
Trump vill komast aftur á Facebook
Donald Trump vill komast aftur á Facebook eftir að hafa verið bannaður á miðlinum í kjölfar innrásarinnar í bandaríska þinghúsið í janúar árið 2021. Talið er að hann vilji komast þangað til þess að koma kosningaherferð sinni á flug en hann hefur tilkynnt um framboð sitt til forseta Bandaríkjanna árið 2024.

ESB sektar Meta um sextíu milljarða
Persónverndaryfirvöld innan Evrópusambandsins segja að Meta, eigandi Facebook, Instagram og annarra samfélagsmiðla, megi ekki byggja það hvaða auglýsingar notendur sjá á upplýsingum um netnotkun þeirra. Þetta var niðurstaða sérstakrar nefndar um vernd persónuupplýsinga á Írlandi sem segir auglýsingarnar brjóta gegn lögum Evrópusambandsins.

Meta hótar að fjarlægja fréttir af Facebook
Móðurfélag samfélagsmiðlarisans Facebook hótar því að fjarlægja fréttir af miðlinum ef Bandaríkjaþings samþykkir frumvarp sem á að hjálpa fjölmiðlum í vanda. Fréttir hurfu tímabundið af Facebook í Ástralíu þegar áþekk lög tóku gildi þar.

Zuckerberg líka ósáttur við Apple
Mark Zuckerberg, forstjóri META (áður Facebook), segir Apple hafa of mikil völd á sviði smáforrita í síma og snjalltæki. Tók hann þar undir ummæli auðjöfursins Elon Musk, sem lýsti því yfir fyrr í vikunni að hann ætlaði í stríð við Apple, áður en hann dró svo í land með það.

Kynhneigð og trúarbrögð víkja af Facebook
Trúarbrögð, pólitískar skoðanir, heimilisföng og kynhneigð fólks munu hverfa af Facebook um mánaðamótin. Talsmaður Facebook segir breytinguna vera gerða til að einfalda notendum að nota miðilinn.

Fjölmenn tekk-sölusíða með óvænt nýtt hlutverk
Nokkuð fjölmenn sölusíða á Facebook, sem hingað til hefur gegnt hlutverki sölumarkaðs fyrir tekk-húsgögn á Íslandi, hefur skipt um hlutverk. Síðan er nú, nokkuð óvænt, orðin að sölusíðu fyrir tölvuleikinn Clash of Clans.

Salka lendir í ritskoðunarkrumlum Facebook
Ritskoðunardeild Facebook hefur sett Sölku útgáfu í mánaðarbann á samfélagsmiðlinum en útgefanda varð það á að nefna Hitler á nafn en hinn illræmdi fyrrverandi þýski kanslari er nú kallaður H-orðið meðal Sölku-fólks.

Réttur netsvikabrotaþola enn óljós
Fjölmörg mál sem varða svokölluð Messenger svik hafa komið inn á borð Neytendasamtakanna undanfarna daga. Neytendasamtökin hvetja brotaþola til að ganga úr skugga hvort þeir eigi einkaréttakröfu á sinn viðskiptabanka.

Krossbrá þegar hann fattaði að Facebook var komið í hendur svikahrapps
„Þetta hefði alveg getað endað verr. Það er auðvitað heilmikið í húfi þarna, maður er með nánast alla ævisöguna á facebook síðunni og maður getur ekki vistað allt sem maður er með þar,“ segir Jóhann Helgi Hlöðversson í samtali við Vísi.

Segir upp ellefu þúsund manns
Mark Zuckerberg, forstjóri Meta, móðurfélags Facebook, tilkynnti í morgun að um ellefu þúsund starfsmönnum fyrirtækisins yrði sagt upp. Það samsvarar um þrettán prósentum af starfsmönnum Meta en forsvarsmenn fyrirtækisins ætla einnig að grípa til fleiri aðgerða til að hagræða í restri þess.

WhatsApp lá niðri á heimsvísu tímabundið
Samskiptaforritið WhatsApp liggur niðri á heimsvísu. Um tveir milljarðar manns nota forritið daglega.


Þrjár ástæður fyrir því að börn yngri en 13 ára ættu ekki að vera á samfélagsmiðlum
Ljót eineltismál, myndbönd af ofbeldi og hatursfull ummæli í garð minnihlutahópa meðal barna og ungmenna hafa verið áberandi í umræðunni síðustu daga, vikur og mánuði. En hvaðan kemur þessi heift, þessi munnsöfnuður, þetta bakslag í umburðarlyndi í okkar samfélagi og hvað eiga þessi dæmi sameiginlegt?

Brot gegn persónuverndarlögum misnotkun á markaðsráðandi stöðu?
Tæknirisar nútímans hafa umtalsverðan markaðsstyrk og viðskiptamódel þeirra grundvallast að miklu leyti á söfnun persónuupplýsinga

Rússneskur keppinautur Facebook fjarlægður úr AppStore
Apple hefur fjarlægt rússneska samfélagsmiðilinn VK úr AppStore í kjölfar nýjustu uppfærslu breskra refsiaðgerða gagnvart Rússum.

Mark Zuckerberg og Priscilla Chan fjölga mannkyninu
Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, og eiginkona hans Priscilla Chan eiga von á sínu þriðja barni saman. Hjónin fögnuðu tíu ára brúðkaupsafmælinu sínu hér á Íslandi í maí þessa árs.

