Damon Albarn tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna Damon Albarn er á meðal þeirra sem hljóta tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna í ár. Damon, sem gerði garðinn frægan með Blur og síðar Gorillaz er nú orðinn íslenskur ríkisborgari. Tónlist 17. mars 2022 17:52
Pallborðið: Dramatíkin í Söngvakeppninni Það virtist koma flestum landsmönnum á óvart þegar Sigga, Beta og Elín höfðu betur gegn Reykjavíkurdætrum í Söngvakeppni sjónvarpsins á laugardag. En lá sigur þeirra ef til vill alltaf í loftinu? Er Twitter bara bergmálshellir og endurspeglar kannski ekki vilja þjóðarinnar? Lífið 17. mars 2022 12:16
Framlag Serbíu til Eurovision vekur athygli Serbía hefur valið sitt framlag til Eurovision í ár og er söngkonan Konstrakta strax komin með mikinn meðbyr. Eins og staðan er núna er Serbíu spáð í 17. sæti í keppninni samkvæmt veðbanka Betson. Tónlist 17. mars 2022 09:56
Þessir listamenn koma fram á Hlustendaverðlaununum 2022 Næstkomandi laugardagskvöld, 19. mars, fara Hlustendaverðlaunin fram með pomp og prakt. Úrvalslið íslenskra tónlistarmanna kemur fram á hátíðinni sem fer fram í Kolaportinu en rýmið mun skarta glænýju útliti þar sem öllu er tjaldað til. Hægt verður að fylgjast með hátíðinni í beinni útsendingu bæði á Stöð 2 og hér á Vísi. Tónlist 16. mars 2022 20:01
Glowie hefði viljað fá ADHD greininguna miklu fyrr „Ég fékk náttúrulega greiningu ótrúlega seint,“ segir tónlistarkonan Glowie, eða Sara Pétursdóttir, um lífið með ADHD. Glowie er gestur vikunnar í þættinum Á rúntinum hér á Vísi. Lífið 16. mars 2022 16:31
Indí smellur um ástina og óttann Tónlistarmaðurinn Elvar gaf í dag út lagið Heartbeat Away From Heartbreak. Lagið er kraftmikið indí popplag en textinn fjallar um óttann við að missa ástina og hamingjuna. Albumm 16. mars 2022 14:31
Breyta búningunum fyrir Eurovision en ætla ekki að dansa Elín og Beta Eyþórsdætur ræddu sigurinn á Söngvakeppninni í Bítinu á Bylgjunni fyrr í dag. Þær eru á fullu að skipuleggja og æfa sig og ætla að gefa út nýja tónlist saman áður en þær fara út og eru því á leið í hljóðverið. Tónlist 15. mars 2022 13:31
Reykjavíkurdætur höfðu forystu hjá dómnefnd og almenningi fyrir einvígið Búið er að opinbera niðurstöðurnar úr öllum hlutum Söngvakeppninnar á laugardag. Í nýrri fréttatilkynningu frá RÚV kemur fram að Reykjavíkurdætur hafi verið með forystu eftir fyrri hluta keppninnar en Elín, Sigga og Beta höfðu svo afgerandi sigur í símakosningunni í einvíginu sem tryggði þeim flugmiðann til Ítalíu. Tónlist 15. mars 2022 10:36
Tónlistarmínútur með Steinari Fjeldsted – Popplög og Britpoppari! Steinar Fjeldsted hjá Albumm.is fer alla fimmtudaga yfir það helsta sem er að gerast í Íslenskri tónlist í Tónlistarmínútum hjá Ósk Gunnars á FM957. Albumm 14. mars 2022 14:30
Ekki komið til greina að birta gögn um niðurstöður á úrslitakvöldinu Ekki hefur komið til greina að birta hrágögn um niðurstöður kosninga í Söngvakeppni sjónvarpsins á úrslitakvöldinu. Von er á gögnunum annað hvort á morgun eða hinn að sögn framkvæmdastjóra keppninnar. Lífið 14. mars 2022 13:51
