Vísindi
Milljóna styrkhafi segir gullöld runna upp í stjarneðlisfræði
Íslenskur stjarneðlisfræðingur sem hlaut meira en tvö hundruð milljóna króna evrópskan styrk fyrir rannsóknir sínar segir að gullöld sé runnin upp í stjarneðlisfræði. Rannsóknirnar eiga að varpa ljósi á uppruna Vetrarbrautarinnar okkar og hvernig frumefnin urðu til.
Konur eru betri skurðlæknar en karlar
Eru konur betri skurðlæknar en karlar? Þessa spurningu lögðu vísindamenn í Kanada og Svíþjóð upp með fyrir nokkrum misserum og nú hefur svarið verið birt. Já, þær virðast vera talsvert betri skurðlæknar.
Hlýjasta sumarið á norðurhveli frá upphafi
Sumarið á norðurhveli var það hlýjasta sem hefur nokkru sinni mælst. Ágúst var hlýjasti ágústmánuður á jörðinni frá upphafi mælinga og næsthlýjasti mánuðurinn á eftir júlí í sumar. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir heimsbyggðina standa frammi fyrir „loftslagshruni“.
Krabbameinsgreiningum hjá yngri en 50 ára fjölgað um 80 prósent
Einstaklingum sem greinast með krabbamein áður en þeir verða 50 ára fjölgaði um 79 prósent á árunum 1990 til 2019. Dauðsföllum af völdum krabbameins fjölgaði um 27 prósent í umræddum aldurshóp.
Fær 215 milljóna króna styrk til að rannsaka málnotkun þingmanna
Anton Karl Ingason, dósent í íslenskri málfræði og máltækni við Háskóla Íslands, hefur fengið 1,5 milljóna evra styrk, jafnvirði um 215 milljóna króna, frá Evrópska rannsóknaráðinu til verkefnis sem miðar að því að skýra hvernig málnotkun fólks breytist á lífsleiðinni. Þetta er stærsti styrkur sem fengist hefur til rannsókna á íslenskum málvísindum.
Afskræmd umfjöllun um áhrif hvala í tengslum við loftslagsmálin
Samkvæmt stöðu þekkingar sem við höfum öðlast fyrir tilstuðlan fjölda alþjóðlegra rannsókna vitum við að hvalir og önnur stór sjávardýr hafa vistmótandi áhrif á umhverfi sitt. Þeir styrkja vistferla og stuðla að heilbrigði vistkerfa.
Átta sentímetra ormur úr pýtonslöngu fjarlægður úr heila konu
Taugaskurðlækninum Hari Priya Bandi brá heldur betur í brún þegar hún fann átta sentímetra langan hringorm í framheila konu á sjúkrahúsi í Canberra í Ástralíu.
Örlítið hækkuð gildi stórauka líkurnar á hjartaáföllum og dauða
Einstaklingar á miðjum aldri sem eru í yfirþyngd og með örlítla blóðþrýstings-, kólesteról- eða blóðsykurshækkun eru þrefalt líklegri að deyja fyrir aldur fram en aðrir. Þá eru þeir 35 prósent líklegri til að fá hjartaáfall og heilablóðfall og upplifa þau tveimur árum fyrr en jafnaldrar þeirra.
Rannsaka hvort þyngdarstjórnunarlyf gagnast gegn ýmsum sjúkdómum
Vísindamenn hyggjast rannsaka hvort sykursýkis- og þyngdarstjórnunarlyf sem innihalda semaglutide geta hjálpað einstaklingum sem þjást af sjúkdómum á borð við fíkn og vitglöp.
Svínsnýra með fulla virkni eftir mánuð í heiladauðum manni
Svínsnýra sem var grætt í heiladauðan mann fyrir meira en mánuði síðan virkar enn og stefnt er að því að fylgjast með þróun mála í að minnsta kosti mánuð til viðbótar. Sérfræðingur segir nýrað starfa jafnvel enn betur en nýra úr manneskju.
