Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Samband íslenskra sveitarfélaga stefndi Kennarasambandi Íslands fyrir Félagsdóm í gær, í annað sinn í deilunni. Formaður Kennarasambandsins segir koma á óvart að Sveitarfélögin séu tilbúin með stefnu tólf tímum eftir að næstum því var búið að skrifa undir kjarasamning Innlent 4. febrúar 2025 10:45
Kirkjusókn ungra drengja Það er gleðilegt í sjálfu sér að ungmenni fari í kirkju. Þar er ró og friður, falleg tónlist og þar er enginn í símanum. Hvert athæfi barna þar sem ekki er verið að glápa á tik tok mynbönd eða annað á netinu er gott fyrir geðheilsu þeirra. Skoðun 4. febrúar 2025 10:30
Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? „Engum manni dettur í hug ótilneyddum að láta taka sig í karphúsið. Enda koma margir misjafnlega vel leiknir úr heimsókn í það ágæta hús.“ Þessi orð blaðamanns Þjóðviljans frá árinu 1980 eru jafnsönn í dag og þau voru þá en Karphúsið hefur verið foreldrum þjóðarinnar hugleikið undanfarnar vikur og mánuði. Lífið 3. febrúar 2025 23:52
„Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Yfir fimm þúsund nemendur í ríflega tuttugu grunn- og leikskólum sátu heima í dag vegna verkfallsaðgerða kennara. Nemendur sem fréttastofa ræddi við ætla að nota tímann vel dragist kjaradeilan á langinn. Aukin þungi verði settur í vinina og íþrótta- og trommuæfingar. Þá ætlar einn að taka kjallarann heima hjá sér algjörlega í gegn Innlent 3. febrúar 2025 22:03
Vígðu bleikan bekk við skólann Bleikur bekkur var vígður í Verzlunarskóla Íslands í morgun til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, sem lést eftir stunguárás á menningarnótt. Bryndís Klara hefði orðið átján ára í gær og voru að því tilefni styrkir veittir úr minningarsjóði hennar í fyrsta sinn. Innlent 3. febrúar 2025 20:02
Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að 20 prósenta launahækkun hafi staðið kennurum til boða en að því hafi þeir hafnað. Yfir fimm þúsund nemendur í ríflega tuttugu grunn- og leikskólum sátu heima í dag vegna kennaraverkfalls. Innlent 3. febrúar 2025 19:07
Stefna kennurum Samband íslenskra sveitarfélaga hefur höfðað mál fyrir Félagsdómi gegn Kennarasambandi Íslands og krefst þess að verkföll Kennarasambandsins, sem nú hafa skollið á að nýju, verði dæmd ólögmæt. Innlent 3. febrúar 2025 15:35
Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Iðjuþjálfinn Sólveig Kristín Björgólfsdóttir hefur vakið athygli fyrir skrif sín og gagnrýni á skólamat barna í grunnskólum. Lífið 3. febrúar 2025 13:01
Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Ríkissáttasemjari segir að kjaradeila kennara og ríkis og sveitarfélaga hafi strandað á að kennarar hafi viljað meiri innspýtingar í virðismat á kennarastafinu en kom fram í innanhússtillögu hans. Fulltrúi í samninganefnd kennara taldi að kjaradeilan myndi leysast í gær. Hann telur að pólitík hafi spillt fyrir. Innlent 3. febrúar 2025 12:41
Slæmt hjónaband Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari sagði orðrétt í viðtali þann 2. febrúar: „Það er ekki heppilegt þegar maður er að stofna hjónaband að vera í slagsmálum.” Skoðun 3. febrúar 2025 12:30
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Á vafri mínu um heima fésbókarinnar í liðinni viku varð á vegi mínum atvinnuauglýsing sem vakti undrun mína. Þessi dægrin eru reyndar margir kennarar að glugga í atvinnuauglýsingar og kanna jarðveginn, sem kemur raunar ekki til af góðu. Skoðun 3. febrúar 2025 10:32
Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Það fór eins og við mörg óttuðumst. Verkföll eru skollin á aftur. Ég er því miður ekki hissa. Skoðun 3. febrúar 2025 07:30
Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Verkföll eru á ný skollin á meðal félagsmanna Kennarasambands Íslands í fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum víðsvegar um land. Innlent 3. febrúar 2025 07:20
Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Samningafundi kennara, ríkis og sveitarfélaga lauk um tíuleytið í kvöld án þess að samningar næðust. Verkföll hefjast í fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum í fyrramálið. Innlent 2. febrúar 2025 22:39
„Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Foreldri leikskólabarns á Seltjarnarnesi finnst að kennarar ættu að fara í enn stærra verkfall til að auka slagkraftinn ef samningar nást ekki í dag. Engin niðurstaða liggur fyrir í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög. Innlent 2. febrúar 2025 19:27
