Fiskeldi

Fréttamynd

Eldis­fyrir­tækið Lax­ey klárar nærri tuttugu milljarða fjár­mögnun

Landeldisfyrirtækið Laxey, sem áformar uppbyggingu á fiskeldisstöð í Vestmannaeyjum með árlegri framleiðslugetu upp á 36 þúsund tonn, hefur lokið við um 35 milljóna evra hlutafjáraukningu ásamt því að gera nýtt langtímasamkomulag við Arion banka um lánsfjármögnun. Félagið stefnir að því að hefja fyrstu slátrun á fiski á haustmánuðum þessa árs sem er í samræmi við upphaflega tímalínu.

Innherji
Fréttamynd

Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi vara við norskri leið í sjávarútvegi – en styðja hana fullum fetum í fiskeldi. Það sem SFS kallar „óhagkvæmt“ þegar þau þurfa að greiða meira, verður allt í einu „fyrirmynd“ þegar þau græða meira.

Skoðun
Fréttamynd

Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skot­línu

Það er íslenskur sumardagur, sólin skín í heiði og endurkastar geislum sínum af hvítum sköflum fjallana sem umlykja þig. Þú ferðast inn gróinn dalinn, sveitabæir eru á stangli þar sem fjölskyldur starfa saman að því að fæða Íslendinga og eftir miðjum dalnum liðast á.

Skoðun
Fréttamynd

SFS, Exit og norska leiðin þeirra

Í tilefni af nýjustu sjónvarpsauglýsingu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), þessari þar sem er varað við „norsku leiðinni“ og leikararnir úr Exit þáttunum fara með aðalhlutverkin. Henni verður ekki dreift hér en munum þetta:

Skoðun
Fréttamynd

Ríkis­sak­sóknari stað­festir niður­fellingu í stórri slysasleppingu

Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun Lögreglustjórans á Vestfjörðum á niðurfellingu rannsóknar á slysasleppingu sumarið 2023 þegar á annað þúsund eldislaxar sluppu úr kví Arctic Sea Farm ehf. á Patreksfirði. Lögreglustjóri gagnrýnir lögmenn veiðifélaga og fjölmiðla fyrir meint áhugaleysi í umfjöllun um málið.

Innlent
Fréttamynd

Arnar­laxi bannað að full­yrða um sjálf­bæran lax

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu um að banna fiskeldisfélaginu Arnarlaxi að nota fullyrðingu um að laxeldi félagsins væri sjálfbært í markaðsefni sínu og notkun orð- og myndmerkinga sem vísa til þess að lax frá Arnarlaxi sé sjálfbær.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fara í mál við ís­lenska ríkið og Arctic Sea Farm

Veiðifélag Hrútafjarðarár og Síkár og Veiðifélag Blöndu og Svartár hafa höfðað dómsmál gegn íslenska ríkinu og Arctic Sea Farm fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur vegna leyfis Matvælastofnunar fyrir sjókvíaeldi í Patreksfirði og Tálknafirði.

Innlent
Fréttamynd

MAST kærir Kaldvík til lög­reglu

Matvælastofnun hefur farið fram á opinbera rannsókn lögreglu vegna meintra brota fiskeldisfyrirtækisins Kaldvík á Austfjörðum á lögum um velferð dýra. Þetta kemur fram á vefsíðu MAST.

Innlent
Fréttamynd

MAST rann­sakar gat á sjókví Arnar­lax í Pat­reks­firði

Matvælastofnun hefur til rannsóknar gat á nótarpoka í sjókví Arnarlax við Vatnseyri í Patreksfirði. Gat á nótunni uppgötvaðist síðasta fimmtudag, 20. Mars, og var lokað samdægurs. Matvælastofnun rannsakar meðal annars hvort strok hafi átt sér stað og hvort Arnarlax hafi virkjað og farið eftir eigin verklagsreglum og viðbragðsáætlunum.

