Gekk um staðinn eins og hann væri heima hjá sér Sjónvarpskokkurinn Gordon Ramsay var óvæntur gestur á veitingastaðnum OTO á Hverfisgötu í gærkvöldi. Eigandinn vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hann sá nafn kokksins á lista yfir bókanir. Lífið 27. júlí 2023 15:01
Gordon Ramsay sást á kokteilbar í miðborginni Stjörnukokkurinn Gordon Ramsay er enn á ný kominn til Íslands. Sést hefur til hans á kokteilbar í miðborg Reykjavíkur nú í kvöld. Lífið 25. júlí 2023 23:13
Uppselt á veitingastað Friðheima langt fram á haustið Uppselt er í sumar og vel fram á haustið í mat í Friðheimum í Bláskógabyggð vegna mikillar aðsóknar ferðamanna á staðinn. Vínstofan er nýr veitingastaður á Friðheimum þar sem þyngsti bar landsins er en hann er úr tíu tonnum af grjóti. Innlent 24. júlí 2023 20:30
Silli með besta bitann enn og aftur og hleypir öðrum að á næsta ári Sigvaldi Jóhannesson, betur þekktur sem Silli, gerði sér lítið fyrir og átti besta götubitann á Götubitahátíðinni fjórða árið í röð. Hann segist ætla sér stóra hluti á evrópsku götubitahátíðinni í ár en ætlar að leggja spaðann á hilluna að því loknu. Innlent 23. júlí 2023 20:19
Maturinn kláraðist á fyrri degi Götubitahátíðar Götubitahátíðin fer fram í fjórða sinn nú um helgina. Skipuleggjandi hátíðarinnar segir alla geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Matur sem átti að duga alla helgina kláraðist í gær og þurftu starfsmenn vagnanna að eyða nóttinni í að undirbúa meiri mat. Matur 23. júlí 2023 11:29
Minni bjórglös og buddan tæmist hraðar Bjórglösin á mörgum börum miðbæjarins hafa minnkað. Stór bjór, sem áður var í fimm hundruð millilítra glösum, er nú kominn í fjögur hundruð millilítra glös. Um er að ræða tuttugu prósent minnkun bjórglasa. Neytendur, sérstaklega þeir í yngri kantinum, eru ósáttir við þessa þróun enda hefur bjórverðið hækkað töluvert á sama tíma. Neytendur 21. júlí 2023 14:15
Nóró lokaniðurstaðan og endurgreiða veikum gestum Talið er að umfangsmikil hópsýking sem upp kom hjá starfsfólki og gestum á veitingastað Hamborgarafabrikkunnar í Kringlunni hafi verið af völdum nóróveiru. Þetta er niðurstaða embættis sóttvarnalæknis en nokkuð hefur verið á reiki hvort um nóróveirusýkingu hafi verið að ræða eða bakteríu sem veldur líkum einkennum og hefur greinst í álíka hópsýkingum. Innlent 19. júlí 2023 19:26
Hafa greint bæði nóróveirur og E.coli bakteríur en ekkert í matnum Gestir Hamborgarafabrikkunnar greindust sannarlega með nóróveiru. Frá þessu greinir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir í samtali við mbl.is en áður var talið að um bakteríusýkingu hefði verið að ræða. Innlent 19. júlí 2023 06:37
Líklega ekki nóróveira Líkur eru á að hópsmit á Hamborgarafabrikkunni hafi ekki verið af völdum nóróveiru heldur annarrar þekktar bakteríu, sem áður hefur valdið hópsmiti á veitingastöðum. Innlent 16. júlí 2023 18:31
Fabrikkunni á Höfðatorgi lokað í dag Rekstraraðilar Hamborgarafabrikkunnar hafa ákveðið að loka veitingastað sínum á Höfðatorgi í dag og grípa til sóttvarnarráðstafana vegna mögulegrar nóróveirusýkingar á staðnum. Þetta staðfestir framkvæmdastjóri Fabrikkunnar í samtali við Vísi. Viðskipti innlent 14. júlí 2023 11:23
