Veður

Veður


Fréttamynd

„Búumst við hinu versta en vonum það besta“

Borgarstarfsmenn eru nú á fullu við að tryggja niðurföll og tugum flugferða hefur verið aflýst vegna veðurspár, sem gerir ráð fyrir hvassviðri og asahláku. Gular og appelsínuguglar viðvaranir taka gildi ein af annarri frá hádegi. 

Innlent
Fréttamynd

„Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“

Gular og appelsínugular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir landið allt á morgun. Í tilkynningu Veðurstofunnar segir að mikil úrkoma og hláka geti valdið vatnavöxtum, krapaflóðum og skriðuhættu, sérstaklega á Suður – og Suðausturlandi og Austfjörðum.

Veður
Fréttamynd

Hellis­heiði lokað vegna fastra bíla

Hellisheiðinni var lokað upp úr klukkan sex í kvöld. Það var gert eftir að tveir bílar festust á heiðinni. Að minnsta kosti annar þeirra þverar veginn í Skíðaskálabrekkunni.

Innlent
Fréttamynd

Sex­tíu flug­ferðum af­lýst

Hvassviðri sem gengur yfir landið mun hafa áhrif á flugáætlun Icelandair seinni partinn á morgun, 31. janúar. Flug til Evrópu í fyrramálið er á áætlun en raskanir eru á flugi til Íslands frá Evrópu eftir hádegið á morgun og einnig flugi sem er á áætlun til Norður-Ameríku og Evrópu síðdegis.

Innlent
Fréttamynd

Um­ferð um brautina gangi hægt

Reykjanesbraut hefur verið opnuð aftur eftir um tveggja tíma lokun. Lögreglustjóri segir umferð þó ganga hægt, enda aðstæður erfiðar. Gular viðvaranir eru í gildi víða, en appelsínugular taka gildi á morgun. 

Innlent
Fréttamynd

Appel­sínu­gular við­varanir bætast við þær gulu

Líkt og greint hefur verið frá eru gular viðvaranir í öllum landshlutum um helgina. Nú er einnig búið að gefa út appelsínugular viðvaranir í þremur landshlutum. Það er á Miðhálendinu, Suðausturlandi og í Breiðafirði.

Veður
Fréttamynd

Gult í kortunum

Gular viðvaranir munu taka gildi klukkan tíu í fyrramálið í þremur landshlutum, klukkutíma síðar mun fjórða viðvörunin taka gildi. Viðvaranirnar eru vegna suðaustanhríðarveðurs.

Innlent
Fréttamynd

Eldingar á Ís­landi

Í frétt á Vísi í síðastliðinni viku var sagt frá eldingu sem laust niður í íbúðarhús í Dyrhólahverfi rétt við Vík í Mýrdal. Íbúar hússins urðu fyrir því tjóni að rafmagnstaflan í húsinu eyðilagðist og má segja að hún hafi sprungið sökum eldingarinnar. Leiða má að því líkum að engar eldingavarnir hafi verið til staðar í húsinu, en það hefur verið lenskan hérlendis. Tíðni eldinga á Íslandi er frekar lág miðað við önnur lönd en hættan er þó til staðar.

Skoðun
Fréttamynd

Líkur á eld­gosi fara vaxandi

Aflögunarmælingar sýna áframhaldandi landris og kvikusöfnun undir Svartsengi. Atburðarrásin heldur því áfram á svipaðan hátt og fyrir síðustu gos. Líkanreikningar sýna að magn kviku sem safnast hefur undir Svartsengi nálgast það magn sem kom upp í síðasta eldgosi.

Innlent
Fréttamynd

Snjó­mokstur hófst um klukkan fjögur í nótt

Eiður Fannar Erlendsson yfirmaður vetrarþjónustu Reykjavíkur segir snjómokstur hafa gengið vel í nótt og í morgun. Snjómokstur hófst um klukkan fjögur í nótt og hefur verið kallaður út aukamannskapur til að ryðja snjónum burt.

Veður
Fréttamynd

Vegum lokað vegna snjó­flóða­hættu

Veginum um Raknadalshlíð í Patreksfirði og Kleifaheiði var lokað í kvöld vegna snjóflóðahættu. Snjóflóð hafa fallið á svæðinu og er talin hætta á fleiri flóðum næstu klukkustundir. 

Innlent
Fréttamynd

Snjó­koma í flestum lands­hlutum

Að sögn Veðurstofunnar er í dag útlit fyrir norðvestlæga eða breytilega átt og snjókomu eða él. Búast má við snjókomu í flestum landshlutum.

Veður
Fréttamynd

Út­lit fyrir ró­legt helgarveður

Um helgina er útlit fyrir fremur rólegt veður, samkvæmt Veðurstofunni. Í dag verður norðvestlæg átt, víða gola en strekkingur syðst. Þá verður snjókoma norðantil á landinu, en það mun smám saman draga úr ofankomu sunnanlands. Þá er víða vægt frost.

Veður