Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Hægri sósíal­ismi

„Þið eruð nú meiri andsk… kommarnir þið þarna í Viðreisn! Hækkið skatta um 100% á útvalda aðila, þetta er bara eignaupptaka og bara Sovét gerræði!! “

Skoðun
Fréttamynd

Ó­jafn­vægi í jöfnunarkerfinu

Fyrir alþingi liggur nú frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð. Hlutverk sjóðsins er að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga með framlögum úr sjóðnum. Tekjur Jöfnunarsjóðs koma úr ríkissjóði, annars vegar sem hlutfall af skatttekjum og hins vegar fjárhæð sem er hlutfall af álagningarstofni útsvars.

Skoðun
Fréttamynd

Stjórnar­and­staða setji ný við­mið á þingi sem ógni lýð­ræðinu

Algjör pattstaða ríkir á Alþingi. Viðræður um þinglok hafa ekki skilað árangri og á meðan halda maraþonumræður um veiðigjöld áfram. Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, segir umræður um þinglok mjakast áfram. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingkona Flokks fólksins, segir stjórnarandstöðuna setja ný viðmið sem ógni lýðræðinu. 

Innlent
Fréttamynd

Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf

Össur Skarphéðinsson segir að framámenn í sögu Sjálfstæðisflokksins á borð við Ólaf Thors og Bjarna Benediktsson eldri myndu líklega snúa sér við í kaldri gröf mættu eyru þeirra og augu nema hvernig arftakar þeirra fara höndum um lýðræðið. 

Innlent
Fréttamynd

„Jú, jú, þetta er orðið mál­þóf“

Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, viðurkennir að stjórnarandstaðan stundi nú málþóf í umræðu um veiðigjöld á Alþingi. Hún hafi skipt um skoðun síðan árið 2019 þegar hún velti fyrir sér í skoðanagrein hvort þáverandi stjórnin ætti að beita 71. grein þingskaparlaga til að takmarka umræðu í þingsal.

Innlent
Fréttamynd

Borgin sé ekki að refsa Grafar­vogs­búum

Skrifstofustjóri borgaralandsins hjá Reykjavík segir að ákvörðun borgarinnar um að draga úr slætti á túni við Sóleyjarima í Grafarvogi tengist verkefninu Grassláttur í Reykjavík, og hafi ekkert með fyrirhugaða íbúðauppbyggingu eða deilur við Grafarvogsbúa um þéttingaráform að gera.

Innlent
Fréttamynd

Sam­fylkingin í stórsókn á lands­byggðinni

Samfylkingin mælist nú með mest fylgi allra flokka í öllum kjördæmum, öllum aldursflokkum, öllum menntunarhópum og öllum tekjuhópum. Athygli vekur að flokkurinn bætir mestu fylgi við sig á landsbyggðinni, sér í lagi í Norðausturkjördæmi þar sem hann bætir við sig 5,6 prósentum.

Innlent
Fréttamynd

„Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“

Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, auglýsir eftir ábendingum frá atvinnurekendum um breytt viðhorf ungmenna á vinnumarkaði. Hún kveðst hafa fengið ábendingar að undanförnu sem snúi meðal annars að breyttu viðhorfi gagnvart veikindarétti, og auknum afskiptum foreldra.

Innlent
Fréttamynd

Þing­lok 2026 verði 12. júní

Þó að þinglok virðast ekki í sjónmáli vegna umræðna um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar hefur samkomulag náðst innan forsætisnefndar þingsins um starfsáætlun næsta löggjafarþings, þess 157. í röðinni. Samkvæmt áætluninni, sem samþykkt var í gær, verður þing sett þriðjudaginn 9. september næstkomandi og þingi frestað föstudaginn 12. júní 2026.

Innlent
Fréttamynd

Gagn­rýni Bryn­dísar á mál­þóf frá 2019 vekur at­hygli

Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í skoðanagrein árið 2019 að málþóf ætti ekkert skylt við málfrelsi eða lýðræði og þekktist nánast hvergi utan Íslands. Breyta þyrfti fyrirkomulaginu á Alþingi svo fámennur hópur stjórnarandstæðinga gæti ekki tekið þingið í gíslingu.