Fabrikkan í Kringlunni opin á ný Hamborgarafabrikkan í Kringlunni opnaði aftur í gær eftir að hafa lokað um stund eftir að hátt í hundrað tilkynningar bárust heilbrigðiseftirliti vegna mögulegrar nóróveirusmita. Framkvæmdastjóri segir sólahringsvinnu hafa falist í því að sótthreinsa staðinn og henda matvælum. Heilbrigðiseftirlitið segir rannsókn á uppruna veikindanna enn standa yfir. Viðskipti innlent 14. júlí 2023 07:22
Hátt í hundrað manns mögulega smitaðir af nóróveiru Hátt í hundrað tilkynningar hafa borist heilbrigðiseftirliti vegna mögulegra nóróveirusmita. Líkur eru á óvenju stóru hópsmiti á veitingastöðum Hamborgarafabrikkunnar. Innlent 13. júlí 2023 19:45
Ætlar að vakna eldsnemma til að baka extra af pizzu og snúðum Síðasti sjens til að fá sér kaffi, snúð og pizzu á Álftaneskaffi er á morgun. Skúli Guðbjarnarson hefur rekið veitinga- og kaffihúsið ásamt eiginkonu sinni Sigrúnu Jóhannsdóttur, síðustu átta árin. Þau ætla nú að skella í lás og taka sér frí í ár til að undirbúa næstu verkefni. Lífið 12. júlí 2023 21:00
Álftaneskaffi lokað: „Bestu snúðarnir, bestu pítsurnar og bestu kökurnar!“ Veitingastaðnum Álftaneskaffi verður lokað í hinsta sinn á föstudag eftir átta ára starfsemi. Sigrún Jóhannsdóttir, annar eigenda staðarins, segir tímabært að hjónin hætti rekstrinum og að eitthvað nýtt og spennandi muni taka við á nesinu. Innlent 12. júlí 2023 14:47
Loka Fabrikkunni til að komast að því hvers vegna fólk veiktist Hamborgarafabrikkan kannar hvers vegna veitingahúsagestir í Kringlunni urðu veikir eftir að hafa snætt á veitingastaðnum um helgina. Framkvæmdastjórinn segir allar slíkar ábendingar teknar alvarlega. Staðnum hefur verið lokað í dag á meðan unnið er að sótthreinsun og sósur sendar í greiningu. Ekki sé rétt að lirfa hafi fundist í hamborgara staðarins. Neytendur 12. júlí 2023 13:27
Hæstiréttur tekur djammbannið ekki til umfjöllunar Málskotsbeiðni eiganda skemmtistaðarins The English Pub í máli gegn íslenska ríkinu hefur verið hafnað. Landsréttur úrskurðaði að djammbannið hafi verið löglegt. Innlent 11. júlí 2023 13:25
Domino´s gerir samning við Apparatus um Domino's appið Domino's á Íslandi hefur samið við hið nýstofnaða hugbúnaðarfyrirtæki Apparatus um þróun og rekstur apps Domino's. Þetta kemur fram í tilkynningu. Viðskipti innlent 10. júlí 2023 10:57
Atvinnumenn í kappáti kljást við íslenska hamborgara Þau Randy Santel og Katina Dejarnett eru þessa stundina stödd á Íslandi en þau eru bæði atvinnumenn í kappáti. Í dag tóku þau mataráskorun á Gastrotruck í Mathöll Granda en á þriðjudaginn er stefnan sett á hamborgarastaðinn 2 Guys. Matur 9. júlí 2023 19:51
Bjór á tilboði á tvö þúsund krónur Íbúum Hlíðahverfis brá í brún við að sjá nýjan verðlista hverfisbarsins. Nú kostar bjórinn þar hvorki meira né minna en tvö þúsund og fimmhundruð krónur. Tvö þúsund á tilboði frá klukkan fimm til níu, þá er sælustund (e. happy hour). Neytendur 5. júlí 2023 16:44
