Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Minnst þréttan manns hafa látið lífið eftir úrhellisrigningu og tilheyrandi flóð í Kerrville í Texas í dag. Fjölmargra annarra er saknað, þar á meðal tuttugu ungra stelpna sem voru í sumarbúðum. Árbakki Guadalupe árinnar reis um átta metra á aðeins 45 mínútum. Erlent 4.7.2025 22:48
Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Miklar umferðartafir eru í Hörgársveit á Norðurlandi vegna umferðarslyss. Vinna á vettvangi stendur yfir og búast má við frekari umferðartöfum. Innlent 4.7.2025 22:18
Inga mundaði skófluna við Sóltún Inga Sæland, félags og húsnæðismálaráðherra, tók í dag fyrstu skóflustunguna að stækkun hjúkrunarheimilisins við Sóltún í Reykjavík. Áætlað er að bæta 67 hjúkrunarrýmum við Sóltún og eru verklok áætluð 2027. Innlent 4.7.2025 21:52
Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Lára Björg Björnsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri miðlunar og samskipta hjá Háskólanum í Reykjavík. Lára mun sinna verkefnum fyrir rektor HR og einnig samskiptasvið háskólans, með áherslu á almannatengsl og miðlun. Hún hefur þegar hafið störf. Innlent 4.7.2025 16:42
Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Atvinnuvegaráðherra hefur undirritað breytingu á reglugerð um veiðar í atvinnuskyni. Breytingin heimilar auknar aflaheimildir til strandveiða sem nemur 1.032 tonnum á fiskveiðiárinu 2024-2025. Við aukninguna eykst heildarafli á strandveiðum úr 10.000 tonnum í 11.032 tonn. Innlent 4.7.2025 16:30
Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innviðaráðherra segir til skoðunar í ráðuneytinu hvort hjörtun í umferðaljósunum á Akureyri verði fjarlægð eins og Vegagerðin hefur óskað eftir við Akureyrarbæ. Ráðherra reyndi að mynda hjarta með fingrum sínum í pontu Alþingis en útkoman var skrautleg. Innlent 4.7.2025 16:03
Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Ísraelsmenn taka að óbreyttu þátt í Eurovision á næsta ári þar sem atkvæðagreiðslu um að meina þeim frá þátttöku var frestað fram á vetur. Fulltrúar Rúv vildu keppnisbann yfir Ísraelsmönnum og líklegt þykir að tillaga þess efnis hefði verið samþykkt ef gengið hefði verið til atkvæðagreiðslu. Innlent 4.7.2025 14:59
Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Evrópskar leyniþjónustustofnanir segja að Rússar noti nú ólögleg efnavopn oftar í hernaði sínum í Úkraínu en áður og hiki ekki við að nota hættulegri efni. Þær telja að herða þurfi á refsiaðgerðum gegn Rússlandi vegna þess. Erlent 4.7.2025 13:50
Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á um hálft kíló af kókaíni, fjögur kíló af marijúana og á annan tug milljóna króna í reiðufé við húsleit á nokkrum stöðum í umdæminu í vikunni. Innlent 4.7.2025 13:38
Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Þrír sóttu um að verða dómari við Landsrétt en skipað verður í embætti frá 1. september 2025. Innlent 4.7.2025 13:36
Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn í Reykjavík í nýrri skoðanakönnun og Sjálfstæðisflokkurinn næst stærstur. Innlent 4.7.2025 13:25
Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Reykjavíkurborg harmar mjög slysið sem varð við Hamrastekk í Breiðholti þann 19. júní síðastliðinn, þar sem sjö ára drengur slasaðist alvarlega þegar ekið var á hann. Innlent 4.7.2025 13:24
Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Ein stærsta ferðahelgi ársins er framundan og stórir viðburðir haldnir víða um land. Goslokahátíð í Vestmannaeyjum nær hápunkti á morgun og þá er búist við fjölmenni á Akranesi í tengslum við Írska daga. Innlent 4.7.2025 13:01
Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Jarðskjálfti að stærð 3,6 mældist í Bárðarbungu í hádeginu, klukkan 12:42. Í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að skjálftar af svipaðri stærð séu nokkuð algengir á svæðinu. Innlent 4.7.2025 12:59
Þingmenn upplitsdjarfir Bjartari tónn er í formönnum þingflokka sem binda vonir við að komast fljótlega að samkomulagi um afgreiðslu mála fyrir þinglok. Veiðigjöldin hafa verið þyngsta málið en þingflokksformaður Viðreisnar segir þeirri umræðu þurfa að ljúka með atkvæðagreiðslu. Innlent 4.7.2025 12:59
Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Ferðamenn frá Bretlandi og Nýja-Sjálandi biðu bana eftir að hafa orðið fyrir árás fíls í safarí-ferð í Sambíu. Erlent 4.7.2025 12:46
Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Lögreglan í Tampere í Finnlandi telur ekki að stunguárás í miðborginni í gær hafi verið hryðjuverk eða rasísk árás. Finnskur karlmaður á þrítugsaldri stakk og særði fernt fyrir utan verslunarmiðstöð. Hann segist ekki hafa þekkt fórnarlömb sín og valið þau af handahófi. Erlent 4.7.2025 11:41
Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Tveir voru handteknir eftir húsleit í Laugardal annars vegar og Kópavogi hins vegar í gær. Handtökurnar tengjast umfangsmikilli rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skipulagðri glæpastarfsemi. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir fimm í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Innlent 4.7.2025 11:38
Þokast í samkomulagsátt á þingi Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um þingstörfin og veiðigjaldafrumvarpið umdeilda. Innlent 4.7.2025 11:29
Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Ymur Art Runólfsson, fertugur karlmaður, hefur verið sakfelldur fyrir að ráða móður sinni bana í íbúð hennar í Breiðholti í Reykjavík í október síðastliðnum. Hann var metinn sakhæfur en þó ekki gerð refsing vegna morðsins. Honum var aftur á móti gert að sæta öryggisvistun. Innlent 4.7.2025 10:49
Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Tyrkneska lögreglan handtók Ismail Abdo, sænskan glæpaforingja, í umfangsmiklum aðgerðum gegn glæpagengjum á fimm stöðum í landinu. Sænsk yfirvöld hafa viljað hafa hendur í hári Abdo eftir gengjastríð sem stigmagnaðist fyrir tveimur árum. Erlent 4.7.2025 10:45
Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Leiðtogar Hamas funduðu í Istanbúl í gær til að ræða tillögur að vopnahléi og gáfu frá sér yfirlýsingu um að þeir ættu einnig í viðræðum við aðra hópa um sameiginlegt svar. Erlent 4.7.2025 10:10
Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Lögreglan handtók tvo í gær eftir húsleit við Austurbrún í Laugardal í Reykjavík annars vegar og í Kópavogi hins vegar. Alls eru fimm í haldi í tengslum við rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skipulagðri glæpastarfsemi. Innlent 4.7.2025 09:39
Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Danir, sem hafa tekið við formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins, vilja að sambandið beiti sér af fullum þunga gegn Ungverjalandi vegna áframhaldandi brota gegn grundvallargildum þess. Til greina kemur að svipta Ungverja atkvæðarétti í ákveðnum málum. Erlent 4.7.2025 09:10