
Íslandsvinir

Annie Leibovitz við tökur á Íslandi
Ljósmyndarinn heimsþekkti Annie Liebowitz er stödd hér á landi við tökur fyrir bandarísku útgáfu tískutímaritsins Vogue.

Segjast hafa borið kennsl á Valla
Forsvarsmenn Seal Rescue Ireland gleðjast yfir því að rostungurinn Valli sé kominn til Íslands en þeir segjast hafa borið kennsl á hrekkjalóminn með því að bera saman gamlar og nýjar myndir af honum.

Samfélagsmiðlastjarnan Logan Paul er á landinu
Í gærkvöldi sást til samfélagsmiðlastjörnunnar og hnefaleikakappans Logan Paul spóka sig um í miðbæ Reykjavíkur, meðal annars á skemmtistaðnum Bankastræti club.

Fékk íslenska einangrun í fimmtugsafmælisgjöf
Bandarískur embættismaður frá Flórída eyddi fimmtugsafmælisferð sinni til Íslands á farsóttarhóteli. Hann segir dvölina hafa verið erfiða, einkum vegna matarins og að sér hafi liðið eins og heimilisketti á hótelinu.

Elif Shafak handhafi Alþjóðlegra bókmenntaverðlauna Halldórs Laxness
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, afhenti í dag rithöfundinum Elif Shafak alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness á Bókmenntahátíðinni í Reykjavík. Að afhendingu lokinni flutti Elif Shafak fyrirlestur Halldórs Laxness.

Sebastian Vettel kom við á Íslandi á leiðinni á Monza
Formúlu 1 ökuþórinn Sebastian Vettvel var staddur á Íslandi á miðvikudag þegar starfsemi hófst í fyrstu og stærstu lofthreinsi- og förgunarstöð í heiminum við Hellisheiðarvirkjun.

Radiohead gróf upp áður óutgefið lag til að kynna nýja endurútgáfu
Breska hljómsveitin Radiohead hefur gefið út áður óútgefið lag til þess að kynna nýja endurútgafu af plötunum Kid A og Amnesiac. Hljómsveitin hefur undanfarin ár verið að kafa ofan í fjársjóðskistuna og hafa ýmsir áður faldir gullmolar litið dagsins ljós.

Fagnar með nokkrum bjórum eftir að hafa hlaupahjólað í kring um landið
Tuttugu og sex ára Breti kláraði hringferð um landið á hlaupahjóli í dag. Hann segist alsæll með ferðina og stefnir á að fá sér nokkra íslenska bjóra til að fagna árangrinum.

„Ég held að þetta sé eitt fallegasta land í heimi“
Hin nítján ára gamla Zara Rutherford, sem ætlar sér að verða yngsta kona sögunnar til þess að fljúga einsömul hringinn í kringum jörðina, lenti á Reykjavíkurflugvelli nú síðdegis.

Kippir sér ekki upp við furðuleg augnaráð þegar hann ferðast um á hlaupahjóli hringinn í kringum landið
Hugh Graham er 26 ára Breti sem ferðast nú á hlaupahjóli hringinn í kringum landið. Hann kippir sér ekki upp við furðuleg augnaráð á þjóðveginum og segir dvölina á Íslandi bestu vikur lífs síns.

Jean Todt kynnir sér íslenska torfæru
Jean Todt, forseti Alþjóða akstursíþróttasambandsins (FIA) fékk einstakt tækifæri í Íslandsheimsókn sinni. Hann fékk að skoða torfærubílinn Heklu sem Haukur Viðar Einarsson tók til kostanna fyrir augum Todt í Hafnarfirði.

Týnda prinsessan skoðaði eldgosið
Latifa prinsessa af Dubai var stödd hér á landi nýlega og skoðaði eldgosið í Geldingadölum. Hún var stödd á landinu með vinkonu sinni Sioned Taylor en þær stöllur virðast hafa verið á ferðalagi um heiminn undanfarið.

Yljar sér enn við að hafa pissað upp á jökli á Íslandi
Game of Thrones stjarnan Kit Harrington er sannkallaður Íslandsvinur eftir að hafa eytt dágóðum tíma hér á landi við gerð þáttanna ofurvinsælu. Hann segir að eitt augnablik hér á landi nýtist honum alltaf þegar hann verður pirraður í vinnunni.

Tan France býður frumburðinn velkominn í heiminn
Sjónvarpsmaðurinn og stílistinn Tan France og eiginmaður hans Rob France eignuðust son á dögunum en fengu loks að taka drenginn heim eftir þrjár vikur á vökudeild.

Michelle Yeoh spókar sig um á Íslandi
Tökur fyrir Netflix-þættina Witcher: Blood Origin hófust hér á landi í dag. Leikarar og aðrir sem koma að þáttunum, þar á meðal leikkonan Michelle Yeoh, hafa birt fjölda mynda frá Íslandi á samfélagmiðlum sínum.