Innlent
Fréttamynd

Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“

Þingmenn vörpuðu fram ásökunum um gaslýsingu og fullyrtu að viðræður um þinglok hefðu aldrei gengið eins illa og núna. Tillögu stjórnarandstöðunnar um breytingar á dagskrá Alþingis var hafnað í morgun og umræður um veiðigjöld halda áfram

Innlent
Fréttamynd

Þing­menn auð­valdsins

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins í stjórnarandstöðu hafa staðið fyrir 110 klukkustunda málþófi á Alþingi til að tefja leiðréttingu veiðigjaldsins – einfalt skref sem myndi færa ríkissjóði 6–8 milljarða króna á ári og stöðva langvarandi og kerfisbundið svind stórútgerðanna gegn þjóðinni.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráð­herranum“

Búið er að landa rúmum 83 prósentum af þorskvóta strandveiðitímabilsins þegar tímabilið er hálfnað og tveir mánuðir eftir af fjórum. Formaður Landssambands smábátaeigenda hefur ekki áhyggjur af því að veiðarnar verði stöðvaðar í næstu viku þótt ekki náist að afgreiða strandveiðifrumvarp ríkisstjórnarinnar áður en potturinn klárast.

Innlent
Fréttamynd

Rán um há­bjartan dag

Í fyrradag gerðist sá fáheyrði atburður að „sósíalísk“ stjórnmálakona tók þátt í yfirtöku á Vorstjörnunni, dótturfélagi eigin flokks. Úthýsti svo „flokki sínum“ og henti á götuna. Þessi stjórnmálakona heitir Sanna Magdalena Mörtudóttir.

Skoðun
Fréttamynd

Upp­bygging hjúkrunarheimila

Áratugum saman hefur verið mikill skortur á hjúkrunarheimilum þannig að margir eldri borgarar hafa þurft að bíða allt of lengi í örvæntingu eftir hjúkrunarrými. Fyrri ríkisstjórnir hafa sýnt skeytingarleysi gagnvart þessum vanda og þannig horft framhjá þjáningu aldraðra.

Skoðun
Fréttamynd

Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalar­nesi

Mesta nýtingin á frístundakorti Reykjavíkur er meðal drengja á Kjalarnesi, 92 prósent, og sú versta meðal stúlkna á Kjalarnesi en aðeins rúmur helmingur stúlkna þar nýtir styrkinn. Þar á eftir er nýtingin verst í Efra-Breiðholti þar sem 67 prósent drengja nýta það og 63 prósent stúlkna. Nýtingin hefur aukist frá því að styrkurinn var fyrst gerður aðgengilegur 2012 úr um 75 prósent að meðaltali í um 80 prósent að meðaltali.

Innlent
Fréttamynd

Hommar mega enn ekki gefa blóð

Samkynhneigðir karlmenn mega enn ekki gefa blóð á Íslandi. Fjallað var um það í fréttum í október á síðasta ári að búið væri að breyta reglugerð þannig að samkynhneigðir karlmenn mættu gefa blóð og að reglugerðin myndi taka gildi í dag, 1. júlí.

Innlent
Fréttamynd

Hvammsvirkjun bíður dóms Hæsta­réttar

Nýsamþykkt lög, sem ætlað var að eyða óvissu um Hvammsvirkjun í Þjórsá, setja framkvæmdir samt ekki á fulla ferð. Forstjóri Landsvirkjunar segir að bíða verði eftir dómi Hæstaréttar.

Innlent
Fréttamynd

Taka þurfi á­kvörðun um sam­einingu vinstrisins fyrr en síðar

Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir flokkinn í erfiðri stöðu og vill ekki segja af eða á um það hvort hún muni bjóða sig aftur fram fyrir flokkinn. Taka þurfi ákvörðun um sameiningu á vinstri væng stjórnmálanna fyrr en síðar. Markmið Vorstjörnunnar sé að vera styrktarsjóður en Sanna segist vilja heyra í félögum flokksins og hvort þeir séu sáttir við núverandi stjórn flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endur­gjalds

Frá og með deginum í dag er þjónusta sérgreinalækna við börn án endurgjalds, óháð því hvort fyrir liggi tilvísun frá heilsugæslu eða ekki. Reglugerð Ölmu D. Möller heilbrigðisráðherra þessa efnis tók gildi í dag en tilkynnt var í maí um að tilvísanakerfið fyrir börn yrði afnumið.

Innlent
Fréttamynd

Mesta fylgi síðan 2009

Samfylkingin er með mesta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með síðan árið 2009 eða í sextán ár. Aðrir stjórnarflokkar tapa fylgi og stuðningur við ríkisstjórnina dalar lítillega.

Innlent
Fréttamynd

Lág­kúra og della að mati ráð­herra

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir lágkúrulegt af stjórnarandstöðunni að halda því fram að breytingar hjá fiskeldisfyrirtæki á Þingeyri tengist fyrirhuguðum breytingum á veiðigjöldum. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi í dag.

Innlent