Héldu sjálfar með Reykjavíkurdætrum Eyþórsdætur unnu afgerandi sigur í söngvakeppni sjónvarpsins í gær. Það kom þeim sjálfum ekki síst á óvart en þær eins og flestir höfðu gert ráð fyrir sigri Reykjavíkurdætra. Lífið 13. mars 2022 20:54
Engin bilun á símkerfum sem hafði áhrif á úrslitin Úrslit Söngvakeppni sjónvarpsins í gærkvöldi komu mörgum á óvart en þær Eyþórsdætur lögðu Reykjavíkurdætur að velli í lokaeinvígi kvöldsins. Margir vildu kenna bilun í símkerfi um að atkvæði hafi ekki skilað sér til Reykjavíkurdætra en forsvarsmenn keppninnar vísa því á bug. Lífið 13. mars 2022 13:26
Reykjavíkurdætur þakklátar þrátt fyrir ósigur Það voru þær Sigga, Beta og Elín sem sigruðu í Söngvakeppni sjónvarpsins með laginu Með hækkandi sól í gærkvöldi. Þær systur höfðu betur eftir einvígi við Reykjavíkurdætur en þær síðarnefndu þóttu sigurstranglegastar að mati veðbanka. Reykjavíkurdætur eru þrátt fyrir það þakklátar. Lífið 13. mars 2022 11:27
Sjáðu KALEO flytja lagið Backbone í íshelli við Breiðamerkurjökul Mosfellska hljómsveitin Kaleo sendi í gær frá sér myndband þar sem sjá má hljómsveitina flytja lagið Backbone í íshelli við Breiðarmerkurjökul. Lagið kom út á plötunni Surface Sounds á síðasta ári en um svipað leyti var myndbandið tekið upp í fimmtán stiga frosti. Lífið 12. mars 2022 22:42
Úrslitin í Söngvakeppninni: Með hækkandi sól framlag Íslands í Tórínó Sigga, Beta og Elín sigruðu í Söngvakeppni sjónvarpsins fyrr í kvöld með laginu Með hækkandi sól. Þær systur unnu einvígi við Reykjavíkurdætur en þær síðarnefndu þóttu sigurstranglegastar að mati veðbanka. Lífið 12. mars 2022 22:15
Friðrik Dór stekkur beint í fyrsta sæti íslenska listans: „Lagið Bleikur og blár varð til mjög áreynslulaust“ Söngvarinn Friðrik Dór situr í fyrsta sæti íslenska listans þessa vikuna með lagið „Bleikur og blár“. Lagið er splunkunýtt á lista en það er að finna á plötunni Dætur sem Friðrik sendi frá sér fyrr á árinu. Tónlist 12. mars 2022 16:01
Albarn þakkar Íslendingum gestrisnina með tónleikum Haldnir voru tónleikar í öllum sölum Hörpu í kvöld og þeirra á meðal voru tónleikar íslenska ríkisborgarans Damon Albarn, sem kveðst vilja þakka Íslendingum fyrir gestrisnina með tónleikunum. Lífið 11. mars 2022 23:25
Bensol er plötusnúður mánaðarins Dansþáttur þjóðarinnar, PartyZone, útnefnir plötusnúð mánaðarins í vetur og mun hann setja saman eitt eða fleiri „mixteip“ með danstónlist. Hann hefur frjálsar hendur og setur saman sett með tónlist sem hann er með í spilun þá stundina og einkennir hann eða hana tónlistarlega. Tónlist 11. mars 2022 17:01
„Það má segja að við séum sálufélagar í lífi og list“ Rakel Björk Björnsdóttir og Garðar Borgþórsson eru að gefa út plötuna ÞAU taka Vestfirði í dag en bæði eru þau rokkarar úr Hafnarfirði sem litar samstarfið. Platan inniheldur frumsamin lög við ljóð eftir vestfirsk skáld og hefur djúpar menningarlegar rætur. Lífið 11. mars 2022 14:31