Emma Watson á Íslandi
Leikkonan og aðgerðasinninn Emma Watson er stödd á Íslandi og sást til hennar á röltinu í miðbæ Reykjavíkur í dag.

Allt gekk á afturfótunum hjá YouTube-stjörnu við eldgosið
Tom Scott, sem er með yfir fjórar milljónir áskrifenda á YouTube-rás sinni, hafði í hyggju að ná myndbandi af sér fyrir framan vígalega hrauná þegar hann kom til landsins. Hann bað ekki um mikið meira.

Ramsay ekki viss um að íslenskur hákarl sé ætur
Stjörnukokkurinn Gordon Ramsay er ekki par hrifinn af íslenskum hákarli og gerir hann það dagljóst í þáttunum Uncharted, sem sýndir eru á National Geographic. Í þættinum má sjá Ramsay prófa hákarl hjá Finnboga Bernódussyni, vélsmiði í Bolungarvík.

Nýi sendiherrann sem slegið hefur í gegn á Twitter
Nýr sendiherra Japans á Íslandi hefur vakið mikla lukku á Twitter fyrstu vikur sínar í embætti. Hann kveðst hæstánægður með viðtökur íslenskra fylgjenda sinna og hlakkar til komandi verkefna.

Jay-Z og Beyoncé komu ekki með vélinni
Rapparinn Jay-Z var ekki um borð í einkaþotunni sem lenti á Reykjavíkurflugvelli í dag. Rapparinn vinsæli ferðast iðulega um á þotunni en hún er merkt með íþróttavörumerkinu Puma, sem Jay-Z á í samstarfi við auk þess sem skráningarnúmer hennar vísar beint í rapparann.

Gordon Ramsay á Bankastræti Club í gær og í dag
Stjörnukokkurinn breski Gordon Ramsay nýtur íslenska sumarsins um þessar mundir og var á meðal gesta á Bankastræti Club í gær, samkvæmt ábendingum sem Vísi hafa borist.

Björgólfur naut leiksins með Beckham og félögum
Auðkýfingurinn Björgólfur Thor Björgólfsson lét sig ekki vanta á stórleik Englands og Danmerkur sem fór fram á Wembley fyrr í kvöld.

Tan úr Queer Eye elskar Ísland: „Fallegasti staður sem ég hef á ævinni séð“
Tan France úr hinum vinsælu Netflix-þáttum Queer Eye er nú staddur á Íslandi í fríi. Hann hefur verið duglegur að birta myndir úr fríinu á Instagram og er ljóst að hann er hrifinn af náttúrunni:

Lúxussnekkjan kveður Ísland
Lúxussnekkjan Sailing Yacht A sem vakið hefur talsverða athygli víðs vegar um land síðustu vikur, hefur nú siglt á brott og er leiðinni haldið til Gíbraltar.

Lúxussnekkjur rússneskra auðjöfra í Reykjavíkurhöfn
Tvær lúxussnekkjur rússneskra auðjöfra eru nú í Reykjavíkurhöfn. Þar er annars vegar komin snekkjan Sailing Yacht A, sem komið hefur víða við á landinu síðustu vikur, og hins vegar glæsifleyið Le Grand Bleu.

Orlando Bloom og Mark Burnett nutu sín í þyrluskíðaferð á Tröllaskaga
Leikarinn Orlando Bloom og sjónvarpsframleiðandinn Mark Burnett skelltu sér í þyrluskíðaferð á Tröllaskaga um helgina.

Dolfallinn yfir gosinu í 60 Minutes
Fréttamaðurinn Bill Whitaker fjallar um eldgosið í Geldingadölum í nýju innslagi í 60 Minutes eftir að hafa gert sér sérstaka ferð til landsins til að kynna sér eldsumbrotin. Kunnugleg andlit eru í innslaginu, til að mynda okkar helstu jarð- og eldfjallafræðingar.

Blinken fundar með Guðna, Katrínu og Guðlaugi Þór
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna sem kom til landsins í gær, mun funda með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra klukkan tíu. Að þeim fundi loknum hefur verið boðað til blaðamannafundar í Hörpu og verður sá fundur í beinni útsendingu á Vísi.

Með tárin í augunum á Húsavík
Segja má að Íslendingar hafi hringt inn Óskarsverðlaunin í ár þegar upphitun hátíðarinnar hófst með myndbandi frá Húsavík, þar sem sænska söngkonan Molly Sandén söng lag sitt Husavik - My Hometown með bakröddum úr heimabyggð, stúlknakórnum úr fimmta bekk í Borgarhólsskóla.

„Þetta var allt sem ég vonaðist eftir og meira“
„Ég er spenntur að vera kominn niður og vera öruggur,“ segir Íslandsvinurinn og ljósmyndarinn Chris Burkard sem kláraði á miðvikudag sex daga hjólaferð þvert yfir Ísland.