Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

„Það er nú ekki flóknara en það“

Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, er með frægari tónlistarmönnum okkar Íslendinga og á marga smelli að baki sér. Ásamt því að vera atvinnu rappari mun hann sinna hlutverki dómara í Idolinu sem fer af stað á Stöð 2 í vetur. Herra Hnetusmjör kemur fram á Þjóðhátíð í ár og segir að hátíðargestir megi búast við skemmtun á heimsmælikvarða.

Tónlist
Fréttamynd

Euro­vision verður í Bret­landi á næsta ári

Söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva, Eurovision, verður haldin í Bretlandi á næsta ári. Úkraína sigraði keppnina í ár og ætti því samkvæmt reglunum að halda keppnina á næsti ári en ekki er hægt að tryggja öryggi allra gesta þar vegna innrásar Rússa inn í landið. Því var ákveðið að keppnin færi fram í öðru landi.

Lífið
Fréttamynd

Sia er óstöðvandi

Söngkonan Sia er mætt á Íslenska listann á FM957 með lagið Unstoppable í nýjum búning tónlistarmannsins R3HAB. Sia hefur verið virk í tónlistarheiminum síðastliðna tvo áratugi og slær ekki slöku við, því má með sanni segja að hún sé óstöðvandi eins og lagið gefur til kynna.

Tónlist
Fréttamynd

„Þegar við tókum síðan Í larí lei þá ætlaði allt um koll að keyra“

Hljómsveitin Stuðlabandið var að senda frá sér myndband frá Kótelettunni 2022 þar sem þeir taka lagið Í larí lei, sem Sigga Beinteins gerði ódauðlegt árið 1998 og er að finna á plötu hennar Flikk Flakk. Nú 24 árum síðar er lagið að ná nýjum hæðum og virtust tónleikagestir hæstánægðir með þetta lagaval Stuðlabandsins, þar sem allir sungu hátt og snjallt með.

Tónlist
Fréttamynd

Skjaldbökudans, panflauta og nokkur þúsund Maríubænir

Hljómsveitin XXX ROTTWEILER á fjöldann allan af lögum að baki sér og hefur komið fram víðs vegar um landið í gegnum árin. Sem dæmi er 21 ár síðan Rottweiler steig fyrst á svið í Herjólfsdalnum og er meðal atriða sem koma fram í ár. Blaðamaður tók púlsinn á Erpi Eyvindarsyni, jafnan þekktur sem Blaz Roca, meðlimi sveitarinnar.

Tónlist
Fréttamynd

„Við vorum bara siglandi þarna ofan á þeim, rappandi og hlæjandi“

Hljómsveitin Reykjavíkurdætur var að senda frá sér lagið Sirkús en þær munu frumflytja lagið fyrir Íslendinga á Þjóðhátíð um næstu helgi. Meðlimir sveitarinnar hafa átt viðburðaríkt sumar og komið mikið fram, bæði hérlendis og erlendis. Blaðamaður tók púlsinn á stelpunum og fékk að heyra nánar frá því.

Tónlist
Fréttamynd

Britney ber á Instagram

Poppstjarnan Britney Spears hefur á síðustu misserum birt myndir af sér í litlum klæðum á Instagram síðu sinni. Fyrr í dag fengu aðdáendur hennar að sjá nýja myndasyrpu frá Britney sem segist vera í Lundúnum.

Lífið
Fréttamynd

Styður við frekari útflutning íslenskrar tónlistar

Útflutningssjóður íslenskrar tónlistar og ÚTÓN, Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar, kynna nýjan styrk fyrir framleiðslu á kynningarefni sérstaklega. Þetta kemur til viðbótar við ferða- og markaðsstyrki sem þegar er hægt að sækja í sjóðinn.

Tónlist
Fréttamynd

Albumm heldur tónleika á Sirkus - Geimleikar!

Albumm heldur sína fyrstu tónleika í langan tíma og það á flottasta stað bæjarins, Sirkus. Tónleikarnir eru samstarfsverkefni á milli Albumm.is og Extreme Chill Festival en um ræðir sérstakt "showcase" fyrir hátíðina sem fer fram í Reykjavík dagana 6-9 október næstkomandi.

Albumm
Fréttamynd

„Hún kann að halda mér niðri á jörðinni ef hausinn fer á eitthvað flug“

Magnús Kjartan Eyjólfsson, forsöngvari og gítarleikari Stuðlabandsins, sér um brekkusönginn í ár. Hann stóð vaktina í síðasta brekkusöng þar sem engir áhorfendur voru í dalnum en söng sig inn í hjörtu margra landsmanna á skjánum heima. Blaðamaður tók púlsinn á Magnúsi Kjartani, sem fór á sína fyrstu Þjóðhátíð fyrir rúmum tveimur áratugum.

Tónlist
Fréttamynd

Sambandsslit og nostalgía

Tónlistarmaðurinn snny var að senda frá sér nýtt lag sem ber nafnið Flying In The Dark. Snny er frá Bandaríkjunum en hefur búið á Íslandi með íslensku kærustu sinni og barni síðustu ár.

Tónlist
Fréttamynd

„Svo ræski ég mig, set upp sólgleraugun og negli á svið“

Hljómsveitin Hipsumphaps gerði garðinn frægan með fyrsta laginu sínu Lífið sem mig langar í sem kom út árið 2019. Sveitin hefur síðan þá verið vinsæl víða um landið og spilað á ýmsum hátíðum. Blaðamaður tók púlsinn á Fannari Inga, söngvara sveitarinnar.

Tónlist
Fréttamynd

„Við bjuggum eitthvað til og nú kunna aðrir það“

Hljómsveitin FLOTT er skipuð fimm tónlistarkonum úr ólíkum áttum tónlistarheimsins, þeim Ragnhildi, Sylvíu, Sólrúnu Mjöll, Eyrúnu og Vigdísi. FLOTT hefur vakið athygli undanfarin misseri, voru sem dæmi með lag í Áramótaskaupinu og skrifuðu í vetur undir samning við Sony. Stelpurnar koma fram á Þjóðhátíð í ár en þetta er í fyrsta skipti sem þær sækja hátíðina.

Tónlist
Fréttamynd

Allir að verða tilbúnir fyrir sögulega Þjóðhátíð: „Þetta er svo töfrandi staður“

Mikil eftirvænting er í Eyjamönnum fyrir Þjóðhátíð þetta árið eftir vonbrigði síðustu tvö ár. Í annað sinn í sögunni er Þjóðhátíðarlagið samið og flutt af konu og í fyrsta sinn verða aðeins konur á sviðinu þar sem Kvennakór Vestmannaeyja verður með Klöru Elias að flytja lagið Eyjanótt. Fyrsta æfingin fór fram á dögunum og er óhætt að segja að einhverjir verði með gæsahúð eftir tvær vikur.

Innlent
Fréttamynd

Kodak Black enn og aftur hand­tekinn

Bill Kahan Kapri, betur þekktur sem Kodak Black, var handtekinn í gær í Flórída-ríki. Þetta er í áttunda skiptið sem þessi 25 ára rappari er handtekinn og í annað sinn á þessu ári.

Lífið