Keyptu 2.700 fermetra hús Tónlistarstjörnuparið Jay Z og Beyoncé eru sögð hafa keypt rúmlega 2.700 fermetra hús í borginni Malibu í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum. Þá eru þau sögð hafa fengið húsið á góðu verði, það er að segja miðað við verðmiðann sem var settur á það. Lífið 24. maí 2023 21:55
Tina Turner látin: „Heimurinn hefur misst tónlistargoðsögn“ Söngkonan Tina Turner er látin, 83 ára að aldri, að því fram kemur í yfirlýsingu frá talsmanni hennar. Lífið 24. maí 2023 18:39
Settu allan peninginn í tónlistarmyndbandið Theódór Pálsson, sem gengur undir listamannsnafninu Theó Paula, gaf nýverið út sitt fyrsta tónlistarmyndband við lagið Devil never Killed. Lífið 24. maí 2023 16:16
Lára Sóley áfram framkvæmdastjóri Sinfó Stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefur ákveðið að endurráða Láru Sóleyju Jóhannsdóttur í stöðu framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitarinnar. Hún hefur gengt stöðu framkvæmdastjóra frá sumri 2019 en ráðið er í stöðuna til fjögurra ára í senn. Menning 24. maí 2023 14:02
Birgir Steinn og Rakel eiga von á barni Birgir Steinn Stefánsson, tónlistarmaður og flugþjónn, og unnusta hans Rakel Sigurðardóttir eiga von á sínu fyrsta barni. Lífið 23. maí 2023 17:13
Sveitarstjórn Múlaþings ekki á móti þjóðsöngnum Sveitarstjórn Múlaþings er ekki á móti því að þjóðsöngurinn sé sunginn á 17. júní að sögn Berglindar Hörpu Svavarsdóttur, formanns byggðarráðs. Tillaga um að söngurinn yrði fluttur hafi hins vegar ekki átt neitt erindi inn í umræðu um fjárveitingar. Innlent 23. maí 2023 12:09
Fiðlubogasnillingar tilnefndir til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs Fiðluleikarinn Elfa Rún Kristinsdóttir og hljómsveitin Sigur Rós eru tilnefnd til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2023. Tilkynnt verður um verðlaunahafann í Ósló þann 31. október. Þetta kemur fram á vef Norðurlandaráðs. Lífið 23. maí 2023 10:41
Kristján Jóhannsson hefur háð harða baráttu við krabbamein Kristján Jóhannsson óperusöngvari greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli í september síðastliðnum. Hann hefur nú undirgengist hormóna- og lyfjameðferð og segist læknaður. Hann gat ekki sungið á meðan meðferðunum stóð en stefnir á að vera kominn í fyrra form eftir nokkrar vikur. Innlent 23. maí 2023 09:02
Fertugur Bent skálaði við foss og naut í Hvammsvík Ágúst Bent rappari fagnaði fjörutíu ára afmæli sínu í góðra vina hópi á flakki um suðvesturhornið í gær. Vinir hans sungu Stuðmannalag honum til heiðurs við Þórufoss. Lífið 22. maí 2023 13:00
Tekur við kjuðunum í Foo Fighters Bandaríska rokkhljómsveitin Foo Fighters hefur tilkynnt að Josh Freese muni hér með feta í fótspor Taylor Hawkins sem slagverksleikari hljómsveitarinnar. Sveitin tilkynnti þetta í beinni netútsendingu í gær. Lífið 22. maí 2023 11:58
Fjallar um þessa löngun til að finna sína leið Tónlistarkonurnar og vinkonurnar ЯÚN og RAVEN eða Guðrún Ólafsdóttir og Hrafnhildur Magnea Ingólfsdóttir sendu frá sér lagið Handan við hafið fyrr í maí mánuði. Lagið var kynnt inn í fasta liðnum íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM957 í dag. Tónlist 20. maí 2023 17:01
Allt til alls í eina „djassþorpi“ landsins Búið er að umbreyta Garðatorgi í Garðabæ í djassþorp. Þar munu margir af hæfileikaríkustu tónlistarmönnum landsins spila ljúfa tjóna fyrir gesti og gangandi. Lífið 19. maí 2023 23:24
Forsetinn tók lagið með Helga Björns Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands gerði sér lítið fyrir í gær og greip í míkrafóninn ásamt Helga Björns á Úlfarsfelli í grenjandi rigningu og roki. Lagið sem varð fyrir valinu var „Vertu þú sjálfur“. Lífið 19. maí 2023 18:27
Bassaleikari The Smiths er látinn Andy Rourke, bassaleikari ensku sveitarinnar The Smiths, er látinn, 59 ára að aldri. Lífið 19. maí 2023 07:40
Nýr staðarhljómsveitarstjóri Sinfó er 22 ára Bresk-finnski hljómsveitarstjórinn Ross Jamie Collins hefur verið ráðinn staðarhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands starfsárið 2023-24. Collins verður 22 ára á þessu ári. Menning 18. maí 2023 13:16
