viðskipti innlent 25. nóvember 2022 15:28
Komandi loðnuvertíð gæti skilað allt að 30 milljörðum í þjóðarbúið Þrátt fyrir að loðnukvóti komandi vertíðar stefni í að verða um fjórðungur af síðustu vertíð í lönduðum tonnum mælt, dregst vænt útflutningsverðmæti loðnuafurða aðeins saman um helming. Þetta kom fram í máli Gunnþórs Ingvasonar, forstjóra Síldarvinnslunnar í kynningu á uppgjöri félagsins fyrir þriðja ársfjórðung. Innherji 25. nóvember 2022 12:49
Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Ríkisstjórnin eru ekki að hækka veiðigjöld þó annað megi lesa úr umræðunni. Bara alls ekki og þvert á móti. Þau eru að bæta stöðu fjárlaga fyrir næsta ár með því fresta lækkun veiðigjalda og dreifa henni á næstu 5 ár þar á eftir. Skoðun 25. nóvember 2022 09:01
Vísir formlega hluti af samstæðu Síldarvinnslunnar í desember Vísir hf. í Grindavík og dótturfélög verða formlega hluti af samstæðu Síldarvinnslunnar á Neskaupsstað frá og með 1. desember næstkomandi. Þetta kemur fram í uppgjöri Síldarvinnslunnar fyrir þriðja ársfjórðung sem var birt rétt í þessu. Innherji 24. nóvember 2022 17:00
Færeyingar endurnýja umdeildan fiskveiðisamning við Rússa Færeyingar hafa endurnýjað umdeildan fiskveiðisamning við Rússland. Almenn pólitísk samstaða er um málið og verður samningurinn endurnýjaður til eins árs. Erlent 23. nóvember 2022 22:08