Veitingastaðir

Veitingastaðir

Fréttir af starfsemi veitingastaða á Íslandi.

Fréttamynd

„Ég veit ekkert af hverju borgin klikkaði“

Ég veit ekkert af hverju borgin klikkaði. Það er nákvæmlega þarna sem við viljum bæta okkur,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður Borgarráðs um ástæður þess að rekstraraðilar og íbúar á Hverfisgötu fengu aðeins viku fyrirvara vegna framkvæmdanna sem þar hafa staðið yfir í sumar.

Innlent
Fréttamynd

Segir ástæðulaust að örvænta

Framkvæmdastjóri Jómfrúarinnar segir að yfirstandandi leiðrétting á veitingamarkaði kunni að verða til þess að þeir hafi erindi sem erfiði mest. Frá ársbyrjun 2018 hafa 29 nýir staðir verið opnaðir í miðbænum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Borgin setur milljónir í minni tónleikastaði

Reykjavíkurborg hefur sett á laggirnar úrbótasjóð tónleikastaða í Reykjavík. Sextán milljónir eru ætlaðar í verkefnið sem sagt er að muni auka mannlíf og menningu í borginni. Sjóðnum er ætlað að styrkja minni tónleikastaði. 

Innlent
Fréttamynd

Vogafjós orðið tvítugt

Vogafjós í Mývatnssveit er 20 ára og hefur þeim tímamótum verið fagnað með ýmsum hætti. Meðal annars var nýbygging tekin í notkun og stefnt er að frekari endurbótum.

Innlent
Fréttamynd

Opnuðu kattakaffihús í miðbænum

Þær Gígja og Ragnheiður létu drauminn rætast og opnuðu fyrsta og eina kattakaffihúsið á Íslandi. Þar geta gestir kynnst köttunum og jafnvel fundið nýjan fjölskyldumeðlim.

Lífið
Fréttamynd

Kaffitár tapaði 115 milljónum

Kaffitár tapaði 115 milljónum króna á síðasta ári samkvæmt nýlegum ársreikningi kaffihúsakeðjunnar, en til samanburðar varð 40 milljóna króna tap á rekstri keðjunnar árið 2017.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Telur pylsuvagnsmálið vera á misskilningi byggt

Menningar- íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur lagðist gegn því að pylsuvagn risi fyrir utan Sundhöll Reykjavíkur. Annar þeirra sem hugðist reisa vagninn furðar sig á ákvörðun ráðsins og segir hana hljóta að vera á misskilningi byggða.

Innlent