Vantrúaður á yfirlýsingar um byltingarkenndan ofurleiðara
Prófessor í eðlisfræði segist vantrúaður á nýlegar fullyrðingar kóreskra vísindamanna um að þeir hafi fundið nýja tegund ofurleiðara sem vakið hafa mikla athygli. Uppgötvun á ofurleiðara við stofuhita gæti valdið gríðarlegum tækniframförum.
Óhlýðni mýeinda hvarf ekki við enn nákvæmari mælingar
Öreindafræðingar í Bandaríkjunum segja að hegðun svonefndra mýeinda ögri enn heimsmynd eðlisfræðinnar í nákvæmustu mælingum þeirra til þessa. Yrðu niðurstöður þeirra staðfestar gæti það bent til tilvistar áður óþekktrar víxlverkunar eða náttúrulögmáls.
Kanna hvort fleira eigi þátt í methita
Vísindamenn skoða nú möguleikann á því hvort að fleiri þættir en loftslagsbreytingar af völdum manna og El niño-veðurfyrirbrigðið beri ábyrgð á fordæmalausum hita í sumar. Risaeldgos í Kyrrahafi og minni skipamengun er á meðal þess sem kemur til greina.
Segir hugmyndir Google aðför að höfundaréttinum
Forsvarsmenn Google hafa lagt til að breytingar verði gerðar á höfundaréttarlögum til að heimila fyrirtækjum að mata gervigreind á öllum texta sem fyrirfinnst á netinu. Ef útgefendur vilja ekki að efni þeirra sé notað verði það undir þeim komið að láta vita.
Stefnir í hlýjasta árið frá upphafi eftir funheita sumarmánuði
Vaxandi líkur er á því að árið í ár verði það hlýjasta frá upphafi mælinga eftir fordæmalaust heita júní- og júlímánuði. Veðurfyrirbrigðið El niño í Kyrrahafi og hnattræn hlýnun af völdum manna leggjast nú á eitt um að þrýsta meðalhita jarðar upp í nýjar hæðir.
Rannsaka áhrif hraunsins á innviði undir og yfir yfirborði
Vísindamenn við Háskóla Íslands bíða þess nú að hraun renni yfir tilraunasvæði nærri Litla-Hrút en þar á að kanna hvaða áhrif hraunið hefur á mikilvægi innviði sem liggja ofan í jörðu og eru ofan hennar. Aldrei hafa slíkar rannsóknir verið gerðir áður.
Endurlífguðu orm sem hafði verið frosinn í 46 þúsund ár
Vísindamönnum hefur tekist að þíða og endurlífga þráðorma sem höfðu legið frosnir í síberískum sífrera í um 46 þúsund ár. Ormarnir eru taldir hafa verið uppi á ísöld, á sama tíma og loðfílar og sverðtígrar.
Segir Ísland núna besta stað í heimi til að rannsaka eldgos
Nýsjálenskur eldfjallafræðingur við Háskólann á Hawaii, sem kom sérstaklega til að fylgjast með Reykjaneseldum, segir Ísland besta stað í heimi um þessar mundir til að rannsaka eldgos. Hér gefist stórkostlegt tækifæri til að skýrari mynd af hraungosum.
Steinbítur leyfði kafara að setja sýnatökupinna upp í sig
Eftir covid-faraldurinn er landsmönnum eflaust flestum enn í minni hvernig var að láta stinga pinna upp í sig til sýnatöku. En hvernig skyldi steinbítur bregðast við slíku? Kafarinn Erlendur Bogason ákvað að prófa sömu aðferð til að ná DNA-sýni úr svokölluðum grábít til að fá úr því skorið hvort hann væri í raun steinbítur eða sérstök tegund.
Nýtt lyf gegn Alzheimer's sagt marka tímamót
Nýtt lyf er sagt marka tímamót í baráttunni gegn Alzheimer's sjúkdómnum eftir að niðurstöður lyfjarannsóknar gáfu til kynna að það hægi á hnignun heilans.
