Sjávarútvegur

Sjávarútvegur

Fréttamynd

Misskiljum ekki neitt

Fyrir örfáum dögum kom enn ein tilkynningin um að fundist hefði gat á opinni sjókví sem innihélt vel á annað hundrað þúsund frjóa norska laxa.

Skoðun
Fréttamynd

Ráðuneytið hefur leyst landfestar Kleifabergs

Réttaráhrifum veiðileyfasviptingu Kleifabergs RE-70 hefur verið frestað til 15. apríl næstkomandi á meðan unnið er úr kæru Brims á ákvörðun Fiskistofu. Andmælaréttur fyrirtækisins ekki virtur. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi.

Innlent
Fréttamynd

Segir starfsmennina ekki taka við mútum

Eftirlitsmönnum Fiskistofu er iðulega boðið að þiggja fisk án endurgjalds. Eftirlitsmaður var settur í leyfi vegna gruns um alvarlegt brot við eftirlit í Grindavík. Um afmarkað tilvik að ræða, segir fiskistofustjóri.

Innlent
Fréttamynd

Efling hafrannsókna

Sú umræða sem átti sér stað í upphafi þessa árs um fjárframlög til Hafrannsóknastofnunar var til þess fallin að varpa skýru ljósi á ýmsa veikleika varðandi það hvernig stofnunin hefur verið fjármögnuð undanfarin ár.

Skoðun
Fréttamynd

Enn á ný gat hjá Arnarlaxi

Mat­væla­stofnun barst í gær til­kynning frá Arnar­laxi um gat á nótar­poka einnar sjó­kvíar fyrirtækisins við Hrings­dal í Arnar­firði.

Innlent
Fréttamynd

Kalla eftir aðgerðum og ábyrgð vegna Fiskistofu

Þingmenn Viðreisnar og Samfylkingar kalla eftir aðgerðum og ábyrgð vegna niðurstöðu skýrslu Ríkisendurskoðunar um eftirlit Fiskistofu. Þær segja niðurstöðurnar alvarlegan áfellisdóm yfir ríkisstjórninni.

Innlent
Fréttamynd

Sjávarútvegsráðherra segir brýnt að efla veikburða Fiskistofu

Sjávarútvegsráðherra segir nauðsynlegt að efla eftirlit Fiskistofu með fiskveiðum, löndun afla og brottkasti. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að ýmsar brotalamir séu á eftirliti með fiskveiðum á Íslandi og brottkast á fiski sé meira en almennt hafi verið talið.

Innlent
Fréttamynd

Sandreyður og hnúfubakur þola líklega sjálfbærar veiðar

Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir að talningar á hvölum bendi til þess að bæði sandreyður og hnúfubakur séu hvalategundir sem þoli sjálfbærar veiðar. Hins vegar sé aðeins hægt að taka afstöðu til hvort skynsamlegt sé að veiða þessar tegundir að lokinni viðamikilli úttekt á stofnum.

Innlent
Fréttamynd

Líklegt að fleiri hvalastofnar þoli sjálfbærar veiðar

Hvölum hefur fjölgað mikið við Ísland undanfarna áratugi. Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir að frekari mælingar séu nauðsynlegar til að taka afstöðu til þess hvort forsvaranlegt sé að veiða fleiri hvalategundir eins og mælt er með í nýrri skýrslu.

Innlent