Skipulag

Fréttamynd

Virkjanir í Ölfusi og hags­munir Hver­gerðinga

Á síðasta ári lýsti Sveitarfélagið Ölfus yfir áformum um að reisa virkjun inni í Ölfusdal fyrir ofan Hveragerði í samvinnu við Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og nýtt orkufyrirtæki sveitarfélagsins, Títan. Í nóvember síðastliðnum blésu þessir aðilar svo til fréttamannafundar með umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra um þessi áform.

Skoðun
Fréttamynd

Hella sér yfir Lands­virkjun vegna út­boðs á vindmyllum

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps mótmælir harðlega vinnubrögðum Landsvirkjunar við undirbúning útboðs á vindmyllum við Vaðöldu. Sveitarstjórnin segir að uppbyggingu vindmyllugarðs myndi vinna gegn hagsmunum nærsamfélagsins og valda óbætanlegu tjóni til framtíðar.

Innlent
Fréttamynd

Berjast um bestu til­löguna

Arkítektastofurnar Trípolí, Gríma arkitektar og Sei Studio keppast um bestu tillöguna að þróun lóðar Festar við Ægisíðu 102 í Reykjavík sem í dag hýsir þjónustustöð N1. Íbúabyggð kemur á svæðið og lofar Festi góðu samtali í nágrenninu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sam­þykkt að Kvosin og Austur­­stræti verði göngu­­svæði

Forhönnun að nýju Austurstræti var kynnt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í morgun. Gatan á að verða göngugata og í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að hönnun götunnar ýti undir það að hún verði áfram „ein mikilvægasta gata miðborgarinnar.“

Innlent
Fréttamynd

Að þétta og þróa byggð í Hlíðunum

Senn fer að ljúka kynningu á tillögum að nýju hverfisskipulagi fyrir Háteigshverfi (Holt og Norðurmýri), Hlíðahverfi og Öskjuhlíðarhverfi. Þessi kynning hófst 16. nóvember á síðasta ári og er áætlað að henni ljúki fyrir lok janúar.

Skoðun
Fréttamynd

Bæjar­­stjóri leggst yfir aparólu­málið

Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar hefur óskað eftir fundi með hönnuðum leikvallar á Eyrartúni svo hægt sé að kanna hvort hægt sé að koma betur til móts við sjónarmið íbúa vegna staðsetningar væntanlegrar aparólu.

Innlent
Fréttamynd

Vildi ekki ærsla­belginn á næstu lóð en fær nú líka aparólu

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá kæru íbúa við Túngötu á Ísafirði vegna fyrirhugaðrar uppsetningar sveitarfélagsins á aparólu á Eyrartúninu svokallaða, við hlið lóð mannins. Þar er fyrir ærslabelgur sem einnig var mikið tekist á um, á sama vettvangi.

Innlent
Fréttamynd

Ætla að gefa Hvamms­virkjun grænt ljós

Umhverfisstofnun hefur kynnt áform um að heimila breytingar á vatnshloti í Þjórsá 1, vegna framkvæmda við 95 megavatta Hvammsvirkjun. Telur stofnunin að sjónarmið um raforkuöryggi vegi þyngra en umhverfissjónarmið vatnshlotsins. 

Innlent
Fréttamynd

Gert að breyta sól­pallinum í takt við teikningar frá 2006

Kærunefnd húsamála hefur úrskurðað að eiganda kjallaraíbúðar sem reisti sólpall út frá íbúð sinni verði að breyta sólpallinum í samræmi við teikningar frá árinu 2006. Sólpallurinn sé stærri en teikningar geri ráð fyrir og að breytingarnar verði gerðar á kostnað hans.

Innlent
Fréttamynd

Ógn og öryggi í Vestur­bæ

Íbúar á Íslandi og í Reykjavík búa við þau miklu, en alls ekki sjálfsögðu, lífsgæði að hér ríkir öryggi, traust, jafnræði, frelsi og ekki síst sakleysi. Þessi gæði eru mikill auður sem við verðum öll að standa vörð um.

Skoðun
Fréttamynd

Fossvogsbrú á minn hátt

Aldan var vinningstillagan í samkeppni um Fossvogsbrú. Ég skoðaði vinningstillöguna frá Eflu og brúin er gullfalleg. Ég ferðast um brúnna í huganum og skynja hvað gæti verið betra í mínum huga.

Skoðun
Fréttamynd

Bíla­stæðum breytt í grænt torg

Hvernig er hægt að gera Háteigshverfi (Holt og Norðurmýri), Hlíðarhverfi og Öskjuhlíðarhverfi enn betri með nýju hverfisskipulagi? Þín ráð, kæri lesandi, geta haft áhrif á hvernig til tekst, ef þú skoðar tillögurnar sem liggja nú frammi til kynningar og skilar inn þínum ábendingum.

Skoðun
Fréttamynd

Grunar að net­verslun út­skýri færri ferðir

Íbúar í Reykjavík fara færri ferðir á dag en fyrir tuttugu árum síðan. Í febrúar 2002 fóru íbúar að meðaltali 4,1 ferð á dag en í nóvember í fyrra fóru íbúar að meðaltali 3,3 ferðir daglega. Gallup grunar að netverslun útskýri þessa fækkun ferða. 

Innlent
Fréttamynd

Sam­göngu­bætur eða átta milljarða krúnu­djásn

Í síðustu viku birtist á Vísi.is frumleg grein um brú. Þar er lagt til að skattgreiðendur komi sér upp brú yfir Fossvoginn, frá Nauthólsvík yfir í Kársnesið, u.þ.b. einn og hálfan kílómetra fyrir vestan Kringlumýrarbraut. Brúin á að vera fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, fyrir Strætó og Borgarlínu, ef ske kynni að einhver hluti hennar kæmist einhvern tímann í gagnið.

Skoðun
Fréttamynd

Ó­sam­mála um breytt gatna­mót við JL-húsið

Deilt er um framkvæmdir við JL-húsið sem borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir gerðar í nafni umferðaröryggis. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir framkvæmdirnar óhjákvæmilegar eftir ítrekaðar kvartanir frá íbúum svæðisins.

Innlent
Fréttamynd

Vinstri­menn banna vinstri beygju í Vestur­bænum

Í fréttum að undanförnu hafa Seltirningar lýst yfir áhyggjum sínum af fyrirhuguðum, róttækum breytingum á gatnamótum Hringbrautar og Eiðisgranda, við JL-húsið. Þar er um er að ræða eina helstu samgönguæðina inn og út úr sveitarfélagi þeirra.

Skoðun
Fréttamynd

Hefur lagt ó­lög­lega án at­huga­semda í 34 ár

Íbúi við Njálsgötu í Reykjavík er ósáttur við að borgin vilji banna honum að leggja á lóðinni sinni eins og hann hefur gert athugasemdalaust í 34 ár. Íbúinn málaði sjálfur gular línur á gangstéttina til að koma í veg fyrir að fólk legði í almenn bílastæði borgarinnar framan við heimatilbúið „einkastæði“ hans. Kærunni hefur verið vísað frá þar sem borgin hefur enn sem komið er ekki beitt þvingunaraðgerðum.

Innlent