Varnargalli úr kísilveri nýtist vel við eldgosarannsóknir
Eins og flestir vita er hraunið sem nú kemur upp úr jörðinni við Litla-Hrút mjög heitt. Jarðvísindamenn þurfa þó að fara alveg upp að því til þess að taka mikilvæg sýni og þá er eins gott að vera klæddur góðum varnargalla.
Heitasti staki dagurinn frá upphafi mælinga
Bráðabirgðatölur benda til þess að mánudaginn 3. júlí hafi verið heitasti einstaki dagur á jörðinni frá því að mælingar hófust. Meðalhiti jarðar fór þá í fyrsta skipti yfir sautján gráður. Hlýindin eru að hluta til knúin af sterkum El niño-atburði í Kyrrahafinu.
Bein útsending: Hljóta Íslendingar evrópsku nýsköpunarverðlaunin?
Evrópsku nýsköpunarverðlaunin verða veitt í dag og kemur það þá í ljós hvort íslenskir vísindamenn hljóti þau. Sýnt er frá verðlaunaafhendingunni í beinni útsendingu frá Valencia á Spáni.
Fólk á suðvesturhorninu má búa sig undir reglulega jarðskjálfta
Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að landrisið í Reykjanesskaga gæti breytt sýn fólks á eldstöðvakerfin. Sífellt styttist í næsta gos og íbúar megi búa sig undir að búa við jarðskjálfta.
Evklíð ætlað að afhjúpa hulduöfl alheimsins
Nýr evrópskur geimsjónauki sem verður skotið á loft í dag á að hjálpa vísindamönnum að skilja dulin og leyndardómsfull öfl sem halda vetrabrautum saman og valda sívaxandi útþenslu alheimsins. Athuganir hans gætu varpað ljósi á ýmsar brýnustu spurningar heimsfræðinnar.
Heyrðu öldunið þyngdarbylgna sem ganga um alheiminn
Alheimurinn er fullur af þyngdarbylgjum sem ganga um tímarúmið samkvæmt niðurstöðum fimmtán ára langrar og byltingarkenndrar rannsóknar alþjóðlegs hóps vísindamanna. Uppgötvunin á þessum þyngdarbylgjubakgrunni alheimsins er sögð hjálpa fræðimönnum að skilja hvernig vetrarbrautir myndast og þróast.
Fann hornstein lífrænnar efnafræði í sólkerfi í fæðingu
Kolefnissameind sem er talin hornsteinn lífrænnar efnafræði fannst í fyrsta skipti í fjarlægu sólkerfi sem er verða til með athugunum James Webb-geimsjónaukans. Rannsóknin á frumsólkerfisskífunni er einnig sögð sýna fram á þátt útfjólublárrar geislunar í lífvænleika nýrra sólkerfa.
Elsti maðurinn til að hljóta Nóbelsverðlaun er látinn
Bandaríski eðlisfræðingurinn John B. Goodenough er látinn, hundrað ára að aldri. Goodenough var einn þriggja sem hlaut Nóbelsverðlaun í eðlisfræði árið 2019 fyrir þróun liþíumrafhlaða og varð þar með elsti maðurinn til að hljóta Nóbelsverðlaun.
Sýna hvernig geimvera skaðar ónæmiskerfið
Virkni hvítra blóðfruma sem leika lykilhlutverk í ónæmiskerfi manna minnkaði í geimförum um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni. Ný rannsókn sýnir í fyrsta skipti hvernig ónæmiskerfi manna veikist í þyngdarleysi í geimnum.
Ein af hverjum fimm verður ólétt án aðstoðar eftir ófrjósemismeðferð
Um það bil ein af hverjum fimm konum sem fær aðstoð við að verða þunguð verður ólétt „á gamla mátann“ eftir að hafa áður reynt meðferðir á borð við glasafrjóvgun.