Skóla- og menntamál

Skóla- og menntamál

Fréttir af skóla- og menntamálum á Íslandi.

Fréttamynd

Skóla­upp­bygging til fram­tíðar í Garða­bæ

Í nýrri skýrslu VSÓ um íbúaþróun og skólasóknarsvæði Garðabæjar til ársins 2040 er dregin fram skýr mynd af verkefninu framundan. Það þarf að taka ákvörðun um skólauppbyggingu til framtíðar til þess að mæta fyrirsjáanlegri fjölgun íbúa.

Skoðun
Fréttamynd

Aftur til­kynnt um rangan sigur­vegara í Morfís

Verslunarskóli Íslands var ranglega úrskurðaður sigurvegari í viðureign skólans gegn Menntaskólanum í Reykjavík í MORFÍS í gærkvöldi. Þetta er í annað sinn á innan við ári sem samskonar mistök eiga sér stað í keppninni.

Innlent
Fréttamynd

Hlut­verk leik­skólans er að tryggja börnum gæða­menntun

Nú þegar styttist í sveitarstjórnarkosningar setja frambjóðendur ýmissa flokka fram hugmyndir sem snúa sérstaklega að leikskólastiginu, oft að því er virðist án þess að hafa nægjanlega þekkingu á þessum málaflokki. Meðal annars heyrist að brúa verði bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla með því að taka inn yngri og yngri börn.

Skoðun
Fréttamynd

Velferð barnanna í fyrsta sæti

Nú styttist verulega í sveitarstjórnarkosningar og þá verða loforð um aukna þjónustu leikskóla ansi hávær. Við heyrum falleg fyrirheit um að öllum börnum, 12 mánaða og eldri, verði sannarlega tryggð leikskóladvöl. Þetta hljómar vissulega vel og það er akkúrat tilgangurinn, þau eiga að laða að.

Skoðun
Fréttamynd

Hvar er stuðningurinn?

Íbúalistinn fór vítt og breitt um dreifbýli Ölfuss laugardaginn 7. apríl, hitti fólk og heimsótti bæði fyrirtæki og stofnanir. Það var aðdáunarvert að verða vitni að þeim krafti og eldmóði sem einkenndi allt fólkið sem við hittum. Það stakk þó mjög í augu ástandið í Garðyrkjuskólanum á Reykjum sem tilheyrir vissulega Sveitarfélaginu Ölfusi.

Skoðun
Fréttamynd

Góður skóli – góður vinnustaður

Framundan eru sveitarstjórnarkosningar þar sem skipað verður í þær sveitir sem munu stjórna málefnum borgar, bæja og sveitarfélaga um land allt næstu fjögur árin. Reynsluboltar munu halda áfram sínum störfum en jafnframt munu nýir aðilar bætast í hópinn, taka við keflinu og móta áherslur til framtíðar.

Skoðun
Fréttamynd

„Þetta er bara ónýt hugmynd“

Fjölskyldu- og hjónabandsráðgjafinn Ólafur Grétar Gunnarsson, gestur í hlaðvarpinu Kviknar hjá Andreu Eyland, ræðir skólakerfið og samfélagið sem foreldrar búa við á Íslandi. Kviknar samfélagið gefur sig út fyrir að vera rödd foreldra í barneignarferli.

Lífið
Fréttamynd

Sprengisandur: Íslandsbankamálið, kosningabaráttan í Reykjavík og skólamál

Það verður ýmislegt rætt í Sprengisandsþætti dagsins en fulltrúar VG, Samfylkingarinnar, Pírata og Sjálfstæðisflokksins munu til að mynda ræða söluna á Íslandsbanka, borgarstjóraefni Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins rökræða um helstu baráttumálin, og lakt gengi drengja í grunn- og framhaldsskóla verður til umræðu. 

Innlent
Fréttamynd

Stúdentar fagna stóru skrefi en segja enn áskoranir til staðar

Háskóla-, vísinda- og nýsköpunarráðherra samþykkti nýjar úthlutunarreglur hjá Menntasjóði námsmanna fyrir næsta skólaár um mánaðarmótin en þar er kveðið á um átján prósent hækkun á grunnframfærslu. Forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands og varaforseti Sambands íslenskra nemenda erlendis fagna breytingunni og segja að um stórt skref sé að ræða þó baráttu stúdenta sé hvergi nærri lokið. 

Innlent
Fréttamynd

Öflugt skóla­starf - fyrir fram­tíðina

Ég er grunnskólakennari og stolt af því. Í ólgusjó síðustu missera hafa kennarar sýnt og sannað hvað í þeim býr. Ég er stolt af því að tilheyra kennarahópnum sem hefur haldið íslensku skólastarfi gangandi í heimsfaraldri.

Skoðun
Fréttamynd

Áhyggjur meðal starfsmanna eftir ráðningu Leifs

Starfsfólki Stapaskóla í Reykjanesbæ var tilkynnt fyrir helgi að búið væri að ráða Leif Sigfinn Garðarsson sem nýjan deildarstjóra á unglingasviði skólans. Gróa Axelsdóttir, skólastjóri Stapaskóla, segir í samtali við Vísi að ráðningin hafi vakið áhyggjur meðal starfsmanna.

Innlent
Fréttamynd

Lands­réttur klofinn í bóta­máli vegna blöðru­bolta­slyss leik­skóla­kennara

Landsréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms í máli leikskólakennara sem hlaut alvarlega áverka í september 2016 en ágreiningur var milli aðila málsins um hvort slysið hafi átt sér stað í vinnutíma eða frítíma. Tveir af þremur dómurum við Landsrétt töldu að ekki væri um vinnuslys að ræða en einn skilaði sératkvæði þar sem hann taldi að fallast ætti á kröfu konunnar.

Innlent
Fréttamynd

COVID stærsta ógn sem börn hafa staðið frammi fyrir

Á þriðja ári heimsfaraldurs kórónuveirunnar eru skólar í 23 löndum, með rúmlega 400 milljónir skólabarna, enn ekki starfandi að öllu leyti. Þegar er ljóst að fjölmörg börn snúa ekki aftur til náms. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, segir í nýrri skýrslu um afleiðingar COVID-19 að börn hafi ekki staðið frammi fyrir stærri ógn í heiminum í 75 ára sögu stofnunarinnar.

Heimsmarkmiðin
Fréttamynd

Nemandi réðst á kennara í Reykja­vík

Lögregla var kölluð að skóla í Reykjavík fyrr í dag eftir að nemandi réðst á kennara í skólanum og braut rúðu. Lögreglan segir að unnið verði að málinu í samráði við viðkomandi skóla og foreldra nemandans.

Innlent
Fréttamynd

Við eigum öll rétt til náms!

Ég sótti þá mögnuðu ráðstefnu Nám er fyrir okkur öll í vikunni. Þegar ég gekk í salinn fór um mig gleði og baráttutilfinning. Þetta var troðfullur salur af fólki sem á það sameiginlegt að hafa verið sett til hliðar í uppbyggingu íslenska menntakerfisins en segir nú: Hingað og ekki lengra!

Skoðun
Fréttamynd

Hólm­fríður nýr rektor á Hólum

Hólmfríður Sverrisdóttir hefur verið skipuð rektor Háskólans á Hólum frá og með 1. júní 2022. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar, tilkynnti skipun nýs rektors á starfsmannafundi Háskólans á Hólum í dag.

Innlent