Heiðra minningu Njalla með tónleikum Næstkomandi laugardag munu þrjár af vinsælustu sveitaballahljómsveitum landsins, Vinir vors og blóma, Land og synir og Sóldögg stíga á stokk í Háskólabíói og heiðra minningu hljómborðsleikara síns og vinar Njáls Þórðarsonar. Lífið 18. maí 2023 09:00
Heitustu sumartrendin í ár Sumarið er komið, svona á það að vera og sólin leikur stundum um mann, misjafnlega beran. Hér á Íslandi er sumartíðin gengin í garð óháð fjölbreyttu veðurfari en á sumrin þróast hin ýmsu skemmtilegu trend á ólíkum sviðum. Blaðamaður fékk til sín fjölbreyttan hóp álitsgjafa til að reyna að komast að því hver heitustu trend sumarsins verða. Lífið 18. maí 2023 07:01
Billie Eilish orðin einhleyp á ný Poppstjarnan Billie Eilish og rokkarinn Jesse Rutherford, söngvari The Neighbourhood, eru hætt saman eftir sjö mánaða samband. Framhjáhald ku ekki vera ástæðan. Lífið 17. maí 2023 19:54
Tónlistin tók stökk þegar honum varð sama um álit annarra Tónlistarmaðurinn og sálfræðingurinn Birgir Örn Stefánsson, eða Biggi Maus, eins og hann er kallaður, byrjaði sólóferilinn uppá nýtt árið 2021 eftir að hafa gefið út tónlist undir öðrum listamannanöfnum frá árinu 2006. Lífið 17. maí 2023 15:01
Hver vinnur keppnina um bestu nýju útgáfuna af SS pylsulaginu? Kosning um bestu nýju útgáfuna af SS pylsulaginu hófst á Vísi í síðustu viku. Lífið samstarf 17. maí 2023 13:13
Krakkarnir fái sér morfín í sófanum heima meðan foreldrarnir sóla sig á Tene „Þetta er orðið svo rosalega hart í dag. Ég meina, ég missti einn besta vin minn um daginn úr ópíóðafíkn, ofneyslu,“ segir tónlistarmaðurinn Kristmundur Axel í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni. Lífið 17. maí 2023 07:01
Blár Porsche varð fyrir valinu þegar bleikur var ekki til Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, eða Prettyboitjokko, keyrir um á ljósblárri glæsibifreið af tegundinni Porsche Taycan en hefði viljað hann bleikan. Lífið 16. maí 2023 20:01
Skiptar skoðanir hlustenda Útvarps Sögu um ágæti Loreen Hlustendur Útvarps Sögu eru misánægðir með úrslitin í Eurovision um síðustu helgi. Lífið 16. maí 2023 13:30
Garðar Cortes er látinn Garðar Cortes, óperusöngvari með meiru, andaðist að morgni sunnudagsins 14. maí. Með honum er genginn einhver allra áhrifamesti einstaklingur íslensks tónlistarlífs undanfarinna áratuga. Menning 16. maí 2023 06:00
The Weeknd fleygir listamannsnafninu Kanadíska poppstjarnan The Weeknd hefur tekið upp sitt eigið nafn á samfélagsmiðlum, Abel Tesfaye, í stað síns heimsfræga nafns The Weeknd. Hann hefur áður rætt opinskátt um að vilja losna undan listamannsnafninu. Tónlist 15. maí 2023 23:38
Hildur endurheimti hljóðfærið Tónskáldið Hildur Guðnadóttir hefur endurheimt einstakt hljóðfæri, sem stolið var þegar brotist var inn á heimili hennar í Berlín í fyrradag. Hljóðfærið, sem minnir á selló og er kallað dórófónn í höfuðið á hönnuði þess Halldóri Úlfarssyni, vakti heimsathygli árið 2020 þegar Hildur notaði það í tónlist stórmyndarinnar Joker. Lífið 15. maí 2023 17:43
Þessi skipuðu íslensku dómnefndina í Eurovision Íslenska dómnefndin í Eurovision í ár samanstóð af fimm einstaklingum úr ólíkum áttum í íslensku tónlistarlífi. Tónlist 15. maí 2023 10:12
Loreen kemur til landsins: „Nafnið hans byrjar á Ólafur“ Nýbakaður sigurvegari Eurovision kemur senn til landsins til þess að starfa með íslenskum tónlistarmanni. Til þessa hefur hún ekki viljað gefa upp hver það er en í viðtali á dögunum sagði hún að nafnið hans byrjaði á „Ólafur.“ Ólafur Arnalds tónlistarmaður deildi myndskeiði af viðtalinu á Twitter. Tónlist 14. maí 2023 11:03
„Við smullum strax saman“ Söngleikjaparið Vala Guðna og Garðar Thor Cortes hafa fyrir löngu gert garðinn frægan en þau slógu fyrst í gegn sem Tóný og María í Þjóðleikhúsinu. Nú, tæpum þrjátíu árum síðar taka þau aftur saman höndum með nýskipaðri söngleikjadeild innan Söngskólans í Reykjavík. Lífið 14. maí 2023 10:51
Sjáðu langþráðan Eurovision-flutning Daða Freys Daði Freyr Pétursson flutti í fyrsta sinn lag á Eurovision-sviði í kvöld, þrátt fyrir að hafa í tvígang verið valinn fulltrúi Íslands í keppninni. Daði Freyr heillaði áhorfendur á úrslitakvöldi keppninnar í Liverpool með lagi úr smiðju bresku stúlknasveitarinnar Atomic Kitten. Lífið 13. maí 2023 22:46