Tíska og hönnun

Tíska og hönnun

Allt það nýjasta úr heimi tískunnar og fréttir af sviði hönnunar.

Fréttamynd

„Blóm sem enginn gleymir”

Þau Katrín hjá Grapíku og Andri í verkefnastjórnunarnáminu í HR fengu frábæra hugmynd til að standa að fjáröflun fyrir Frú Ragnheiði og endurnýta eldri föt í leiðinni.

Lífið
Fréttamynd

Tilhlökkun og eftirvænting í loftinu fyrir HönnunarMars 2022

Leikur og gleði einkennir dagskrá HönnunarMars 2022, stærstu hönnunarhátíð landsins sem hefst í dag. Þórey Einarsdóttir, stjórnandi hátíðarinnar og Klara Rún Ragnarsdóttir, verkefnastjóri dagskrár HönnunarMars í ár eru sammála um að ríkir eftirvænting og tilhlökkun í loftinu fyrir HönnunarMars sem loksins getur breytt úr sér án nokkurra takmarkanna.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Kim skein skærast í kjól frá Marilyn Monroe

Tískuviðburður ársins, Met Gala, fór fram með pomp og prakti í gærkvöldi á Metropolitan safninu í New York. Þar mætast listir, menning og tíska á óaðfinnanlegan hátt og stórstjörnur heimsins ganga rauða dregilinn í einhverjum dýrustu flíkum heims. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Met Gala síðustu ár sem upphitun fyrir kvöldið

Í dag er fyrsti mánudagurinn í maí og innan tískuheimsins þýðir það bara eitt: Met Gala. Hönnuðir túlka þar þemu sem eru sett fyrir ár hvert og stjörnurnar mæta á Metropolitan listasafnið í New York í glæsilegri hönnun.

Lífið
Fréttamynd

Orð frá ókunnugum í sundi enduðu á kaffibollum

Samskipti manna og fugla, fagurfræði fuglabaða, samræður ókunnugra og gott kaffi er meðal viðfangsefna hjá Studio allsber á HönnunarMars í ár. Þetta skapandi teymi var stofnað árið 2020 og samanstendur af þeim Agnesi Freyju Björnsdóttir, Silvíu Sif Ólafsdóttur og Sylvíu Dröfn Jónsdóttur en þær leira keramikmuni með dass af leikgleði og einföldu handverki. Blaðamaður hafði samband við þær og tók púlsinn fyrir HönnunarMars.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Þessi dagur er fyrir þá sem eru í leit að innblæstri“

„DesignTalks snýst um að sýna fjölbreytt litróf hönnunar og arkitektúrs og velta upp flötum á því hvernig þessar greinar geta tekið þátt í samtalinu um áskoranir dagsins í dag og í umbótunum sjálfum, mótun framtíðarinnar,“ segir Hlín Helga Guðlaugsdóttir stjórnandi DesignTalks ráðstefnunnar.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Tískuglæpur: Fangaverðir óhressir með saumaskap fanganna

Spænskir fangaverðir eru afar ósáttir við nýja endurhæfingaráætlun sem ætlað er að veita föngum atvinnureynslu áður en þeir halda út í samfélagið. Áætlunin felur í sér að fangarnir sauma einkennisbúninga fangavarðanna og útkoman þykir ekki auka á glæsileika fangavarðanna.

Erlent