Hömlulaus og hamingjusamur í kvenmannsklæðum „Ég fór í fyrsta skipti í drag fyrir kannski þremur árum síðan. Þá var ég veislustjóri hjá systur minni sem var að gifta sig og þá kom ég fram sem þetta „alter ego“ sem heitir Hafdís Alda,“ segir tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni síðastliðinn laugardag. Lífið 18. október 2022 20:05
Gefa út vögguvísur fyrir fullorðna Fjölmiðla- og tónlistarkonan Vala Eiríksdóttir var að senda frá sér plötuna Værð ásamt Stefáni Erni Gunnlaugssyni. Platan sækir í gömul íslensk dægurlög sem fullorðið fólk getur tengt við æsku sína. Blaðamaður tók púlsinn á Völu. Tónlist 18. október 2022 16:30
Fjölskylda George Floyd íhugar málaferli gegn Kanye Fjölskylda George Floyd sem myrtur var af lögreglumönnum í Minneapolis í maí árið 2020 íhugar nú að fara í mál við rapparann Kanye West. Kanye sagðist efast um orsök dauða Floyd í hlaðvarpsþætti í vikunni. Erlent 18. október 2022 06:58
Sykurmolinn snýr aftur Sykurmolinn, lagakeppni X977 þar sem óþekktir tónlistarmenn fá tækifæri til þess að koma sér á framfæri, snýr nú aftur. Nafnið Sykurmolinn er eins og nafnið gefur til kynna skírskotun í íslenska tónlistarsögu. Lífið samstarf 17. október 2022 14:16
Stærstu poppstjörnur landsins kvaddar í herinn Poppstjörnurnar í suður-kóresku hljómsveitinni BTS hafa verið kvaddar í herinn munu á næstunni sinna herskyldu í suður-kóreska hernum. Tónlist 17. október 2022 11:23
Öllum hljóðfærum Steinunnar stolið: Býðst til að borga þjófinum og baka súkkulaðiköku fyrir hann Öllum hljóðfærum tónlistarkonunnar Steinunnar Eldflaugar Harðardóttur var stolið úr hljóðveri sem hún leigir með nokkrum vinum sínum í dag. Hún segir tjónið aðallega vera tilfinningalegt og lofar ríkulegum fundarlaunum verði hljóðfærunum skilað. Innlent 16. október 2022 21:24
Bríet í fyrsta sæti Íslenska listans Íslenska stórstjarnan Bríet situr á toppi Íslenska listans í þessari viku með ábreiðu af laginu Dýrð í dauðaþögn en lagið hefur verið á leið upp listann að undanförnu. Tónlist 15. október 2022 16:01
„Platan varð eiginlega óvart til“ „Platan varð eiginlega óvart til,“ segir söngvarinn Aron Hannes Emilsson í samtali við Vísi. Hann var að gefa út plötuna Twenties í dag og nýlega varð hann einnig faðir. Hann segir plötuna vera yfirferð á fyrri helming þrítugsaldursins þar sem hann fer yfir ástina, hugsanir, heimþrá og óöryggið. Lífið 14. október 2022 14:30
Lag sem leitar að tilgangi lífsins Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi við lag sem ber nafnið Nýr heimur. Lagið er titillag fjórðu seríu ÉG BÝÐ MIG FRAM, sem verður frumsýnd 11. nóvember í Tjarnarbíói. Laginu er lýst sem léttu og skemmtilegu danslagi sem þó er innihalds- og áhrifaríkt og fjallar um að finna tilgang lífsins. Tónlist 14. október 2022 11:30
Japanska tónskáldið Toshi Ichiyanagi látinn Japanska tónskáldið Toshi Ichiyanagi, sem þekktur var fyrir tilraunakenndar tónsmíðar sínar, er látinn, 89 ára að aldri. Ichiyanagi var eiginmaður listakonunnar Yoko Ono á árunum 1956 til 1962 og störfuðu þau meðal annars saman að listsköpun. Menning 14. október 2022 09:59
Jón Jónsson er Kalli káti krókódíll! Dásamleg fjölskyldumynd stútfull af gleði og söng! Albumm 13. október 2022 15:31
„Konur geta verið allt sem þær vilja án þess að gefa afslátt af kynþokkanum“ Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi við lagið Pamela með söngkonunni Heíu sem heitir réttu nafni Helga Soffía Ólafsdóttir. Blaðamaður tók púlsinn á Heíu og fékk að heyra nánar frá innblæstrinum á bak við myndbandið. Tónlist 13. október 2022 11:30
Haganesvík langt frá því að vera eitthvert Disneyland Líf hefur færst á ný í eyðiþorpið Haganesvík í Fljótum. Bandaríska lúxushótelið að Deplum breytti gömlu verslunarhúsi í hljóðupptökuver og gömlu sláturhúsi í íþróttasal - allt fyrir efnaða ferðamenn til að stytta sér stundir. Innlent 12. október 2022 22:22
„Ég er með orkideur á heilanum” JFDR – er listamannsnafn Jófríðar Ákadóttur, en tilkynnt var í dag um að hún hafi skrifað undir útgáfusamning við breska útgáfufyrirtækið Houndstooth. Albumm 12. október 2022 21:21
Hulunni loksins svipt af Húgó Maðurinn á bak við Húgó var afhjúpaður í samnefndum þáttum á Stöð 2 í kvöld. Mikil leynd hefur ríkt yfir því hver sé á bak við grímuna hjá tónlistarmanninum sem kom fram á sjónarsviðið í fyrra. Lífið 12. október 2022 20:00
Húgó afhjúpaður í kvöld á Stöð 2 Mikil leynd hefur verið um hver sé á bakvið grímuna Húgó, sem hefur gefið út vinsæl lög og komið víða fram síðustu mánuði. Lífið samstarf 12. október 2022 16:51
