Vísindi

Fréttamynd

Fjögur skip hefja leit að loðnu

Fjögur skip eru núna að hefja loðnuleit í veikri von um að bjarga megi loðnuvertíð. Kristján Már Unnarsson var staddur við höfuðstöðvar Hafrannsóknastofnunar í Hafnarfirði í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann sagði loðnuvertíðina skipta miklu máli fyrir þjóðarbúið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stað­festa að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni

Nokkrar af helstu vísindastofnunum heims staðfestu í dag að 2024 hafi verið heitasta árið frá upphafi mælinga. Meðalhiti jarðar var þá í fyrsta skipti yfir neðri þröskuldi Parísarsamkomulagsins um að hnattrænni hlýnun verði haldið innan við eina og hálfa gráðu miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu.

Erlent
Fréttamynd

Óttast að stór­iðja spilli besta stjörnu­skoðunar­stað jarðar

Forsvarsmenn einnar umsvifamestu stjörnuathuganastöðvar heims vara við því að fyrirhuguð rafeldsneytisverksmiðja eigi eftir að spilla einum af fáum stöðum á jörðinni þar sem sést í ósnortinn stjörnuhimininn. Ljósmengun frá verksmiðjunni eigi eftir að trufla athuganir sjónauka í Atacama-eyðimörkinni.

Erlent
Fréttamynd

Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar?

Það er áhugavert, jafnvel kaldhæðnislegt, að fylgjast með þeim sem hafna vísindum þegar þau segja okkur óþægilegar staðreyndir, en grípa á lofti vísindalegar fullyrðingar ef þær henta hugmyndafræði þeirra. Þetta ósamræmi er áberandi í umræðum um loftslagsbreytingar og jafnvel samfélagsmál eins og kynvitund.

Skoðun
Fréttamynd

Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári

Krúnudjásn sólkerfisins, hringir Satúrnusar, hverfa sjónum manna í mars. Þeir verða þó aðeins „horfnir“ í nokkra daga. Fyrirbærið á sér stað á um fimmtán ára fresti þegar sjónlína frá jörðinni er beint á rönd hringanna.

Erlent
Fréttamynd

Hvað vildu Ís­lendingar vita á árinu?

Vísindavefurinn hefur tekið saman þau svör á vefnum sem voru mest lesin árið 2024. Fólk var mikið að pæla í eldgosum, vöxtum og starfsstjórn. Þá vekur athygli hve margir lásu um börn íslenskra kvenna og Tyrkjaránsmanna.

Innlent
Fréttamynd

Kanni frekar mögu­legar auka­verkanir af notkun Ozempic

Tvær nýjar rannsóknir vísindamanna við Háskólann í Suður-Danmörku (d. Syddansk Universitet) í Óðinsvéum benda til að mögulega séu auknar líkur á að þeir sem notist við þyngdarstjórnunarlyfið Ozempic þrói með sér sjaldgæfan augnsjúkdóm, Naion.

Erlent
Fréttamynd

Eru vísindin á dag­skrá?

Nú þegar stjórnarmyndunarumræður eiga sér stað viljum við hvetja flokkana sem að þeim standa til þess að setja vísinda- og háskólamál í forgrunn. Vísindin eru langt frá því að vera einkamál þeirra sem þau stunda heldur eru þau mikilvæg öllu samfélaginu.

Skoðun
Fréttamynd

Webb sér al­heiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða

Athuganir öflugasta geimsjónauka sögunnar staðfesta enn á ný að alheimurinn þens út hraðar en staðallíkan eðlisfræðinnar getur útskýrt. Eftir sitja stjarneðlisfræðingar í súpunni, engu nær um hvers vegna herðir á útþenslunni.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hál­frar gráðu múrinn

Öruggt er nú að árið sem er að líða verði það hlýjasta í mælingarsögunni samkvæmt evrópskum vísindamönnum. Árið 2024 verður jafnframt það fyrsta þar sem meðalhiti jarðar verður einni og hálfri gráðu yfir meðaltali fyrir iðnbyltingu.

Erlent
Fréttamynd

SpaceX skýtur kjarn­orku­knúnum dróna út í geim

Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa samið við SpaceX um að senda kjarnorkuknúið könnunarfar af stað til tunglsins Títan, sem er á braut um Satúrnus, árið 2028. Skjóta á Dragonfly-þyrludrónanum á loft með Falcon Heavy eldflaug SpaceX en ferðin sjálf mun taka sex ár.

Erlent
Fréttamynd

Sektuð vegna full­yrðinga um aukinn hár­vöxt og minni hrukkur

Félagið X20 Lausnir ehf. hefur verið gert að greiða hundrað þúsund króna stjórnvaldssekt vegna fullyrðinga sem birtust á vefsíðunni lifsbylgja.is. Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að umræddar fullyrðingar teldust undir öllum kringumstæðum óréttmætar, en þær vörðuðu vörur undir merkinu Lifewave.

Neytendur
Fréttamynd

Stærsti skjálftinn við Öskju frá árs­byrjun 2022

Jarðskjálfti að stærð 3,0 varð klukkan 08:13 í morgun á austurbakka Öskjuvatns, 1,6 kílómetra frá Víti sem er stærsti sprengigígurinn í Öskju. Þetta er stærsti skjálftinn sem hefur mælst á svæðinu síðan í janúar 2022.

Innlent
Fréttamynd

Vara ráð­herra við hörmungum ef lykil­hring­rás í hafinu stöðvast

Sumir fremstu loftslagsvísindamanna heims eru á meðal þeirra sem vara norræna ráðherra við alvarlegri ógn við mikilvæga hringrás í Norður-Atlantshafi sem gæti haft hörmungar í för með sér fyrir Norðurlöndin. Fjórir íslenskir fræðimenn eru á meðal þeirra sem skrifa undir opið bréf þess efnis.

Innlent