Öll batterí búin: „Ég ákvað að gera þetta á fimmtudegi þegar Friðrik væri farinn til vinnu“ Hún er rétt rúmlega fimmtug og hefur nú þegar afrekað ótrúlega margt. Byrjaði með manninum sínum aðeins 16 ára, menntaði sig sem leikskólakennari og elskaði það starf, en rak hinn geysivinsæla veitingastað Friðrik V um árabil með eiginmanninum. Áskorun 2. júlí 2023 08:00
Bíður sjálf í röð ólíkt Kardashian-systrunum Guðrún Kristmundsdóttir, eigandi Bæjarins beztu, segist sjálf bíða í röð eftir pylsu. Það hafi hins vegar Kardashian-systurnar ekki gert á sínum tíma. Hún segir vinsældir Bæjarins beztu vera miklar, það stafi af vinnu sem farið var í fyrir mörgum árum síðan. Viðskipti innlent 1. júlí 2023 15:01
Veru mathöll lokað Veru mathöll, sem rekin hefur verið í Grósku í Vatnsmýri í Reykjavík, verður lokað á laugardaginn 1. júlí. Viðskipti innlent 27. júní 2023 23:06
Hljóp inn í mathöll með stungusár Karlmaður hljóp særður inn á Pósthús Mathöll við Pósthússtræti í miðbæ Reykjavíkur í kvöld. Rekstrarstjóri mathallarinnar segir hann hafa verið með stungusár. Starfsfólk hafi byrjað að hlúa að honum eftir að hann kom í andyrið. Fljótlega eftir það hafi viðbragðsaðilar verið mættir á svæðið. Innlent 27. júní 2023 00:01
Besti veitingastaður heims er í Perú Besti veitingastaður í heimi er í Perú. Þetta var tilkynnt við hátíðlega athöfn í Valencia á Spáni í vikunni. Þetta er í 21. sinn sem besti veitingastaður heims er tilnefndur og í fyrsta sinn sem veitingastaður í Suður-Ameríku hlýtur nafnbótina. Erlent 25. júní 2023 14:30
Ólafur Laufdal veitingamaður er látinn Ólafur Grétar Laufdal Jónsson veitingamaður lést í gær 78 ára að aldri. Þetta staðfestir fjölskylda Ólafs. Innlent 25. júní 2023 09:17
Vera segir veru Veru vera trygga Meirihluti veitingastaða í Veru mathöll í Grósku er nú lokaður. Stefnt er að því að nýir komi þeirra í stað. Framkvæmdastjóri Grósku segir þar breytinga og endurskipulagningu að vænta, mathöllin muni vera áfram á sínum stað í húsinu. Viðskipti innlent 23. júní 2023 08:45
Grímuklæddir menn brutu rúður á skemmtistað í miðborginni Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í gær um fjóra svartklædda menn með grímur sem fóru að skemmtistað í miðborginni og brutu þar fimm rúður. Innlent 16. júní 2023 06:23
Jómfrúin opnar dyr sínar í Leifsstöð Veitingastaðurinn Jómfrúin hefur opnað dyr sínar á Keflavíkurflugvelli. Jakob Einar Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar, segir markmiðið vera að fanga sömu stemningu og ríkt hefur á Lækjargötunni í áratugi. Viðskipti innlent 15. júní 2023 18:49
Markmiðið að endurvekja gamla B5 „Markmið okkar er að endurvekja stemninguna sem var áður á B5, sjarmann og glamúrinn sem einkenndi staðinn, sem á sínum tíma var besti næturklúbbur borgarinnar,“ segir Vesta Mikute unnusta viðskiptamannsins Sverris Einars Eiríkssonar. Saman reka þau nú skemmtistaðinn Bankastræti Club. Lífið 14. júní 2023 11:50
„Nú er þetta fyrsta hótelið á Íslandi sem er með Michelin-stjörnu“ Veitingastaðirnir Dill og Óx fá að halda sínum Michelin-stjörnum og á verðlaunahátíð Michelin í Finnlandi í gærkvöldi fékk veitingastaðurinn Moss í Bláa lóninu stjörnuna eftirsóttu í fyrsta sinn. Viðskipti innlent 13. júní 2023 22:53