Innlent
Fréttamynd

Lax slapp úr sjókví fyrir austan

Líffræðingur sem rannsakað hefur fiskeldi árum saman gerir athugasemdir við fullyrðingar Kaldvíkur um engar slysasleppingar úr sínum kvíum. Fiskur sem hann veiddi í Fjarðará í Seyðisfirði bendi ótvírætt til þess að þær fullyrðingar standist ekki. 

Innlent
Fréttamynd

Stór­felldur laxadauði í Berufirði

Stórfelldur laxadauði var í nóvember, desember og janúar í sjókvíum í Berufirði en þar er fiskeldisfyrirtækið Kaldvík með aðstöðu. Fyrirtækið þurfti að farga tugþúsundum eldislaxa sem voru ýmist dauðir vegna vetrarsára eða áttu sér enga lífsvon vegna þess hversu illa leiknir þeir voru.

Innlent
Fréttamynd

Óheftar strand­veiðar

Ég er orðinn nokkuð gamall í hettunni í slagnum fyrir smábátaflotann og því ýmsu vanur úr ranni LÍÚ (SFS). Dellan úr þeirri átt náði þó nýjum hæðum með pistli framkvæmdastjóra samtakanna hinn 22. janúar sl í Viðskiptablaðinu undir fyrirsögninni: „Dýr verður sælan öll“. „Sælan öll“ er ekki útskýrð frekar.

Skoðun
Fréttamynd

Á­róður í boði SFS

Það er magnað að fylgjast með því hvernig Samtök Fyrirtækja í Sjávarútvegi (SFS) keppist við það að verja þann slæma málstað sem sjókvíaeldi er. Nú síðast var það lögmaður SFS sem tók upp hanskann fyrir Kaldvík hf, sem er að reyna að troða 10.000 tonnum af sjókvíaeldislaxi ofan í Seyðisfjörð, þvert á vilja íbúa.

Skoðun
Fréttamynd

Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá kæru samtakanna VÁ! – félags um vernd fjarðar og eigenda jarðarinnar Dvergasteins á hendur Matvælastofnun vegna synjunar um frest til að skila inn athugasemdum við auglýsta tillögu að rekstrarleyfi til sjókvíaeldis í Seyðisfirði.

Innlent
Fréttamynd

Stjórn­sýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð

Hátt í fimm þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að stöðva leyfisveitingu til sjókvíaeldis á Seyðisfirði. Formaður félagasamtaka sem stendur fyrir söfnuninni segist vonast til þess að landsmenn skrifi undir og félagið fái umboð til að sýna stjórnvöldum að framkvæmdin fari gegn vilja landsmanna.

Innlent
Fréttamynd

Segja að ögur­stund sé runnin upp í Seyðis­firði

Félag um vernd Seyðisfjarðar segja að ögurstund sé runnin upp og hefur hrundið af stað undirskriftasöfnun þar sem biðlað er til nýrrar ríkisstjórnar um að veita ekki leyfi til sjókvíaeldis í Seyðisfirði. Þegar hafa 3387 skrifað ritað nafn sitt á listann.

Innlent
Fréttamynd

3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað

Heildarfjöldi eldislaxa sem var fargað eða flokkast undir afföll í fiskeldi frá janúar til og með nóvember á þessu ári eru 3.715.904 fiskar. Undir afföll flokkast þeir fiskar sem drepast í sjókvíaeldi.

Innlent
Fréttamynd

Grýtt eða greið leið?

Skattar og gjöld eru órjúfanlegur hluti af samfélagslegri umræðu, sérstaklega þegar kemur að nýtingu náttúruauðlinda. Atvinnugreinar eins og fiskveiðar og fiskeldi, sem báðar byggjast á auðlindum sjávar, eru dæmi um mikilvægar stoðir hagkerfisins þar sem gjaldtaka kemur reglulega til umræðu.

Skoðun