Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Menntamálaráðherra bað skólameistara afsökunar á fundi sínum með Skólameistarafélagi Íslands nú í morgun vegna orðræðu um skólameistara í kjölfar frétta af því að skipunartími skólameistara verði ekki framlengdur hér eftir. Þá hét hann frekara samráði um fyrirhugaðar breytingar á framhaldsskólastigi. Innlent 8.12.2025 15:39
Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að Hafnarfjarðarbær hafi brotið gegn stjórnsýslulögum með því að afturkalla ráðningu Óskars Steins Ómarssonar stjórnmálafræðings í stöðu deildarstjóra tómstundamiðstöðvar Hraunvallaskóla, þremur vikum eftir að hann var ráðinn. Óskar Steinn telur að gagnrýni hans í garð kjörinna fulltrúa bæjarins hafi orðið til þess að hætt var við ráðninguna og segir gott að geta skilað skömminni til síns heima, í ráðhús Hafnarfjarðar. Innlent 8.12.2025 14:41
Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Stjórnvöld verða að bregðast við þegar í stað og opna á samtöl við stjórnvöld á hinum Norðurlöndunum um nýtt samráðskerfi varðandi nám sérgreinalækna, ellegar verður innan tíðar skortur á læknum í ákveðnum sérgreinum hér á landi. Þetta segir formaður Læknafélagsins sem segir ugg í læknastéttinni vegna stöðunnar. Innlent 8.12.2025 12:00
Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Mennta- og barnamálaráðherra segir tilviljun hafa ráðið því að skólastjóri Borgarholtsskóla hafi verið fyrstur í röð framhaldsskólastjóra að fá þau tíðindi að starf hans yrði auglýst. Hann hafnar því með öllu að ákvörðunin tengist Ingu Sæland eða gagnrýni skólastjórans. Hann þrái þvert á móti gagnrýni og hugmyndir. Innlent 5. desember 2025 12:27
Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Lögmaður Ársæls Guðmundssonar, skólameistara Borgarholtsskóla, hefur óskað eftir því að fá að leiða forsætisráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og sex aðstoðarmenn ráðherra fyrir dóm sem vitni í svokölluðu vitnaleiðslumáli. Það er gert til þess að leita sönnunar um atvik í tengslum við ákvörðun menntamálaráðherra um að auglýsa embætti Ársæls laust til umsóknar. Innlent 5. desember 2025 11:42
Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Stundum velti ég því fyrir mér hvernig daglegt umhverfi bæjarstjórnar lítur út í samanburði við raunveruleikann sem fjölskyldur í Vestmannaeyjum búa við. Þeir mæta til starfa í einu glæsilegasta stjórnsýsluhúsi landsins, leggja bílnum fyrir framan nýuppgert hús sem kostaði verulegar fjárhæðir og ganga inn á parket sem minnir helst á innlit í þáttum á borð við Grand Designs. Þar hengja þeir yfirhafnir sínar á snaga sem kosta meira en flestir nenna að lesa verðið á. Skoðun 5. desember 2025 09:02
Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Íbúar í Laugardal í Reykjavík stefna á að setja upp umferðarljós við gatnamót Kirkjuteigs og Reykjavegar þar sem keyrt hefur verið á þrjú börn í haust. Fyrst eitt barn á hjóli í september og svo tvö börn, annað á hjóli, í október. Laugarnesskóli er rétt fyrir ofan gatnamótin og börnin labba þarna yfir götuna til að komast í til dæmis skólasund og tómstundir eða á leið sinni heim. Innlent 5. desember 2025 08:43
Hættuleg hegðun Eftir 40 ára farsælt starf með ungmennum fær Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla sparkið. Hann hefur helgað líf sitt að því að bæta líf ungs fólks og hvergi slegið af á sinni starfsævi, það gera hugsjónarmenn. Skoðun 5. desember 2025 07:46
Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla segir það algjörlega ótvírætt að enginn nemandi hafi hætt í skólanum vegna skómálsins svokallaða. Skýringar ráðherra um kerfisbreytingar séu óskiljanlegar og gagnrýni Ársæls á stjórnvöld hafi legið ákvörðuninni til grundvallar. Innlent 4. desember 2025 20:39
Hafi engin afskipti haft af málinu Inga Sæland félagsmálaráðherra segist ekki hafa beitt sér á neinum tímapunkti í máli Ársæls Guðmundssonar skólameistara Borgarholtsskóla. Hún hafi hvorki átt í samskiptum við samráðherra sína um málið, né beri hún nokkurn kala til hans. Innlent 4. desember 2025 18:57
Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Skólasamfélaginu er verulega brugðið yfir ákvörðun mennta- og barnamálaráðherra um að endurnýja ekki skipun Ársæls Guðmundssonar í embætti skólameistara Borgarholtsskóla. Innlent 4. desember 2025 16:54
Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Í ljósi boðaðra umfangsmikillla breytinga á framhaldsskólastiginu taldi mennta- og barnamálaráðuneytið rétt að auglýsa stöðu skólameistara Borgarholtsskóla þannig að umsækjendur gætu metið hvort þeir vilji leiða skólann í gegnum slíkar breytingar. Tekið var fram á fundi með Ársæli Guðmundssyni, skólameistara skólans, að ekkert væri því til fyrirstöðu að hann sækti um stöðuna ef hann kysi svo. Ekki hefur verið tekin nein ákvörðun á þessum tímapunkti um að auglýsa aðrar stöður skólameistara. Innlent 4. desember 2025 16:12
Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Lögmaður Ársæls Guðmundssonar skólameistara Borgarholtsskóla sendi Guðmundi Inga Kristinssyni, mennta- og barnamálaráðherra, bréf í dag þar sem hann óskaði skýringa á ákvörðun ráðherra um að auglýsa starf hans. Hún beri vott um valdníðslu. Innlent 4. desember 2025 15:52
Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari Borgarholtsskóla segist ekki vera í nokkrum vafa um það að Inga Sæland formaður Flokks fólksins hafi beitt sér fyrir því að skipunartími hans sem skólastjóra hafi ekki verið framlengdur. Þar hafi munað mestu um símtal frá ráðherra í janúar um týnt skópar barnabarns hennar. Innlent 4. desember 2025 11:56
Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Fulltrúar úr fráfarandi skólanefnd Borgarholtskóla skora á mennta- og barnamálaráðherra að falla frá ákvörðun sinni um að framlengja ekki skipunartíma Ársæls Guðmundssonar skólameistara skólans. Fulltrúar sem setið hafa í skólanefndinni telja ákvörðun ráðherra órökstudda og án aðdraganda auk þess sem þau gruni að með ákvörðun sinni sé ráðherra að refsa Ársæli fyrir gagnrýni sem hann hafi haldið á lofti um áform stjórnvalda um málefni framhaldsskóla. Innlent 4. desember 2025 09:57
Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að því að Reykjavíkurborg braut ekki jafnréttislög með því að segja upp matráði við leikskóla í september 2023 á meðan hún var í fæðingarorlofi. Ákveðið var að útvista mötuneytisþjónustu til einkaaðila. Tvö stöðugildi voru lögð niður við breytingarnar en annar starfsmaðurinn var færður til í starfi. Konan vildi ekki þiggja annað starf hjá leikskólanum við breytingarnar eða hjá fyrirtækinu sem tók við mötuneytinu. Innlent 4. desember 2025 07:33
Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ „Inga hringdi í janúar, ég fékk bara símann frá skiptiborðinu, og hún var ekki í neinu jafnvægi; byrjaði strax að hella sér yfir mig, ákaflega reið og bókstaflega öskraði í símann að það væri búið að stela glænýjum Nike-skóm af barnabarninu.“ Innlent 4. desember 2025 06:33
Selir eru mikilvægari en börn Fyrir skömmu skrifaði ég grein um kerfisbundið aðgerðarleysi Reykjavíkurborgar gagnvart hættulegum gatnamótum við Laugarnesskóla þar sem ekið hefur verið á fjölmörg börn á stuttum tíma. Þögn borgaryfirvalda var ærandi en svarið sem barst er verra en þögnin. Borgin hefur lýst því yfir að hún hyggst ekkert gera og felur sig á bak við hönnunarstaðla og meintan fjárskort. Á sama tíma berast fréttir af nýjum kostnaðarsömum ævintýrum. Skoðun 3. desember 2025 19:01
Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Þingmanni Sjálfstæðisflokksins er verulega brugðið yfir ákvörðun mennta- og barnamálaráðherra um að leysa skólameistara Borgarholtsskóla frá störfum. Hann segir ákvörðun ráðherra hættulega og einkennast af ógnarstjórn. Innlent 3. desember 2025 16:07
Er C svona sjö? Undanfarið hefur umræðan um einkunnakerfið í grunnskólum verið hávær. Í september var gerð könnun sem gefur til kynna að langflestir landsmenn vilji að einkunnir séu gefnar í tölustöfum frekar en bókstöfum. Skoðun 3. desember 2025 14:30
Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Ársæll Guðmundsson lýkur senn störfum sem skólameistari Borgarholtsskóla. Guðmundur Ingi Kristinsson menntamálaráðherra hefur ákveðið að auglýsa embættið laust til umsóknar. Ársæll segir í tilkynningu til starfsfólks að honum þyki augljóst hvað liggi að baki ákvörðuninni hjá ráðherranum. Aðstoðarmaður ráðherra segir skólameistaranum einungis hafa verið tjáð að starf hans yrði auglýst og það vegna breytinga á framhaldsskólakerfinu. Innlent 3. desember 2025 13:52
Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Skjálftinn, hæfileikakeppni sunnlenskra ungmenna, fór fram í fimmta sinn um helgina þar sem ungmenni úr unglingadeildum grunnskóla á Suðurlandi sýndu fjölbreytt sviðsverk. Vallaskóli á Selfossi vann með verki um bakslag í réttindabaráttu hinsegin fólks. Lífið 2. desember 2025 12:59
Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Eins og fram kom í frétt á Vísi í gær ná um 10 prósent stöðugilda starfsfólks á leikskólum landsins ekki viðmiðum um meðalhæfni í íslensku. Þá eru rúmlega 20 prósent starfsmanna innflytjendur. Skoðun 2. desember 2025 11:02
Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Tíu prósent stöðugilda starfsfólks sem sjá um uppeldi og menntun leikskólabarna eru mönnuð af fólki sem nær ekki viðmiðum um meðalhæfni í íslensku. Árið 2023 voru rúmlega tuttugu prósent starfsmannanna innflytjendur. Innlent 1. desember 2025 21:45