Klara söng á meðan Kim Kardashian gekk inn á veitingastað í Mílanó Glöggir áhorfendur The Kardashians raunveruleikaþáttanna máttu heyra kunnuglega rödd óma í tveimur atriðum í nýjasta þættinum. Það er engin önnur en hin íslenska tónlistarkona Klara Elíasdóttir eða Klara Elias sem syngur í þessum heimsfrægu þáttum - og það ekki í fyrsta sinn. Lífið 12. október 2022 14:22
Blake Shelton hættir í The Voice „Ég hef tekið ákvörðun um að tími sé kominn fyrir mig að hætta í The Voice eftir næstu seríu,“ sagði kántrí söngvarinn Blake Shelton í tilkynningu. Það er óhætt að segja að þættirnir hafi breytt lífi hans en í þeim kynntist hann meðal annars núverandi eiginkonu sinni Gwen Stefani. Lífið 12. október 2022 12:31
JFDR skrifar undir samning við breskt útgáfufyrirtæki Tónlistarkonan Jófríður Ákadóttir, einnig þekkt sem JFDR var að skrifa undir samning við breska útgáfufyrirtækið Houndstooth. Hún var einnig að gefa út smáskífuna „The Orchid“ en laginu fylgir nýtt myndband. Tónlist 11. október 2022 18:01
Vinátta í Eurovision leiddi til tónleika í Hörpu Portúgalska Eurovision söngkonan Maro kemur fram í Hörpu næstkomandi mánudagskvöld á tónleikum Systra í Kaldalóni. Vinskapurinn myndaðist á keppninni í Torino í vor og segjast Systur spenntar að taka á móti henni. Tónlist 11. október 2022 15:31
„Lagið er algjör ástarjátning“ Söngkonan Kristín Sesselja gaf út lagið Rectangular Bathroom Tiles síðastliðinn föstudag. Í laginu sækir hún meðal annars innblástur í ástina, samtöl við fyrrverandi kærastann sinn og hornréttar baðherbergis flísar. Blaðamaður tók púlsinn á henni og fékk að heyra nánar frá tónlistinni og lífinu. Tónlist 11. október 2022 14:31
Tónleikaferðalag og ný plata á leiðinni Bandaríska popp-pönk hljómsveitin Blink-182 ætlar sér á tónleikaferðalag á næsta ári til að fagna útgáfu nýrrar plötu sem kemur út á næstunni. Hljómsveitin gefur út nýtt lag á föstudaginn. Tónlist 11. október 2022 14:29
Ást, dauði og sálfræðingar á fyrstu breiðskífu Kvikindis Rafpoppþríeykið Kvikindi var að senda frá sér plötu síðastliðinn föstudag. Þetta er þeirra fyrsta breiðskífa og ber titilinn Ungfrú Ísland. Tónlist 10. október 2022 15:31
Hópur fólks hvatt listafólk til að spila ekki á Airwaves Hópur fólks sem berst gegn stefnu íslenskra stjórvalda varðandi hælisleitendur hefur hvatt listafólks til að spila ekki á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. Forsvarsmenn Airwaves segjast ekki skilja hvaða hagsmunum það þjónar að knésetja hátíðina. Innlent 10. október 2022 14:46
Kanye bannaður eftir ásakanir um gyðingahatur Rapparanum Kanye West var um helgina úthýst af Instagram og Twitter eftir að hafa birt færslur sem hvöttu til ofbeldis gegn gyðingum. West segist ekki geta verið gyðingahatari því hann sé svartur. Lífið 9. október 2022 22:58
„Göngugrindahlaup og hjólastólarallý“ á vinsælum böllum Hrafnistu Svokallað göngugrindahlaup og hjólastólarallý eru vikulegir viðburðir á Hrafnistu að sögn söngkonu sem syngur reglulega fyrir heimilismenn. Hún segir söng og dans færa eldra fólki ómælda hamingju. Lífið 9. október 2022 19:40
Tónlist varð eins og skuldabréf og verðið rauk upp Stofnendur Öldu Music, sem er rétthafi að bróðurparti allrar íslenskrar tónlistar og var fyrr á árinu selt til Universal Music Group, sáu fyrir sér að streymisveitur myndu gjörbreyta rekstrargrundvelli íslenskrar tónlistar. Stöðugt tekjustreymi ásamt lágu vaxtastigi gerði það að verkum að verðmiðinn á tónlist, þar á meðal íslenskri tónlist, margfaldaðist á örfáum árum. Innherji 9. október 2022 10:00
Armensk Eurovision söngkona slær í gegn Söngkonan Rosa Linn keppti fyrir hönd Armeníu í Eurovision síðastliðið vor með lagið Snap en það situr í fjórða sæti Íslenska listans þessa vikuna, tæpum fimm mánuðum eftir keppnina. Tónlist 8. október 2022 16:01
Regnbogahátíð í Mýrdalnum um helgina Það iðar allt af lífi í Vík í Mýrdal og í sveitunum þar í kring um helgina því Regnbogahátíð fer þar fram um helgina. Um er að ræða menningarhátíð þar sem boðið er upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá fyrir unga, sem aldna. Lífið 8. október 2022 12:16
Skapa ævintýralegan heim með nýrri plötu Hljómsveitin Sycamore Tree er skipuð Gunna Hilmarssyni og Ágústu Evu Erlendsdóttir. Þau voru að senda frá sér plötuna Colors en hún hefur verið í bígerð í yfir þrjú ár. Blaðamaður tók púlsinn á Gunna. Tónlist 7. október 2022 14:32