Brautryðjandi með hljóði sínu Alt-pop tónlistakonan OWZA (Ása Margrét Bjartmarz) var að gefa út sı́na fyrstu EP-plötu, Zzz. Með dökkum tónum, þungum bassa og áhrifum frá alt-poppi, r&b, ambience og trap, tekur ‘Zzz’ hlustandann ı́ ferðalag um að tı́na sjálfum sér, svefnlausar nætur og miskunnarlausa hegðun og á sama tı́ma býður hún þér ı́ annan heim fullan af mjúkum skýjum á fjólubláum himni. Albumm 10. mars 2022 14:32
TikTok stjarna keppir fyrir Breta í Eurovision Söngvarinn Sam Ryder verður fulltrúi Bretlands í Eurovision í ár. Sam er vinsæl TikTok stjarna og þekktur fyrir einstaklega flotta rödd. Tónlist 10. mars 2022 14:03
Sigur Rós með stórtónleika í Laugardalshöll í nóvember Hljómsveitin Sigur Rós lokar tónleikaferðalagi sínu heima á Íslandi. Tónleikarnir munu fara fram í Laugardalshöll 25. nóvember. Forsala á tónleikana hefst 16. mars klukkan níu. Tónlist 10. mars 2022 12:11
Barnakór Ísakskóla söng með Siggu, Betu og Elínu Barnakór Ísaksskóla hefur verið að æfa lagið Með hækkandi sól, sem keppir í úrslitum Söngvakeppninnar á laugardag. Flytjendur lagsins eru Sigríður, Elísabet og Elín Eyþórsdætur. Tónlist 10. mars 2022 09:31
Býr til útópíska heima María Guðjohnsen starfar sem þrívíddarhönnuður og listakona og er búsett í New York. Hún hefur unnið að ýmsum skapandi verkefnum undanfarið sem vakið hafa mikla athygli. Má þar meðal annars nefna grafíkina fyrir Söngvakeppnis atriði Reykjavíkurdætra í ár. Blaðamaður hafði samband við Maríu um listina, lífið og skapandi verkefni. Menning 9. mars 2022 15:30
Ultraflex þvinga þig til að slappa af „Slappaðu af,“ syngja Katrín Helga Andrésdóttir, eða Special K, og Kari Jahnsen, eða Farao, í skipunartón í nýju myndbandi. Gera hlustandanum ljóst að hann eigi að taka því rólega. Saman mynda þær íslensk-norska diskódúettinn Ultraflex, og nýta sér gjöfula uppskeru listlíkissögunnar sem innblástur fyrir bæði hljóð og mynd. Tónlist 9. mars 2022 09:01
Vottaði rússneskri þjóð sem lent hafi í klóm „sturlaðs einræðisherra“ samúð Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar flutti í kvöld ávarp á friðartónleikum sem haldnir voru í Hallgrímskirkju vegna stríðsins í Úkraínu. Íslenskt tónlistarfólk flutti tónlist fyrir þá sem voru samankomnir í kirkjunni og mótmæltiþar hernaðarbrölti rússneskra stjórnvalda. Innlent 8. mars 2022 21:49
Er sumar hittarinn fæddur? Tómas Welding var að gefa út lagið Taste og er það unnið í samstarfi með Pálma Ragnari Ásgeirssyni. Albumm 8. mars 2022 20:00
Lagahöfundur og söngkona Let It Go hrósa úkraínsku stúlkunni Söngur lítillar stúlku í neðanjarðarbyrgi í Kænugarði í Úkraínu hefur vakið athygli víða um heiminn. Stúlkan sem heitir Amelia syngur lagið Let It Go úr Disney teiknimyndinni Frozen á sínu móðurmáli. Lífið 8. mars 2022 15:21
Fullt út úr dyrum á friðartónleikum í Hallgrímskirkju Boðað var til friðartónleika í Hallgrímskirkju klukkan 18 í dag vegna innrásar Rússlands í Úkraínu. Margir af fremstu listamönnum þjóðarinnar komu fram. Tónleikarnir voru í beinni útsendingu á Vísi. Lífið 8. mars 2022 15:00
GDRN með einstakan flutning á Jealous Guy Í Glaumbæ á Stöð 2 á föstudagskvöldið mættu söngkonurnar Stefanía Svavars og GDRN en þemað að þessu sinni var ástarsorgarlög. Tónlist 8. mars 2022 12:31