Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Heimurinn að farast en maður tekur ekkert eftir því

Í fyrstu kvikmyndinni um Tortímandann, með Arnold Schwarzenegger í aðalhlutverki, er atriði þar sem tónlist kemur við sögu. Ung kona með afskaplega hallærislega hárgreiðslu þess tíma, 1984, er að útbúa sér nætursnarl. Hún er í skýjunum eftir að hafa stundað villt kynlíf með kærasta sínum.

Gagnrýni
Fréttamynd

Úti­veran í æsku tendraði bar­áttu­eldinn

„Útiveran sem maður ólst upp með hér heima er svo stór hluti af manni. Það er lúxus sem maður vill vernda,“ segir tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir. Blaðamaður settist niður með henni og fékk að heyra frá samstarfinu við spænsku stórstjörnuna Rosaliu, náttúruverndinni og baráttunni gegn sjókvíaeldi, tónleikaferðalögunum, listrænni þróun og fleira.

Tónlist
Fréttamynd

Erfiðir tímar í sambandi urðu að popplagi

„Trust issues fjallar um þær tilfinningar sem komu upp hjá mér þegar ég gekk í gegnum erfiðan tíma í sambandi,“ segir tónlistarkonan Þórunn Salka. Hún var að senda frá sér lagið Trust Issues en lagið var kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM.

Tónlist
Fréttamynd

Átrúnaðargoðin úr áttunni ætla að trylla lýðinn með Todmobile

Þrjár helstu goðsagnirnar níunda áratugarins eru mættar á klakann og ætla að hjálpa Todmobile að fagna rækilega 35 ára afmæli hljómsveitarinnar með tónlistarveislu annað kvöld í Hörpu. Níundi áratugurinn verður í algjörum forgrunni en tvennir tónleikar fara fram annað kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Kynnar Söngva­keppninnar þurfa ekki að kynnast

Kynna Söngvakeppni sjónvarpsins í ár þarf ekki að kynna fyrir hvert öðru enda eru þeir þeir sömu og í fyrra, það eru Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Sigurður Þorri Gunnarsson og Unnsteinn Manuel Stefánsson. Lögin sem keppa í ár verða tilkynnt 27. janúar á næsta ári.

Lífið
Fréttamynd

Þurfa að borga Slayer eftir allt saman

Landsréttur hefur dæmt þrjú félög, sem tóku við rekstri tónlistarhátíðarinnar Secret solstice, og einn stjórnarmann þeirra til að greiða kröfu bandarísku þungarokkssveitarinnar Slayer óskipt. 

Innlent
Fréttamynd

Góðar fréttir og slæmar af Magnúsi og Jóhanni

Ég þekkti Vilhjálm Vilhjálmsson söngvara vel þegar ég var drengur. Hann var kærasti vinkonu systur minnar og kom oft í heimsókn á fjölskylduheimilið. Það voru skemmtilegar stundir; Villi var manna fjörugastur og reytti af sér brandarana.

Gagnrýni
Fréttamynd

„Ís­lendingar virðast oft eiga heims­met í skamm­sýni“

„Okkur þykir einstaklega vænt um að vera partur af hátíð sem þessari þar sem okkur er svo innilega annt um umhverfi okkar og þá náttúruperlu sem hálendi okkar Íslendinga er,“ segir hljómsveitin Celebs, sem kemur fram á Hálendishátíðinni á miðvikudagskvöld í Iðnó.

Menning
Fréttamynd

„Þetta er eina skiptið sem ég hef orðið hræddur“

Óskar Logi Ágústs­son, söngvari og gítar­leikari hljóm­sveitarinnar Vinta­ge Caravan, segist í eitt sinn hafa verið hræddur þegar að­dá­endur börðu hann augum í fyrsta skiptið þar sem hann var staddur á tón­leika­ferða­lagi í Mexíkó. Það hafi verið eina skiptið sem hann hafi hræðst.

Lífið
Fréttamynd

„Hef aldrei opnað mig svona áður“

„Ég hef fengið mjög góð viðbrögð og margir að segja að þetta hafi hjálpað öðrum sem eru í svipuðum aðstæðum, sem er alltaf gott að heyra,“ segir fjöllistakonan Gugusar um lagið Vonin sem hún sendi frá sér fyrr á árinu þar sem hún opnar sig um erfitt samband.

Menning
Fréttamynd

Var kvíðinn krakki en fann köllun sína þegar hann sá School of Rock

„Ég var mjög stressaður krakki. Enginn veit af hverju, hvað var í gangi en ég var súper stressaður alltaf. Allt í einu varð ég ó­geðs­lega sjálf­stæður og það urðu ein­hver kafla­skil sem enginn áttar sig á,“ segir Óskar Logi Ágústs­son sem er gestur þessarar viku í Einka­lífinu.

Lífið
Fréttamynd

Mikið um dýrðir á 200. sýningunni á Níu lífum

Sérstök hátíðahöld voru í Borgarleikhúsinu síðastliðinn sunnudag en þá var 200. sýningin á Níu lífum. Af því tilefni var forsalurinn skreyttur og öllum gestum boðið upp á fordrykk auk þess sem Una Torfadóttir tók Bubbalög og lék á píanó fyrir sýninguna.

Lífið
Fréttamynd

Feimin að eðlisfari en elskar að koma fram

„Fyrstu tónleikarnir mínir voru á Músíktilraunum sem ég tók þátt í þegar ég var fimmtán. Þá var ég einmitt með stutt dansatriði, þannig að ég byrjaði mjög snemma að gera eitthvað út fyrir kassann á sviði,“ segir fjöllistakonan Gugusar. Hún er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.

Menning