Að endurnæra hugann: Zuckerberg hætti að hlaupa
Mark Zuckerberg, eigandi Meta sem á Facebook og fleiri samfélagsmiðla, æfir á morgnana áður en hann mætir til vinnu. Í viðtölum hefur hann sagt að morgnarnir séu sá tími sem henti honum best.

Andrew Tate gerður brottrækur af Meta
Meta, móðurfélag Facebook og Instagram, hefur sparkað hinum umdeilda Andrew Tate af öllum sínum miðlum.

Facebook fjarlægir færslur um þungunarrofspillur eftir hæstaréttardóm
Færslur þar sem konum eru boðnar svonefndar þungunarrofspillur hafa verið fjarlægðar af samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram frá því að umdeildur hæstaréttardómur féll í Bandaríkjunum sem svipti konur stjórnarskrárvörðum rétti til þungunarrofs.

Sheryl Sandberg hættir hjá Meta
Sheryl Sandberg, framkvæmdastjóri Meta, ætlar að hætta hjá fyrirtækinu eftir að hafa verið mjög áberandi í fremstu röðum þar í fjórtán ár. Í tilkynningu segist hún ætla að einbeita sér að mannúðarstarfi og að öðru leyti viti hún ekki hvað framtíðin beri í skauti sér.

Ég er bara 5 ára og kenna á því fæ
Fyrir 6 árum var enginn á TikTok. Fyrir 11 árum höfðum við ekki heyrt um SnapChat eða Zoom. Fyrir 15 árum fengum við ekki eina einustu tilkynningu í símana okkar frá Instagram, Messenger og WhatsApp. Fyrir 20 árum lifðum við í heimi án Facebook, YouTube, Twitter, Spotify og Iphone.

Mark Zuckerberg sýnir myndir frá Íslandsreisunni
Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, virðist hafa notið dvalarinnar á Íslandi vel ef marka má myndir sem hann deildi á samfélagsmiðlinum í kvöld.

Mark Zuckerberg á Íslandi
Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, er sagður hafa lent í einkaflugvél sinni á Akureyrarflugvelli í dag.

Saka Facebook um að valda usla í Ástralíu til að hafa áhrif á löggjöf
Á meðan ástralska þingið fjallaði í fyrra um nýtt lagafrumvarp sem myndi krefja tæknirisa á borð við Facebook og Google um að greiða fjölmiðlum fyrir notkun á efni þeirra lokaði Facebook fyrir aðgang að áströlskum fjölmiðlum og tók niður síður ástralskra spítala, stofnana og góðgerðarfélaga.

Lögreglan á Suðurnesjum snýr aftur á Facebook
Lögreglan á Suðurnesjum hefur snúið aftur á Facebook, um þremur mánuðum eftir að embættið tilkynnti að ákvörðun hafi verið tekin að hætta á samfélagsmiðlinum vegna persónuverndarsjónarmiða.

Brugðið vegna auðkennisþjófnaðar: „Það er einhver alvöru manneskja á bak við þetta“
Myndir af fjölmiðlakonunni Snærós Sindradóttur hafa verið notaðar á fölskum Facebook-aðgangi í tæpt ár. Myndirnar eru af Snærós sjálfri ásamt börnum hennar og eiginmanni. Hún segist hafa verið í sjokki þegar hún frétti af þessu.

Facebook og Instagram lokað í Rússlandi vegna ofstækis
Rússneskur dómstóll hefur skipað Meta, móðurfyrirtæki Facebook, að stöðva starfsemi Facebook og Instagram í Rússlandi án fyrirvara. Í úrskurðinum er vísað til „ofstækisvirkni“ og Meta skilgreint sem ofstækisfélag.

Samkeppnismál stóru tæknifyrirtækjanna
Það er ljóst að viðhorf bæði almennings og yfirvalda gagnvart stóru tæknifyrirtækjunum hefur breyst umtalsvert á örfáum árum. Umrædd viðhorfsbreyting endurspeglast ekki síst í víðtækum rannsóknum samkeppnisyfirvalda á starfsemi tæknifyrirtækjanna og fjölda sektarákvarðana á hendur þeim, auk fyrirhugaðrar lagasetningar beggja vegna Atlantshafsins.

Miskunnarlaus klámherferð herjar á Íslendinga
Erlendar klámsíður virðast nú vera í miðri auglýsingaherferð sem angrar marga Íslendinga. Óumbeðin og óviðeigandi skilaboð hrúgast nú inn á Facebook. Við sýnum ykkur hér í myndbandi sem fylgir fréttinni hvernig hægt er að losna við þetta hvimleiða vandamál á einfaldan máta.

Auglýsingatekjur fjölmiðla drógust saman um sextán prósent
Tekjur innlendra fjölmiðla af birtingu og flutningi auglýsinga árið 2020 drógust saman um 16% frá árinu áður reiknað á föstu verðlagi. Sambærilegur samdráttur sást einnig í auglýsingagreiðslum til erlendra miðla. Heildartekjur innlendra fjölmiðla rýrnuðu um 6% frá fyrra ári en tekjur af notendum jukust um 2%.