Óbreytt staða í Karphúsinu Samninganefndir Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa fundað í Karphúsinu frá klukkan tíu í morgun. Enn rofar ekkert til og staðan er óbreytt að sögn ríkissáttasemjara. Innlent 2. febrúar 2025 14:21
Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Ríkissáttasemjari segir ekki hægt að útiloka að verkfallsaðgerðir kennara í leik- og grunnskólum hefjist í fyrramálið. Fundað verði í deilunni eins lengi og gagn væri að í dag. Samninganefnd kennarafélaganna mætti til fundar með fulltrúum ríkis og sveitarfélaga hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun. Innlent 2. febrúar 2025 12:28
Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Samningafundi samtaka kennara með fulltrúum ríkis og sveitarfélaga lauk á áttunda tímanum í kvöld án þess að niðurstaða fengist í kjaradeilu þeirra. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari sagði í samtali við fréttastofu að hann hafi boðað deiluaðila til nýs fundar klukkan tíu í fyrramálið. Innlent 1. febrúar 2025 20:16
Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Það sem hefur komið mér helst á óvart í kjarabaráttu kennara og fréttaflutninga af henni er tilhneigingin til þess að tala niður vinnuframlag kennara. Og svo auðvitað benda á hluti sem standast ekki nánari skoðun. Skoðun 1. febrúar 2025 18:30
Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Kjaraviðræður milli kennara og ríkis og sveitarfélaga eru á viðkvæmu stigi. Kennarar höfðu til klukkan 13 í dag til að taka afstöðu til innanhústillögu ríkissáttasemjara en sú afstaða liggur ekki enn fyrir. Fréttamönnum var vísað út úr Karphúsinu um tvöleytið. Innlent 1. febrúar 2025 14:42
Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segist vonast til þess að samninganefnd Kennarasambands Íslands fallist á innanhússtillögu sem lögð var fram í gær. KÍ hafði til klukkan eitt í dag til að taka afstöðu til hennar. Innlent 1. febrúar 2025 13:26
Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) samþykkti í dag innanhússtillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu kennara, ríkis og sveitarfélaga. Innlent 31. janúar 2025 19:27
Kröfu foreldranna vísað frá Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá kröfum hóps foreldra leikskólabarna, um að viðurkennt yrði að verkfall leikskólakennara væri ólögmætt. Innlent 31. janúar 2025 15:08
„Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Jónína Einarsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur, bókaði á síðasta fundi skóla- og frístundaráðs að mikil óánægja væri meðal leikskólastjóra með nýtt verklag við innritun í leikskóla hjá Reykjavíkurborg. Innlent 31. janúar 2025 14:04
Kennarar óttist vanefndir Stjórnarmaður í Kennarafélagi Reykjavíkur segir kennara hvekkta vegna vanefnda í síðustu kjarasamningum og óttist að þær haldi áfram verði innanhússtillaga ríkissáttasemjara samþykkt. Hún kallar eftir stuðningi frá aðstandendum barna í skólamálum.Héraðsdómur Reykjavíkur kveður upp dóm í dag í máli foreldra leikskólabarna gegn Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða. Innlent 31. janúar 2025 12:00
Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Fulltrúar Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar gagnrýna að meirihlutinn hafi ákveðið að nýr leikskóli í bænum yrði einkarekinn án umræðu í bæjarstjórn í trássi við sveitarstjórnarlög. Samingur um reksturinn var samþykktur á miðvikudag. Innlent 31. janúar 2025 10:40
Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Meirihluti Íslendinga ver um það bil einum þriðja hluta sólarhringsins í vinnunni og því er mikilvægt að þessum tíma sé vel varið og að starfsmenn séu ánægðir í vinnunni. Fræðasamfélagið er meðvitað um þessa staðreynd og einnig stjórnendur. Skoðun 31. janúar 2025 10:33
Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Þegar þessi pistill er ritaður eru örfáir tímar síðan ríkissáttasemjari setti fram innanhústillögu sína til að reyna að höggva á hnútinn í deilu kennara og Sambands íslenskar sveitafélaga. Skoðun 31. janúar 2025 08:31
Áróðursstríð Ingu Enn fer formaður samninganefndar sveitarfélaga af stað. Skoðun 31. janúar 2025 07:01
Fyrir hvern vinnur þú? Í þeirri kjarabaráttu sem KÍ á við sveitarfélög og ríki í dag og beinist að þvi að fá það opinbera til að uppfylla skilyrði samning virðast margir misskilja boðleiðir. Skoðun 30. janúar 2025 22:30